Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar ValbergSigurðsson fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1930. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 7. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Málfríður Einars- dóttir, f. 30.3. 1900, d. 12.4. 1971, og fósturfaðir Gunnar Ingólfur Kristófers- son, f. 28.6. 1901, d. 17.7. 1987. Faðir Einars var Sigurður Jón Guðmundsson, f. 25.6. 1895, d. 22.1. 1993. Systkini Einars sammæðra eru: Hermann Áskell, f. 15.9. 1934; Sigvaldi Hlöðver, f. 15.9. 1934; Hjálmar, f. 23.9. 1937; Kristófer, f. 24.9. 1937; Magnea, f. 2.5. 1940; og Sigurvin Gestur, f. 27.3. 1945; og fósturbróðir Hinrik Eiríksson, f. 30.9. 1921, d. 15.10. 1992. Bræð- ur Einars samfeðra eru: Sigur- þór, f. 18.12. 1926; Gunnar Einar, f. 5.5. 1929, d. 10.1. 1930; Guðjón, f. 6.5. 1929, d. 30.9. 1959; Krist- ján, f. 1.4. 1931, d. 30. 6. 1996; og Sigurður, f. 19.6. 1932. Einar kvæntist 13.11. 1954 El- ísabetu Ottesen Magnúsdóttur, f. 28.10. 1927, d. 15.11. 1986. For- eldrar hennar voru Magnús Ólafsson, f. 22.3.1892, d. 6.7. 1935, og Guðný Ottesen Guð- mundsdóttir, f. 2.11. 1895, d. 3.6. 1980. Synir Einars og Elísabetar Vilhjálmur Þór, f. 15.4. 1984, og Eiríkur Örn, f. 4.9. 1990. 3) Jó- fríður Hanna, f. 23.7. 1957, maki Steinar Ragnarsson, f. 4.3. 1952, börn þeirra eru: a) Bylgja Dögg, f. 11.10. 1976, maki Finnbogi Á. Jörgenson, f. 7.6. 1972, börn þeirra eru Hanna Björg, f. 7.8. 1995, og Karen Ýr, f. 24.5. 1998, b) Sigfús, f. 13.1. 1980, c) Elín Anna, f. 12.4. 1983, maki Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, f. 20.10. 1971, og d) Guðrún Selma, f. 30.8. 1988. 4) Halldór, f. 14.2. 1968, maki Efthimia Stavrulaki, f. 4.9. 1966. Börn Sigfúsar frá fyrra hjónabandi eru: Anton, f. 23.5. 1944, og Jóhanna Ósk, f. 23.4. 1946. Einar ólst upp á Hellnum, Snæ- fellsnesi. Hann byrjaði ungur að stunda sjómennsku með stjúpföð- ur sínum Gunnari Kristóferssyni. Einar var vélstjóri á mörgum bát- um og oft samskipa fósturbróður sínum Hinriki Eiríkssyni. Má nefna að Einar var vélstjóri hjá Jóni á Görðunum sem var þekkt- ur aflaskipstjóri. Einar nam vél- virkjun við Iðnskólann í Reykja- vík og að námi loknu vann hann hjá vélsmiðjunni Bjargi. Eftir það vann hann um tíma hjá Vélamið- stöð Reykjavíkur. Hann starf- rækti eigið verkstæði í félagi við bróður sinn Kristófer og félaga sinn Reyni Martensen. Eftir það gerðist hann sölumaður hjá Saab- umboðinu og síðar um tíma hjá Bílanausti. Síðari ár starfaði hann hjá Kassagerð Reykjavíkur þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1997. Einar var félagi í Odd- fellow-reglunni frá árinu 1967. Útför Einars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. eru: 1) Magnús Ólaf- ur, f. 11.7. 1956, maki Steinunn Aldís Helga- dóttir, f. 20.8. 1952, synir hennar eru Elf- ar Davíð, f. 25.5. 1971, og Börkur Ingi, f. 22.11. 1980, dóttir hans er Dagrún Sól, f. 20.8. 2000. Sonur Magnúsar og Katrín- ar Sigurðardóttur er Sigurður Hallmar, f. 15.9. 1976. 2) Eiríkur, f. 5.3. 1962, maki Sig- ríður Berglind Snæ- björnsdóttir, f. 8.3. 1965, börn þeirra eru Snædís, f. 1.7. 1991, og Einar Valberg, f. 24.10. 1996. 3) Guðni, f. 31.7. 1964, maki Guðríður Magnea Ey- vindardóttir, f. 9.10. 1968, börn þeirra eru Eyvindur Einar, f. 27.5. 1996, Elísabet Ottesen, f. 21.10. 1998, og Fanndís Kara, f. 29.3. 2000. Sambýliskona Einars er Sigur- borg Helgadóttir, f. 24.10. 1928. Börn Sigurborgar og Sigfúsar Halldórssonar, f. 20.1. 1922, d. 15.3. 1982, eru: 1) Guðrún, f. 13.1. 1953, maki Jóhann Páll Valdi- marsson, f. 3.5. 1952, börn þeirra eru: a) Egill Örn, f. 4.3. 1974, maki Þórhildur Garðarsdóttir, f. 29.5. 1973, b) Sif, f. 7.10. 1980, maki Arnar Hrafn Gylfason, f. 17.11. 1980, og c) Valdimar, f. 11.10. 1988. 2) Brynja, f. 12.9. 1955, maki Jón Axel Steindórs- son, f. 19.9. 1950, börn þeirra eru: Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigraðst á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Okkar bestu þakkir og guð blessi minningu þína. Magnús, Steinunn og synir. Einar Valberg Sigurðsson féll frá eftir stutta en harða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Hann veiktist í fyrravor og frá miðjum vetri var ljóst að hverju stefndi. Einar tók örlögum sínum af sínu alkunna æðruleysi og lét hverjum degi nægja sína þjáningu. Og fyrst hann var svona sterkur þá reyndum við einnig að vera það. Móðir okkar hafði verið ekkja um nokkurt skeið þegar hún kynntist ljúfum og góðum dreng með fallegt bros og stórt hjarta, Einari Valberg Sigurðssyni, ættuðum frá Hellnum á Snæfellsnesi. Þau urðu ástfangin og ákváðu að hefja búskap og keyptu sér íbúð í Vesturbænum og komu sér þar vel fyrir. Þá vorum við systur löngu fluttar að heiman en Halldór var enn í heimahúsum. Samskipti mömmu og Einars voru alla tíð einstök. Þau voru ákaflega samhent, höfðu sömu áhugamál og nutu auðsjáanlega samvistanna hvort við annað. Bæði höfðu þau misst maka sína. Einar átti þrjá syni, sem voru honum ákaflega kærir, og í huga beggja var fjöl- skyldan mikilvægust. Þau voru heilsugóð, nutu þess að ferðast og vera samvistum við vini og vanda- menn. Fyrstu árin unnu þau við sín störf, móðir okkar var röntgen- hjúkrunarfræðingur á röntgendeild Borgarspítalans og Einar vélstjóri hjá Kassagerðinni. Þeirra biðu efri árin sem þau ætluðu að nýta til ferðalaga og frekari samvista við fjölskyldu. En árin urðu ekki eins mörg og þau höfðu vonast eftir. Einar Valberg var heilsteyptur maður og ávallt tilbúinn að veita leiðsögn og styrk án þess að ætlast til nokkurs á móti. Hann var af þeirri kynslóð sem bar hugsanir sínar ekki á torg heldur lét verkin tala. Við systkinin gátum ætíð leitað til hans, okkur til heilla, og móður okkar var hann stoð og stytta í hví- vetna. Við kveðjum með söknuði góðan dreng, sem gekk okkur í föðurstað, var frábær afi barnanna okkar, og síðast en ekki síst góður félagi móð- ur okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún, Brynja, Jófríður Hanna og Halldór. Hann Einar afi minn var alltaf svo góður við mig. Mér þótti svo sorglegt þegar hann dó, en núna líð- ur honum betur og finnur ekkert til lengur. Einar afi var alltaf tilbúinn að passa mig og bróður minn ef mamma og pabbi þurftu að fara eitthvað og hann og amma mín vildu leyfa okkur að gera eitthvað skemmtilegt, leigja spólu og panta pizzu. Og það var svo gott að faðma hann afa, hann var alltaf svo mjúk- ur og hlýr. Og svo gaf hann mér eitthvað gott í nesti, þegar við vor- um að fara heim. Ég man eftir mörgum ferðalög- um með afa og ömmu og sumarbú- staðnum í Skorradal þar sem við fengum að fara á bát út á vatnið að veiða. Við veiddum kannski ekki mikið, en það var gaman að fara í björgunarvesti og róa síðan út á vatnið, og stundum var meira að segja mótor í bátnum. Elsku afi minn, ég kveð þig núna og þakka þér fyrir að vera svona góður við mig. Eiríkur Örn. Þegar mamma sagði mér að afi væri dáinn varð ég svo sorgmæddur og eitthvað svo tómur inni í mér. En það var þó bót í máli að nú finn- ur hann ekkert til lengur og er kominn til himna. Ég hitti afa fyrst þegar ég var að verða fjögurra ára gamall, þá kom amma að heimsækja okkur og kom með gráhærðan mann með sér. Mamma sagði mér að þetta væri kærastinn hennar ömmu, svo ég spurði hann bara hvort hann vildi vera afi minn, og hann sagði „já auðvitað“ og þar með var það ákveðið. Síðan höfum við brallað margt saman, farið í ferðalög vítt og breitt um landið, spilað á spil og spjallað um heima og geima. Ég man sérstaklega eftir ferðunum í sveitina hans afa, þangað var gam- an að koma og ferðunum í sum- arbústað í Skorradalinn. Svo man ég eftir að hafa heimsótt hann í Kassagerðina og séð hvað hann var að vinna við og heilsað uppá vinnu- félagana. Elsku afi minn, ég þakka þér fyr- ir að vera svona góður afi og fyrir að vera svona góður við hana ömmu mína og ég skal reyna að passa hana fyrir þig. Guð blessi þig. Vilhjálmur Þór. Elsku besti afi minn. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Þetta hefur eflaust verið það erf- iðasta sem ég hef gengið í gegnum. Að missa þig var rosalega erfitt. Ef ég rifja upp nýlega atburði með þér þá man ég sérstaklega eftir einu at- viki í síðasta skiptið sem við áttum í samræðum og þeim á ég aldrei eftir að gleyma. Ég kom og tók utan um þig, talaði við þig í smástund og fór svo inn í stofu að lesa. Síðan sofnaði ég, og þú tókst eftir því að ég var með slæman hósta. Þú komst inn til mín og breiddir yfir mig trefil sem við héldum bæði að væri teppi. Ég fann strax að eitthvað passaði ekki en það skipti ekki máli því að hug- urinn bak við þetta skipti máli. Þú varst alltaf svo góður við mig og ég er mjög heppin að hafa fengið að kynnast þér og fengið að hafa þig fyrir afa. Ég hefði ekki getað hugs- að mér betri afa. Ég sakna þín og ég mun aldrei gleyma þér. Ég vona að þú eigir alltaf eftir að muna eftir mér. Vertu engill sem vakir alltaf yfir mér. Ég tek þig með í huganum hvert sem ég fer, afi minn. Minn- ingarnar um þig eru ógleymanlegar og verða það um alla tíð og tíma. Litla stúlkan þín að eilífu, barna- barnið Guðrún Selma Steinarsdóttir. EINAR V. SIGURÐSSON Eiginmaður minn, faðir og fósturfaðir, ÞÓRÐUR ÁRNASON, áður Stórholti 31, sem lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Halldóra Kristinsdóttir, Árni Þórðarson, Hulda Ólafsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR fyrrverandi kennari, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 12. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Kristinn Hauksson, Helga Friðriksdóttir, Sigurlaug Hauksdóttir, Sigurjón Kristófersson, Vigfús Haukur Hauksson, Helga L. Valdimarsdóttir, Anna Aradóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN JÓN ÞORGRÍMSSON, Grund l, Hofsósi, sem lést þriðjudaginn 4. febrúar, verður jarðsunginn frá Hofsósskirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi. Guðbjörg Guðnadóttir, Kristinn Björnsson, Edda Hjaltadóttir, Gunnar Björnsson, Erla Bjargmundsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku systir okkar, mágkona og móðursystir, LÁRA I. SIGURÐARDÓTTIR, Fellsmúla 9, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 12. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Ólafur J. Sigurðsson, Auður Gunnarsdóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Guðmundur Þórðarson, Jónas Sigurðsson, Helga Benediktsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Hallbjörn Þórarinsson, Esther R. Guðmundsdóttir, Björgvin Ó. Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Kristján J. Eysteinsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR BJÖRGVIN SIGURÐSSON vélstjóri, Skarðshlíð 13b, Akureyri, sem lést á heimili sínu laugardaginn 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Hallveig Magnúsdóttir, Fróði Jónsson, Ástfríður Njálsdóttir, Magnús S. Sigþórsson, Rut Guðbrandsdóttir, Hafþór B. Sigþórsson, Gréta Adolfsdóttir, Jónína B. Sigþórsdóttir, Sigurður J. Sigþórsson, Olga B. Sigþórsdóttir, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.