Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                         !     !! "    !! # BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MÉR hnykkti við þegar ég las pistil í Lesbókinni minni í morgun. Árni nokkur Ibsen finnur heimsókn Charles Indifone allt til foráttu. Hann segir að aðstandendur heim- sóknar lækningapredikarans hafi smalað saman fólki í Smáralindina til að þiggja af því fé. Árni sér ekki alla þá sem fengu blessun og bót, en hann veit af einhverjum geðsjúkum huldumanni sem lenti í hremming- um. Árni fárast einnig yfir því að menn sem tengjast þessum samkom- um fengju að tjá sig við fjölmiðla og svala eðlilegri forvitni fólks. Árni gengur síðan enn lengra og reynir að sverta kirkjurnar sem að þessu stóðu með því að rifja upp ásaknir Geðhjálpar á hendur þeim sem ekki var flugufótur fyrir. Ég verð að vísa málflutningi Árna Ibsen á bug sem óhróðri af verstu tegund. Hann hefði sómað sér vel sem pistlahöfundur fyrir McCarthy í Bandaríkjunum á sínum tíma eða fulltrúi Rannsóknarréttarins á Spáni, en að slík viðhorf séu sett fram í Morgunblaðinu árið 2003 af manni, sem væntanlega á að teljast ábyrgur, er þyngra en tárum taki. Ég ætla að grípa til minna beitt- ustu vopna til að þagga þessa vit- leysu niður. Ég ætla að biðja fyrir Árna. GUNNAR ÞORSTEINSSON, forstöðumaður Krossins í Kópavogi. Bænarefni Frá Gunnari Þorsteinssyni Í SUNNUDAGSBLAÐI kemur fram gagnrýni á að menningarmála- nefnd borgarinnar hafi vísað til fé- lagsþjónustunnar styrkumsókn vegna listahátíðar félags fólks með þroskahömlun. Rétt er að þetta var gert, en að óyfirveguðu ráði sam- kvæmt ábendingu faghóps sem vann grunnvinnu fyrir menningarmála- nefnd. Að mati okkar nefndarmanna meirihlutans sem funduðum í síðustu viku þótti rétt að ræða þessa umsókn eins og aðrar umsóknir um styrki við menningarviðburði á árinu. Berum við fulla ábyrgð á því að svona var með farið, en þótti að athuguðu máli rétt að skipta um skoðun. Ekki er ástæða til að ætla að fulltrúar minni- hlutans í menningarmálanefnd séu því andsnúnir. Umsókninni var því ekki vísað frá í raun, eins og þó hafði verið kynnt. Fulltrúar í menningar- málanefnd hafa fjölmargar umsókn- ir til umfjöllunar þessar vikurnar og er ljúft og skylt að geta, að þessu til- efni gefnu, að umsókn Átaks er þar á meðal. Formanni þykir leitt að svona skyldi fara. Virðingarfyllst, STEFÁN JÓN HAFSTEIN, formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur. Svar við bréfi um listahátíð þroskahamlaðra Frá Stefáni Jóni Hafstein FRÁ hverjum skyldi þessi ótrúlega fyrirsögn komin? Einhverjum sem dvalið hefur langdvölum á Kúbu, Norður-Víetnam eða í fyrrum Sovét- ríkjum? Trúa menn því að þessi orð má lesa skýrum stöfum í viðtali í Morgunblaðinu hinn 12. þ.m., við kon- una sem fyrst einstaklinga í vestrænni stjórnmálasögu hefur tilkynnt öllum lýðum, að hún og hún ein verði for- sætisráðherraefni sambræðings hluta gamla Alþýðubandalagsins og vinstri krata í svokallaðri Samfylkingu. Hvað segja allir kirkjunnar menn um þessa skoðun Ingibjargar Sól- rúnar forsætisráðherraefnis? – Hvað segja þeir sem gæta laga og reglna í þjóðfélaginu? Hvað segja fjölmiðla- menn um þessa skoðun Ingibjargar Sólrúnar forsætisráðherraefnis? Og enn má lesa í sama viðtali við forsætisráðherraefnið: „Fólk treyst- ir ekki stofnunum samfélagsins, það treystir ekki stjórnmálamönnum.“ Nú verða menn að gera upp við sig hvort þeir vilja brosa eða gráta, eða skyldu borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins og vinstri-grænna kannast við einhvern sem lofaði og hét ótal sinnum fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar að hlaupa ekki undan merkjum, og stjórna borginni næstu fjögur árin. „Fólk treystir ekki stjórnmálamönnum.“ Spurningin sem brenna mun hins vegar á öllu hugsandi fólki fyrir komandi Alþingiskosningar er þessi: Getur einstaklingur sem hvorki treystir lögreglu, kirkju né fjölmiðl- um, sem svíkur án þess að blikna samherja í borgarstjórn, getur þessi sami einstaklingur gert kröfur um að verða lyft í gullstól í forsæti ríkis- stjórnar á Íslandi? Gangi nú hver og einn í smiðju sinnar samvisku. MAGNÚS ERLENDSSON, ellilífeyrisþegi á Seltjarnarnesi. „Fólk treystir ekki lögreglu, kirkju og fjölmiðlum“ Frá Magnúsi Erlendssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.