Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 41
✝ Karly BjörgKarlsdóttir
fæddist á Akureyri
14. janúar 1940.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 6. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kristbjörg Sveins-
dóttir, f. 22. júní
1912, d. 22. nóvem-
ber 1991, og Karl
Jóhann Jónsson, f. 8.
október 1906, d. 25.
október 1976. Systk-
ini Karlyjar eru: 1)
Svala, f. 9. janúar 1934, d. 3. apr-
íl 1948. 2) Erna Tom, f. 21. nóv-
ember 1936. Eiginmaður hennar
er Donald W. Morris. 3) Helga
Sigurlína, f. 15. maí 1942. 4)
Ragnheiður Svava, f. 3. júlí
1943. Eiginmaður hennar er
Björn Snorrason. Þau eiga þrjú
börn. 5) Jón Emil, f. 4. nóvember
1944. Kona hans
var Friðrikka Fann-
ey Jakobsdóttir, d.
1993. Þau eiga tvo
syni. Fyrir átti hún
eina dóttur. Seinni
kona Jóns er Auður
Sigvaldadóttir. Hún
á þrjú börn. 6)
Svala, f. 30. mars
1951, gift Braga
Þór Stefánssyni.
Þau eiga fimm
börn. 7) Sveinn, f. 1.
janúar 1954. Kona
hans er Kristín Eg-
ilson Sveinbjörns-
dóttir. Þau eiga þrjú börn.
Karly bjó og starfaði á Ak-
ureyri allan sinn aldur, að und-
anskildu einu ári sem hún dvaldi
í Bandaríkjunum og tveimur ár-
um sem hún starfaði í Reykjavík.
Útför Karlyjar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Okkur langar að minnast Kallýjar,
uppáhaldsfrænku okkar, í nokkrum
línum. Í næstum þrjá áratugi stóð
hún okkur systkinunum miklu nær en
vanalegt er með móðursystur. Segja
má að hún hafi átt helming í okkur
öllum. Allt frá því Davíð, sá elsti,
fæddist, virtist hana langa að eiga
hann sjálf, svo mikið lét hún með
hann. Eins var hann afar hændur að
henni. Hún hafði hann mikið hjá sér
öll hans æskuár, og varð eiginlega
nokkurs konar aukamamma hans.
Svo komum við hin eitt af öðru, og
voru systurnar í Hafnó, Kallý og
Diddý, stór þáttur í lífi okkar allra.
Umhyggja Kallýjar var takmarka-
laus, og varð allt sem hún snerti fal-
legra á eftir.
Til marks um uppeldishæfileika
Kallýjar er hversu miklu betri við
vorum heima hjá henni en annars
staðar, bæði í hegðun og umgengni.
Þó skammaði hún okkur nánast aldr-
ei, heldur kallaði návist hennar fram
það besta í okkur, alveg áreynslu-
laust. Hún skildi að yfirvegun og
traust virkar betur á börn en nöldur
og skammir.
Heimsóknir voru tíðar á báða bóga,
og er leið að heimferð sóttumst við
krakkarnir iðulega eftir að vera eftir í
Hafnó, eða fara heim með Kallý, eftir
því sem við átti. Hún var alltaf öll á
okkar bandi í þeirri málaleitan, og
„pantaði“ okkur líka oft að fyrra
bragði. Hluti af segulmagni Kallýjar
á okkur var hið sérlega ávanabind-
andi bak-klór, „dídd“, en í þeirri lýj-
andi iðju var Kallý óþreytandi heims-
meistari. Sem dæmi um einstakt
örlæti Kallýjar mætti líka nefna jóla-
gjafirnar, sem þær systur hafa alla
tíð gefið okkur og öllum börnum og
barnabörnum systkina sinna. Þær
voru aldrei af verri endanum, og
skipti þá engu máli þótt við værum
komin á fullorðinsaldur.
Evu bauðst svo það spennandi
tækifæri að fara með systrunum í
eina Ameríkuferð þeirra. Blondínan
sú vakti þar mikla athygli, og játti
Kallý því alltaf, ef spurt var hvort hún
væri dóttir hennar. Síðar meir unnu
þær „mæðgur“ svo saman í apótek-
inu; minnti Kallý þá Evu sífellt á að
brosa nú til viðskiptavinanna.
Við hin fjögur eldri nutum þeirra
forréttinda að fá að búa hjá þeim
systrum á menntaskóla- og tónlistar-
skólaárunum, nánast samfellt í 13 ár,
og stundum tvö í einu. Þar var alltaf
gott að vera, og vorum við aldeilis
ekki alin á neinu sjoppufæði, því
Kallý var hinn besti kokkur. Þá var
ekki skorið við nögl á þeim bæ, ekki
einu sinni ofan í átvögl eins og Davíð
og Kidda. Mátti þó aldrei minnast á
borgun fyrir vistina, jafnvel þótt
tekjur heimilisins væru lágar.
Kallý var alltaf mjög umhugað að
við legðum okkur fram í náminu, og
gladdi hana mjög að heyra af góðum
árangri. Eins olli henni áhyggjum ef
slegið var slöku við, og var þá von á
uppbyggjandi fyrirlestri – þó aldrei
neinu neikvæðnisrausi. Víst er að
gengi okkar var að stórum hluta
Kallý að þakka; óvíst hvað orðið hefði
úr náminu hefðum við gengið sjálfala
á Akureyri, eins og flestir krakkar úr
dreifbýlinu.
Stefán, sá yngsti, fékk líka að njóta
gestrisni og góðmennsku Kallýjar, en
hann fékk oft að vera í pössun hjá
þeim systrum þegar foreldrar okkar
fóru til útlanda. Þótt hann væri með
uppátækjasamari börnum hafði Kallý
einstakt lag á að laða fram í honum
prúðan skóladreng.
Þótt við höfum nú yfirleitt verið
þakklát fyrir það sem Kallý gerði fyr-
ir okkur veit nú samt enginn hvað átt
hefur fyrr en misst hefur. Sem betur
fer gat eitthvert okkar verið til stað-
ar, og veitt henni stuðning, þegar hún
þurfti loks á hjálp annarra að halda.
Læknaneminn Ásta hafði þá tök á að
vera Kallý talsvert innan handar í
baráttunni við veikindin, bæði norðan
heiða og sunnan. Hún leyndi ekki
þakklæti sínu þá fremur en endra-
nær.
Eins og allir sem þekktu Kallý
munum við sakna hennar sárt um alla
framtíð. Því miður vannst okkur ekki
tími til að dekra við hana eins og hún
dekraði við okkur; til þess hefðum við
þurft að hafa hana í áratugi í viðbót.
Guð styrki Diddý og Systu, sem viku
ekki frá Kallý í veikindunum, og okk-
ur öll sem syrgjum.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við Kallý með djúpu þakk-
læti fyrir allt. Hún var besta og
traustasta frænka sem við gátum
hugsað okkur. Minning hennar mun
ávallt lifa í hjörtum okkar.
Davíð Þór, Ásta, Eva Björk,
Kristján Karl og Stefán.
Frænka mín og kær vinkona,
Karly Björg Karlsdóttir, er látin eftir
langa og harða sjúkdómsbaráttu, sem
hún háði af æðruleysi og yfirvegun,
en þeim kostum var hún búin í ríkum
mæli. Kallý, eins og hún var alltaf
kölluð, var borinn og barnfæddur Ak-
ureyringur. Hún ólst upp í innbænum
á miklu myndarheimili, þar sem
Vaðlaheiðin og Pollurinn blasa við í
allri sinni dýrð. Systkinahópurinn var
stór, sex systur og tveir bræður. Mér
er í barnsminni sú röð og regla sem
ríkti á heimilinu og að fjölskyldufað-
irinn gekk þar til húsverka til jafns
við húsmóðurina. Mæður okkar
Kallýjar voru systur og á æskuárun-
um vorum við nágrannar um árabil.
Margar ljúfar æskuminningar frá
leikjum bernskunnar eru því tengdar
Kallýju og systkinunum í Hafnar-
stræti 15. Þungur harmur var kveð-
inn að fjölskyldunni þegar elsta barn-
ið, Svala, lést aðeins 14 ára að aldri.
Kallý stundaði hefðbundna skóla-
göngu á Akureyri og lauk gagnfræða-
prófi. Hún vann eftir það um tíma á
Netagerðarverkstæði ÚA. Svo kom
að því að þær systur Erna og Kallý
hleyptu heimdraganum og héldu til
Bandaríkjanna þar sem þær störfuðu
sem au pair. Í Bandaríkjunum kynnt-
ist Erna eiginmanni sínum og settist
þar að. Kallý dvaldi þar í eitt ár og
hélt þá aftur heim til Akureyrar. Síð-
ar fór hún margar ferðir utan til að
heimsækja systur sína. Kallý starfaði
um tíma við verslunarstörf í Reykja-
vík og á tímabili deildum við kjörum.
Betri vinkonu var ekki hægt að hugsa
sér. Alltaf tillitssöm, alltaf ljúf. Kallý
var glæsileg kona. Ekki aðeins að
ytra útliti. Hennar aðalsmerki var
kurteisi og falleg framkoma, snyrti-
mennska og smekkvísi á alla lund.
Hún hafði næmt fegurðarskyn og
kunni að greina kjarnann frá hism-
inu.
Eftir Reykjavíkurdvölina hóf Kallý
störf hjá Akureyrarapóteki, sem síð-
ar varð Lyf og heilsa. Þar vann hún
alla tíð síðan meðan heilsan leyfði, eða
í um það bil þrjátíu ár.
Kallý bjó alla ævi á æskuheimili
sínu ásamt systur sinni, Helgu. Móðir
þeirra, Kristbjörg Sveinsdóttir, átti
við vanheilsu að stríða í mörg ár og
hjúkruðu þær systur henni á heim-
ilinu. Systrabörn nutu einnig góðs af
umhyggju Kallýjar og Helgu og
dvöldu sum hjá þeim öll menntaskóla-
ár sín.
Sem gamall Akureyringur heim-
sæki ég bæinn minn árlega. Þá hefur
alltaf tilheyrt að sækja þær systur
heim. Þar ríkir alltaf sama snyrti-
mennskan og þar hef ég fengið kon-
unglegar móttökur. Við höfum notið
þess að rabba saman og rifja upp eitt
og annað frá gamalli tíð og það hefur
verið glatt á hjalla. En nú „hefur sól
brugðið sumri“. Kallý er horfin á vit
feðra sinna en við sitjum eftir með
hryggð í hjarta en líka þakklæti fyrir
slíka samferðakonu. Ég votta systk-
inunum og öðrum ástvinum mína
dýpstu samúð.
Rannveig Björnsdóttir.
Í dag kveðjum við Karly Björgu
Karlsdóttur, eða Kallý frænku eins
og við systkinin kölluðum hana. Kallý
frænka var glæsileg kona svo af bar.
Hún hafði yndi af fallegum hlutum og
heimili þeirra systra bar vott um
snyrtimennsku og smekkvísi. Enda
var Kallý sérlega útsjónarsöm og
myndarleg til allra verka. Það var
sama hvort um var að ræða að sulta
niður rabarbara sem óx í kartöflu-
garði fjölskyldunnar á Höfðanum eða
búa til fiskibollur úr heilum skips-
farmi sem litlir frændur hennar höfðu
veitt í firðinum.
Umhyggja og natni í garð sinna
nánustu voru hennar aðalsmerki og
fengum við systkinin sannarlega að
njóta þess. Þær voru ófáar stundirnar
sem við bræður áttum við silungs-
veiðar á Pollinum og var Hafnar-
stræti 15 athvarf sem gott var að
eiga. Með þessum minningum kveðj-
um við elskulega frænku okkar með
söknuði og þakklæti.
Jakobína, Karl og Haukur.
KARLY BJÖRG
KARLSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR
frá Haganesi,
Fljótum,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar-
daginn 15. febrúar kl. 14.00.
Una Ásgeirsdóttir, Einar Einarsson,
Sigurbjörn Jóhannsson, Ása Jónsdóttir,
Jóhanna B. Jóhannsdóttir, Guðmundur H. Hagalín,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Við þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu,
sem heiðruðu minningu eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR EINARS JÚLÍUSSONAR
matreiðslumeistara,
Goðheimum 22,
Reykjavík.
Innilegar þakkir til lækna og starfsfólks lungna-
deildar H og gjörgæzlu Landspítalans Fossvogi.
Einnig færum við öllu tónlistarfólki beztu þakkir fyrir frábæran tónlistar-
flutning. Sérstakar kveðjur til V.Í., árg. '49.
Guð blessi ykkur öll.
Björg J. Benediktsdóttir
og fjölskylda.
Hjartans þakkir fyrir samúð ykkar og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVANHILDAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Hlíð,
Akureyri.
Fjóla Jóhannesdóttir,
Sólveig Jóhannesdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Dvalarheimili aldraðra,
Stykkishólmi,
áður til heimilis
á Austurgötu 3, Stykkishólmi,
sem lést fimmtudaginn 6. febrúar, verður jarð-
sungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn
15. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir.
Börn og tengdabörn.
Við erum allshugar þakklát ykkur, sem hafið
heiðrað
séra BJÖRN SIGURBJÖRNSSON
liðinn og vottað okkur dýrmæta samúð í
söknuði okkar.
Sá Drottinn, sem hann treysti og veitti honum
áþreifanlegan styrk í þungri sjúkdómsraun,
blessi ykkur öll.
Lilian Sigurbjörnsson,
Magnea Þorkelsdóttir, Sigurbjörn Einarsson
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og langalangafa,
AUÐUNS JÓHANNESSONAR
húsgagnameistara,
Fannborg 8,
Kópavogi.
Sigríður Guðný Sigurðardóttir
og aðstandendur.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
LÚÐVÍKS REIMARSSONAR
frá Heiðatúni,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Vestmannaeyja og dvalarheimilisins
Hraunbúða fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín H. Sveinsdóttir,
Sigurður Ingi Lúðvíksson,
Anna Ingibjörg Lúðvíksdóttir, Þorvaldur Pálmi Guðmundsson,
Hafsteinn Reynir Magnússon, Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.