Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 11 SEX tilboð bárust í útboð Ríkiskaupa um elds- neytiskaup fyrir ýmsar ríkisstofnanir. Skelj- ungur hf. og Olíufélagið ehf. gerðu athuga- semdir við framkvæmd útboðsins á opnunarfundinum í gær og Samtök verslunar og þjónustu í fyrradag, en í svari Ríkiskaupa til SVÞ kemur fram að samkvæmt lögum sé ekki hægt að fresta opnun tilboða með minna en fjögurra almanaksdaga fyrirvara. Skeljungur sendi inn fjögur tilboð en Olíufé- lagið og Olíuverslun Íslands hf. sitt tilboðið hvort. Skeljungur gerði skriflega athugasemd við framkvæmd útboðsins, þar sem kemur fram að félagið telji að sum ákvæði þess orki tvímælis með tilliti til laga. Í bréfinu er vísað í athugasemdir SVÞ og óskað eftir fundi með fulltrúum Ríkiskaupa til að fara yfir málið og fá úr því skorið hvort útboðið standist fyllilega ákvæði laga. Tilboð Skeljungs eru sett fram með fyrirvara um lögmæti útboðslýsingar, en „fáist fullnægjandi skýringar á þessum atrið- um mun Skeljungur fella fyrirvarann niður.“ Fulltrúar Skeljungs fóru fram á að opnun til- boða yrði frestað á grundvelli bréfsins, en því var hafnað. Þá var farið fram á að lesin yrðu upp efnisatriði tilboða samanber 47. gr. laga um opinber innkaup, þar sem fram kemur að bjóðendur eigi rétt á að upplýsingar um nafn bjóðanda, heildartilboðsupphæð, greiðsluskil- mála, afhendingarskilmála og eðli frávikstil- boða séu lesnar upp, en því var líka hafnað. Fulltrúi Olíufélagsins tók undir athuga- semdir Skeljungs, vísaði í bréf SVÞ og gerði at- hugasemdir við grein 1.2.5. í útboðslýsingunni. Hann sagði að of margir huglægir þættir væru við mat á samningsaðilum og gerði einnig at- hugasemdir við þær forsendur sem bjóðendur hefðu til grundvallar. Svar Ríkiskaupa Óskað var eftir tilboðum í eldsneyti fyrir um það bil 1.200 vélknúin tæki, þ.a. um 615 bens- ínknúin og um 590 díselknúin. Vegagerðin, rík- islögreglustjóri, Íslandspóstur, Rarik, Flug- málastjórn og Orkustofnun skuldbinda sig sérstaklega til að versla samkvæmt samningn- um en þau eru með um 700 ökutæki og vinnu- vélar. Í svari Ríkiskaupa til SVÞ kemur fram að í útboðsgögnum komi skýrt fram hvernig meðhöndlun innheimtuþóknunar Ríkiskaupa sé framkvæmd og að hún sé á engan hátt frá- brugðin því sem hefðbundið sé og sé ávallt við- haft við gerð rammasamninga. Ennfremur segir að samkvæmt grein 22 í lögum nr. 94/2001 beri öllum ríkisstofnunum að versla við þá aðila sem rammasamningur hafi verið gerður við nema þess hafi sérstaklega verið getið í útboðsgögnum að svo sé ekki. „Í þessu tilfelli er engra slíkra aðila getið heldur eru taldir upp sérstaklega þeir aðilar sem hafa skuldbundið sig til að vera í svonefndum átaks- hópi sem kæmi sem fyrst inn í þessi nýju við- skipti. Þetta er gert samkvæmt óskum vænt- anlegra bjóðenda eins og þær voru fram settar af þeim á kynningarfundum sem haldnir voru meðan útboðsgögn voru í vinnslu.“ Í þriðja lagi segir að í útboðsgögnum beri Ríkiskaupum að upplýsa væntanlega bjóðend- ur um hvernig staðið verði að töku tilboða. Það verði gert. Athugasemdir tveggja olíufélaga við útboð Ríkiskaupa um eldsneytiskaup bárust of seint Opnun tilboða var ekki frestað Í NÝJUM leik Landsbankans, Raun- veruleik, sem var formlega tekinn í notkun í gær, gefst íslenskum ung- lingum tækifæri til að fá nasasjón af íslenskum raunveruleika, með flestu því sem honum fylgir. Leik- urinn er hugsaður sem námsefni fyrir lífsleikni í efsta bekk grunn- skólans. Leikurinn, sem er gagn- virkur hlutverkaleikur, gengur út á það að unglingar setji sig í spor tví- tugrar manneskju sem er að fóta sig í fyrsta skipti upp á eigin spýtur í lífinu. Hugmyndina að leiknum á Ómar Örn Magnússon, kennari í Hagaskóla. Markmiðið með leiknum er að bjóða fjármálafræðslu í grunn- skólum á annan hátt en áður hefur tíðkast. Í leiknum fá unglingarnir því fræðslu auk þess sem þeir taka þátt í umræðum. Í upphafi Raunveruleiksins setja þátttakendur sig í spor 20 ára ein- staklings eins og áður segir, sem lokið hefur stúdentsprófi, á ákveðna upphæð á bankareikningi og er á leið út í lífið. Að öðru leyti er þessi einstaklingur ómótaður. „Fyrsta verk nemenda í leiknum er því að móta aðstæður persónu sinnar, t.d. með því að ákveða hvar á landinu þeir vilja búa, hvernig þeir búa og hvaða menntun, matarvenjur og eignastöðu þeir hafa o.s.frv. Nem- endur geta breytt vali sínu þegar líður á leikinn, en allar ákvarðanir hafa fjárhagslegar afleiðingar, líkt og í lífinu sjálfu,“ segir í frétt frá Landsbankanum sem hannaði leik- inn ásamt Ómari höfundi hans. Vikulega vinna nemendur verk- efni og nýta við lausn þeirra þá reynslu sem þeir afla sér í leiknum og skólanum, ásamt ítarupplýs- ingum sem er að finna á vef Raun- veruleiksins, www.raunveruleik- ur.is. Verkefnin eru unnin á rafrænan hátt og hefur úrvinnsla þeirra, ásamt fjárhagslegri stöðu nemenda í leiknum, áhrif á stiga- fjölda. Í leiknum mæta nemendur slæmum eða góðum örlögum, sem hefur líka áhrif á stigin, en sem dæmi um örlög má nefna tjón, happ- drættisvinninga, barneignir, launa- hækkun eða -lækkun og margt fleira. Úrvinnsla verkefna hefur að hluta til áhrif á örlögin. Landsbankinn kynnir nýjan fjármálatengdan hlutverkaleik fyrir nemendur í 10. bekk í grunnskóla Morgunblaðið/Sverrir Ómar Örn Magnússon, höfundur Raunveruleiksins, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Björn Líndal hjá Landsbankanum skoða vefsíðu Raunveruleiksins er ráðherrann tók leikinn formlega í notkun í gær. Eiga að standa á eigin fótum í fjármálunum TENGLAR .............................................. www.raunveruleikur.is JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að bréf sem forstjóri Per- sónuverndar sendi heilbrigðisnefnd Alþingis þar sem frumvarp um lyfja- gagnagrunna er gagnrýnt, sé á mis- skilningi byggt. Aldrei hafi staðið til að koma upp persónugreinanlegum gagnagrunni öðruvísi en dulkóðuð- um, hafi mátt lesa eitthvað annað út úr frumvarpinu verði það lagfært. „Við höfum verið að fara yfir málið í dag [í gær]. Persónuvernd mun hafa staðið í þeirri meiningu að upplýsing- arnar til Tryggingastofnunar yrðu ekki dulkóðaðar, en okkur hefur aldr- ei dottið annað í hug en að þær yrðu það,“ segir Jón. Í bréfi forstjórans segir m.a. efn- islega að Persónuvernd geti með engu móti fallist á veigamikil atriði í frumvarpinu. Persónuvernd leggst gegn því að ríkið búi til miðlægan gagnagrunn um lyfjanotkun hvers einasta Íslendings. „Við höfum átt samtöl við Persónu- vernd í dag [gær] og þetta er sameig- inlegur skilningur okkar. Ég tel að þetta mál sé úr sögunni,“ segir Jón. Forstjóri Persónuverndar sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að enginn munur væri gerður á því, samkvæmt frumvarpinu, hvort sá sem á annað borð fengi lyf afgreitt gegn lyfjaávísun, fengi yfirhöfuð eitt- hvað endurgreitt frá Tryggingastofn- un eða hvort hann fengi lyf sem væru á lista yfir varhugaverð lyf, t.d. ávanabindandi lyf. Um of viðamikla söfnun upplýsinga væri að ræða. Jón bendir á móti á að frumvarpið sé komið til af tvennu. Í fyrsta lagi sé það tæki fyrir Tryggingastofnun við endurgreiðslu lyfja en hins vegar sé það sprottið af útgáfu lækna á ávís- unum á ávanabindandi lyf. Í þeim flokki sé töluvert af lyfjum sem TR taki ekki þátt í að greiða niður. Gagnlegur fundur en enginn misskilningur Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir fund með ráðuneytinu í gær hafa verið gagn- legan og telur að málið muni leysast. „Við ræddum frumvarpið eins og það lá fyrir í morgun [gærmorgun] og fórum yfir öll atriði þess og leituðum lausna og það gekk vel,“ segir Sigrún sem segir að ráðuneytið hafi komið til móts við ábendingar Persónuvernd- ar. Hún fellst þó ekki á túlkun ráð- herra um að gagnrýni stofnunarinnar hafi verið byggð á misskilningi. Sjón- armið Persónuverndar hafi komið mjög skýrt fram í frétt Morgunblaðs- ins í fyrradag. Persónuvernd átti í gær einnig fund með heilbrigðisnefnd Alþingis þar sem farið var yfir niðurstöðu fundarins fá því fyrr um daginn. Jónína Bjartmarz, formaður heil- brigðisnefndar Alþingis, tekur undir með Jóni að gagnrýni Persónuvernd- ar sé byggð á misskilningi. Sá mis- skilningur hafi verið leiðréttur og þeir aðilar sem hafi aðgang að grunninum með þeim takmörkunum sem gert sé ráð fyrir, auk Persónuverndar, séu sáttir. „Misskilningurinn liggur í rauninni í ákveðnum hugtökum, að upplýsingar komi persónugreinan- legar til TR sem það gerir ekki, það er verið að tala um dulkóðun.“ Í frumvarpinu er rætt um „per- sónugreinanlegan“ gagnagrunn og „ópersónugreinanlegan“. „En það hefði kannski átt að tala um „dulkóðaðan“ og „aftengdan“. Það er svolítill munur þarna á og kannski hefur fólk ekki talað nógu skýrt saman til að vera sammála um hvernig hugtökin skyldu skilgreind. Og svo er þetta líka spurning um að setja sig inn í starfshætti á viðkom- andi stofnunum til að geta lagt mat á það hvað felst í hugtökunum.“ Heilbrigðisráðherra svarar gagnrýni Persónuverndar Aldrei dottið í hug annað en að dulkóða upplýsingarnar AUSTURBAKKI hefur stefnt fyrr- verandi stjórnarformannni og fyrr- verandi framkvæmdastjóra Íslenskr- ar útivistar hf. sem rak verslunina Nanoq í Kringlunni áður en félagið var lýst gjaldþrota í júlí 2002. Eru þeir m.a. sakaðir um skilasvik og fyrir að hafa fé út úr Austurbakka með ólögmætum hætti. Er þess krafist að þeir verði dæmdir til að greiða fyr- irtækinu 9,2 milljónir í skaðabætur en Nanoq fékk vörur fyrir þessa upphæð afhentar skömmu fyrir gjaldþrotið. Í stefnunni segir að Nanoq hafi frá upphafi verið rekin með miklu tapi. Á stjórnarfundi 10. október 2001 hafi komið fram að tapið á árinu yrði 133 milljónir. Á fundinum var m.a. bókað að staðan væri mjög slæm og ekkert benti til þess að úr rættist. Í apríl 2002 var skuld Nanoq við Austur- bakka um 19 milljónir og var þá lokað á frekari viðskipti við félagið. Íslensk útivist hefði sótt það fast að fá vor- og sumarvöruna inn í verslunina. Aust- urbakki féllst á að taka við víxlum fyr- ir skuldinni og afhenda nýjar vörur fyrir 9,2 milljónir. Félagið var síðan úrskurðað gjaldþrota 10. júlí. Enginn víxill fékkst greiddur og ekkert fékkst fyrir nýju vörurnar. Austurbakki byggir á því að í apríl 2002 hafi Sparisjóður Reykjavíkur verið búinn að svipta Íslenska útivist ráðstöfunarrétti yfir nánast allri inn- komu verslunarinnar. Austurbakki telur augljóst að stjórnarformanni og framkvæmdastjóra hafi verið það ljóst í desember 2001 að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar og samkvæmt lögum hefði átt að taka það til gjaldþrotaskipta. Þeir hafi vís- vitandi leynt stöðu félagsins og nýtt sér þá staðreynd að Austurbakka var ekki kunnugt um bága stöðu þess. Þegar þeir gáfu út víxla fyrir 18 millj- ónir og keyptu vörur fyrir 9,2 millj- ónir hafi þeir vitað að engin von var til þess að félagið losnaði undan gjald- þroti. Málið er rekið í samvinnu við Félag íslenskra stórkaupmanna. Það telst vera prófmál og má gera ráð fyrir að ef niðurstaða fellur Austurbakka í vil muni fleiri heildsalar reyna að ná fram rétti sínum. Fyrrverandi stjórnendur Nanoq Er stefnt fyrir blekkingar og meint skilasvik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.