Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 47 Bridshátíð hefst á föstudaginn Bridshátíð Flugleiða, BR og BSÍ verður haldin í 23. skipti dagana 14.– 17. febrúar nk. Spilað er á Hótel Loftleiðum að venju. Áhugi erlendra stórspilara er mjög mikill þetta árið og langt síðan gestalistinn hefur ver- ið skipaður jafnmörgum erlendum stjörnum. Geir Haarde fjármálaráðherra setur hátíðina föstudag kl. 19.00. Áhorfendur eru hvattir til að fjöl- menna á Hótel Loftleiðir um helgina. Allar upplýsingar um mótið eru á heimasíðu Bridssambands Íslands, www.bridge.is. Einnig er hægt að fylgjast með stöðunni á bls. 326 í textavarpinu. Dagskrá: Tvímenningur: Föstudagur 14. febrúar kl. 19.00: Geir Haarde fjármálaráðherra setur hátíðina. Kl. 19:15–00:30 1.–10. umferð. Laugardagur 15. febrúar kl. 11:00–13:10 11.–14. umferð. Kl. 13:10–14:00 matarhlé. Kl. 14:00–19:30 15.–23. umferð. Sveitakeppni: Sunnudagur 16. febrúar kl. 13:00– 19:00 1.–4. umferð. K. 19:00–20:30 matarhlé. Kl. 20:30–23:15 5.–6. umferð. Mánudagur 17. febrúar kl. 12:15– 18:30 7.–10. umferð. Kl. 19:00 verðlaunaafhending. Skagamenn sterkir í Borgarfirðinum Aðalsveitakeppni Bridsfélags Borgarfjarðar var fram haldið mánudaginn 10. febrúar. Skaga- menn héldu uppteknum hætti og unnu glæsta sigra þannig að búast má við verulegu spennufalli er líður á mótið. Staðan að loknum 6 umferð- um er þessi: Skagamenn (Tryggvi, Þorgeir, Óli Grétar, Ingi Steinar) 141 Bjartasta vonin (Lárus, Örn, Kristján, Jón Viðar, Sveinbjörn) 122 Hjálparsveitin (Sveinn, Haraldur, Hrefna, Þórður) 110 Skólastrákarnir (Jón E., Baldur, Flemming, Guðmundur) 101 Sigursveitin (Eyjólfur, Jóhann, Eyjólfur, Jón P.) 99 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson SAMKEPPNI stendur yfir hjá Lög- réttu, félagi laganema við HR, um merki félagsins. Öllum er þátttaka heimil og ber að skila inn úrlausnum fyrir kl. 12 föstudaginn 28. febrúar. Tillögum skal skila á netfangið: logretta@ru.is. Peningaverðlaun eru í boði fyrir bestu tillöguna að upphæð kr. 50.000. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Visku, www.viska- .is, segir í fréttatilkynningu. Samkeppni um merki Lögréttu V-dagssamtökin standa fyrir mál- þingi í dag, V-daginn, í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 16.30. Fund- arstjóri er Edda Jónsdóttir. Erindi halda: Elín Hirst fréttastjóri, Sverr- ir Björnsson framkvæmdastjóri, Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir og handleiðir, Erpur Eyvindarson tón- listarmaður, Hildur Fjóla Antons- dóttir, mannfræði- og kynja- fræðinemi, og Jón Þór Ólafsson lögfræðingur. Að loknum erindum verða pallborðsumræður. Í Borgarleikhúsinu hefst dagskrá kl. 20 á Nýja sviðinu en húsið verður opnað kl. 19. Vefsíða V-dagssamtak- anna verður formlega opnuð og flutt verður brot úr Píkusögum. Að dag- skrá lokinni verður V-dagsgleði í Þjóðleikhúskjallaranum. V-dagsbolir og V-dagsmerki fást í tískuvöruverslunum og kaffihúsum á höfuðborgarsvæðinu. Ungir vinstri grænir halda skemmtikvöld í dag, föstudaginn 14. febrúar, kl. 20 á Hallveigarstöðum við Túngötu. M.a. sýna meðlimir úr Stúdentaleikhúsinu leikþátt eftir Ár- mann Jakobsson, töfradúett stígur á stokk o.fl. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Í DAG Málþing Félags um átjándu aldar fræði verður haldið á morgun, laug- ardaginn 15. febrúar, kl. 13.30 í fyr- irlestrasal á 2. hæð í Þjóðarbók- hlöðu. Fyrirlestra halda: Þórunn Guðmundsdóttir sagnfræðingur, Ragnhildur Bragadóttir sagnfræð- ingur, Guðrún Laufey Guðmunds- dóttir sagnfræðingur, Bergrós Kjartansdóttir bókmenntafræð- ingur og Ragnhildur Sigrún Björns- dóttir sagnfræðingur. Veitingar verða fáanlegar í veitingastofu í Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Ungmennafélag Íslands stendur fyrir menningarverkefninu ,,á mín- útunni“, á morgun, laugardaginn 15. febrúar kl. 15.02. Þá munu fjölmörg ungmenna- og íþróttafélög standa fyrir menningarviðburðum á svæði sínu. Á meðal verkefna sem félögin ætla að standa fyrir eru mál- verkasýning, örsagnasamkeppni og upplestur, flutningur á Þorraþræl, tónlistarflutningur við sundlaug, skemmtidagskrá með söng og tón- listaratriðum, ljóðalestur í versl- unarmiðstöð, rapp og danssýningu og margt fleira skemmtilegt. Samtökin Átak gegn stríði boða til útifundar á Ingólfstorgi á morg- un, laugardaginn 15. febrúar, kl. 14 til að mótmæla hugsanlegri árás gegn Írak og stuðningi íslenskra stjórnvalda við þessi áform. Eftir fundinn verður gengið að stjórn- arráðinu og því næst að sendiráðum Bretlands og Bandaríkjanna. Á MORGUN Námskeið um ISO 9000 gæða- staðlana verður haldið hjá Staðla- ráði Íslands fimmtudaginn 20. febr- úar fyrir þá sem vilja læra á nýja útgáfu ISO 9000 gæðastjórn- unarstaðlanna. Markmið námskeiðs- ins er m.a. að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og upp- byggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000:2000 röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og við- halda gæðastjórnunarkerfi. Auk þess að skýra uppbyggingu staðl- anna, notkun og kröfurnar í ISO 9001, verður farið yfir tengsl staðl- anna og gæðastjórnunarkerfis sam- kvæmt ISO 9000. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Lauga- vegi 178, kl. 8.30 – 14.45. Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma. Foreldrafélag misþroska barna og Eirð, fræðsluþjónusta um uppeldi og geðheilsu barna og unglinga, bjóða upp á tvö námskeið á vorönn. Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna á grunnskólaaldri 1.–7. bekkj- ar verður haldið í húsi Öryrkja- bandalagsins Hátúni 10, 9. hæð, laugardagana 29. mars og 5. apríl kl. 9.30 – 14.30. Fjórir fyrirlestrar verða hvorn daginn. Fjallað verður um ein- kenni ofvirkni, lyfjameðferð, hegð- unarmótandi aðferðir, sjálfsmynd ofvirkra barna, athyglisbrest o.fl. Námskeið fyrir foreldra ofvirkra barna og barna með hegðunarvanda er ætlað foreldrum barna á aldrinum 4–12 ára og hefst þriðjudaginn 11. mars kl. 17–19, í 9. skipti. Leiðbein- endur verða Kristín Kristmunds- dóttir félagsráðgjafi og Málfríður Lorange sálfræðingur. Meginvið- fangsefni námskeiðsins er að styrkja æskilega hegðun barnsins og efla já- kvæð samskipti á milli foreldra og barns. Nánari upplýsingar og skrán- ing fer fram hjá Foreldrafélagi mis- þroska barna kl. 13 og 15 alla virka daga. Á NÆSTUNNI Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð á Akureyri heldur fund á morg- un, laugardaginn 15. febrúar, kl. 11 í kosningamiðstöðinni í Hafnarstræti 94. Gestur fundarins er Árni Steinar Jóhannsson alþingismaður og fjallar hann m.a. um orkumál, einkavæð- ingu í þeim geira, stóriðjufram- kvæmdir, orkuverð o.fl. Íslenskir og norskir jafnaðarmenn ræða EES-samninginn í dag, föstu- daginn 14. febrúar. STJÓRNMÁL Snjógæs en ekki hvít grágæs Þekking Morgunblaðsins á fugla- fræði brást við ritun myndatexta á blaðsíðu tvö í gær. Þar var fullyrt að hvít grágæs hefði átt í átökum við gæsir á golfvelli Golfklúbbs Kópa- vogs og Garðabæjar. Hið rétta er að þarna var snjógæs (Anser caerulesc- ens) á ferð. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT EFTIRFARANDI tilkynning hef- ur borist frá ReykjavíkurAkadem- íunni, félagi sjálfstætt starfandi fræðimanna: „Stjórn ReykjavíkurAkadem- íunnar (RA) fagnar því að stjórn- völd hafi ákveðið að veita rúma 6 milljarða króna til uppbyggingar atvinnulífs á Íslandi. Stjórn RA vill þó vekja athygli á því að atvinnu- leysi hefur hlutfallslega aukist mest meðal háskólamenntaðra en ljóst er að það fjármagn sem rík- isstjórnin hefur nú veitt til at- vinnuuppbyggingar mun ekki skila sér til þeirra. Í ReykjavíkurAkademíunni hafa aðstöðu rúmlega 80 sjálfstætt starfandi fræðimenn á sviði hug- og félagsvísinda en þennan hóp sárvantar aukið fé til rannsókna- og fræðastarfa. Sem dæmi má nefna að Rannsóknarráð Íslands hafði einungis 12,5 milljónir króna til úthlutunar nýrra rannsókna innan hugvísinda fyrir árið 2003. Að mati stjórnar ReykjavíkurAka- demíunnar er nú tækifæri fyrir stjórnvöld til þess að draga úr at- vinnuleysi meðal háskólamenntaðs fólks, ekki síst í hugvísindum, og efla um leið rannsóknir og vísinda- starf á Íslandi. Á þann hátt sýna stjórnvöld einnig hvern hug þau bera til uppbyggingar þessa mik- ilvæga málaflokks.“ Segja fjármagn ekki skila sér til háskólamanna Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Höfum til sölu efri sérhæð ásamt risi og bílskúr á einstökum útsýnis- stað við Ægisíðu. Aðalhæðin er um 125 fm og skiptist m.a. í stofur, 3 herbergi, eldhús og bað. Hringstigi er upp í risið sem er yfir allri hæð- inni og er þar setustofa og baðher- bergi o.fl. Íbúðin er mikið endur- nýjuð, m.a. nýlegt gler og lagnir yf- irfarnar. Verð kr. 28,5 millj. ÆGISÍÐA – HÆÐ OG RIS Skeifan 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is Opið frá kl. 9-18 • Laugardag frá kl. 10-16 Sendum í póstkröfu Frábær tilboð á: • Magellan GPS-tækjum • GPS-aukahlutum s.s. plast- pokum, tengjum, loftnetum o.fl. • Talstöðvum, bíla-, báta- og handtalstöðvum • Aukahlutum fyrir talstöðvar • Hljómflutningstæki fyrir bíla, magnarar á frábæru verði, mikið úrval hátalara • Fjarstýrðar samlæsingar • Þjófavarnarkerfi • GSM-handfrjáls búnaður • Radarvörum • Hleðslutækjum Flottasta „soundherbergi“ landsins DVD í bíla, skjáir og hljómkerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.