Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 43
gangur hjá henni í gegnum árin. Við Alla kynntumst fyrir rúmum 50 ár- um og hefur vinátta haldist með okk- ur æ síðan og frekar styrkst með ár- unum. Við erum Hafnfirðingar en leiðir okkar lágu saman þegar við vorum báðar fluttar til Reykjavíkur og farnar að búa. En ég man svo vel eftir Öllu úr Firðinum. Hún var ljós- hærð og falleg stúlka og hélt hún þeim sjarma fram í andlátið. Á Lang- holtsvegi 178 bjó hún í mörg ár ásamt fyrri manni sínum, Atla Hall- dórssyni vélstjóra, og þar kynntumst við. Þetta var skemmtilegur tími, alltaf opið hús hjá Öllu og mættumst við þar nokkrar konur og spjölluðum saman, drukkum kaffi og hlógum mikið. Allar þessar konur eru nú farnar yfir móðuna miklu og eflaust farnar að spjalla saman aftur. Alla og Atli eignuðust fjögur börn sem öll eru vel af guði gerð. Svo komu barnabörnin og síðan lang- ömmubörnin og er þetta orðinn stór hópur. Alla og Atli skildu. Alla giftist eftirlifandi manni sín- um, Árna Jónassyni vélstjóra, árið 1978, góðum og traustum manni. Áhugamál þeirra voru lík, bæði mikl- ir listunnendur og fagurkerar. Þau fóru mikið saman á listsýningar og áttu orðið mikið safn af listaverkum. Enda er heimili þeirra mjög fallegt. Hún var sjálf mikil listakona, bjó til allavega listaverk, m.a. úr beinum. Hún las mikið og fylgdist vel með því sem var gerast í listalífi þjóðarinnar. Þótt hún væri komin yfir áttrætt þegar hún dó var hún ung í anda og naut lífsins. Alla og Árni ólu upp dótturson hennar og öll barnabörnin sóttu mik- ið til þeirra. Þau ferðuðust mikið saman og fóru víða. Hún Alla vinkona mín var gull af manni og á ég eftir að sakna hennar mikið. Kveðja frá vinkonu Lilja Kristinsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 43 sem keyptu stórt land í Hvassa- hrauni á Vatnsleysuströnd til haust- beitar í lok 6. áratugarins. Hann vakti strax athygli mína fyrir rögg- semi, kvaddi sér gjarnan hljóðs á fundum enda ræðumaður góður, var hrókur alls fagnaðar á skemmtunum og vildi láta verkin ganga í göngum og réttum. Ekki voru menn alltaf á einu máli en ágreiningurinn var venjulega jafnaður fljótlega því Sig- urleifur hafði gott lag á að slá á létt- ari strengi. Sigurleifur var ágætur félags- málamaður sem lá aldrei á skoðun- um sínum og þótt við værum ekki alltaf sammála var hann drengur góður sem gott var að vinna með. Um hann á ég margar góðar minn- ingar og ég veit að því er líkt farið um marga fleiri núverandi og fyrr- verandi fjáreigendur í Reykjavík og Kópavogi. Hann átti fallegt fé, að- allega hvítt og hyrnt, hafði gott vit á fjárrækt, var fjárglöggur og sérlega hugulsamur þegar koma þurfti fé til skila. Nýlega lét Sigurleifur af rétt- arstjórn í Fossvallarétt við Lækjar- botna sem hann hafði með höndum um árabil á meðan heilsan leyfði. Kindur átti hann í Fjárborg í Hólms- heiði allt til dauðadags en hann var meðal þeirra fyrstu sem byggðu þar 1970. Hans verður vissulega saknað og við félagarnir kveðjum hann með virðingu og þökk. Þegar við fjáreigendur vorum að leggja upp í göngurnar í haust sakn- aði ég Sigurleifs. Hann var vanur að koma uppeftir, ætíð á réttum stað og stund, því hugurinn var alltaf við bú- skapinn. Mér var hugsað til þess hve við værum orðnir fáir, hinir lagðir af stað norður í heiði og ég að fara upp í Húsmúlarétt. En viti menn. Þegar ég ætlaði að fara í gegn um hliðið á nýju vörslugirðingunni á bak við Litlu kaffistofuna sá ég mér til mik- illar gleði að Sigurleifur var kominn þar í bíl sínum. Þarna áttum við ánægjulegt spjall um smalamennsk- una, báðir komnir í réttaskap í blíðu- veðri. Þessi stutta stund er mér nú ofarlega í huga því að þannig var gott að kveðja minn gamla félaga. Eiginkonu, börnum og öðrum að- standendum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurleifs Guðjónssonar. Ólafur R. Dýrmundsson. ✝ Gylfi BorgþórGuðfinnsson fæddist í Bolungar- vík 25. september 1947. Hann lést í Riga í Lettlandi 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Gylfa voru Björg Jónsdóttir, f. 29. nóvember 1919, d. 13. júní 1993, og Guðfinnur Larsen Friðriksson, f. 11. maí 1919, d. 22. jan- úar 1988. Gylfi var einn tólf systkina: Ingibjörg, f. 1. janúar 1941, Jón Eðvald, f. 20. apríl 1942, Kristrún Sigfríður, f. 30. apríl 1943, Sæbjörn Jökull, f. 20. ágúst 1944, Guðmundur, f. 27. janúar 1946, Gylfi, sem hér er kvaddur, Magnea Lára, f. 24. febrúar 1949, Rannveig Sesselja, f. 31. desem- ber 1950, Jóna Sigríður, f. 23. mars 1952, Hjörleifur, f. 8. janúar 1955, Margrét, f. 2. september 1958, d. 10. maí 1994, og Sigurður Friðrik, f. 24. mars. 1962. Gylfi kvæntist 30. desember 1967 Bryndísi Ragnarsdóttur, f. 28. febrúar 1951. Foreldrar henn- ar eru Ragnar Sveinbjörnsson, f. 25. júní 1916, d. 14. febrúar 2000, og Elísa Rakel Jakobsdóttir, f. 18. maí 1929. Dætur Gylfa og Bryn- dísar eru sex: 1) Halldóra Sigríð- ur, f. 8. mars 1968, maki Leó Ragnarsson, f. 23. nóvember 1964. Börn þeirra eru Ragnar, f. 20. mars 1991, Maren, f. 18. apríl 1994, og Guðfinnur Þór, f. 18. maí 1999. Dóttir Leós er Elín María, f. 29. maí 1984. 2) Hrefna Björk, f. 23. maí 1970, maki Stefán Bjarki Ólafsson, f. 20. júní 1973. Börn þeirra eru Alexandra Ýr, f. 30. júní 1995, og Gylfi Brynjar, f. 24. september 1998. 3) Elva Jóna, f. 4. júlí 1974, sambýlismaður Elmar Björgvin Einarsson, f. 20. febrúar 1972. Börn þeirra eru Írena Rut, f. 22. janúar 1999, og Andrea Dís, f. 22. maí 2001. 4) Ragna Borgþóra, f. 18. mars 1977, sambýlis- maður Arild Ulset, f. 1. október 1973. Son- ur þeirra er Kurt Viljar, f. 20. desem- ber 1999. Dóttir Rögnu er Halla Björg, f. 28. febrúar 1994. 5) Erna Björg, f. 15. mars 1981, sambýlismaður Þórður Guðnason, f. 29. júní 1982. 6) Bryndís Þóra, f. 26. október 1983, sambýlismaður Sigurður Axel Ax- elsson, f. 10. október 1980. Sonur Sigurðar er Axel Guðni, f. 9. júní 1998. Gylfi ólst upp í foreldrahúsum í Bolungarvík þar til hann kvæntist Bryndísi Ragnarsdóttur. Gylfi og Bryndís bjuggu í Bolungarvík til ársins 1984 er þau fluttust til Akraness. Gylfi starfaði sem verk- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Bolung- arvíkur, verslunarstjóri hjá Kaup- félagi Ísfirðinga í Bolungarvík, Einari Guðfinnssyni hf. og Bjarna Eiríkssyni. Á Akranesi var Gylfi yfirverkstjóri hjá Heimaskaga hf. og síðar Haraldi Böðvarssyni eftir sameiningu fyrirtækjanna. Þar vann hann að uppbyggingu fram- sækinnar vinnslu sameinaðs fyr- irtækis. Gylfi var vinnslustjóri hjá Omega Sea Hydrotech í Noregi þar sem hann vann að þróun laxa- vinnslu í nýrri verksmiðju. Síð- ustu árin sinnti Gylfi markaðs- og þróunarmálum hjá Skaganum hf. á Akranesi. Áhugamál Gylfa voru fyrst og fremst fjölskyldan en einnig hafði hann mikinn áhuga á knattspyrnu. Gylfi var félagi í Frí- múrarastúkunni á Akranesi. Útför Gylfa verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Mikið voðalega finnst mér þetta vera ósanngjarnt. Af hverju þú? Svona heilsuhraustur maður kallað- ur burt svona skyndilega. Við vorum öll farin að hlakka svo mikið til að þú kæmir heim. Afi að koma heim á laugardaginn. Ungarnir þínir biðu spenntir, þau ætluðu öll að sofa hjá afa og ömmu í nýju íbúðinni þeirra. Þau passa nú ömmu í staðinn, fyrir þig. Ég er búin að vera svo sár og sorgmædd en veistu pabbi, að síðan við fengum þig heim til okkar, feng- um að sjá þig, koma við þig og tala við þig er mér búið að líða betur. Þeirri samverustund sem við syst- urnar og mamma áttum yfir þér gleymi ég aldrei. Ég veit að ég verð að vera sterk fyrir mömmu og ung- ana ykkar. Við eigum svo margar góðar minningar til að ylja okkur á. Ég var svo mikil pabbastelpa og vildi fara allt með þér, í vinnuna, á æfingar, hvert sem var og hún mamma fékk oft að kenna á því. Ég barðist um með miklum látum ef hún ætlaði að reyna að halda mér heima og oftast vann ég. Allaf var ég með þér í vörubílnum sem þú varst að keyra þá, allan liðlangann daginn og á meðan þú fórst á æfingu, þá svaf ég bara í bílnum. Oftar en ekki varstu líka skíðalyftan mín. Meðan ég var að læra að renna mér á skíð- um, þá barstu mig upp brekkuna, hvattir mig og kallaðir á meðan ég reyndi að standa niður, síðan komst þú niður til að bera mig aftur upp. Þegar ég spilaði fyrsta 1. deildar- leikinn minn, keyrðir þú frá Bolung- arvík til Reykjavíkur til að vera hjá mér og sjá hvernig allt gengi. Þetta pabbi, ert ekta þú. Alltaf mættur til að styðja við og standa með börnunum og ungunum þínum. Ég veit ekki hversu oft bílskúrinn í Jörundarholti var notaður til fót- boltaæfinga. Þú hafðir svo gaman af fótboltanum og nenntir alltaf að vera að sparka með ungunum þínum og kenna þeim. Þeim fannst það svo rosalega gaman. Við höfum bæði haft mikinn áhuga á fótbolta og þótt við höfum ekki alltaf verið sammála, þá stóðum við saman. Við höfum nú farið marg- ar ferðir saman, til að fylgjast með honum Ragnari okkar. Allt það sem þú hefur gert fyrir hann og kennt honum, pabbi minn, er stórkostlegt. Þið voruð svo miklir vinir, hann 11 ára og þú 55, aldur er svo sannalega afstæður í svona, hann skipti engu. Eg veit, pabbi minn, að fyrst þú varst kallaður frá okkur svona snöggt og skyndilega, þá hlýtur þín að bíða mikilvægt hlutverk annars staðar. Þú ert hjá okkur og verndar okkur og gefur mömmu styrk til að halda áfram. Við pössum hana og ungana þína. Elsku pabbi, takk fyrir allt, ég elska þig. Þín Halldóra. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Elsku pabbi. Það er svo skrítið að hugsa til þess, að þegar við fjölskyldan vorum að kveðja þig hinn 18. janúar síðast- liðinn, því þú varst að fara til Riga í Lettlandi vegna vinnu þinnar, að það væri okkar síðasta stund saman. Allra síst átti maður von á því að hraustur maður eins og þú myndir fá kallið svona snemma. En það er öruggt að Guð ætlar þér mikilvægt hlutverk þarna hinum megin fyrst hann tekur þig svona snöggt frá okkur. Elsku pabbi, margar eru minn- ingarnar sem við eigum saman og allar eru þær jafnyndislegar. Þessar minningar munum við geyma vel og nota til að ylja okkur og styrkja þeg- ar erfiðir tímar koma og söknuður- inn og sorgin er sem mest. Allt eru þetta minningar sem við munum koma til með að deila með Alex- öndru og Gylfa litla nafna þínum, þegar þau eldast. Nú þegar hafa vaknað margar skrítnar spurningar hjá þeim sem þau vilja fá svör við. Eins og hvar verður afi, verður hann ekki örugglega engill, sem mun allt- af passa þau? Það hlýtur að vera, því afi var alltaf svo góður. Góði Guð, veittu mömmu, og öll- um sem elskuðu pabba styrk til að takast á við þennan mikla missi. Hvíl í friði, elsku pabbi. Hrefna og Stefán. Elsku besti pabbi, afi og vinur. Ást þín og hlýja mun að eilífu lifa í hjarta okkar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elva Jóna, Elmar, Írena Rut og Andrea Dís. Elsku pabbi minn. „Þú áttir aldrei að verða eftir,“ hvíslaðir þú í eyra mitt hvert skipti sem við kvöddumst. Ég fór til Nor- egs eða þú til Íslands. Þetta sagð- irðu líka við mig í síðasta skiptið sem við hittumst á páskunum í fyrra úti í Noregi og þú lofaðir mér líka að þú kæmir til mín í sumar og þá ætlaðir þú að stoppa lengi. Elsku pabbi, ég veit þú stendur við það þótt líkami þinn verði ekki til staðar, því þú stóðst alltaf við allt sem þú sagðir. Nú þessa síðustu mánuði hefur mig vantað svo mikið að sjá þig, tala við þig og faðma þig. En nú hef ég bara minningarnar um þig og eitt er víst að þér verður aldrei gleymt. Börnin mín fá að heyra sögurnar af afa Gylfa og mér frá því ég var lítil. Sjálf eiga þau mjög dýrmætar minn- ingar um þig þegar þú komst til okk- ar í Noregi, alla leikina sem þér datt í hug að fara í með þeim til að gleðja hjörtu þeirra. Því þú vildir gera allt svo skemmtilegt þegar þú varst hjá okkur svo minningarnar myndu lifa hjá þeim um afa Gylfa þegar hann var aftur farinn til Íslands. Elsku pabbi, ég veit að þú varst stoltur af okkur Norðmönnunum þínum og ungana þína skal ég passa. Ég elska þig og sakna meira en orð geta lýst og ég veit að það bíða þín stórir hlutir hinum megin svo við getum ekki verið eigingjörn en bara sagt bless að sinni, við sjáumst aft- ur. Þín Ragna Borgþóra. Elsku pabbi. Ég hugsa um allt það yndislega sem við gerðum saman, en erfitt er að finna eitthvað eitt sem stendur upp úr, því það var svo margt sem við gerðum og ég aldrei gleymi og ég veit að þú gleymir ei. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þín verður sárt saknað. Erna Björg. Elsku besti pabbi minn. Hér sit ég heima og reyni að skrifa með skjálfta í höndum og hjarta. Ég trúi ekki að þú sért far- inn, farinn frá mér og okkur öllum sem elskuðu þig. Þú, þessi fallegi maður með dökku húðina þína og þitt góða hjarta, sem hefur gefið mér allt, sem ég hef þurft alla mína ævi, leikið með mig og gefið mér ást frá fyrsta degi. Margt höfum við gert saman sem ég mun geyma að eilífu í hjarta mínu, en alltaf þótti þér gaman að æsa mig upp og þegar það tókst, sem var ansi oft þá gastu hlegið þínum yndislega hlátri. Alltaf eltir þú mig á öll fót- boltamót og studdir við bakið á mér á öllum mínum tímum og ég veit að þú gerir enn. Þú sagðir mér sögur og fórst með Faðirvorið með mér þegar mig dreymdi illa. En þó að ég trúi þessu ekki, þá er ekki hægt að breyta þessu, og eng- inn getur svarað spurningu minni, afhverju þú? Ég trúi á það að nú séuð þið vinirnir, þú og Þórður, að gera eitthvað mikilvægt sem þurfti tvo höfðingja til og að þú verðir allt- af hjá mér. Ég lofa að ég skal hugsa vel um mömmu á þessum erfiða tíma og ég mun alltaf hugsa til þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Mundu mig, ég man þig. Ég elska þig af öllu hjarta og sakna sárt Guð geymi þig. Þín yngsta dóttir Bryndís Þóra. Elsku afi. Nú eigum við um sárt að binda. Þú ert farinn frá okkur, en bara til himna þar sem þú munt alltaf passa okkur og beina okkur á rétta braut í lífinu. Afi, það er skrítið að eiga ekki eft- ir að fara fleiri göngutúra niður á bryggju með þér eða að skoða jóla- ljósin í bænum. Hvað þá að eiga ekki eftir að fara á fleiri fótboltaæfingar í bílskúrnum í Jörundarholtinu. Þessar æfingar voru stórkostleg- ar. Það var mikið hlegið og mikið gaman, einnig var mikið brotið, en það var bara aukaatriði því ungarnir þurftu að æfa sig. En alltaf þurfti bílskúrinn að vera á lausu þegar Lexusinn, draumabíllinn hans afa, þurfti þvottinn sinn og afi, þá skrúbbuðum við hann allan með svampi og vatni í fötu þangað til hann var langflottastur. Að sjálf- sögðu urðum við ungarnir þínir rennandi blautir, mamma og pabbi þurftu að vefja okkur í teppi eða eitt- hvað hlýtt til að koma okkur heim. Stundum var þetta líka góð ástæða til að fá að sofa hjá þér og ömmu. Afi, þótt við höfum ekki átt langan tíma með þér var hann dýrmætur og þennan tíma munum við varðveita vel. Góði Guð passaðu ömmu Bryn- dísi. Elsku afi minning þín er ljós í lífi okkar. Alexandra Ýr og Gylfi Brynjar. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið og kennt mér. Þú hefur verið minn besti vinur og félagi þótt ég sé bara 11 ára. Þú hef- ur kennt mér svo margt, bæði mik- inn fróðleik með námi og svo í okkar uppáhaldi, fótboltanum. Við höfum nú farið saman þó nokkrar ferðir þar sem þú hefur ver- ið og stutt við bakið á mér. Skemmti- legast var nú þegar ég var 7 ára og þú áttir heima í Noregi. Ég kom fjórum sinnum til þín og var um mánuð í senn á tæpu ári sem þú bjóst þar. En það skemmtilega var það að lottómótið var að hefjast hjá mér og þú varst í Noregi. Kvöldið áður en mótið hófst birtist þú á tröppunm heima án þess að nokkur vissi, kom- inn til að styðja við bakið á mér. Við stefndum á það að fara saman á Old Trafford en það verður víst að bíða. Áður en þú fórst til Lettlands baðst þú mig að passa ömmu vel, ég lofa að gera það og ég vinn Íslands- mótið fyrir þig. Afi, þú ert heimsins besti afi og verður það alltaf, þú varst alltaf svo góður við mig, við brölluðum líka ýmislegt skemmtilegt saman. Minn- ingarnar eru óteljandi, ég geymi þær vel. Takk fyrir allt saman, þinn afa- strákur Ragnar. GYLFI BORGÞÓR GUÐFINNSSON  Fleiri minningargreinar um Gylfa Borgþór Guðfinnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.