Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 28
MENNTUN 28 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNINGARVEFUR Breiðholtsskóla var meðal nýbreytni í skólastarfi sem fékk Hvatning- arverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur sem Anna Sigríður Pétursdóttir skólastjóri og Anna Guðrún Júl- íusdóttir kennari og höfundur vefsins tóku við ásamt nokkrum nemendum. Vefurinn kynnir menningarsvæði og upprunalönd nemenda af erlendum uppruna. Saga hvers lands er sögð í hnotskurn ásamt upplýsingum um landið í dag. Sérstök síða er um menningaráfall. Á vefnum er einnig aragrúi tengla og ýtir hann undir notkun upplýsingatækni í námi. Hon- um er ætlað að byggja brú á milli menningarheima, auka á þekkingu á fjarlægum þjóðum og slá á fordóma. Blaðamaður hitti Önnu Guðrúnu í Breiðholtsskóla sem jafnframt er deildarstjóri fyrir móttökudeildina. U.þ.b. 40 nemendur af erlendum uppruna eru í skólanum og eiga at- hvarf í deildinni. Þar af eru 18 sem eru að staðaldri í stofunni hennar. Börnin eru síðan hvert í sínum heimabekk í skólanum. Þau eru frá 11 löndum; Kína, Víet Nam, Lettlandi, Pakistan, Póllandi, Mexíkó, Bandaríkjunum, Nepal, Alb- aníu, Tælandi og Noregi. „Þetta er mjög skemmtilegt starf,“ segir Anna Guðrún, „þessi börn hafa mikið að gefa og er fjölmenningarvefurinn lið- ur í því að virkja þau, m.a. með því að búa til heimasíður um það svæði sem þau koma frá. Nemendur geta líka notað spjallrásir og talað við unglinga á sínu tungumáli.“ Það eru krakkar út um allan heim í sömu sporum og þau og flest verða þau fyrir menningaráfalli. Það er því mikilvægt að byggja þessa brú á milli þeirra menningar og okkar. Anna Guðrún vann við góð skilyrði við að koma vefnum á laggirnar, stjórnendur skólans og Friðbjörg Ingimarsdóttir ráðgjafi hjá Fræðslu- miðstöð studdu hana með ráðum og dáð. Hún notaði styrki sem hún fékk síðasta sumar, og hún ætlar að nota næsta sumar ef styrkir fást til að halda áfram með hann, en það liggur mikil vinna á bak við hann. „Ég fór fyrst á Front Page-námskeið og fékk styrki frá Hagþenki og Verkefna- og námsstyrkjasjóði Kennarasambands Íslands,“ segir hún og að hún hafi gert vefi yfir átta lönd, en viðamiklar upplýsingar fylgja hverju þeirra. Það var afar mikið verk að móta vefinn; útlit og efni. Eftir að vefurinn er full- mótaður er það um 40 tíma vinna að bæta landi við; http://breidholts- skoli.ismennt.is/fjolmenning/ index.htm. „Hingað koma börn frá mörgum löndum og við höfum oft ekki hug- mynd um menningu þeirra og siði,“ segir Anna, „Netið getur hins vegar hjálpað okkur mikið til að afla þess- arar vitneskju, það vantaði því svona vef fyrir kennara og samfélagið til að kynna sér löndin.“ Anna Guðrún lítur á þessi börn sem fjársjóð og þau eru daglega að kenna henni eitthvað nýtt og hún þeim. „Það er mikilvægt að kynnast þeim á þeirra eigin forsendum,“ segir hún. „Sum koma frá löndum þar sem það tíðkast ekki að nemendur segi skoðun sína, tali að fyrra bragði eða biðji um eitthvað. Hjá sumum er mik- ilvægt að kveðja iðulega og það er dónalegt að svara ekki kveðjunni. Hjá öðrum merkir það að nikka höfð- inu til hliðanna játun en hjá okkur er það neitun.“ Áður en blaðamaður heimsótti þau í skólann hafði Anna verið að ræða við þau um rasisma eða kynþátta- fordóma, og það kom henni mjög á óvart að þau þekktu ekki þetta hug- tak og höfðu ekki fengið fræðslu um það. Anna hefur nýlega rekist á vand- aða vefsíðu sem m.a. kemur inná þá fræðslu, sem heitir að kenna umburð- arlyndi (http://www.tolerance.org/ teach/index.jsp). Þar kemur m.a. fram að þau sem verða fyrir kyn- þáttafordómum mega ekki láta aðra brjóta sig niður. Þau verða að segja frá, verða að passa sig og mega ekki samþykkja fordómana með þögninni. Nemendur hafa mikinn áhuga á vefnum og Anna er sannfærð um að hann kemur þeim til góða. Hún veit að hann er ennfremur notaður í mörgum skólum í samfélagsfræði, og einnig í Kennaraháskólanum. Einn liðurinn á fjölmenning- arvefnum heitir Fróðleikur og þar er m.a. sagt frá verkefnum sem þau hafa gert, t.d. var ákveðið að gera til- raunir með útsaum til tilbreytingar. Niðurstaðan varð fjölþjóða útsaums- teppi. „Þegar „fjölþjóða útsaums- teppið“ var komið saman mátti ým- islegt lesa úr því. Stúlkurnar frá Víetnam völdu fíngerð munstur og „viðkvæma“ liti (pastelliti). Nemandi frá Kenýa valdi áberandi sterka og bjarta liti og stór munstur. Stúlkan frá Kína valdi að sauma blómamunst- ur með tvöföldu perlugarni og bland- aði þannig saman litum. Strákarnir völdu flestir upphafsstafinn sinn,“ stendur um það. Rökstuðningur dómnefndar fyrir viðurkenningu fjölmenningarvefsins var eftirfarandi: „Hér er um að ræða nýbreytni í nýbúakennslu en einnig samþættingu við kennslu í sam- félagsgreinum og upplýsingatækni. Hér er um að ræða metnaðarfullt verkefni og frumkvöðulsstarf sem nýtist bæði í viðkomandi skóla og öðrum.“ Hvatningarverðlaunin/Breiðholtsskóli: Fjölmenningarvefurinn er brú á milli heima Ljósmynd/Kolbrún Hjaltadóttir Martha frá Kenýa sýnir blóma- myndina sem hún saumaði í teppið. MEGINMARKMIÐ þess verkefnis, sem Ölduselsskói fékk hvatning- arverðlaun fræðsluráðs Reykjavík- ur fyrir, er að bæta námsárangur og laga kennslu að námi í skóla sem vinnur samkvæmt kenningum um skóla án aðgreiningar. Meginmark- mið nemandans er að verða eins góður og hann getur orðið, og því mikilvægt að hver nemandi fái verkefni við hæfi; ráði við þau verk- efni sem hann er að vinna hverju sinni og að þau geri kröfur til hans. Verkefnið í Ölduselsskóla tekur til útfærslu á allri bóklegri kennslu nema náttúrufræði í 6. og 7. bekk. Þrír bekkir eru í hvorum árgangi. Blaðamaður hitti Auði Ögmunds- dóttur, Kristínu Ingu Guðmunds- dóttur og Petru Eiríksdóttur kenn- ara í Ölduselsskóla og innti þær eftir upplýsingum um þetta verk- efni. Auður sagði einnig frá verk- efninu á ráðstefnu um Skóla á nýrri öld sem haldin var 14. febrúar, und- ir heitinu: Breyttir kennsluhættir í átt að einstaklingsmiðuðu námi. Kennarar hafa einnig kallað verk- efnið Regnbogann. „Allir litir regn- bogans eru jafn mikilvægir,“ segir Auður. „Við völdum því að flokka nemendur niður eftir litum regn- bogans.“ Nemendum í hverjum bekk er raðað í hópana gulan, rauðan, grænan og bláan, svo að sérhver fái verkefni við hæfi, og sem gerir kröf- ur til hans. Í regnbogakerfinu er því hver hópur og þar af leiðandi hver nemandi með námsbækur, vinnu- bækur og ítarefni tilgreint af kenn- urum. Nemendur geta svo flust á milli hópa eftir því hvernig náminu mið- ar, og þeir geta einnig óskað þess að skipta um hóp. Markmiðið er að all- ir hafi nóg að gera. Auður, Petra og Kristín segja að þetta kerfi hafi gefist mjög vel, og þær vonist til að hægt verði að taka það upp í fleiri árgöngum í skól- anum. „Þetta fyrirkomulag virðist létta spennu af nemendum, og minnka líkurnar á agavanda- málum,“ segir Petra. Orsök aga- vandamála er m.a. eirðarleysi sem sprettur fram ef verkefni eru ekki við hæfi. Ef námsefni reynist of erf- itt eða of létt fer nemendum að leið- ast. Þær fullyrða að þetta vinnufyr- irkomulag auki vinnugleði nemenda, ánægju foreldra og starfsgleði kennara. Vinnuhestar heitir svo aukahópur fyrir þá nemendur sem vinna eins og hestar eða eru dugnaðarforkar. „Þeir sem tilheyra vinnuhestum eru ekki endilega þeir nemendur sem eru með hæstu einkunnir á prófum, þó það fylgist oft að,“ segir Auður. Nemendur í þessum hóp vinna sam- kvæmt áætlun síns regnbogahóps, en fara stundum út úr stofunni að nema á bókasafninu samkvæmt fyr- irmælum kennara. Vinnuhestarnir virðast mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag og hafa látið setningar falla eins og: „Nú nenni ég að fara á fætur á morgnana og mæta í skólann, þetta er svo miklu skemmtilegra.“ „Þetta hefur alveg bjargað lífi mínu.“ Á sýningunni Skóli á nýrri öld í Ráðhúsinu sýndi Ölduselsskóli tvö verkefni. Annað sem verk- og list- greinakennarar stóðu fyrir í 1.–10. bekk, og hitt sem var þemaverkefni á vísindalegum grunni í 6. og 7. bekk þar sem regnbogakerfið er starfrækt. „Við skiptum skólaárinu í nokkur þemu,“ segir Kristín Inga, „en hvert þema reynir mjög á skipu- lagningu, sjálfstæði, vinnusemi og ögun nemenda.“ Þemaverkefnið Lifandi vísindi var m.ö.o. sýnt í Ráðhúsinu. Nem- endur hönnuðu t.d. og bjuggu til eggjakarl sem fellur niður af vegg með því að nota loftþrýsting. Þeir hönnuðu pappabrú sem getur hald- ið uppi 3000 grömmum og einnig módel sem lýsir og hægt er að kveikja á og slökkva með rofa. „Þau unnu eins og vísindamenn,“ segir Petra, „þau bjuggu sig undir verk- efnin í hópum en skrifuðu svo grein- ar um þau sem einstaklingar og birtu í blaði sem gefið var út af þessu tilefni og allir geta lesið.“ S KÓLI á nýrri öld er átak að tilstuðlan fræðsluráðs Reykjavíkur til kynning- ar á nýbreytni í grunn- skólastarfi í borginni. Átakið er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Skólastjórafélags Reykjavíkur og Kennarafélags Reykjavíkur. Efnt var til ráðstefnu fimmtudaginn 14. febrúar og sýningar í Ráðhúsinu 15. og 16. febrúar en þá voru hvatning- arverðlaun fræðsluráðsins veitt í fyrsta skipti. Sex grunnskólar í borginni fengu viðurkenningu fyrir nýbreytni- og þróunarstarf . Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs afhenti hvatn- ingarverðlaunin ásamt Birnu Sigur- jónsdóttur, deildarstjóra kennslu- deildar Fræðslumiðstöðvar, sem var einnig formaður sérstakrar dóm- nefndar, sem fjallaði um allar tillög- urnar sem bárust. Stefán Jón sagði að öll tilnefnd verkefnin 53 til hvatningarverðlauna hafi þótt athygliverð og merkileg þróunarverkefni eða fela í sér ný- breytni eða vera einfaldlega til fyr- irmyndar og merki um framúrskar- andi skólastarf. „Það eitt að fá tilnefningu er viðurkenning í sjálfu sér,“ sagði hann. „Það þýðir að verk- efnið nýtur virðingar í skólanum og í foreldrahópnum.“ Sennilega voru yfir 40 þessara verkefna sýnd á fjölsóttri sýningunni í Ráðhúsinu; sem dæmi má nefna verkefni um fjarkennslu, listkennslu, fjölmenningu, vildarvog, vísindi. Sex skólar fengu hvatningarverð- laun: Laugarnesskóli fyrir verkefnið Smíðavöllur. Vogaskóli fyrir verk- efnið Ábyrgð nemenda. Öldusels- skóli fyrir verkefnið Breyttir kennsluhættir – í átt að einstaklings- miðuðu námi. Breiðholtsskóli fyrir verkefnið Fjölmenningarvefur Breiðholtsskóla. Fellaskóli fyrir verkefnið Kynslóðir saman í Breið- holti. Laugalækjarskóli fyrir verk- efnið Framfaramöppur í tungumála- námi á unglingastigi. Þróunarstarf eins og sýnt var í Ráðhúsinu er ekki hrist fram úr erminni. „Öflugt þróunarstarf krefst ákveðinna aðstæðna,“ benti Ingvar Sigurgeirsson prófessor í Kenn- araháskólanum á á ráðstefnunni á fimmtudeginum. Hann sagði: „Þró- unarstarf krefst t.d. verulegs tíma til undirbúnings, ígrundunar og sam- ráðs. Og það krefst auðvitað ákveð- innar afstöðu, m.a. áhuga á skólaþró- un og samstöðu um mikilvægi hennar. Og það þarf fjármagn, stuðning, ráðgjöf, leiðsögn og for- ystu.“ Hvatningarverðlaun/ Þrátt fyrir að grunnskólakennarar hafi meira en nóg að gera tekst þeim að vinna að þróunarstarfi í skólunum sínum. Það krefst verulegs tíma til undirbúnings, ígrundunar og samráðs. Gunnar Hersveinn sótti áhrifamikla sýningu í Ráðhúsinu um nýbreytni í skólastarfi í grunnskólum Reykjavíkur. Björtu hliðarnar Morgunblaðið/Kristinn Grunnskólar í Reykjavík sýndu dæmi úr starfinu á sýningunni. Hér eru fulltrúar skólanna sex sem tóku við hvatn- ingarverðlaunum fræðsluráðs Reykjavíkur sem afhent voru í fyrsta sinn í Ráðhúsinu sunnudaginn 16. febrúar.  Fyrirkomulag Regnbogans kemur í veg fyrir agavanda.  Vefurinn er frumkvöðulsstarf sem nýtist skóla og samfélagi. TENGLAR ..................................................... www.grunnskolar.is http://breidholtsskoli.ismennt.is/ http://oldusel.ismennt.is/ guhe@mbl.is Sérhver einstaklingur fái verkefni við hæfi Morgunblaðið/Kristinn Ölduselsskóli sýndi m.a. verkefnið Lifandi vísindi á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.