Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 27 DAVID Blunkett, innanríkisráð- herra Bretlands, segir að hættan á því að alþjóðlegir hryðjuverkamenn efni til árása í landinu sé „raunveru- leg og alvarleg“. Kom þetta fram í umræðum á þingi í gær en gripið hefur verið til mikilla varúðarráð- stafana í landinu, meðal annars eru hermenn og brynvagnar við stærsta flugvöll landsins, Heathrow, og eft- irlitsflugvél flughersins sveimar yfir London. Næststærsta flugvellinum, Gatwick, var skyndilega lokað að hluta í gær og allt flugtak þar bann- að. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, fannst virk handsprengja í far- angri manns sem kom frá Kólumbíu. Er talið að maðurinn sé frá Venes- úela; heimildarmenn sögðu óvíst hvort um hryðjuverkamann væri að ræða. Tveir menn voru handteknir og yf- irheyrðir eftir að þeir höfðu sést á gangi við girðingu við eina af flug- brautum Heathrow-vallar en lög- reglu þótti skýringar þeirra ekki nógu sannfærandi. Flugumferð um Heathrow er meiri en um nokkurn annan flugvöll í heiminum. David Blunkett sagði að flugvellinum yrði ekki lokað að svo komnu máli. Talið er að hættan stafi ekki síst af því að hryðjuverkamenn reyni ef til vill að skjóta farþegaþotur niður með létt- um sprengjuflaugum. „Við verðum að láta fólk fá þær upplýsingar sem það þarf á að halda til að geta verndað sig og aðra,“ sagði Blunkett. „En jafnframt verð- um við að forðast að hræða fólk að óþörfu eða valda efnahagslegum og félagslegum skaða sem myndi stuðla að því að markmið hryðjuverka- mannanna næðust. Almenningur verður að vera á varðbergi en ekki óttafullur.“ Vandi ráðamanna mikill Andrew Marr, einn af fréttastjór- um breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að ráðamönnum sé mikill vandi á höndum. Geysilegt magn upplýs- inga um starfsemi hryðjuverkasam- taka berist stöðugt inn á borð yfir- valda sem reyni að finna það sem skipti máli og bregðast rétt við. Hættan sé að menn geri annaðhvort of mikið eða of lítið. „Hefð er orðin fyrir því í stjórn- málalífinu að finna alltaf sökudólga en á hinn bóginn er hættan þannig að útilokað er að meta hve mikil hún sé. Enginn þarf að furða sig á því að ráð- herrar séu taugaspenntir.“ Blunkett hafnaði kröfum nokk- urra stjórnarandstæðinga á þingi um að skilgreina betur í hverju hætt- an fælist en sagði að hermdarverka- samtökin al-Qaeda hygðust reyna að valda tjóni jafnt á fólki sem mann- virkjum í Bretlandi. Sagði Blunkett að gæta yrði þess að hryðjuverka- menn fengju ekki að vita hve mikið stjórnvöld vissu um þá eða hvernig þau hefðu komist yfir þær upplýs- ingar. Oliver Letwin, talsmaður Íhaldsflokksins, sagði hann styðja eindregið aðgerðir stjórnvalda en varaði við því að erfitt gæti orðið að fá almenning til að styðja varúðar- ráðstafanir sem gætu þurft að standa yfir mánuðum saman nema ríkisstjórnin tjáði sig skýrt og ótví- rætt um eðli hættunnar. Undanfarna þrjá daga hafa örygg- isráðstafanir verið óvenju miklar vegna ótta við að al-Qaeda eða hópar tengdir samtökunum ráðist á landið í tengslum við lok trúarhátíðar músl- íma, Eid, á laugardag. John Reid, formaður Verkamannaflokksins og ráðherra án ráðuneytis, er náinn samstarfsmaður Tony Blairs for- sætisráðherra og sagði hann á mið- vikudag að hættan á árás væri álíka mikil og hún var 11. september 2001 í Bandaríkjunum. Hann dró þó um- mælin til baka síðar, að sögn fréttavefjar BBC og sagði þau hafa verið „mistúlkuð“. Talsmaður breska varnarmála- ráðuneytisins skýrði frá því í gær að Nimrod-ratsjárflugvél hefði verið send á loft yfir London til að veita lögreglunni aðstoð við aðgerðir á jörðu niðri. Ekki stæði hins vegar til að nota orrustuþotur, ekki heldur til að verja Heathrow-flugvöll sem er norðan við höfuðborgina. Talið að al-Qaeda ráði yfir léttum sprengjuflaugum Um 450 hermenn og um 1.700 lög- reglumenn hafa tekið sér stöðu í og við Heathrow-flugvöll, þeir eru studdir brynvögnum. Bílar á leið til svæðisins eru stöðvaðir til að kanna hverjir séu á ferð og er eftirliti haldið uppi í allt að 15 kílómetra fjarlægð frá flugbrautunum. Þykir þetta benda til þess að stjórnvöld óttist einkum að hryðjuverkamenn muni reyna að skjóta flugvélar niður með léttri sprengjuflaug sem einn maður getur borið á öxlinni. Hermdar- verkamenn reyndu að skjóta niður ísraelska farþegaþotu í Kenýa með rússnesk-smíðaðri SAM 7 Strela -2 flaug í nóvember en mistókst verkið. Segja sérfræðingar að skýringin geti verið að flaugarnar hafi verið orðnar of gamlar og þær hafi skemmst í flutningum. Hægt er að kaupa á alþjóðlegum svartamarkaði vopn af þessu tagi og jafnvel bandarískar Stinger-flaugar eða nýja gerð af rússneskum flaug- um, Igla, sem einnig eru léttar og einn maður getur skotið. Skæruliðar í Afganistan notuðu á sínum tíma Stinger-flaugar til að skjóta niður sovéskar herflugvélar á níunda ára- tugnum er Sovétmenn höfðu her- numið landið. Fullvíst er talið að al-Qaeda-menn ráði yfir Stinger-flaugum en sumir þeirra börðust á sínum tíma í Afgan- istan og nutu þá stuðnings Banda- ríkjamanna gegn Sovétríkjunum. Sumar gerðir flauga af Stinger- og Strela-gerð geta dregið allt að sex kílómetra en nokkurt vandaverk er að skjóta þeim ef árásin á að bera ár- angur. Gatwick-velli lokað að hluta Handsprengja fannst í farangri farþega frá Suður-Ameríku AP Tveir hermenn og vopnaður lögreglumaður fylgjast með ferðalöngum á leið inn í Heathrow-flughöfnina í gær en þar er nú mikil öryggisgæsla. London. AFP. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, varði andstöðu sína við hernaðaríhlutun í Írak í stefnuræðu í þýzka þinginu í Berlín í gær. Sagðist hann líta svo á að ályktun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1441 um vopnaeftirlit í Írak innihéldi ekki sjálfkrafa heimild fyrir að hervaldi sé beitt. Lýsti kanzlarinn ennfremur yfir samstöðu með bandalagsþjóðum Þjóðverja í Atlantshafsbandalaginu; þeir myndu einnig koma Tyrkjum til aðstoðar reyndist það nauðsynlegt. Schröder sagði hins vegar ótíma- bært að taka ákvörðun um að virkja varnarkerfi bandalagsins fyrr en eft- ir að næsta skýrsla um framgang vopnaeftirlits í Írak hefði verið flutt í öryggisráði SÞ. „Þessi ályktun (SÞ) inniheldur ekkert ákvæði sem gefur sjálfvirka heimild til stríðsyfirlýsingar,“ sagði kanslarinn í ræðu þar sem hann hélt uppi vörnum fyrir stefnu ríkisstjórn- ar sinnar sem hefur valdið klofningi meðal bandamanna Þýzkalands og sætt harðri gagnrýni af hálfu stjórn- arandstöðunnar og fjölmiðla. Hann sagði að árangur hefði náðst af starfi vopnaeftirlitsmanna SÞ í Írak og veita ætti þeim betri tíma og búa þá betur úr garði til að sinna hlutverki sínu. Stjórn sín trúi því að hægt sé að þvinga Íraka til að af- vopnast með friðsamlegum hætti. En hann varaði líka Saddam Huss- ein Íraksforseta við að hann og stjórn hans yrðu að sýna fulla sam- vinnu við Sameinuðu þjóðirnar. „Stöndum með Tyrkjum“ Þá sagði kanzlarinn að engin þörf væri á því að hætta því þrátefli sem komið er upp innan NATO vegna andstöðu Þjóðverja, Frakka og Belga við að virkja varnarskuldbind- ingar bandalagsins gagnvart Tyrk- landi fyrr en eftir að Hans Blix, yf- irmaður vopnaeftirlits SÞ, flytur næstu áfangaskýrslu sína fyrir ör- yggisráðinu í dag, föstudag. Sagði hann það myndu gefa „röng skila- boð“ að gefa grænt ljós á virkjun bandalagsvarnanna áður en fyrir lægi hvert framhald eftirlitsins yrði. „Enginn vafi leikur á samstöðu okkar með Tyrkjum og öllum öðrum bandalagsþjóðum,“ sagði Schröder. „Þegar bandamaður þarf á aðstoð að halda, veitum við hana.“ Þingmenn, sem á ræðu kanzlarans hlýddu, ýmist púuðu eða klöppuðu. Talsmenn stjórnarandstöðunnar sóttu hart að honum að ræðunni lok- inni. Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata (CDU), sakaði Schröder um „lymskulega and-Am- eríkuhyggju“. Kanzlarinn hefði stýrt utanríkisstefnunni í blindgötu og með ummælum sínum veikt hinn al- þjóðlega þrýsting á Saddam Huss- ein. Þar með hafi hann gert líklegra en ella að niðurstaðan verði sú að gripið verði til vopnavalds til að af- vopna Íraka. Pólitískur lífróður Fréttaskýrendur segja að Schröd- er rói nú hreinlega pólitískan lífróð- ur. Þýzkt efnahagslíf, stærsta þjóð- hagkerfi Evrópu, er í mikilli lægð, tilraunir stjórnarinnar til að minnka atvinnuleysi í landinu hafa ekki skil- að árangri, flokkur hans beið mikinn ósigur í héraðsþingkosningum fyrir skemmstu og samband Þýzkalands við nána bandamenn, einkum og sér í lagi Bandaríkin, eru stirðara en nokkru sinni. Norður-Kórea og Írak Schröder vék í ræðu sinni í þinginu einnig að Norður-Kóreu. Sagðist hann undrandi á því hve mikill munur væri á því hvernig stjórnvöld í Washington umgengjust Írak annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar. Norður-Kórea „lýtur stjórn ein- ræðisherra, ræður yfir kjarnorku- flaugum og hendir eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn- ar á dyr“ en þrátt fyrir þetta leggi Bandaríkjastjórn til „viðræður“ við Norður-Kóreumenn. Írak sé vissu- lega stýrt af einræðisherra, en ráði „ekki yfir neinum kjarnorkuvopnum og engum langdrægum eldflaugum“, jafnvel þótt vísbendingar væru um að Írakar „gætu smíðað slíkar“. „Vopnaeftirlitsmennirnir verða að fá að halda verki sínu áfram,“ ítrek- aði Schröder, en bætti við að sér væru tengslin við Bandaríkin mik- ilvæg. „Þýzkaland og Bandaríkin eru ekki aðeins tengd í gegn um þá skuld sem við eigum Bandaríkjamönnum að gjalda fyrir að frelsa okkur undan harðstjórn nazista, heldur deilum við einnig menningarlegum gildum og vináttu,“ sagði hann. „Það er þess vegna sem við getum verið mismun- andi skoðunar.“ Í sínu innleggi til þingumræðn- anna í gær hvatti Joschka Fischer utanríkisráðherra til þess að komið yrði upp nýju „alþjóðlegu kerfi til að hafa eftirlit með og uppræta gereyð- ingarvopn“ til að eiga við ástand eins og nú væri í Írak og Norður-Kóreu. Sagði Fischer þýzku stjórnina mundu halda fast við sameiginlega yfirlýsingu leiðtoga Þýzkalands, Frakklands og Rússlands um að halda beri vopnaeftirlitinu til streitu. Hann vísaði einnig til þess að yfir- gnæfandi meirihluti almennings í Þýzkalandi og Evrópu væri andsnú- inn hernaði í Írak. Schröder ver stefnu sína Kanzlarinn gagn- rýndur á þingi Berlín. AFP. Reuters Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, hlýðir þungbúinn á umræðurnar á þinginu í Berlín í gær. ÞJÓÐVERJI nokkur, sem fór í heilt ár vítt og breitt um Pólland undir því yfirskini, að hann væri hátt- settur fulltrúi Evrópusambandsins, er nú horfinn frá reikningum upp á nokkur hundruð þúsunda króna. Maðurinn, sem nefndi sig Orlof Zimmermann, fór um á fínum bíl með ESB-fánann og CD-merki sendimanna. Var hann að sjálf- sögðu vel klæddur og virðulegur, lofaði gulli og grænum skógum og var tekið á móti honum með kost- um og kynjum. Hann sagðist vera „framkvæmdastjóri frönsk-þýsku aðstoðarinnar“ eða einfaldlega „fé- lagi í Evrópusambandinu“. Yfirleitt voru honum strax út- veguð skrifstofa, sími og túlkur. Loksins þegar einhverjum datt í hug að grennslast fyrir um mann- inn, kom í ljós, að enginn kannaðist við hann. Huggun í hundahaldi Í ÞEIM efnahagslegu þrengingum, sem Finnar eins og flestar aðrar þjóðir hafa gengið í gegnum að und- anförnu, hefur ást þeirra á hundum vaxið og margfaldast. Virðist vera beint samband þarna á milli því að það sama átti sér stað í upphafi síð- asta áratugar þegar Finnar urðu fyrir miklum búsifjum vegna hruns Sovétríkjanna. 2001 voru nýskráðir hundar í Finnlandi rúmlega 34.000 en rúmlega 37.000 á síðasta ári. Mest var fjölgunin 1993 þegar 47.000 hundar voru skráðir. Öldruð ósiðsemi ÞAÐ er ekki alltaf satt, sem sagt er, að gamalt fólk sé siðavendnin uppmáluð en unga fólkið til alls víst. Dómstóll í Róm dæmdi í fyrra- dag par, 86 ára karl og 74 ára vin- konu hans, í 50 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir ósiðsemi á almannafæri en þau voru staðin að ástríðufullum ástaleik inni í bíl í al- menningsgarði. Undir fölsku flaggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.