Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NEFND á vegum umhverfisráðu-
neytisins hefur lagt til að tekið verði
upp gistináttagjald til uppbyggingar
og eflingar fjölsóttra ferðamanna-
staða á Íslandi. Gjaldið yrði innheimt
af þeim sem selja gistingu um land
allt. Miðað við fjölda gistinátta und-
anfarin ár gæti gjaldið orðið um 175
milljónir á ári, en lagt er til að gjaldið
verði 100 krónur fyrir hverja gisti-
nótt. Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra segir gistináttagjaldið í
anda auðlindagjalds í sjávarútvegi
þar sem þeir sem vilji nýta náttúruna
greiði fyrir það.
„Hugmyndarfræðin gengur út á að
sett yrði gjald á allar gistinætur í
landinu, nokkurs konar umhverfis-
gjald, eða umhverfisskattur,“ sagði
Siv í samtalið við Morgunblaðið í gær.
„Þetta yrði föst krónutala á hvern
gest á hverja nótt óháð því hve dýr
gistingin er og hvar á landinu hana er
að finna.“
Siv segir gistináttagjöld þekkjast
víða á nágrannalöndunum, m.a. í Dan-
mörku þar sem gjaldið er 350 krónur.
Gistináttagjaldið gæti að sögn Sivjar
hugsanlega komist á sumarið 2004 en
fyrst þarf að nást um það pólitísk
samstaða.
Siv segir brýnt að útvega meira fé
til uppbyggingar og rekstrar þjóð-
garða, friðlýstra svæða og annarra
staða sem ferðamenn sæki. Mörg
svæði séu farin að láta á sjá og sífellt
fleiri ferðamenn heimsæki þau.
Gistináttagjald sé hugsanleg leið að
því markmiði en aðilar í ferðaþjón-
ustu hafi hingað til ekki verið sam-
mála um ágæti þess. „Annar kostur
er að auka ríkisframlagið,“ segir Siv.
„Ég er sannfærð um að þetta [gisti-
náttagjald] muni koma í framtíðinni,
það er bara spurning hvenær.“
Sum svæði orðin mjög átroðin
Siv segir að á undanförum árum
hafi framlag til uppbyggingar og
rekstrar á þjóðgörðum, friðlýstum
svæðum og fjölsóttum ferðamanna-
stöðum verið stóraukið en það nægi
þó ekki til. Árlega séu samkvæmt
fimm ára áætlun lagðar 100 milljónir
af fjárlögum í uppbygginguna. Þá hafi
fjármagn til rekstrar einnig aukist.
Siv segist ekki hlynnt því að inn-
heimta aðgangseyri að ferðamanna-
stöðum eins og rætt hafi verið um og
segir nefnd á vegum umhverfisráðu-
neytisins, sem skoða átti slíkar hug-
myndir, hafi komist að hinu sama.
Það sé dýrt að koma slíkri innheimtu
á og skili hún því litlu fjármagni.
Ferðaþjónustan er orðin mjög mik-
ilvæg atvinnugrein á Íslandi og fer
vaxandi, að sögn Sivjar. „Náttúran er
þar í meginhlutverki. Samkvæmt
skoðanakönnunum kemur fólk til Ís-
lands aðallega til að skoða náttúruna.
Það er því mikilvægt að það takist vel
til að taka á móti þessum vaxandi
straumi ferðamanna. Við höfum nú
þegar séð að sum svæði eru orðin
mjög átroðin og því þurfum við að
bregðast fljótt við því. Því er ljóst að
auka þarf uppbygginguna frekar.“
Að sögn Sivjar myndi gistinátt-
agjaldið renna alfarið til uppbygging-
ar og eflingar á fjölsóttum ferða-
mannastöðum. „Það er eðlilegt að
menn líti til þess að það er ferðaþjón-
ustunni í hag að efla þessi svæði til að
geta tekið á móti ferðamönnum svo
þau skemmist ekki. Maður verður nú
að vænta þess að ferðaþjónustan sjái
þau sjónarmið. Ferðaþjónustan hefur
frekar talað gegn þessu gjaldi en þó
hafa viðhorfin verið að breytast sem
betur fer. Með þessum hætti myndu
þeir sem gista í landinu standa undir
meginuppbyggingunni. Þetta yrði þá
rúmlega milljarður á um sex árum
sem myndi fara til eflingar á þessum
svæðum sem þurfa svo sannarlega á
því að halda.“
Umhverfisráðherra líkir gistináttagjaldi við auðlindagjald
Færi alfarið til eflingar
fjölsóttra ferðamannastaða
HÆSTIRÉTTUR dæmdi mann í
tveggja ára fangelsi fyrir kynferð-
isbrot gegn barnabörnum hans.
Hæstiréttur staðfesti þar með dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í
fyrrasumar að öðru leyti en því að
kveðið er á um að miskabætur til
barnanna skuli bera dráttarvexti til
greiðsludags. Héraðsdómi þótti á
sínum tíma sannað að maðurinn væri
sekur um kynferðisbrot gegn stúlk-
unum þegar þær voru níu ára gamlar
en eldri stúlkan er fædd 1983 en sú
yngri 1992. Héraðsdómi þótti fram-
burður stúlknanna trúverðugur en
framburður mannsins að sama skapi
ótrúverðugur. Í dómi héraðsdóms
sagði að maðurinn hefði með brotum
sínum gert freklega á hlut barna-
barna sinna og brugðist trausti bæði
þeirra og foreldra þeirra.
Maðurinn var dæmdur til að borga
öðru barninu 300 þúsund og hinu
barninu 600 þúsund krónur í miska-
bætur með dráttarvöxtum frá nóv-
ember 2001 til greiðsludags að telja.
Þá var honum og gert að greiða allan
áfrýjunarkostnað eða 400 þúsund
krónur í málsvarnarlaun skipaðra
verjenda sinna í Hæstarétti og í hér-
aði og 205 þúsund króna þóknun
skipaðs réttargæslumanns beggja
brotaþola á báðum dómsstigum.
Dóminn kváðu upp hæstaréttardóm-
ararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garð-
ar Gíslason, Haraldur Henrysson,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein.
Dæmdur fyrir brot
gegn barnabörnum
KAFARAR fóru niður að Guðrúnu Gísladóttur KE-15
undan ströndum Lófóten í Noregi í fyrradag til að
þétta útloftunarrör frá olíutönkum skipsins. Þar með
er talið tryggt að tankarnir leki ekki og valdi meng-
un þegar skipið verður rétt við á hafsbotninum í
næstu viku. Í gær voru björgunarmennirnir að koma
fyrir pramma fyrir ofan skipið og ef veður verður
skaplegt í dag verður tveimur tönkum sökkt niður
að skipinu og þeir notaðir til að lyfta því upp af
fjörutíu metra dýpi. „Við munum rétta hana við í
næstu viku ef allt gengur eftir, en hún liggur núna á
hliðinni,“ segir Ásgeir Logi Ásgeirsson sem stjórnar
björgunaðgerðunum. „Nú ræður veðrið. Það getur
brugðið til beggja vona. Það er lægðakerfi að koma
frá Íslandi, það fer norður með ströndinni og norður
fyrir Noreg. Við erum í jaðrinum á þessu lægða-
kerfi. Ef hann blæs erum við fyrir opnum firði í
Lófóten og þá verður ekki hægt að eiga við tankana.
Þetta eru svo stór og mikil tæki og ekki hægt að
eiga við þau nema veðrið sé tiltölulega skaplegt.“
Ásgeir sagði að sem stæði væru 24 menn að vinna
að björgun skipsins á strandstað. „Þetta hefur ann-
ars gengið vel hjá okkur á undanförnum dögum og
við erum samkvæmt áætlun.“
Guðrún Gísladóttir KE-15 verður rétt við í næstu viku
Búið að þétta olíutanka
Gunnlaugur Erlendsson býr sig undir að fara niður búinn hjálmi með myndavél og ljósi, ásamt samskiptabúnaði
við köfunarstjórann sem er um borð í Nautilus Survey. Vinna kafaranna hefur gengið vel að undanförnu.
HANDBÆRT fé frá rekstri rík-
issjóðs var neikvætt um tæpar 300
milljónir króna samanborið við 700
milljóna jákvæða stöðu í janúar í
fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var
neikvæður um tæplega 3 milljarða
króna en var nánast í járnum á
sama tíma í fyrra. Fjármálaráðu-
neytið segir, að lakari staða nú
skýrist nær alfarið af meira út-
streymi af viðskiptareikningum en í
fyrra.
Tekjurnar urðu 19,2 milljarðar
króna og hækka um tæpar 600
milljónir frá fyrra ári, eða um 3,1%.
Skatttekjur námu 18,2 milljörðum
króna og hækkuðu um 3,3% sem
jafngildir um 1,9% raunhækkun.
Innheimta tekjuskatta einstaklinga
jókst um 13,2% frá sama tíma í
fyrra en innheimta fjármagnstekju-
skatts stendur nánast í stað. Inn-
heimt tryggingagjöld lækka hins
vegar um tæplega fjórðung miðað
við janúar 2002. Almennir veltu-
skattar hækka um 8% á milli ára,
eða sem nemur 6,5% að raungildi.
Greidd gjöld nema 19,5 milljörð-
um króna og hækka um 1,6 millj-
arða frá fyrra ári en það skýrist að
mestu leyti af 1,3 milljarða króna
greiðslu barnabóta. Í fyrra voru
sambærilegar barnabætur greidd-
ar í febrúarmánuði þannig að hér
er um tilfærslu milli mánaða að
ræða. Greiðslur til heilbrigðismála
hækka um 300 milljónir en
greiðslur til atvinnumála lækka um
500 milljónir og munar mest um
frestun greiðslna til Vegargerðar-
innar. Aðrar breytingar milli ára
eru minni. Greiðslur eru í heild 90
milljónir umfram áætlun mánaðar-
ins.
Lántökur innanlands námu tæp-
um 6 milljörðum króna en afborg-
anir voru rúmar 300 milljónir. Þá
voru greiddar 625 milljónir til Líf-
eyrissjóðs starfsmanna ríkisins í
því skyni að lækka framtíðarskuld-
bindingar ríkissjóðs. Greiðsluaf-
koma ríkissjóðs var jákvæð um 2
milljarða króna samanborið við 3,1
milljarð í janúar 2002.
Afkoma ríkissjóðs versnaði í janúar
Handbært fé
milljarði minna
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum í gær að
veita Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur, fyrrverandi borgarstjóra, tíma-
bundið leyfi sem borgarfulltrúi til 15.
apríl næstkomandi. Mun Helgi
Hjörvar varaborgarfulltrúi taka sæti
hennar í borgarstjórn meðan á leyf-
inu stendur.
Segir Ingibjörg í bréfi til borgar-
ráðs, þar sem hún fer fram á að henni
verði veitt leyfið, að vegna anna verði
hún mikið utan Reykjavíkur næstu
vikurnar og því muni hún ekki geta
sótt fundi borgarstjórnar. Ingibjörg
Sólrún er sem kunnugt er forsætis-
ráðherraefni Samfylkingarinnar.
Fleiri í framboði
Guðlaugur Þór Þórðarson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, furðaði
sig á þessu á borgarstjórnarfundi í
gærkvöld og sagði að sér fyndist
eðlilegt að Ingibjörg sæti í borgar-
stjórn fram á vor, því ekki væri hægt
að ræða borgarmál án þess að emb-
ættisfærslur hennar kæmu upp.
Guðlaugur sagði að sér skildist að
Ingibjörg hefði óskað eftir leyfi
vegna alþingiskosninganna í vor.
Taldi hann það engin viðhlítandi rök
og benti á að Helgi Hjörvar, Björn
Bjarnason, oddviti Sjálfstæðis-
manna, sem og hann sjálfur væru
einnig í framboði til þings en enginn
þeirra væri á leið í leyfi.
Árni Þór Sigurðsson, forseti borg-
arstjórnar, sagði að samkvæmt sam-
þykktum borgarinnar mætti veita
borgarfulltrúum tímabundið leyfi
teldu þeir sig ekki geta sinnt skyld-
um sínum með fullnægjandi hætti.
Deilur um frí Ingibjargar