Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Flottar vorvörur Nýtt kortatímabil „ÞAÐ ER alltaf verið að spyrja mig af hverju læknir hafi farið út í að semja tónlist. En þessu er öf- ugt farið. Ég var tónlistarmaður sem fór að fást við í lækningar,“ segir Páll Torfi Önundarson, yf- irlæknir blóðmeinafræðideildar Landspítalans og höfundur lags- ins Ferrari sem er eitt 15 laga er keppir um þátttöku í Eurovision- keppninni í Lettlandi í maí. Páll er menntaður klassískur gítarleikari og hefur m.a. verið í hljómsveitunum Grasrex og Diabolus in Musica og spilað með hinum og þessum, þ.m.t. Six-pack Latino og því fræga bandi Tommi, Palli og Villi-Valli á Ísa- firði. Hann segist hafa fengið hug- myndina að textanum á rak- spíraflösku en hann fjallar um fagra stúlku sem er á gangi þeg- ar myndarlegur maður á Ferrari bíður henni far. „Það er svona ár síðan ég samdi þetta lag, hafði geymt það í tölvunni minni en það gerir víst lítið gagn að eiga tónlist inni í tölvu,“ segir Páll um aðdraganda þess að hann ákvað að senda lagið í keppnina. Getum öll verið ánægð „Ég er mjög ánægður með að lagið fékk náð fyrir augum dóm- nefndarinnar. Um 200 lög voru send inn en fimmtán voru valin í undankeppnina. Ég held að við öll sem eigum lag í þeim hópi getum verið ánægð. Ég lít þannig á að keppnin sé fyrst og fremst vettvangur til að koma tónlist á framfæri innan- lands, en ekki að endilega mark- miðið sé að sigra heiminn. Þess vegna fannst mér tilvalið að senda lag í keppnina.“ Páll segist lengi hafa haft sér- stakt dálæti á spænskri og suður- amerískri tónlist og sé lagið í þeim anda. Þar sem hann vinnur á blóð- meinafræðideild Landspítalans fannst blaðamanni forvitnilegt að vita hvort starfið gæfi honum hugmyndir á tónlistarsviðinu. „Gárungarnir kalla mig reyndar „doktor Blood“,“ segir hann og hlær, „en almennt séð fæ ég litlar tónlistarlegar hugmyndir inni á spítalanum. Tónlistarhugmyndir fær maður snemma á laugardags- morgnum.“ Það er Ragnheiður Gröndal, 18 ára djasssöngkona, sem flytur lagið í keppninni. „Hún er ári yngri en sonur minn. Hann er klassískur píanóleikari og hefur hingað til ekki borið mikla virð- ingu fyrir tónlist minni. En hann sagði að lagið væri skárra en flest sem ég hefði gert, það eru bestu meðmæli sem ég hef nokk- urn tímann fengið.“ Páll Torfi Önundarson læknir fékk hugmynd að lagi á rakspíraflösku Morgunblaðið/Þorkell Páll Torfi segist ekki fá hugmyndir að lögum sínum í vinnunni. Lagið skárra en flest sem pabbi hefur gert ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hækkaði mikið í viðskiptum gær- dagsins og segir Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, hjá greiningardeild Búnaðarbankans, að svo virðist sem ákveðins taugatitrings hafi gætt á markaðnum í gær. Hún segir að svo virðist vera sem fjárfestar hafi orðið hræddir við aukið framboð skulda- bréfa á innlendum markaði og hafi því ákveðið að leysa út þann geng- ishagnað sem skapast hefur að und- anförnu, en ávöxtunarkrafan hafi lækkað mikið frá áramótum. Guðmunda Ósk nefnir einkum tvennt sem skýri þessa þróun. Hún segir að þær ráðstafanir sem ríkis- stjórnin muni ráðast í til að sporna við atvinnuleysi virðist hafa hreyft við markaðnum, en framkvæmdirn- ar muni stuðla að því að minnka slak- ann í efnahagslífinu. Þá hafi ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, á viðskiptaþingi Verslunarráðs Ís- lands í fyrradag, um að til greina komi að ríkið taki innlend lán til að greiða erlend lán komið hreyfingu á markaðinn. „Það myndi að öðru óbreyttu auka framboðið á skulda- bréfamarkaði. Ég held að markaður- inn hafi verið að bregðast við þessu og fjárfestar hafi séð sér leik á borði og innleyst gengishagnað.“ Svo mikil hreyfing er sjaldséð Hækkaði ávöxtunarkrafan um- talsvert á öllum helstu markflokkum skuldabréfa í gær. Í hálffimm frétt- um Búnaðarbankans kemur fram að velta með skuldabréf innan dagsins nam alls rúmum 10 milljörðum króna. Hækkunin á ávöxtunarkröfu hús- og húsnæðisbréfa var á bilinu 7–11 punktar, en 11–20 punktar á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum. „Þetta er rosalega mikil hreyfing innan eins dags, sem bendir til ákveðins taugatitrings. Svona mikil hreyfing innan eins dags er sjaldséð. Ég held að ákveðin hræðsla hafi gert vart við sig, en krafan hefur verið að lækka mjög mikið og þeir fjárfestar sem hafa átt bréf síðustu vikur eða mánuði eru að innleysa mjög góðan gengishagnað,“ segir Guðmunda. Taugatitr- ingur á markaði Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkaði VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, undir- ritaði í gær samstarfssamning við Cecil Clarke, viðskiptaráðherra Nova Scotia, um aukin viðskipti milli Íslands og Kanadafylkisins Nova Scotia. Lauk þar með form- legri dagskrá íslenskrar viðskipta- sendinefndar til Kanada. Þetta er í annað skiptið með slíkur samningur er undirritaður, en fyrst var samið árið 1998 um aukið samstarf milli Nova Scotia og Íslands. Alls hafa ferðir þriggja viðskiptasendinefnda verið skipu- lagðar til Kanada, auk þess sem fulltrúar kanadískra fyrirtækja hafa sótt Ísland heim í nokkur skipti. Á miðvikudag var haldin fjöl- menn kynning og viðskiptaráð- stefna í Halifax þar sem íslensk fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu. Valgerður sagði við Morgunblaðið að kynningin hefði heppnast mjög vel og greinilega væri mikill áhugi á frekari við- skiptum við Íslendinga, ekki bara í Nova Scotia, heldur víðar í Kan- ada. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra á tali við Cecil Clarke, við- skiptaráðherra Nova Scotia, á kynningu íslenskra fyrirtækja í Halifax. Með þeim, t.v., er Vigfús Jóhannsson, forstjóri Stofnfisks hf. Samið um aukin viðskipti Íslands og Nova Scotia BROTIST var inn í Öskjuhlíðarskóla í fyrrinótt og stolið þaðan 60 rítalín- töflum. Hurð var spennt upp og farið inn á skrifstofur skólans þar sem rótað var í hlutum og töflunum stol- ið. Tilkynnt var um innbrotið skömmu fyrir kl. 8 í gærmorgun og hefur lögreglan í Reykjavík tekið málið til rannsóknar. Rítalíni stolið úr skóla HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær rúmlega fertugan karlmann, Einar Óla Einarsson, í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til smygls á 30 kg af hassi sem ætlað var til sölu hérlendis í ágóðaskyni. Spænsk lögregluyfir- völd lögðu hald á fíkniefnin ytra, en þau voru falin í hurð og átti að senda ásamt fleiri hurðum sjóleiðina til landsins. Var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 25. júlí 2002 stað- festur. Við ákvörðun refsingar var höfð hliðsjón af því að um var að ræða til- raun til brots og að meðferð málsins tók alllangan tíma, en tilraunin átti sér stað haustið 1999. Hæstarétti þótti ekki koma til álita að skilorðs- binda refsinguna í ljósi einarðs ásetnings ákærða og vegna þess magns fíkniefna sem um ræddi og ætlað var til söludreifingar. Til frá- dráttar refsingunni kom gæsluvarð- hald, sem ákærði sætti frá 16. nóv- ember til 14. desember 1999. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Verjandi ákærða var Brynjar Níelsson hrl. Málið sótti Ragnheiður Harðardóttir saksókn- ari hjá ríkissaksóknara. Tveggja ára fangelsi fyrir smygltilraun KAFARAR, frá norska kafarafyrir- tækinu Seløy Undervannservice, komu í gær til Lófóten í Norður-Nor- egi, en þeir munu sjá um neðansjáv- arhlutann í björgun Guðrúnar Gísla- dóttur KE-15. Hófust kafararnir strax handa í gær og mynduðu með neðansjávarmyndavélum í kringum skipið þar sem það liggur á um 40 metra dýpi til að gera sér betur grein fyrir aðstæðum. Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem er í forsvari fyrir aðgerðirnar, segir að nú sé björgunarteyminu ekkert að van- búnaði, en aðgerðirnar töfðust um nokkra daga meðan beðið var eftir að kafararnir kæmu til Lófóten. Kafar- arnir fóru í annað verkefni í millitíð- inni sem tók lengri tíma en áætlað var. Töfðust þeir síðan vegna veðurs á leiðinni til Lófóten. Ásgeir segir að veðrið sé ágætt um þessar mundir í Lófóten og veðurspáin sé ágæt. Kafararnir komnir HANNES Hlífar Stefánsson tap- aði fjórðu skák Olís-einvígisins í gærkvöldi. Hann náði að komast peði yfir en Movsesjan náði smátt og smátt að snúa taflinu sér í hag og knýja fram sigur. Hannes Hlífar náði jafntefli í þriðju skák eftir magnaða tafl- mennsku. Hannesi tókst að flækja taflið og rugla Movsesjan í ríminu með snjallri skiptamunsfórn, en Movsesjan hafði fram að því haft góð tök á stöðunni og stefndi í þriðja sigur hans. Staðan er nú 3½-½ Movsesjan í vil. Fimmta skákin verður tefld í dag og hefst kl. 17. Jafnframt fer þá fram fjölskyldumót í skák, en þar tefla tveggja manna lið. Loka- skák Olís-einvígisins verður síðan tefld á morgun, laugardag, og hefst taflið þá kl. 13. Teflt er í höf- uðstöðvum Olís, Sundagörðum 2, efstu hæð. Hannes Hlífar tapaði fjórðu skákinni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.