Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður gerir fjölmargar at- hugasemdir við málsmeðferð skatt- rannsóknarstjóra í andmælabréfi sem hann hefur ritað fyrir hönd Jóns Ólafssonar, dags. 13. febrúar. Sakar hann skattrannsóknarstjóra um skort á hlutlægni og um ann- arleg sjónarmið í umfjöllun sinni. Gagnrýnt er að í skýrslu skatt- rannsóknarstjóra láti embættið eins og það viti ekki að Jón Ólafsson hafi verið búsettur í útlöndum frá 1998. „Ekki verður hjá því komist að hug- leiða hvaða hvatir eru að baki þeirri afstöðu SKR [skattrannsóknar- stjóra ríkisins] að minnast ekki á þessar staðreyndir um búsetu JÓ og fjölskyldu hans í London. Ekki er um það að ræða að SKR hafi verið ókunnugt um hana. Ekki verður heldur ætlað að SKR hafi ekki gert sér grein fyrir mikilvægi þess hvort JÓ var búsettur hér á landi eða í London þegar kemur að framtals- skyldu hans og skattskyldu hér á landi. Eftir stendur þá einungis sú mögulega skýring að SKR hafi tekið þá ákvörðun að geta ekki um þetta mikilvæga atriði í skilgreiningu á skattaðilanum bls. 1 í hefti 1, að við- urkenning þeirrar staðreyndar að JÓ var ekki búsettur á Íslandi hefði leitt til þess að forsendur fyrir rann- sókninni á hendur JÓ hefðu brostið. Slík viðurkenning á staðreyndum hefði komið í veg fyrir að unnt væri að ráðast í svo stórfellda og víðtæka rannsókn og ákveðið var fyrirfram [leturbr. í andmælabréfi] að leggja í, hvað sem búsetu JÓ og fjölskyldu utan Íslands liði. SKR vildi ekki kippa grundvellinum undan rann- sókninni með því að byrja skýrsluna á því að viðurkenna í upphafi að JÓ byggi ekki á Íslandi og því væri ekki heimilt að fjalla um annað en tak- markaða skattskyldu hans á Ís- landi,“ segir m.a. í andmælum Ragnars. Síðan segir: „Því er haldið fram að SKR hafi miðað athafnir sínar við óskyld og annarleg sjónarmið með því að horfast ekki í augu við þá staðreynd að JÓ bjó utan landsins frá 1998.“ Brotin lög á skattþegninum Í andmælabréfinu segir að Jóni Ólafssyni hafi ekki verið gefinn kostur á að gæta réttar síns við hús- leitir sem framkvæmdar voru á tveimur stöðum. Tekið er fram að húsleit fari ekki fram nema að und- angengnum úrskurði dómara en þessa hafi ekki verið gætt gagnvart Jóni Ólafssyni og brotin hafi verið lög á skattþegninum. Einnig er skorað á embættið að leggja fram skýrslu um för hóps embættis- manna skattrannsóknarstjóra til London til að rannsaka skattamál Jóns. Gagnrýnd eru ummæli í skýrslu skattrannsóknarstjóra um að Jón Ólafsson hafi í skýrslugjöf svarað spurningum „með röngum staðhæf- ingum eða á villandi hátt“. „Með þeirri afstöðu SKR að JÓ færi með rangt mál og skýrði rangt frá stað- reyndum hefur SKR þegar tekið þá afstöðu að JÓ sé sekur og þar með er niðurstaða málsins ráðin. SKR leitast við að sýna fram á að emb- ættið hafi rétt fyrir sér að þessu leyti og getur ekki litið hlutlægt á málið,“ segir í andmælabréfi Ragn- ars. Heldur hann því einnig fram að skattrannsóknarstjóri hafi gert það upp við sig að upplýsingar skattaðil- ans væru rangar og þar með að engu hafandi og þá geti hann ekki lengur litið óhlutdrægt á málavexti og hagað rannsókn sinni þannig að jöfnum höndum séu rannsökuð at- riði sem horfa sökunaut í hag og óhag. „Einnig af þessari ástæðu ber SKR að víkja, enda getur rannsókn hans ekki verið grundvöllur að framhaldi málsins,“ segir Ragnar. Þá segir hann skattrannsóknar- stjóra einnig hafa misbeitt valdi sínu með því að yfirheyra lögmenn sem hafa komið að málum Jóns, sem sakborninga „og reynt að skapa þannig hjá þeim ótta.“ „Þegar SKR taldi sig ekki hafa erindi sem erfiði var lögmönnum JÓ ritað bréf […] hinn 14.10. 2002 og krafðir um reikninga og vinnuskýrslur sem lytu að JÓ. Með þessari aðgerð var rann- sókninni á málefnum JÓ snúið upp í rannsókn á skattskilum lögmann- anna og þannig farið í kringum laga- ákvæði um þagnarskyldu lögmanna og beitt ólöglegum hótunum í garð lögmannanna, þar sem þeir höfðu leyft sér samkvæmt lagaskyldu að vísa til þess að þeim væri bannað að lögum að upplýsa um málefni skjól- stæðinga sinna,“ segir í andmælun- um. Andmælt er þeim orðum í skýrslu skattrannsóknarstjóra að rannsókn- in hafi leitt í ljós að „tilhögun fjár- málaumsvifa skattaðilans frá og með árinu 1998, hvort heldur tengd eignum eða tekjum, virðist hafa ver- ið í samræmi við fyrirfram ákveðna áætlun sem m.a. virðist hafa haft að markmiði að koma Jóni undan skattgreiðslum“. Ítrekuð er sú skoð- un að skattrannsóknarstjóri geri af einhverjum ástæðum afar lítið úr þeirri staðreynd að Jón Ólafsson flutti til Englands 1998. „Þótt dreg- ist hafi að ganga frá skattskilum þar í landi hefur skattrannsóknarstjóri undir höndum gögn sem sýna að JÓ hefur unnið að því að koma skatt- skilum sínum í Englandi í viðunandi horf. Ekki er minnst á þau gögn í skýrslunni og þau ekki tekin upp í skjalalista skattrannsóknarstjóra,“ segir m.a. í andmælunum. Starfa á alþjóðamarkaði Í umfjöllun um ástæður þess að Jón Ólafsson flutti til London og um fjármálaumsvif hans segir m.a.: „Meginatriðið er að Jón Ólafsson hóf á árinu 1998, samhliða flutningi hans og fjölskyldu hans til London, fjármálaumsvif og ráðgjöf á þessu sviði, þ.e. á sviði upplýsingatækni og fjölmiðlunar. Tilgangurinn með til- flutningi eignanna var því ekki sá að komast hjá skattlagningu eigna eins og segir í skýrslunni heldur að færa eignirnar og umsvifin til félags sem til framtíðar var ætlað að starfa á al- þjóðamarkaði, sem ráðgjafarfyrir- tæki og fjárfestingarfélag. Stað- setning fyrirtækisins var valin með hliðsjón af þeim möguleika að Jón Ólafsson kynni síðar að flytja frá Englandi þar sem hann hefur haft búsetu frá árinu 1998 eins og áður segir. Með hliðsjón af framangreindu er því sérstaklega andmælt sem skatt- rannsóknarstjóri heldur fram að miðstöð fjárhagslegrar umsýslu skattaðilans sé á Íslandi. Það er rétt að meginhluti fjárfestinga skattaðil- ans og fjárfestingafélaga hans eru enn á Íslandi en það hefur þó breyst verulega að undanförnu. Auk þess verður að benda á að ein skýring þess að JÓ hefur ekki fært meiri umsvif frá Íslandi er kvöðin sem hvílir á eignarhlutanum í Norður- ljósum samkvæmt „sambanka- láninu“ svokallaða. Margar af fjár- festingum skattaðilans og fjár- festingarfélaga hérlendis hafa miðað að því að styrkja með beinum eða óbeinum hætti stöðu Norður- ljósa, efla viðskiptasambönd sem tengjast því fyrirtæki og skapa traustari grundvöll undir rekstur þess almennt séð. Miðstöð fjármála- umsýslunnar hlýtur hins vegar að vera þar sem viðkomandi starfar og dvelur í raun og rekur sína starf- semi. Varðandi umfjöllun um flutning hluta í Norðurljósum Samskipta- félagi (NS) yfir til NLC Holding SA getur skattrannsóknarstjóri þess ekki að í raun skiptir ekki máli að því er varðar tekjuskatt hvert var söluverð bréfanna í NS. Hluthafarn- ir, bæði einstaklingar og lögaðilar, gátu á þeim tíma sem um ræðir allt- af frestað tekjufærslu söluhagnaðar ef um hann var að ræða og fært nið- ur á móti hlutunum í NLC Holding […]. Þannig yrði stofnverð þeirra hluta hið sama í þeirra hendi og hlutanna í NS. Segja má að tilgang- ur með því að færa hlutina á milli með þeim hætti sem gert var hafi hugsanlega verið að komast hjá greiðslu stimpilgjalds í Lúxemborg en ekki sá að komast hjá skatt- greiðslum á Íslandi. Meginatriðið varðandi þennan þátt, eins og al- mennt gildir um skýrslu skattrann- sóknarstjóra, er að skattrannsókn- arstjóri tilgreinir ekki þau atriði sem túlka má skattaðilanum í hag,“ segir í andmælabréfinu. Skattskyldur í Englandi Fjallar Ragnar í ítarlegu máli um það atriði hvort Jón Ólafsson beri skattskyldu á Íslandi eða erlendis og segir að bresk skattyfirvöld nú hafi staðfest að hann beri fulla skattskyldu í Englandi. „JÓ tilkynnti sig formlega skatt- skyldan í Bretlandi þann 1. október 2002. Allt frá árinu 1998 hefur JÓ verið að vinna að því að koma skatt- skilum sínum í Bretlandi í viðunandi horf en ekki komið í verk að ljúka af ýmsum ástæðum. Framtalsgerðinni þar í landi fyrir árin 1998–2001 er nú lokið og allir skattar þar í landi í skilum. Sérfræðingar í Bretlandi telja ekki vafa á að JÓ sé skatt- skyldur í Englandi frá 1998 og jafn- framt að á grundvelli 4. gr. tvískött- unarsamnings Íslands og Bretlands beri hann fulla skattskyldu í Eng- landi. Þetta var endanlega staðfest af breskum skattyfirvöldum með bréfi dags. 23. janúar 2003. Telja verður að frá sama tíma beri JÓ ein- ungis takmarkaða skattskyldu á Ís- landi og vísast þar um til 1. mgr. 1. gr. laga nr. 75/1981, til 3. gr. sömu laga og til ákvæða fyrrgreinds tví- sköttunarsamnings, einkum til 4. gr. samningsins. Sérstaklega er til þess vísað að JÓ hefur ásamt fjölskyldu sinni búið í Englandi, miðstöð per- sónuhagsmuna hans hefur verið þar í landi og börn hans hafa gengið í skóla þar í landi. JÓ hefur komið reglulega til Íslands og eru einkum tvær ástæður fyrir ferðalögum hans hingað til lands. Sú fyrri er við- skiptalegs eðlis, þ.e. í tengslum við þjónustu Inuit fyrir Norðurljós og eftirlit með fjárfestingum skattaðil- ans hér á landi. Hin síðari er til að dvelja með fjölskyldu sinni hér á landi í leyfum. Niðurstaðan getur í raun ekki verið önnur en að á grund- velli 4. gr. tvísköttunarsamningsins verði JÓ talinn með skattalega heimilisfesti í Englandi.“ Skortur á hlutlægni Þá segir að umfjöllun skattrann- sóknarstjóra um fulla og ótakmark- aða skattskyldu opinberi enn skort á hlutlægni. Upp séu talin mörg at- riði sem geti verið viðmið varðandi ákvörðun um heimilisfesti en ekki sé í upptalningunni að finna umfjöllun um fjölskylduhagi Jóns eða um dval- arstað fjölskyldu hans, skólagöngu barna eða miðstöð persónuhags- muna að öðru leyti. Þrátt fyrir að í einum kafla í skýrslu skattrann- sóknarstjóra segi að óumdeilt sé að Jón eigi fasteign í Bretlandi og dvelji þar „hluta árs“ með fjölskyldu sinni geri skattrannsóknarstjóri af einhverjum ástæðum mjög lítið úr þessum þætti. „Hins vegar er síðast í þessari umfjöllun talin ástæða til þess að geta þess sérstaklega að JÓ sé ræðismaður Indónesa á Íslandi,“ segir í andmælabréfinu. Vitnar Ragnar til ódagsetts úr- skurðar ríkisskattstjóra þar sem fram komi að upplýst hafi verið að Skýlaust brot á öllum reglum um hlutlægni Morgunblaðið/Golli Ragnar Aðalsteinsson hrl. hefur lagt fram andmæli fyrir hönd Jóns Ólafssonar Ragnar Aðalsteinsson hrl. vísar því með öllu á bug í andmælabréfi fyrir hönd Jóns Ólafssonar að Jón hafi vanframtalið tekjur sínar og stundað skattsvik. Í bréfinu segir að bresk skattyfirvöld hafi nú staðfest að hann beri fulla skattskyldu í Englandi. Er skattrann- sóknarstjóri sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu, brotið gegn lögum um meðferð opinberra mála og gegn meðalhófsreglu stjórn- sýsluréttarins. ÓMAR FRIÐRIKSSON kynnti sér andmælin við rann- sóknarskýrslu skattrannsóknarstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.