Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 28
AKUREYRI 28 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Opnum í kvöld nýjan skemmtistað í miðbæ Akureyrar                          !"#               $%&     '$ '  !  " "  # $%& %" % &'  ()     *& +  ! (  (         " ) " ( * &   ,   *      -! * & +& !  "   !  " " (   ) . /  0   "   *!&()  () & ) .1 Herradeild Akureyri, sími 462 3599. Útsala UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur veitt Mosfellsbæ heimild til að taka gamla ullarþvottahúsið í Ála- fosskvos eignarnámi en ekki hafa náðst samningar við eiganda hússins um uppkaup þess. Eins og Morgunblaðið greindi frá í ágúst síðastliðnum hyggst bærinn rífa húsið til að framfylgja deili- skipulagi fyrir Álafosskvosina sem samþykkt var árið 1997. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var samþykkt vinnutilhögun sem viðhöfð verður við eignarnámið. Fel- ur hún m.a. í sér að eiganda hússins verður boðið til þrautasáttafundar ákveði bæjaryfirvöld að nýta sér eignarnámsheimildina. Eignarnámsheimild veitt fyrir gamla ullarþvottahúsinu Mosfellsbær Morgunblaðið/Þorkell Gamla ullarþvottahúsið hefur verið leigt út og notað sem geymsla. MESTA eftirspurnin virðist vera eftir lóðum fyrir sérbýli á einni hæð ef marka má könnun sem Hafnar- fjarðarbær stóð fyrir á dögunum á áhuga fólks á lóðum og húsagerðum á Völlum. Niðurstöður könnunar- innar verða hafðar til hliðsjónar við ákvörðun bæjaryfirvalda um hvers kyns lóðir verður boðið upp á í næstu lóðaúthlutun á svæðinu. Ákveðið var að ráðast í könnunina í tengslum við vinnu að deiliskipu- lagi 2. áfanga íbúðarsvæðis á Völl- um en stefnt er að því að fyrsta lóðaúthlutun þar fari fram síðla vors. Um er að ræða framhald af 1. áfanga svæðisins sem nú er í upp- byggingu og er gert ráð fyrir stækkun á íbúðarhverfinu til suð- urs, á milli Ásbrautar og Grísaness, auk svokallaðs miðhverfis, sem rísa mun vestan við 1. áfanga. Könnunin fór fram með þeim hætti að dagana 20. til 31. janúar gat fólk fyllt út upplýsingar um ósk- ir sínar á Netinu í gegnum heima- síðu Hafnarfjarðarbæjar auk þess sem hægt var að fylla út eyðublað í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs. Alls tóku tæplega 150 manns þátt í könnuninni en þar af fylltu 102 út könnunareyðublaðið að fullu leyti og voru upplýsingar þeirra hafðar til grundvallar við úrvinnslu könnun- arinnar. Niðurstöður voru á þann veg að um 70% óskuðu eftir lóðum undir sérbýli á einni hæð, þar af vildu um 40% einbýli, 16% parhús og 14% raðhús. 15% þeirra sem tóku þátt óskuðu hins vegar eftir lóðum fyrir sérbýli á tveimur hæð- um. Þá vildu 15% lóðir undir fjöl- býlishús, þar af 10% í litlu fjölbýli og 5% í stóru. Í frétt Hafnarfjarðarbæjar segir að niðurstöðurnar séu ekki bindandi en þær verði hins vegar hafðar til hliðsjónar við ákvörðun á lóðagerð- um við úthlutunina. Flestir vilja sér- býli á einni hæð Hafnarfjörður 4! 7! 7     !  "!  87   5$ $ ! * #9   "! * #9   "!  :; *  $7 #9  :; &(; <! $7 #9  (; ÚTLIT er fyrir að tillaga að deili- skipulagi íbúðarbyggðar í Norð- lingaholti verði auglýst að nýju en skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur samþykkti það á fundi sínum á miðvikudag. Málið fer svo fyrir borgarráð á þriðjudag. Breytt tillaga var kynnt íbúum í janúar síðastliðnum og höfðu þá ver- ið gerðar nokkrar breytingar á þeirri skipulagstillögu sem var auglýst síð- astliðið sumar. Morgunblaðið greindi frá því eftir kynningarfund- inn að lögfræðingar borgarinnar teldu ekki þörf á að auglýsa tillöguna að nýju þar sem breytingarnar þóttu ívilnandi fyrir íbúa. Engu að síður var ákveðið á fundi skipulags- og byggingarnefndar að auglýsa tillöguna og bókuðu fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins ánægju með þá ákvörðun. Skipulagstillaga auglýst að nýju Norðlingaholt Nýr listi www.freemans.is SVERRIR Páll Erlendsson opnar sýningu á ljósmyndum í Galleríi Gersemi, sem er á efri hæð kaffi- hússins Bláu könnunnar við Hafn- arstræti á Akureyri í dag, föstudag- inn 14. febrúar kl. 16. Myndirnar tók Sverrir Páll í sín- um gamla heimabæ, Siglufirði, síð- astliðið sumar. „Stundum eru þau undarleg, andartök lífsins. Lang- tímum saman er eins og tíminn standi í stað. Svo hrökkvum við upp, af og til, og verðum harkalega vör við að tíminn líður. Hratt,“ seg- ir Sverrir Páll m.a. um sýninguna. Bryggjur bernskunnar eru flestar horfnar, kranarnir minningar og færiböndin fokin út í veður og vind. Júlídag einn var Sverrir Páll á ferð- inni á Ríkisbryggjunni svonefndu og tók nokkrar myndir af því sem menn hafa alla daga fyrir augum. „Fáir taka þó eftir hvílík fegurð býr í þessu forgengilega efni sem er kveðja okkur. Fúin spýta. Mosi. Ryðtaumar. Nagli. Gras skýtur rót- um við saltbrunninn við,“ segir ljós- myndarinn um myndir sínar. Einn- ig eru á sýningunni myndir teknar af ryðbrunnum gufukatli við Gránu, hið nýja bræðsluminja- safn Siglfirðinga. Sverrir Páll er kennari við Menntaskólann á Akureyri. Ljósmyndir Sverris Páls SÍÐASTA ljóðakvöldið í Húsi skáldsins, Sigurhæðum, verður í kvöld, föstudagskvöldið 14. febrúar, en Erlingur Sigurðarson sem verið hefur forstöðumaður hússins er nú að láta af störfum. Ljóðakvöldin hófust fyrir tæpum sex árum eða um svipað leyti og starfsemi hófst á Sigurhæðum og hefur Erlingur jafnan verið stjórn- andi þeirra. Yfirskrift ljóðakvöld- anna var „Íslands þúsund ljóð“, og spurt var hvert væri fegursta ljóð sem ort hefði verið á Íslandi. Síðan hafa þau verið eitt megineinkenni starfseminnar, bæði á Sigurhæðum og í Davíðshúsi. Nokkrir tugir ljóða- kvölda hafa verið haldnir og hafa þau jafnan verið vel sótt. Erlingur spjallar á þessu síðasta ljóðakvöldi um nokkur öndvegis- skáld okkar og flytur uppáhaldsljóð sín með sínum hætti. Allir eru velkomnir í þessa ljóða- veislu, sem haldin verður á Sigur- hæðum. Brekkan neðan við Sigurhæðir er illfær, segir í frétt um ljóðakvöldið, en bent er á að hliðarstígur úr kirkjutröppunum verði sandborinn og betra aðgengi þaðan. Dagskráin hefst kl. 20.30, en húsið verður opnað kl. 20 og er heitt á könnunni. Síðasta ljóða- kvöldið KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, lagði fram drög að samkomulagi við ríkisvaldið varðandi byggingu menningarhúss á Akureyri, á fundi með Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra á Akureyri í gær. Þar kemur m.a. fram að bæj- aryfirvöld horfa til þess að byggingin rísi á uppfyllingu á horni Strandgötu og Glerárgötu. Áður hafði einnig ver- ið til skoðunar að byggingin risi á há- skólasvæðinu á Sólborg „Mitt mat er að með samþykkt rík- isstjórnarinnar í vikunni hafi mál skipast til betri vegar og við höfum nú landsýn. Í þeim tilgangi að ná landi sem fyrst lögðum við fram okkar drög að samkomulagi, þar sem gert er ráð fyrir ákveðnu verklagi. Þessi drög munu fulltrúar ráðuneytisins fara yfir og væntanlega leggja fyrir ríkis- stjórn.“ Kristján Þór sagðist vonast til þess að málið verði komið á framkvæmda- stig eftir 12–15 mánuði. „Nú tekur við að skilgreina þá starfsemi sem vænt- anleg bygging mun hýsa og það er verk sem við þurfum að einhenda okkur í,“ sagði Kristján Þór. Tómas Ingi sagði að með ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri kominn ákveðinn þrýstingur á að gengið verði í málin af meiri hraða en áður hefði verið talið nauðsynlegt. „Það var allt- af reiknað með því að við hefðum tíma þar til fjárhagslegar forsendur lægju fyrir eftir sölu ríkiseigna. Nú hefur verið sett á þetta tímapressa og það er ljóst að við njótum góðs af þeirri forvinnu sem hefur verið unnin og nær því að komast að niðurstöðu.“ Ráðherra sagði að hugmyndir bæj- aryfirvalda á Akureyri færu í stórum dráttum mjög nærri hugmyndum þeirra. Ráðuneytið myndi taka nokkra daga í að fara yfir málið og í kjölfarið yrði tekin afstaða til þess. Tómas Ingi sagði að lóðin við Strand- götu hefði verið upphaflega inni í myndinni og væri það vissulega enn. „Þetta er ein besta lóð bæjarins fyrir svona byggingu en það sem þarf að skoða þar sérstaklega er hugsanlegt samspil þessa menningarhúss við aðra atvinnustarfsemi. Þetta er verð- mæt lóð, ekki bara frá sjónarmiði menningarlífsins heldur einnig frá sjónarmiði atvinnulífsins. Því er mik- ilvægt að bygging á þessum stað hleypi lífi í miðbæinn, auk þess sem byggingin mun setja mjög mikinn svip á bæinn. Því þarf að vanda mjög til vinnunnar framundan.“ Fulltrúar menntamálaráðuneytis- ins og bæjarins sátu fundinn með bæjarstjóra og menntamálaráðherra og þá sátu fulltrúar Flugleiða hluta af fundinum. Kristján Þór sagði að í upphafi þessa máls hefðu Flugleiðir lýst yfir áhuga á að byggja hótel í tenglsum við byggingu menningar- hússins. „Þeir voru að ítreka þann vilja að fá að vinna áfram að málinu með okkur. Og það er mjög jákvætt að vita af áhuga Flugleiða á uppbygg- ingu á Akureyri,“ sagði Kristján Þór. Tómas Ingi sagðist hafa lagt á það áherslu á fundinum í gær að hug- myndir um að tengja hótel menning- arhúsinu yrðu skoðaðar. „Þetta helst allt í hendur og ef okkur tekst að markaðssetja Akureyri sérstaklega fyrir ráðstefnur, mun menningarlífið njóta góðs af því og íþróttalífið líka. Það er því brýnt að við látum þessa menningar- og atvinnuhagsmuni fara saman.“ Menningarhús verði byggt á uppfyllingu við Strandgötu Málið komist á framkvæmda- stig eftir 12–15 mánuði Morgunblaðið/Kristján Tómas Ingi fagnaði 60 ára afmæli sínu í gær og gaf Kristján Þór hon- um gjöf af því tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.