Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 53 Ensku blöðin fara óblíðum orð-um um ensku landsliðsmenn- ina, þjálfarann og þá framkvæmda- stjóra sem óskuðu eftir því að „þeirra“ leikmenn kæmu ekki ör- magna til baka eftir „vináttulands- leik“ gegn Ástralíu! The Independent: „Allir þjálfarar með einhvern metnað hefðu litið á stöðuna í hálf- leik, 2:0, og sent sömu leikmenn og hófu leikinn til leiks á ný til þess að sjá hvernig þeir myndu bregðast við þessari stöðu. Það vita það allir að þeir hafa hæfileika en staðan bauð uppá að kanna hvort þeir hefðu hugarfar til þess að snúa við blaðinu. Það var „sætt“ og „hug- ljúft“ að sjá ungu leikmennina koma inná en þessi leikur var ekki rétti vettvangurinn til þess að vera með slíkar tilraunir. Enska lands- liðið var niðurlægt á eigin heima- velli af lítt þekktu landsliði,“ segir m.a. í The Independent og þar er leitt líkum að því að dagar Eriks- sons séu brátt taldir í þessu starfi en hann er með um 320 millj. ísl. kr. í árslaun hjá enska knatt- spyrnusambandinu. The Mirror: „Hve lengi til viðbótar þarf enska landsliðið að vera niðurlægt þar til eitthvað verður gert í mál- unum. Það er eitthvað meira en lít- ið að þegar þulurinn á leiknum til- kynnir að öllu byrjunarliðinu hafi verið skipt útaf og upp standa enskir áhorfendur og fagna? Ef Sven-Göran Eriksson fer ekki að synda á móti straumnum á næstunni og hættir að láta eins og vel upp alinn hvolpur mun enska landsliðið ekki komast upp úr þess- um öldudal sem liðið er í. Framundan eru leikir gegn Liechtenstein og Tyrklandi í und- ankeppni EM og Eriksson telur það þjóna hagsmunum enska landsliðsins að nota ekki bestu leik- menn liðsins nema í fyrri hálfleik til þess að falla ekki í ónáð hjá Sir Alex Ferguson, Arsene Wenger, Sir Bobby Robson og Gerard Houl- lier. Þessir ágætu menn halda enska landsliðinu og Eriksson í snöru sem er að kæfa allt það starf sem þarf að vinna,“ segir greinarhöf- undur The Mirror. The Daily Telegraph: „Englendingar notuðu tvö lið gegn Ástralíu og töpuðu samt sem áður 3:1 gegn Ástralíu! Slíkt er viðunandi í krikket eða tennis en ekki í knattspyrnu. Það er niðurlægjandi að horfa á enska landsliðið tapa gegn Áströlum í fyrsta sinn í sögunni.“ The Sun: „Það tíðkaðist hér áður fyrr að sakamenn og konur voru send með skipi til Ástralíu til þess að afplána dóma. Eftir landsleik Englendinga og Ástrala er ástæða til þess að senda a.m.k. ellefu til viðbótar í slíka ferð á ný – byrjunarlið Eng- lendinga. Það sem þeir sýndu í fyrri hálfleik gegn Ástralíu var það sorglegasta sem enskt landslið hef- ur afrekað til þessa og í þeim síðari voru ungir leikmenn sendir inn á til þess að „hreinsa upp skítinn“. Sven-Göran Eriksson hefur ekki fleiri afsakanir í sínum ermum. Þessi leikur var eins slæmur og þeir gerast verstir. Leikmenn enska liðsins vita vart aura sinna tal og njóta þeirra forréttinda að fá greitt fyrir að spila knattspyrnu. Samt leyfa þeir sér að bregðast þjóðinni – gegn Ástralíu. Það var nánast enginn munur á enska landsliðinu og West Ham að þessu sinni,“ en leikur liðana fór fram á Upton Park, heimavelli neðsta liðs ensku úrvalsdeildarinnar. Daily Mail: „Sven-Göran Eriksson tók ekki undir óskir lykilmanna enska landsliðsins í hálfleik gegn Ástralíu en þeir vildu fá tækifæri í þeim síð- ari til þess að snúa við taflinu gegn Ástralíu. Og ná til baka þeirri virð- ingu sem þeir misstu í fyrri hálf- leik. Þess í stað beygði Svíinn sig undir þrýsting frá knattspyrnu- stjórum enskra félagsliða sem vildu margir hverjir að þeirra leikmenn tækju aðeins þátt í fyrri hálfleik. Stuðningsmenn enska landsliðs- ins eru ævareiðir margir hverjir enda greiddu þeir allt að 4.500 ísl. kr. fyrir aðgöngumiða á leikinn. Staða enska landsliðsins hefur aldrei verið verri en einmitt núna og áhorfendur höfðu rétt fyrir sér er þeir sungu „þetta er alveg eins og í krikket-leik,“ í síðari hálfleik,“ segir í Daily Mail en enska lands- liðið hefur vart unnið landsleik í krikket gegn því ástralska á und- anförnum áratugum. Eriksson strengjabrúða? Enskir fjölmiðlar fara hamförum í umjöllun sinni um leik Englend- inga og Ástrala á Upton Park á miðvikudagskvöld þar sem læri- sveinar hins sænska Sven-Göran Eriksson lutu í gras fyrir Ástralíu, 3:1, í fyrsta sinn í sögunni. Alls komu 22 enskir leikmenn við sögu, byrjunarliðinu var skipt útaf í hálfleik og áhorfendur voru margir hverjir æfir af reiði þar sem þeir greiddu allt að 4.500 ísl. kr. til þess að sjá ensku stjörnurnar. Fjölmiðlar eru ekki sáttir við þá ákvörðun Eriksson að skipta byrjunarliðinu útaf í hálfleik og hafa leikmenn liðsins staðfest það að þeir hafi viljað fá tækifæri í þeim síðari til þess að vinna til baka þá virðingu sem hvarf í þeim fyrri.  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, er ekki sáttur við stuðningsmenn liðsins sem létu óánægju sína í ljós á Upton Park á miðvikudagskvöld þar sem Eng- land tapaði 3:1 gegn Ástralíu. Sven-Göran Eriksson hafði ákveð- ið fyrir leikinn að byrjunarliðið myndi aðeins leika fyrri hálfleik- inn og segir Beckham að þeir ell- efu leikmenn sem voru teknir út af í hálfleik hafi ekki verið sáttir við að geta ekki bætt upp hinn skelfi- lega fyrri hálfleik.  Áhorfendur bauluðu á „eldri“ leikmenn liðsins þegar þeir gengu til búningsherbergja og fögnuðu í fyrstu þegar „yngra“ liðið kom inn á í þeim síðari – en héldu síðan áfram að láta óánægju sína í ljós.  „Við vorum vonsviknir í hálfleik og vildum allir sem einn reyna að bæta upp það sem miður fór í þeim fyrri en við fengum ekki tækifæri til þess. Það er ekki við Eriksson að sakast, félagsliðin lögðu hart að honum að leggja ekki of mikið á okkur og hann er í erfiðri stöðu og reyndi sitt besta,“ segir Beckham en Beckham ósáttur Reuters David Beckham Tony Popovic og Harry Ke- well skoruðu fyrir gestina í fyrri hálfleik.  „Kannski var enn verið að baula á „eldra“ liðið í síðari hálfleik en mér fannst yngri leikmenn landsliðsins ekki eiga það skilið að fá kaldar kveðjur á heimavelli og margir þeirra voru að leika sinn fyrsta landsleik.“ Belo Horizonte, 1950:  Bandaríkin – England ......1:0 Basel, 1981:  Sviss – England ..................2:1 Ósló, 1981:  Noregur – England............2:1 Boston, 1993:  Bandaríkin – England .......2:0 Ósló, 1993:  Noregur – England............2:0 London, 2003:  England – Ástralía.............1:3 Hvað segja ensku blöðin eftir tapið fyrir Áströlum í London? The Sun vill senda byrjunarlið Englendinga með skipi til Ástralíu líkt og sakamenn fyrr á öldum Reuters Wayne Rooney, yngsti landsliðsmaður Englands, gengur niðurlútur af velli en Ástralarnir Stan Lazaridis og Craig Moore fagna. Til hliðar má sjá síður úr enskum blöðum, sem segja frá martröðinni á Upton Park. Axarsköft enskra liða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.