Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 30
LISTAMAÐURINN Huginn Þór Arason opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í dag kl. 14. Sýningin samanstendur af skúlptúr og gjörningum á víd- eó. Listamaðurinn útskrifaðist frá skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands vorið 2002. Í fréttatilkynningu segir að verk Hugins Þórs minni á popplist, þau séu einföld og augljós en samt með ákveðnum skírskotunum. Skúlptúr og gjörningar LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „…og þegar hann dettur á rassinn, hefst skiptingin!“ hrópar sýningar- stjórinn þegar blaðamaðurinn þreifar sig áfram að tjaldabaki á Stóra sviði Þjóðleikhússins til að hitta leikstjór- ann Gísla Rúnar Jónsson. Skyndilega fer gólfið á hreyfingu og minnstu munar að blaðamaðurinn missi jafn- vægið. Getur verið að sviðsskipting í farsanum Allir á svið! taki mið af því þegar blaðamaður Morgunblaðsins dettur á rassinn í svartamyrkri á hringsviðinu í Þjóðleikhúsinu? Blaðamaðurinn rifjar upp höfuð- áttirnar fjórar og rambar á áhorf- endasalinn. Þar stendur Gísli Rúnar með skeiðklukku í hendi og hrópar sigri hrósandi: „Tvær og hálf mínúta! Þetta er nýtt met, krakkar!! Gerum þetta svona í kvöld.“ „Þegar maður byrjar að æfa farsa er næstum eins og maður hafi góða maskínu í höndunum því haganlega samsettur farsi er eins og eilífðarvél sem aðeins vantar olíu og bensín á. Þegar búið er að hreinsa og smyrja alla hluta hennar fer hún að hökta af stað og smátt og smátt verður gang- urinn þýðari og áður en lýkur er hún komin á fulla ferð,“ segir Gísli Rúnar og gefur lítið fyrir það langa nef sem fræðimenn í leikbókmenntum hafa gjarnan gefið försum. „Það þarf mikla kunnáttu til að skrifa góðan farsa. Og það þarf enn meiri kunn- áttu til að leika farsa. Það er ekki heiglum hent.“ Þetta er í þriðja sinn sem Gísli Rúnar leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. en það er e.t.v. ekki ofsögum sagt að hann hafi meiri reynslu af försum en flestir kollegar hans, því hann hefur leikstýrt þeim ófáum, þýtt þá og stað- fært, leikið í þeim og jafnvel samið þá (Brávallagatan/Arnarnesið) svo fátt kemur honum á óvart í þeim efnum. Allir á svið! var frumsýnt í London 1982 og tekið til sýninga í Þjóðleik- húsinu strax árið eftir og hét þá Skvaldur. Sýningin naut mikilla vin- sælda og nú er verkið tekið til kost- anna aftur í nýrri þýðingu og stað- færslu Gísla Rúnars. „Þetta er hefðbundinn „hurðafarsi“ að nokkru leyti en óhefðbundinn að því að leyti að höfundurinn bæði skopast með og vegsamar farsaformið í þessu verki sínu; atburðarásin snýst um íslensk- an leikhóp sem er að leika breskan svefnherbergisfarsa og gerast þætt- irnir þrír ýmist á sviðinu þar sem ver- ið er að leika farsann, að tjaldabaki meðan verið er að leika hann eða hvorutveggja.“ Gísli reynir að útlista hversu mikla nákvæmni þurfi til að leika tvær atburðarásir í einu, þegar leikararnir í leikritinu eru á sviðinu að leika í farsanum sem verið er að leika í sýningunni en þurfa um leið að hvíslast á að tjaldabaki í leikritinu svo ekki trufli leikinn sem fer fram á svið- inu í leikritinu þó allt sé þetta hluti af sýningunni sem…!!! „Þetta er eins og lasagna. Svona lagskipt. Hvert lag verður að vera til staðar því ef eitt lagið vantar verður þetta leiðinlegt og ef þau renna sam- an þá verður þetta óskiljanlegt. Það verður að sjá þetta til að hlæja að því,“ segir hann og rifjar upp að við yfirlestur séu margir farsar af þess- ari gerð með þeim hætti að manni stekkur aldrei bros. „Getur stundum verið ófyndnasti texti sem hægt er að hugsa sér. En fyndnin sprettur úr að- stæðunum sem persónurnar lenda í. Leikararnir verða að hafa báða fæt- urna á jörðinni í persónusköpuninni. Galdurinn við farsa er að áhorfandinn þekki persónurnar og geti séð sig í þeim fáránlegu aðstæðum sem þeim eru búnar. Farsapersónur eru ofur- venjulegt fólk í skelfilegum aðstæð- um þar sem það er í stöðugri baráttu við að bjarga lífi sínu. Reyna að kom- ast hjá því að upp um það komist. Vera ekki gripinn glóðvolgur í framhjáhaldi eða þess háttar. Skelf- inguna við tilhugsunina um það þekkja margir. Á hinn bóginn hafa síðari tíma farsahöfundar lagt jafn- mikið upp úr fyndnum samtölum og orðaleikjum og sitúasjóninni sjálfri og svo er með þennan farsa. “ Gísli Rúnar hefur staðfært verkið með þeim hætti að þar segir frá leik- hópi í Reykjavík sem er að æfa svefn- herbergisfarsa með það í huga að fara í leikferð út á land. Allt gengur á afturfótunum eins og vera ber og alls kyns uppákomur og útúrdúrar verða til þess að sýningin misheppnast og allt sem mögulega getur farið úr- skeiðis fer úrskeiðis en til þess að svo geti orðið þarf sýningin að ganga eins og vel smurt úrverk. Höfundurinn Michael Frayn hefur skrifað fjölda leikrita og nokkrar skáldsögur. Allir á svið! hefur verið sýnt víða um heim og fyrir 5 árum vakti leikritið Copenhagen mikla at- hygli. Frayn hlaut Whitbread bók- menntaverðlaunin bresku á síðasta ári fyrir skáldsöguna Spies. Allir á svið! er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Grínara hring- sviðsins sem er „hattur yfir leikræn hugarfylgsni“ Gísla Rúnars og félaga þegar sá gállinn er á þeim. Meðal leikenda eru nokkrir vinsælustu gamanleikarar þjóðarinnar en leik- hópinn skipa þau Björgvin Franz Gíslason, Edda Björgvinsdóttir, Júl- íus Brjánsson, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Sigurður Sigurjónsson, Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Þórunn Lárusdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Lýsing er í höndum Páls Ragnarssonar og höf- undur leikmyndar og búninga er Hlín Gunnarsdóttir. Farsi um farsa frá farsa … Sigurður Sigurjónsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Þjóðleikhúsið í sam- vinnu við Grínara hring- sviðsins frumsýnir á Stóra sviðinu í kvöld farsann Allir á svið! eftir Michael Frayn í leik- stjórn Gísla Rúnars Jónssonar. Hávar Sig- urjónsson hitti Gísla Rúnar í frumsýningar- ham í lok æfingar í gær. havar@mbl.is Björgvin Franz Gíslason og Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir. „Farsi þarf að ganga eins og vel smurð vél,“ segir Gísli Rúnar. Morgunblaðið/Sverrir Edda Björgvins í hlutverki Buddu Björgólfs. Sýningu lýkur Hafnarborg Sýningunni Akvarell Ísland lýkur á mánudag. Þetta er fjórða sýningin sem hópurinn Akvarell Ísland heldur í Hafn- arborg og er hún í boði safns- ins. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11–17. TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í gærkveldi hófust á verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem hann nefnir Gangur, að því er hann tilgreinir í efnisskrá, að sé vegna gangandi stefjaleiks, sem er mjög ráðandi í verkinu í heild. Þetta er vel samið verk og að mörgu leyti ólíkt fyrri verkum Þorkels, þar sem skiptast á ómstreitur og ómblíð hljómskipan, leikur með blæbrigði og tónalar laglínur, spennadi uppbyggð- ir hápunktar og ljóðræn kyrrð, í mjög sannfærandi samskipan áhrifaríkrar heildar. Gott verk, sem var vel flutt undir stjórn Thomasar Kalb. Annað verkið á efnisskránni var Þríleikskonsertinn eftir Beethoven og er ekki alveg ljóst hvenær meist- arinn samdi þetta verk, sem ekki þykir ýkja stórbrotið og helst dáð fyrir allt of stuttan en sérlega fagran hægan þátt og helst, að Beethoven tækist á köflum vel upp í lokakafl- anum. Verk þetta er samið um svipað leyti og Waldstein-sónatan, þriðja sinfónían og Appassionata-sónatan og er það samið fyrir Rudolf erki- hertoga, sem þá hafði gerst nemandi Beethovens en var ekki mikill píanó- leikari. Í þjónustu hans voru hins vegar mjög góðir hljóðfæraleikarar, nefnilega fiðluleikarinn Seidler og Adolf Kraft, sem var afburða sellisti, og því er þeim lagt meira til en pían- istanum og þykir þar halla nokkuð á. Bryndís Halla skilaði sellóhlutverki sínu af glæsibrag og sama má segja um Judith Ingólfsson, þó heldur væri tónninn hjá henni í veikara lagi. Vovka lék sitt af öryggi og lagaði sig að samleikurunum í styrk, svo í heild- ina var leikur einleikaranna í fingerð- ara lagi, á móti oft og tíðum of sterkri hljómsveitinni. Fyrsta sinfónían eftir Mahler er meistarasmíð og þar tókst Thomasi Kalb mjög vel upp í að skapa stemmningu, sérstaklega í þriðja þætti, er var sérkennilega og óvenju- lega mótaður. Fyrsti kaflinn var sannkölluð náttúrustemmning og annar þáttur elskulegur danskafli, hugmynd sem minnir á sjöttu Beethovens og lokakaflinn kom eins og sprenging á eftir hinum dularfulla leik Mahlers með alþýðulagið Meist- ari Jakob. Thomas Kalb náði sann- arlega að magna upp sterka stemmn- ingu og hljómsveitin lét ekki sitt eftir liggja, svo flutningur á fyrstu Mahl- ers verður um margt minnisstæður, fyrir skýrleika og áhrifamikil augna- blik. Minnisstæður Mahler TÓNLIST Háskólabíó Flutt voru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Beethoven og Mahler. Einleikarar: Judith Ingólfsson, Bryndís Halla Gylfadóttir, Vovka Stefán Ashkenazy. Stjórnandi: Thomas Kalb. Fimmtudagurinn 13. febrúar2003. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Þýski hljómsveitarstjórinn Thomas Kalb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.