Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 26
ERLENT
26 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
www.islandia.is/~heilsuhorn
Garlic
Fyrir hjartað og æðakerfið
PÓSTSENDUM
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889
Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum,
Árnesapóteki, Selfossi og
Yggdrasil, Kárastíg 1.
SAMTÖK VERSLUNARINNAR
AÐALFUNDUR
á Grand Hóteli,
í dag, föstudag, kl. 12:00
12:00 Hádegisverður í Setrinu, Grand Hótel
Ávarp: Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
SKRÁNING
13:15 Skráning við Hvamm, Grand Hóteli.
FUNDARSETNING
13:30 Ræða formanns Samtaka verslunarinnar
Hauks Þórs Haukssonar.
„Viðskiptatækifæri í kjölfar einkavæðingar“
RÆÐUMENN
14:00 Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri
Verðbréfastofunnar hf.:
Breytingar í kjölfar einkavæðingar ríkisfyrirtækja.
14:20 Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor við Háskóla Íslands:
Nýjar hugmyndir fyrir nýja öld.
Umræður og fyrirspurnir.
Kaffihlé
15:15 Almenn aðalfundarstörf skv. lögum
samtakanna.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 588 8910
eða á netfang: lindabara@fis.is
Nissan Patrol Elegance, 35“,
skráður 05/2000, sjálfsk.,
ný dekk, ekinn 39 þús.
Nissan Patrol Elegance, 38“,
skr. 02/2002, sjálfsk., ek. 20 þús.
Ingvar Helgason,
notaðir bílar, s. 525 8020.
Ekki 1 heldur 2 gullmolar
BÚIST er við að Hans Blix, yfirmað-
ur vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu
þjóðanna í Írak, skýri öryggisráði
samtakanna frá því í dag að Írakar
hafi ekki hlítt afvopnunarskilmálum
ráðsins að öllu leyti. Stjórn George
W. Bush Bandaríkjaforseta vonar að
niðurstaða Blix auðveldi henni að fá
önnur aðildarríki ráðsins á sitt band
og auki líkurnar á því að ráðið sam-
þykki nýja ályktun sem heimili að
hervaldi verði beitt í Írak.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hyggst sitja fund ör-
yggisráðsins ásamt utanríkisráð-
herrum Rússlands, Frakklands,
Kína og Þýskalands, sem hafa beitt
sér fyrir því að vopnaeftirlitinu verði
haldið áfram í von um að hægt verði
að afstýra stríði.
Hópur eldflaugasérfræðinga frá
sex löndum hefur komist að þeirri
niðurstöðu að eldflaugar Íraka af
gerðinni Al-Samoud 2 dragi lengra
en heimilt er samkvæmt afvopnun-
arskilmálum sem öryggisráðið setti
Írökum eftir Persaflóastríðið árið
1991. Eldflaugar Íraka mega ekki
draga lengra en 150 km en að sögn
sérfræðinganna draga Al-Samoud 2-
flaugarnar allt að 190 km. Sérfræð-
ingarnir staðfestu einnig að Írakar
kynnu að geta framleitt eldflauga-
hreyfla sem gerðu þeim kleift að
skjóta flaugunum miklu lengra en
150 km.
Bandarískir embættismenn sögðu
að eldflaugamálið væri alvarlegt
brot á afvopnunarskilmálunum og
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði það geta verið „þýðing-
armikið brot“ á síðustu ályktun ör-
yggisráðsins í Íraksmálinu.
„Ekki hættulegar“
Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð-
herra Íraks, sagði að eldflaugarnar
væru í samræmi við reglur SÞ og
„ekki hættulegar“. Þær væru mjög
ónákvæmar, lentu stundum allt að 10
km frá skotmarkinu.
Júrí Federov, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Rússlands, neitaði því einn-
ig að eldflaugarnar væru brot á
ályktunum Sameinuðu þjóðanna og
sagði að drægni þeirra væri „aðeins
10–12 km yfir 150 km mörkunum“.
Írakar hefðu greint frá þessu í
vopnaskýrslu sinni til öryggisráðsins
7. desember og málið sannaði að
Írakar veittu eftirlitsmönnunum
gagnlegar upplýsingar.
Bandaríkjamenn hafa beitt sér
fyrir því á bak við tjöldin að Blix
staðfesti ásakanir þeirra um að Írak-
ar hafi brotið afvopnunarskilmálana.
Condoleezza Rice, þjóðaröryggis-
ráðgjafi Bush, fór til að mynda á
fund Blix í New York á þriðjudag og
hvatti hann til að leggja áherslu á að
Írakar hefðu ekki hlítt nokkrum skil-
málum í ályktunum öryggisráðsins.
Búist er við að Blix skýri einnig
frá því að Írakar hafi aukið samstarf-
ið við eftirlitsmennina undanfarna
viku með því að heimila flug njósna-
véla yfir Írak, leyfa eftirlitsmönnun-
um að bora eftir jarðvegssýnum á
stöðum þar sem talið er að efna- og
sýklavopn hafi verið eyðilögð og
heimila þeim að ræða við íraska
vopnasérfræðinga án þess að fulltrú-
ar Íraksstjórnar væru viðstaddir.
„Óviðunandi“ skilyrði
Þessar tilslakanir eru sagðar
renna stoðum undir röksemdir
Frakka, Þjóðverja, Rússa og Kín-
verja um að halda eigi eftirlitinu
áfram og efla það fremur en að heim-
ila hernað.
Bandaríkjamenn og Bretar segja
hins vegar að Írakar hafi sett óvið-
unandi skilyrði fyrir flugi njósnavél-
anna. Írakar krefjist meðal annars
upplýsinga um hvenær og hvar vél-
arnar fljúgi inn í lofthelgi Íraks og
um hraða þeirra. Bandarískir emb-
ættismenn segja að þetta sé brot á
síðustu ályktun öryggisráðsins sem
krafðist þess að Írakar féllust á eft-
irlit án skilyrða.
Eldflaugar Íraka
öflugri en leyft var
Búist við að Blix lýsi því yfir í dag að Írak-
ar hafi ekki hlítt skilmálum SÞ að fullu
Sameinuðu þjóðunum. Los Angeles Times, Washington Post, AP, AFP.
-.-/0$/1!1/2/
1U;% 72
!";27'
2 (
O; #
J2,;-'
3##
! 1 /2
1V
';7
%W.4,1
CBB(
& (6
'(
(6 )(
&
G#
26
C<
4*
4*
5 " * 67 4"
* 48 "7 *4*
* *+! 4 +9
"# "* *# "
4"*" 67 9 *
UM 23 manns hafa fallið í Bólivíu síð-
ustu tvo daga í miklum mótmælum
gegn fyrirhuguðum skattahækkun-
um stjórnarinnar. Hafa þær að vísu
verið dregnar til baka en mótmælin
héldu áfram í gær. Í fyrradag var
borinn eldur að ýmsum opinberum
byggingum í höfuðborginni, La Paz,
og mikið var um gripdeildir.
Helsta verkalýðssambandið í Ból-
ivíu boðaði til allsherjarverkfalls á
miðvikudag til að mótmæla 12,5% al-
mennri skattahækkun og brutust þá
út mikil átök milli verkfallsmanna og
hermanna. Þegar þau fjöruðu út lágu
14 manns í valnum og að minnsta 100
manns slösuðust. Í gær féll síðan einn
maður í átökum um mikilvægan þjóð-
veg milli hermanna og bænda, sem
leggja stund á ræktun kókaplöntunn-
ar.
Óeirðirnar í gær urðu þrátt fyrir að
tekist hefðu samningar um að koma í
veg fyrir uppþot. Í því skyni féllst
Gonzalo Sanchez, forseti Bólivíu, á að
afturkalla skattahækkanirnar en
stjórnarandstaðan hafði krafist þess,
að hann segði af sér vegna þeirra.
Það, sem kynti undir og auðveldaði
uppþotin, er, að um 7.000 lögreglu-
menn eru í verkfalli vegna þess, að
þeir fengu ekki umsamda kauphækk-
un, og tóku margir þeirra þátt í mót-
mælunum. Lögðu þeir meðal annars
undir sig utanríkisráðuneytið og
nokkuð var um, að þeir skiptust á
skotum við hermenn.
Eldur var kveiktur í sjö opinberum
byggingum í fyrradag og fangar í
stærsta fangelsi borgarinnar kveiktu
í því um leið og þeir gerðu árangurs-
lausa tilraun til að brjótast út. Einnig
voru margar verslanir í miðborginni
rændar.
Bólivía er fátækasta landið í Suður-
Ameríku og ástandið þar hefur hríð-
versnað á síðustu árum. Eru laun
mjög lág, óbreyttur lögreglumaður
hefur innan við 8.000 ísl. kr. á mánuði,
og hefði 12,5% skattahækkun orðið til
að rýra þau enn.
Búist er við, að ólgan í landinu
haldi áfram enda ætla stéttarfélögin
að halda verkfallsaðgerðum áfram.
AP
Mótmælendur létu greipar sópa um forsetabústaðinn í La Paz í fyrradag
og kveiktu í húsmununum. Gonzalo Sanchez forseti var þegar flúinn.
Gífurleg ólga og
uppþot í Bólivíu
La Paz. AP, AFP.
DÓMARI á Ítalíu hefur úrskurðað
að leysa beri úr haldi 28 Pakistana,
sem voru handteknir í síðasta mán-
uði og sakaðir um að hafa ráðgert
hryðjuverk. Dómarinn komst að
þeirri niðurstöðu að láta ætti þá alla
lausa vegna skorts á sönnunum.
Lögreglan sagðist hafa fundið
sprengiefni í íbúð í Napólí þar sem
mennirnir voru handteknir 30. jan-
úar. Stjórnvöld í Pakistan mótmæltu
handtökunni harðlega og sögðu að
mennirnir tengdust á engan hátt
hryðjuverkastarfsemi.
Búist er við að ellefu af 16 mönn-
um, sem voru handteknir á Spáni
vegna meintra tengsla við hryðju-
verkasamtökin al-Qaeda, verði einn-
ig látnir lausir á næstunni vegna
skorts á sönnunum. Gert er ráð fyrir
að fimm þeirra verði dæmdir í
gæsluvarðhald fyrir skjalafals.
Meintum hryðju-
verkamönnum sleppt
Róm, Madríd. AFP.
BÖRN hrópa slagorð gegn stríði í
Írak á mótmælagöngu að byggingu
spænska utanríkisráðuneytisins í
Madríd í gær. Um það bil 200 frið-
arhreyfingar hafa skipulagt mót-
mæli gegn stríði í Írak í um 350
borgum víða um heim á morgun,
m.a. í New York, London, Tókýó,
Ósló og Reykjavík. Hreyfingarnar
vonast til þess að milljónir manna
taki þátt í mótmælagöngunum.
AP
Búist við
geysifjölmenn-
um mótmælum