Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 33 SVOKALLAÐ forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar lýsti því yfir um helgina að helsta meinsemdin í íslensku efnahagslífi væri afskiptasemi stjórn- málamanna og þótti sæta nokkrum tíð- indum. ,,Laissez nous faire“, eða látið okkur í friði, sögðu franskir kaupsýslu- menn við stjórnvöld í eina tíð og hafa síðan verið einkunnarorð frjálshyggju- manna um allan heim. Sú spurning vaknar því auðvitað hvort borg- arfulltrúinn hafi nú slegist í þeirra hóp eða hvort þessar yfirlýsingar séu enn eitt dæmið um innihaldslausa tækifær- ismennsku forystumanna Samfylking- arinnar. Laissez-faire í borginni? Ekki þarf að leggjast í miklar rann- sóknir á borgarstjóraferli Ingibjargar Sólrúnar til þess að sjá að Laissez-faire- hugmyndafræðin hefur ekki átt upp á pallborðið. Stjórnsýslan þandist út undir hennar stjórn og skattar og gjöld af ýmsum toga hækkuðu verulega. Ekki nóg með það, borgin fór beinlínis í sam- keppnisrekstur á fjarskiptamarkaði með furðufyrirtækinu Línu.neti. Mið- bærinn er annað dæmi um ofstýringar- og skattlagningaráráttuna, þar sem þunglamalegt skipulag hefur sett upp- byggingu skorður og stöðumælasektir fæla viðskiptavini frá verslun. Það skyldi þá ekki vera að skeyti Ingibjargar um meinsemdir afskiptanna hitti aðra fyrir en þeim var ætlað? Íslenskur Xaoping Fræg eru þau ummæli Deng Xaoping að það gildi einu hvort kötturinn sé svartur eða hvítur ef hann veiðir mýs. Ummælin útskýrðu stefnubreytingu kommúnistanna í Kína í átt að takmörk- uðum kapítalisma. Sama setning dúkkar upp í umræddri stefnuræðu Ingibjargar Sólrúnar, sem skyndilega hefur tekið upp á því að mæla fyrir frjálslyndi og einstaklingshyggju. En þetta er ef til vill ekki jafn furðulegt og í fyrstu gæti virst. Setningar eins og; „Þó allir sem um véla félagsins. En mér er spurn: Hvernig getur jafn haldlítill, illkvittinn og ábyrgðarlaus málflutningur aukið traust og trúverðugleika? Furðulegast er þó að ummælin koma úr einkennilegri átt því formaður Ingibjargar, Össur Skarphéð- insson, hefur gengið manna lengst í gagnrýni sinni á Baug, fyrirtækið sem sérstaklega er nefnt til sögunnar. Það þarf sjálfsagt ekki að rifja upp fyrir neinum bréfið sem Össur sendi stjórn- endum fyrirtækisins, en dæmin eru fleiri. Í þingræðum, sem varla er hægt að afsaka sem skyndilegt bræðiskast, hefur Össur verið ómyrkur í máli gagn- vart fyrirtækinu. „Það er hins vegar Svarti-Pétur í stokknum. Stóru keðj- urnar hafa í skjóli einokunar keyrt upp matarverð. Hreðjatak þeirra á mark- aðnum hefur kallað fáheyrða dýrtíð yfir neytendur,“ sagði Össur í þinginu og beindi spjótunum augljóslega að Baugi. Af hverju spyr Ingibjörg ekki hvort þessi orð séu málefnaleg eða falli í flokkspólitískum tilgangi? Er þetta ekki einnig það sem hún kallar afskiptasemi og vill ráðast gegn? Þegar upp er staðið er ljóst að stefnu- ræða svokallaðs forsætisráðherraefnis Samfylkinguna breytir engu um það sem fyrir var vitað. Samfylkingin er jafn málefnasnauð og tækifærissinnuð og áð- ur en Ingibjörg kom til skjalanna. Það trúir því enginn skynsamur maður að Samfylkingin sé skyndilega orðin brjóstvörn frelsis og einstaklings- hyggju. Og það mun ekki duga til lengd- ar að draga athyglina frá málefnafá- tæktinni að ata forsætisráðherrann auri. séu sammála um að framtíð okkar bygg- ist á að við sættum okkur við að minna sé betra, þá skipuleggja öll Vesturlönd framtíð sína út frá hinu gagnstæða“ eða „Við þurfum ekki að auka kaupmáttinn á Vesturlöndum, hann er ærinn, en hon- um er bara misskipt“ gætu til dæmis verið upp úr gömlum ræðum kínverskra kommúnista, en koma beint úr þingræð- um borgarfulltrúans. Ingibjörg Sólrún virðist nú fara í gegnum sama hug- myndafræðilega þroskaferli og Deng heitinn í eina tíð. Það er ágætt fyrir hana, en á ekkert gagnlegt erindi við ís- lenskt samfélag, hvað þá efnahagslífið. Persónulegar árásir Tilraun borgarfulltrúans til þess að gefa sig út fyrir sérstakt frjálslyndi í efnahagsmálum getur varla talist trú- verðug. Það sem eftir stendur af ræð- unni eru þá einkennilegar árásir á Davíð Oddsson forsætisráðherra. Borg- arfulltrúinn nefndi sérstaklega Baug, Norðurljós og Kaupþing. Og spurði: „Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á mál- efnalegum eða flokkspólitískum grunni? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki?“ Hún nefnir ekkert sem rennir stoðum undir þessar hugleiðingar annað en „umræðu“ í þjóðfélaginu, sem reyndar er knúin áfram af pólitískum andstæð- ingum Davíðs Oddssonar. Þetta er allt sem borgarfulltrúinn hefur í höndunum til þess að gefa í skyn að innan stjórn- kerfisins þrífist mögnuð spilling meðal stjórnmálamanna, og raunar ekki síður embættismanna sem samkvæmt ásök- uninni framkvæma aðgerðir gegn ein- stökum fyrirtækjum og einstaklingum gegn betri vitund. Borgarfulltrúinn kall- aði eftir meira trausti á stofnunum sam- Ótrúverðug Ingibjörg Sólrún Eftir Ingva Hrafn Óskarsson „Samfylkingunni og Ingibjörgu Sólrúnu mun ekki takast til lengdar að draga athyglina frá málefnafátæktinni með því að ata forsætisráðherrann auri.“ Höfundur er formaður SUS og frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður. FORSÆTISRÁÐHERRA vill skipa 10 manna Evrópunefnd til þess að lyfta umræðu um aðlögun Íslands að starf- semi Evrópusambandsins upp úr skot- gröfunum. Ef menn vilja má túlka fögn- uð Vinstriflokksins – græns framboðs yfir þessari fyrirhuguðu nefndarskipan á þann veg að þar á bæ sé vonast eftir því að nefndarstarfið leiði til þöggunar eða svæfingar á umræðunni. Nefndin á hvorki að vera stefnumarkandi né und- irbúa samningsmarkmið Íslands í hugs- anlegum aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið. En hún á að fara ítarlega ofan í saumana á helstu atriðum sem deilt hefur verið um og láta gera skýrslur. Áþekk Öryggismálanefnd Ljóst er því að hlutverki Evrópu- nefndarinnar verður í engu jafnað við Auðlindanefnd eða „sáttanefndina“ sem starfaði í framhaldi af áliti hennar, né heldur við Evrópustefnunefnd þá sem Kjartan Jóhannsson stýrði á árunum 1987–1989. Helst mætti líkja eðli henn- ar og tilgangi við starfsemi Öryggis- málanefndar Alþingis sem sett var á laggirnar 1978 . Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, var sem kunnugt er helsti hvatamaðurinn að stofnun henn- ar á sínum tíma. Fulltrúar Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks ræddu innan vébanda hennar viðfangsefni og forsendur fræðirita um alþjóðadeilur og öryggismál sem gefin voru út á ábyrgð þeirra fræðimanna er ráðnir voru til þess að fjalla um tiltekin mál. Þessi rit höfðu talsverð áhrif á almenna umræðu um íslensk öryggismál og voru notuð af fjölmiðlum og í ritgerðasmíðum nem- enda á ýmsum skólastigum. Viðleitni öryggismálanefndar átti sinn þátt í að losa umræðuna við klisjur kalda stríðsins. Sérstaklega höfðu ýms- stöðu hvað Evrópumálin áhrærir. Samfylkingin rekur sína Evrópu- pólitík ekki til þess að kljúfa þjóðina heldur til þess að fylkja henni um þá stefnu að sækja í alvöru um aðild að Evrópusambandinu og láta á það reyna hvort Íslendingum bjóðast kostir sem samræmast þjóðarhagsmunum okkar. Aðkoma Sjálfstæðisflokksins og fylg- ismanna hans er nauðsynleg, ef sam- staða á að skapast um meginmarkmið. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar ekki gengið í takt við almenna flokksmenn og hagsmunasamtök at- vinnulífsins í þessu máli. Í tillögu formanns Sjálfstæðisflokks- ins um stofnun Evrópunefndarinnar felst hins vegar kærkomin viðurkenn- ing á því að enn sé ósvarað fjölmörgum spurningum er varða þetta stórmál. Sú viðurkenning af hálfu forystu Sjálf- stæðisflokksins er mikilvæg og gefur fyrirheit um vilja til málefnalegrar um- ræðu. Þýðingarmestu spurningunum verður þó ekki endanlega svarað nema í samningaviðræðum. Það væri á hinn bóginn áfangasigur ef stjórnmálamenn næðu saman um forsendur umræðu og stefnumótunar í einu mikilvægasta hagsmunamáli þjóðarinnar. Samfylkingin ætti að mínum dómi að taka þátt í starfi Evrópunefnarinnar, svo fremi að þannig sé búið um hnúta að starf hennar stuðli að málefnalegri og opinni umræðu um Evrópusam- starfið. ir forystumenn Alþýðubandalagsins þörf fyrir að endurmeta neikvæða og klisjukennda afstöðu flokksins til ör- yggismála. Skömmu eftir að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra 1991 sló hann nefnd- ina af. Sumum okkar sem störfuðum í öryggismálanefnd fannst það mjög mið- ur að ekki skyldi með einhverjum hætti vera tryggt að áfram yrði fjallað fræði- lega um öryggismál, þótt þaggað væri niður í nefndinni. Evrópunefnd gagnleg Evrópunefnd sem hefði svipað hlut- verk og Öryggismálanefnd Alþingis yrði áreiðanlega gagnleg. Ef til vill má túlka stofnun hennar sem fyrsta skref Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokks- ins til þess að endurskoða neikvæða og klisjukennda afstöðu sína til Evrópu- samstarfsins. Í því sambandi má benda á að séra Kjell-Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs og formaður Kristilega þjóðarflokksins, hefur til- kynnt að hann endurskoði nú hug sinn til Evrópu. Það hefur óneitanlega lengi verið samhljómur með Davíð og Bonde- vik í afstöðunni til Evrópusambandsins og hugmyndin um Evrópunefndina er sett fram í kjölfar yfirlýsingar norska forsætisráðherrans. Hliðstæðan við Öryggismálanefnd er líka augljós. Rétt eins og Alþýðu- bandalagið þurfti á því að halda á níunda áratugnum að losna við rétt- trúnað og slagorðagjálfur í ör- yggismálum má sjá að Sjálfstæðis- flokkurinn er í dag í nákvæmlega sömu Endurskoðun á klisjum Eftir Einar Karl Haraldsson „Ef til vill má túlka stofnun Evrópu- nefndar sem fyrsta skref Davíðs Odds- sonar og Sjálfstæðisflokksins til þess að endurskoða neikvæða og klisjukennda afstöðu til Evrópusamstarfsins.“ Höfundur er frambjóðandi Samfylking- arinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. u f r e u u - - t í - f a - t t - - skriftum og keypti íslenskar bækur hvar sem hann komst yfir þær og lét einnig senda sér þær. Hann skrifaði meðal annars Sví- um og fékk þá til að útvega sér ís- lenskar bækur. Hann hélt einnig áfram að senda bækur og myndir til Íslands. Með því að senda Ís- lendingum bækur og myndir vildi hann halda áfram að fræða þá. Íslenskar bækur keypti Fiske gjarnan dýru verði. Þegar hann var staddur hér á landi kom hann í lítið þorp á landsbyggðinni. Í kirkjunni þar sá hann eitt af fyrstu eintökum Biblíunnar á ís- lensku. Hann féll fyrir ritinu og bauð háar fjárhæðir fyrir. Prest- inum á staðnum fannst ómögu- legt að selja þessa heilögu bók og afþakkaði því tilboð Fiske. Hann dó þó ekki ráðalaus og bauðst til þess að kaupa orgel í kirkjuna í skiptum fyrir Biblíuna. Prestur- inn samþykkti það og varð það raunin. Presturinn áttaði sig þá á því að enginn í þorpinu eða ná- grannasveitum kynni á orgel. Fiske bauðst því til að senda prestssoninn til Reykjavíkur til að læra að spila. Þar með fóru all- ir ánægðir úr þeim viðskiptum. Fiske vissi af áhuga Íslendinga á skák. Hann sendi því hingað um það bil 1.200 skákrit auk annarra bóka um margvísleg efni. Þar á meðal má nefna ljóðabók hans sjálfs. Löngu eftir dauða Fiske eða allt til ársins 1916 voru að berast bækur úr bókasafni hans í Bandaríkjunum, sem hann hafði lagt fyrir að senda skyldi til Ís- lands. Íslensku bækurnar sem hann lét flytja til Ithaca í Cornell-há- skóla skipa nú stærsta íslenska bókasafnið í N-Ameríku. Safnið inniheldur hátt í 40.000 íslensk rit. Það er hluti af sérstakri deild, fágætisdeild. Safnið er einnig næststærsta íslenska bókasafnið erlendis. Aðeins Konungsbók- hlaðan í Kaupmannahöfn á fleiri íslensk rit. Var góður skákmaður Fiske var skákmaður góður. Þegar hann var á Íslandi hafði hann sérstaklega mikinn áhuga á íslenskri tungu, einkum öllum ís- lenskum orðum sem tengdust skák. Samkvæmt heimasíðu Grímseyjar ætlaði Fiske að gefa út vísindarit um skák á Íslandi og hafði safnað miklu efni í það. Honum tókst þó aldrei sjálfum að gefa það út. Verkið var þó gefið út ári eftir lát hans. Fiske gaf líka út ritið Nokkur skákdæmi og tafllok árið 1901. Hann gaf Taflfélaginu allt upplagið og þar með þær tekjur sem það skilaði. Á þessum tíma gaf hann einnig marga ár- ganga af skáktímaritum. Sumar þessara bóka eru taldar fágæti, enda afar gamlar og að- eins til í örfáum eintökum í heim- inum. Á Landsbókasafni eiga skákritin sérstakan stað í þjóð- deild og eru vel varðveitt þar. Þau eru enn notuð af áhugasöm- um skákmönnum. Áhrif Fiske enn við lýði Fiske skildi eftir sig mikla fjár- muni, sem enn er verið að nota. Fyrir hans tilstilli er til að mynda ritröðin Islandica rekin en Krist- ín Bragadóttir er einmitt ritstjóri þeirrar ritraðar. Í erfðaskrá Fiske var ákvæði um að áfram ætti að safna íslenskum bókum við skólann. Alþingi styður bóka- safnið með fjárframlögum ár hvert þar sem þetta þykir ríkur þáttur í menningu landsins. Landsbókasafn Íslands stefnir að því að halda sýningu til heiðurs Fiske á næsta ári, til að minnast erfðaskrárinnar og þess hve mik- ill velvildarmaður Íslands hann var. Á næsta ári verða einmitt lið- in hundrað ár frá dauða hans. Cornell-háskóla í Bandaríkjunum ke var að endinga Morgunblaðið/Kristinn mlum bréfum Fiske. Morgunblaðið/Kristinn Eitt af bréfunum sem Daniel Willard Fiske skrifaði til Íslend- ings. Þetta bréf skrifaði Fiske til Íslendings sem var búsettur í Kanada til að biðja hann um að útvega sér þær bækur sem komu út á íslensku í Vest- urheimi. irisbe@mbl.is - á - ð n - eldrar mínir og við börnin urð- um mjög glöð þegar við heyrðum að þú hefðir gift þig og óskum þér og eiginkonu þinni innilega til hamingju. Vonandi eigið þið langt og hamingjuríkt líf saman. Aðeins ein af systrum mínum (þær eru sex) sagði það slæmt að pró- fessorinn hafi gift sig. En þeg- ar móðir mín spurði hana hvers vegna sagði hún mjög heimsku- lega að þá gætir þú ekki komið aftur til Íslands. Það hlýtur að vera gaman að vera þannig gerður, að börn sem hafa að- eins séð mann einu sinni þrá að sjá mann fljótt aftur.“ Einnig fann Kristín bréf sem presturinn í Grímsey, Matthías Eggertsson, skrifaði Fiske árið 1901. Í því óskaði hann meðal annars eftir blessun frá Fiske því hann vildi skíra son sinn í höfuðið á honum, þrátt fyrir að þeir hefðu aldrei hist. Grímseyingar hafa áreið- anlega séð Fiske sem gluggann að hinum stóra óþekkta heimi og dáð hann meðal annars vegna þess. rn sitt á Fiske
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.