Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur ekki illa í hugmyndir Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um skattalækk- anir en segist vilja allt aðra for- gangsröð. Hugmyndir Davíðs séu algjörlega óútfærðar og þær beri vott um taugaveiklun. Þá hafi hann algjörlega misst sjónar á því sem sé algjört forgangsatriði við skattalækkanir en það sé að lækka sérstaklega skatta millitekjufólks og lágtekjuhópa. „Þetta eru algjörlega óútfærðar tillögur sem Davíð fleygir fram af skyndingu og bera vott um þá taugaveiklun sem er hlaupin í for- ystu Sjálfstæðisflokksins and- spænis þeirri staðreynd að kjós- endur eru í vaxandi mæli að missa trúna á hana. Nú er það svo að Samfylkingin hefur um langt skeið hamrað á nauðsyn þess að skattar verði lækkaðir hjá einstaklingum með millitekjur og lágar tekjur. Ástæðan er augljós,“ sagði Össur. Undir núverandi forystu Sjálf- stæðisflokksins hafi stóreigna- menn, stórfyrirtæki og hátekjufólk fengið skattlækkanir. „Nú er kom- ið að því að millitekju- og lág- tekjufólk fái lækkanir á tekju- sköttum. Við tókum ákvörðun um það á fundi okkar í Borgarnesi um síðustu helgi að gera þetta að áhersluatriði í skattamálum okkar. Við teljum líka nauðsynlegt að ráðast á ýmsa ósanngjarna skatta sem eru eftirlegukindur á Íslandi og hvergi er að finna annars stað- ar svo sem stimpilgjöld,“ sagði Össur. Eina fólkið sem hefur setið eftir Það sé mat Samfylkingarinnar að hægt sé að fjármagna skatta- lækkanir til þessara hópa með þeim hagvexti sem sé er fram- undan, meðal annars vegna þeirra aðgerða í atvinnumálum sem Sam- fylkingin hafi stutt með ráðum og dáð. „Við viljum hins vegar stokka skattkerfið upp að verulegu leyti og höfum átt frumkvæði að því að leggja fram hugmyndir að því að leggja gjöld á takmarkaðar auð- lindir, hvort sem þær eru fallvötn á landi, fiskimið í sjó eða fjar- skiptarásir í lofti og hugsanlega síðar á öldinni, losunarkvótar frá stóriðju,“ sagði Össur. Þessi gjöld ætti ekki að nota til að færa út jaðra ríkisins heldur eingöngu til að lækka tekjuskatta einstaklinga „og við viljum byrja á þessum tveimur hópum; millitekjufólkinu og lágtekjufólkinu vegna þess að það er eina fólkið sem eftir situr þegar Davíð Oddsson hefur sáldr- að gjöfum í formi skattalækkana til allra annarra hópa í samfélag- inu.“ Forgangsatriði að afnema stimpilgjöld Aðspurður sagði Össur að Sam- fylkingin, sem traustur og ábyrgur flokkur, væri á mjög svipuðum slóðum í hugsun sinni varðandi stöðugleika og lækkun skatta og Sjálfstæðisflokkurinn. „Við viljum lækka skatta, það er alveg ljóst, en við viljum að það sé á þeim sem verst hafa það. Þetta er fólkið sem berst í bökkum og vinnur óhóflega við að koma upp húsnæði og börn- um en nær ekki að hækka sig svo um munar í tekjuskalanum vegna þess hvernig skattkerfið er,“ sagði Össur. Nefndi hann sem dæmi að hækka mætti ótekjutengdar barnabætur og veita námsmönnum skattaívilnanir eftir að námi þeirra lýkur. Hann sagði jafnframt að al- gjört forgangsatriði væri að af- nema stimpilgjöld og lækka skatt- byrði þeirra sem eru með milli- tekjur og lágar tekjur. Össur Skarphéðinsson um skattalækkunartillögur Vill lækka skatt en í allt annarri forgangsröð STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir hugmyndir Davíðs Oddssonar um skattalækkan- ir ákaflega óljósar og þær þurfi að skýra betur. Vinstri grænir vilji hlífa lágtekjufólki við óhóflegri skattlagn- ingu en ekki lækka skatta enn frekar á „rótgróin gróðafyrirtæki“. „Ég vil minna á að þessi ríkisstjórn hefur verið dugleg við að lækka skatta en því miður fyrst og fremst hjá þeim sem betur mega sín.“ Skattar hafi verið lækkaðir hjá „há- tekjufólki, stóreignafólki og gróðafyr- irtækjum“. Á sama tíma hafi skatt- byrði láglaunafólks þyngst vegna þess að skattleysimörk hafi ekki fylgt verðlagsþróun. „Nú fyrst ýjar forsætisráðherra að því að það komi til greina að líta á skatta almennra launamanna. Að vísu jafnframt á áframhaldandi skatta- lækkun fyrirtækja. Það eina sem við tækjum undir í þessum efnum væri nauðsyn þess að hlífa lágtekjufólki við óhóflegri skattlagningu. Við erum til í slíkar breytingar en við minnum þó á að það þarf að afla tekna ætli menn að standa hér undir öflugu velferðar- kerfi og öflugri samneyslu.“ Steingrímur bendir á að sveitar- félögin búi við óviðunandi afkomu, þau fari með mjög mikilvæga þætti í velferðar- og menntamálum sem nauðsynlegt sé að hlúa betur að. „Þannig að mér kæmi þá alveg eins í hug einhver tilfærsla á tekjustofnum frá ríki til sveitarfélaga eins og al- mennar skattalækkanir.“ Hann segir það ansi seint hjá rík- isstjórninni að muna eftir skattleys- ismörkunum korteri fyrir kosningar. „Og þessi óljósu loforð eru öll því marki brennd að þetta væri eitthvað sem ætti að gerast á næsta kjörtíma- bili. Það er nú bara alls ekki víst að það verði Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde að véla um þá hluti þegar þar að kemur.“ Steingrímur segir varðandi skatta- lækkanir á fyrirtæki að þegar hafi verið gengið langt í að lækka skatta á þeim. Vinstri grænir hafi fyrst og fremst talað fyrir því að hlúð yrði að nýsköpun í atvinnulífinu, stuðningi við ung fyrirtæki og lítil fyrirtæki í vexti. „Við værum til í að líta á þannig út- færslur en sjáum ekki að það sé ástæða til að ganga enn lengra en þegar hefur verið gert í að hlífa rót- grónum gróðafyrirtækjum með skattalækkunum.“ Steingrímur J. Sigfússon Ekki frekari skattalækkanir á „gróðafyrirtæki“ ÍSÓLFUR Gylfi Pálmason, þing- maður Framsóknarflokksins, mælti í fyrradag fyrir tillögu til þingsályktunar um meðferð- ardeild við fangelsi fyrir sakhæfa, geðsjúka afbrotamenn. Meginefni tillögunnar er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela dóms- málaráðherra í samráði við heil- brigðisráðherra að hefja þegar í stað undirbúning að uppbyggingu meðferðardeildar við fangelsi fyr- ir sakhæfa geðsjúka afbrotamenn í tengslum við starfsemi Heil- brigðisstofnunar Selfoss, fang- elsið á Litla-Hrauni og rétt- argeðdeild að Sogni. Ákvörðun um úrræði fyrir þennan hóp sjúkra afbrotamanna liggur fyrir eigi síðar en 1. maí 2003.“ Í umræðu um tillöguna í gær kom m.a. fram að réttargeðdeild- in að Sogni myndi henta hvað best undir starfsemi eins og þá sem hér um ræddi. Þar væri m.a. sérhæft starfsfólk sem væri vant að fást við vandamál af þessu tagi. Ísólfur Gylfi sagði brýnt að ríkið kæmi að þessu máli svo fljótt sem auðið væri. Hvatti hann dómsmálaráðherra í samráði við heilbrigðsráðherra að koma þessu máli í höfn sem allra fyrst. Meðferðardeild fyrir sakhæfa, geðsjúka afbrotamenn STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði á Alþingi í gær að út- tekt nefndar á flutningskostnaði, sem nýlega skilaði skýrslu sinni, endurspeglaði ríkan vilja stjórnvalda til þess að beita öllum leiðum sem færar væru til að draga úr flutnings- kostnaði. Hann benti á að allra mik- ilvægasta aðgerðin til að lækka þann kostnað fælist í uppbyggingu vega- kerfisins, þ.e. endurbótum á vega- kerfinu, styttingu leiða sem og upp- byggingu og endurbótum á höfnum og flug- vallarkerfi lands- ins. Ráðherra minnti á að ríkis- stjórnin hefði ein- mitt með ákvörð- un sinni um opinberar fram- kvæmdir ákveðið að veita fé til auk- inna vegafram- kvæmda. Kom þetta fram í máli ráð- herra í utandagskrárumræðu um fyrrgreinda skýrslu nefndar um flutningskostnað. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, var málshefjandi umræð- unnar. Hann sagði að „flutningsmál skiptu afar miklu máli fyrir allt at- vinnulíf og búsetu hvarvetna á land- inu.“ Minnti hann jafnframt á að miklar breytingar hefðu orðið í þess- um málum á undanförnum árum; strandferðaskipum hefði m.a. fækk- að, fyrirtæki í greininni hefðu sam- einast og flutningur með vörubifreið- um hefði aukist. Hann sagði ennfremur ljóst að flutningskostnað- ur hefði aukist. Í lok framsöguræðu sinnar spurði hann samgönguráð- herra hvort hann hygðist beita sér fyrir því að gjaldskrár flutningafyr- irtækja yrðu gegnsærri, hvort ráð- herra hygðist beita sér fyrir því að settar yrðu siðareglur milli flutn- ingsaðila og kaupenda þjónustunnar og hvaða leiðir ráðherra sæi til að styrkja samkeppnisstöðu sjóflutn- inga. Stuðla þurfi að sjóflutningum Samgönguráðherra svaraði því m.a. til að hann legði áherslu á að gjaldskráin þyrfti að vera gegnsæ. Hann kvaðst jafnframt taka undir með málshefj- anda að sam- keppnisreglur þyrfti að hafa í heiðri. „Það er ekki nóg að ráð- herrar og þing- menn gefi út yf- irlýsingar um að það þurfi að ríkja gott sið- ferði í þessum viðskiptum og þessari sam- keppni á flutningsmarkaði heldur eru það auðvitað flutningsaðilarnir og eftirlitsstofnanir eins og Sam- keppnisstofnun sem þurfa að líta til þess.“ Um sjóflutninga, sagði ráðherra, að þeir væru í mörgum tilvikum ódýrari. Þróunin hefði þó orðið sú að landflutningar hefðu ákveðna yfir- burði yfir sjóflutninga; með þeim væri hægt að tryggja oft á tíðum betri og fljótvirkari þjónustu. „En engu að síður tel ég að það þurfi að stuðla að sjóflutningum þar sem það er hagkvæmt. Ég tel að sú leið sem þurfi m.a. að líta til í þeim efnum sé að lækka vörugjöld hafnanna. Það er kostnaður sem er töluverður og ég tel að þurfi að líta til.“ Ráðherra sagði að lokum að umrædd skýrsla nefndarinnar væri nú til skoðnar hjá Byggðastofnun. Ríkisstjórnin vænti þess að stofnunin færi vandlega yfir Umræða um flutningskostnað Öllum ráðum verði beitt til að lækka kostnað Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Stjórnvöld vilja beita öllum tiltækum ráðum til að minnka flutningskostnað. skýrsluna og legði síðan á ráðin um að stuðla að aðgerðum í þessum mál- um í samræmi við aðrar byggðaað- gerðir ríkisstjórnarinnar um þessar mundir. Nokkrir þingmenn tóku til máls í umræðunni. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þungaskattur hefði hækkað hjá flutningsaðilum um 40 til 50% frá árinu 1998. „Og þessi hækkun þungaskatts ásamt öðrum sköttum, sem ríkisstjórnin leggur á flutnings- starfsemi í landinu, fer auðvitað þráðbeint út í verðlagið. Það er aðal- orsök fyrir háum flutningsgjöldum til og frá landsbyggðinni. Ég er þeirrar skoðunar að það sé brýnasta byggðamálið að lækka flutnings- kostnað á landinu. Þetta heldur uppi alltof háu vöruverði til íbúa lands- byggðarinnar og það sem verra er: þetta er að drepa alla atvinnustarf- semi líka.“ Flutningskostnaður lægri þar sem samkeppni ríkir Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, sagði að skoða þyrfti öll þessi mál af mikilli alvöru. „Ég heyrði það að hæstvirtur forsætisráðherra boðaði hér skatta- lækkanir. Ég held það væri vel til fundið að menn byrjuðu á því að skoða möguleikana á því að greiða styrki eða lækka skatta sem eru á flutningum innanlands.“ Í sama streng tók Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Ég held að þegar farið er að boða skattabreytingar, sérstaklega skattalækkanir, þá ætti sérstaklega að taka tillit til þess misræmis sem viðgengist hefur árum saman,“ sagði hann og vísaði þar til fyrri ummæla sinna um að landsbyggðarmenn hefðu áratugum saman borgað hærri skatt í ýmsu formi heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði undir lok umræðunnar að það væri alrangt að skýra hækkun flutningskostnaðar í landinu með þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á skattlagningu hins opinbera. Benti hann m.a. á í því sambandi að þar sem væri virk sam- keppni í flutningum hefði flutnings- kostnaður lækkað, t.d. í ferskfisks- flutningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.