Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 23
ÁLYKTUNUM og niðurstöðum í skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkis- ins um rannsókn á bókhaldi og skatt- skilum Jóns Ólafssonar & Co. sf. (JOCO) er mótmælt í andmælabréfi félagsins til embættis skattrann- sóknarstjóra. Í andmælunum er þeirri niður- stöðu skattrannsóknarstjóra mót- mælt sem rangri og órökstuddri, að sala Jóns Ólafssonar & Co sf. á eign- arhlut í Fjölmiðlun, að nafnverði 56.679.317 kr., til Inuit Enterprises hafi í reynd átt sér stað á árinu 1999. Þar segir einnig að staðhæfing skattrannsóknarstjóra og þær niður- stöður sem leiddar séu af henni varð- andi meint bókhalds-, skatta- og hegningarlagabrot Jóns Ólafssonar og Símonar Á. Gunnarssonar endur- skoðanda sé röng. Sýna megi fram á það með tilvísun til fyrirliggjandi gagna, sem voru opinber þegar á árinu 1998 og annarra gagna sem skattrannsóknastjóri hafði undir höndum við rannsókn málsins. Frágengið í júní 1998 Bent er á í andmælunum að óum- deilt sé að félagið Inuit hafi verið stofnað á árinu 1997. Miklar breyt- ingar hafi orðið á hluthafahópi Fjöl- miðlunar á árinu 1998 og Inuit verið meðal þeirra aðila sem eignuðust hluti í Fjölmiðlun á því ári. Komi m.a. fram í símbréfi dagsettu 23. júní 1998, sem skattrannsóknarstjóri hafi undir höndum, að Inuit eigi að eiga hluti að nafnverði 56.679.317 kr. eftir nánar tilgreind viðskipti með hluti í Fjölmiðlun á árinu 1998. „Öll þau viðskipti sem tilgreind eru í þessum skjölum fóru fram á fyrri hluta árs 1998. Skattrannsókn- arstjóri hafði aldrei fyrir því að spyrjast fyrir um hlutaskrá Fjöl- miðlunar meðan á rannsókn máls þessa stóð, sem honum þó bar bæði samkvæmt þeim reglum sem um skattrannsókn gilda að skattarétti og eins og ekki síður stjórnsýslurétti, en skattrannsóknarstjóri er hluti stjórnsýslu ríkisins og ber því að virða 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993, sem býður, að stjórnvald skuli sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því,“ segir í andmælabréfinu. Þar segir einnig að fyrir liggi að viðskipti JOCO og Inuit með 56.679.317 hluti í Fjölmiðlun hafi ver- ið umsamin og frágengin í júní 1998, ,,eins og tekið er fram í hinum skrif- lega samningi um kaupin sem und- irritaður var 12. og 14. ágúst 1999, þegar nýir umsjónarmenn Inuit höfðu óskað eftir gögnum um þau viðskipti sem félagið hafði þegar átt þátt í. Færsla samnings í skriflegt form á tilteknum degi er ekki sönnun þess að samningurinn hafi komist á á þeim degi heldur aðeins formbundin staðfesting þess að tiltekin viðskipti hafi átt sér stað. Sönnun þess hve- nær tiltekin viðskipti áttu sér stað er tilkynning þeirra, sem viðskipti eiga, til þriðja manns, einstaklings eða lögaðila, sem hafa hagsmuni af því að vita um þau eða talið er nauðsynlegt að fái að vita um þau vegna einhvers konar eftirlits. Jón Ólafsson & Co., sf., tilkynnti stjórn Fjölmiðlunar um þessi viðskipti strax í júní 1998. Stjórn Fjölmiðlunar, sem ábyrgð ber á hlutaskránni samkvæmt 30. og 31. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, breytti hlutaskrá Fjölmiðlunar til samræmis við tilkynninguna og færði Inuit inn sem hluthafa og eig- anda 56.679.317 hluta í félaginu,“ segir ennfremur í andmælum JOCO. Inuit tilgreint eigandi Fjallað er um aðdragandann að stofnun Norðurljósa og vísað til bréfs sem Sigurður G. Guðjónsson hrl. sendi Samkeppnisstofnun í júní 1998 vegna stofnunar fyrirtækisins og er bent á að í bréfinu til Sam- keppnisstofnunar sé Inuit tilgreint sem eigandi tiltekins hundraðshluta hlutafjár í Fjölmiðlun, Sýn hf. og Skífunni ehf. Þá er vísað til þess að í upplýs- ingum og gögnum frá Rotschild Trust Corporation og Inuit frá árinu 1998, komi fram að Andrew J.H. Penny, sem var í forsvari fyrir Inuit, voru kunn öll viðskipti og umsvif Inuit á Íslandi á árinu 1998. Full sönnun Í samandreginni niðurstöðu and- mælabréfsins um þennan þátt rann- sóknarinnar segir að með vísan til þess er að framan greinir og til- greindra gagna sé færð full sönnun fyrir því, að kaup Inuit á hlutum í Fjölmiðlun hafi verið umsamin og frá gengin í júní 1998. Skattaskýrsla Jóns Ólafssonar & Co. sf. fyrir rekstrarárið 1998 hafi borið þessi viðskipti með sér eins og vera ber. „Fullyrðingar skattrannsóknar- stjóra ríkisins um að viðskipti Jóns Ólafssonar & Co. sf. og Inuit hafi átt sér stað 1999 er því röng og ekki studd neinum þeim gögnum eða rök- um, sem sönnunarfærsla skattrann- sóknarstjóra ríkisins verður að byggja á,“ segir þar ennfremur. Bent er á að þegar skattaðili eða forsvarsmenn hans eru yfirheyrðir sem sakborningar og síðan sakaðir um að hafa af ásetningi rangfært skattskýrslur, brotið bókhaldslög og almenn hegningarlög, verði sönnun- arfærsla skattrannsóknarstjóra að fela í sér fulla sönnun svo sekt sak- bornings sé hafin yfir allan vafa. „Sé einhver vafi ber að skýra hann sak- borningi í hag. Skattrannsóknar- stjóri getur ekki leyft sér að draga neinar ályktanir af gögnum, sem hann fær eða kemst yfir við rann- sókn, ef önnur gögn, sem lögð eru fyrir hann sanna hið gagnstæða. Staðhæfing skattrannsóknar- stjóra á bls. 36 í rannsóknarskýrsl- unni um, að fullvíst megi telja að Jóni Ólafssyni og Símoni Ásgeiri Gunn- arssyni, hafi mátt vera ljóst að rangt hafi verið að tilgreina sölu á hlutum Jóns Ólafssonar & Co. sf. til Inuit í bókhaldi og skattframtali skattaðil- ans gjaldárið 1999, vegna rekstrar- ársins 1998, á því ekki við nein rök að styðjast. Fullyrðing skattrannsókn- arstjóra í þessa veru er ósönnuð með öllu. Hið sama gildir einnig um þá stað- hæfingu skattrannsóknarstjóra á bls. 37 í skattrannsóknarskýrslunni, að Jón Ólafsson og Símon Á. Gunn- arsson hafi staðið að skilum rangra skattframtala fyrir Jón Ólafsson & Co sf., fyrir gjaldárin 1999 og 2000 vegna rekstraráranna 1998 og 1999.“ Marklaus ummæli Í skýrslu skattrannsóknarstjóra er komist að þeirri niðurstöðu að 280 milljóna kr. söluverð, sem tilgreint er í skattframtali JOCO á rúmlega 32% eignarhlut félagsins í Fjöl- miðlun hf. sé langt undir raunveru- legu virði á þeim tíma sem salan hafi farið fram. Kemst skattrannsóknar- stjóri að þeirri niðurstöðu að gefnum tilteknum forsendum að sölu- verðmæti eignarhlutarins hafi verið vantalið um 1.039.494.500 kr. í bók- haldi og skattskilum skattaðilans. Þessu er mótmælt í andmælabréfi JOCO. Bent er á, eins og áður segir, að salan til Inuit hafi farið fram í júní 1998 að nafnvirði 56,6 milljónir kr. Síðan segir í bréfinu: ,,Skattrann- sóknarstjóri getur af þeirri ástæðu einni ekki lagt til grundvallar í máli þessu verð, sem ákveðið var í við- skiptum á árinu 1999.“ Eru tilvitnuð ummæli um þetta í skýrslu skattrannsóknarstjóra sögð vera með öllu marklaus fyrir niður- stöðu málsins. Af þessu leiði einnig að framhald og niðurstaða rannsókn- arskýrslunnar um meint bókhalds-, skatta- og hegningarlagabrot Jóns Ólafssonar og Símonar Á. Gunnars- sonar á árinu 1999 við færslu, frá- gang og gerð bókhalds, ársreiknings og skattframtala JOCO eigi ekki við nein rök að styðjast. Því er ennfremur haldið fram í andmælabréfi JOCO að skattyfir- völd geti ekki hrundið verðákvörð- unum eins og þeirri sem lá til grund- vallar í viðskiptum JOCO og Inuit um eignarhlutinn í Fjölmiðlun í júní 1998, nema fullnægt sé skilyrðum 58. greinar laga um tekju- og eignar- skatt. ,,Telji skattayfirvöld að kaup- eða söluverð í tilteknum viðskiptum sé ekki eðlilegt verða þau að grundvalla það mat sitt á viðskiptum, sem stofn- að er til í eðlilegu viðskiptaumhverfi, þar sem boð kemur fram um kaup eða sölu,“ segir í andmælum JOCO. „Á árinu 1998 fóru engin viðskipti fram með hluti í Fjölmiðlun, þar sem boð hafði komið fram um kaup eða sölu hluta,“ segir þar ennfremur. Er því haldið fram að þegar skattyfir- völd hafi engin dæmi um eðlileg við- skipti með eðlilegu kaup- eða sölu- verði á hlutum í tilteknu hlutafélagi, eins og reyndin hafi verið með Fjöl- miðlun á árinu 1998, verði þau að horfa til hefðbundinna og viður- kenndra aðferða við mat á verðmæti hluta. „Skattayfirvöld geta því hvorki né mega m.a. vegna þeirra takmarkana sem eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar [setja] skattlagningar- rétti ríkisins, byggt skattkröfur sín- ar á spám viðskiptamanna um verð- mæti einhverra hluta í tilteknum hlutafélögum í óvissri framtíð.“ Bjartsýni ekki skattandlag Því er einnig haldið fram að engu máli skipti hvað tilteknir menn eða fyrirtæki hafi talið vera verðmæti Norðurljósa á árinu 1999 eða í fram- tíðinni fyrir niðurstöðu þessa máls. „Frétt Morgunblaðsins í júlí 1999, sem skattrannsóknarstjóri vitnar til í rannsóknarskýrslu sinni, af tilurð Norðurljósa og verðmæti þess, skiptir engu fyrir úrlausn máls þessa. Skattyfirvöld gætu þá alveg eins átt að horfa til þess hvert verð- mæti hluta í Norðurljósum er talið vera í dag. Bjartsýni athafna- og við- skiptamanna er ekki enn sem komið er skattandlag. Þegar ekki nýtur við neinna upp- lýsinga um gangverð hluta í viðskipt- um ber að leggja til grundvallar við ákvörðun skattverðs bókfært verð eiginfjár samkvæmt síðasta endur- skoðaða ársreikningi eða árshluta- reikningi viðkomandi félags. Sé þessari matsaðferð beitt um verðmæti hluta í Fjölmiðlun á árinu 1998 kemur í ljós að kr. 280.000.000 fyrir 56.679.317 í félaginu er í alla staði eðlilegt verð og skattayfirvöld bundin af því […],“ segir í andmæla- bréfinu. Fullnægjandi framtal Að lokum segir að fallist skatta- yfirvöld ekki á að eðlilegt verð fyrir hlutinn í Fjölmiðlun á árinu 1998 hafi verið 280 milljónir kr., beri að hafna því að skattayfirvöld geti tekið málið til endurskoðunar vegna þeirrar reglu sem finna megi í 2. málsgrein 97. greinar laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt en þar segir: „Hafi skattaðili látið í té í framtali sínu eða fylgigögnum þess fullnægj- andi upplýsingar, sem byggja mátti rétta álagningu á, er þó eigi heimilt að endurákvarða honum skatt nema vegna síðustu tveggja ára sem næst eru á undan því ári þegar endur- ákvörðun fer fram þótt í ljós komi að álagning hafi verið of lág.“ „Hvergi kemur fram í rannsókn- arskýrslu skattrannsóknarstjóra að Jón Ólafsson & Co. sf. hafi ekki skil- að fullnægjandi skattaframtali og fylgigögnum fyrir rekstrarárið 1998 árið 1999. Skattayfirvöld, þar með talið embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins, eru bundin af þessu ákvæði og geta því ekki nú á árinu 2003 end- urákvarðað Jóni Ólafssyni & Co. sf. skatta vegna sölu félagsins á hlutum sínum í Fjölmiðlun,“ segir í andmæl- um Jóns Ólafssonar & Co. við skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkis- ins. Niðurstöðunni mótmælt sem rangri og órökstuddri Andmæli Jóns Ólafssonar & Co. sf. við skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins Skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins um rannsókn á bókhaldi og skattskilum Jóns Ólafssonar & Co. sf. er andmælt í bréfi til embættis skattrannsóknarstjóra. Er niðurstöðunni mótmælt sem rangri og órök- studdri. Fullyrt er að í framlögðum gögnum sé færð full sönnun fyrir því, að gengið hafi verið frá kaupum Inuit Enterprises á hlutum í Fjöl- miðlun árið 1998 og niðurstaða skattrannsóknarstjóra um annað sé röng. Vísað er á bug ásökun um skil rangra skattframtala. Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.