Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 49 TÓNLISTARSKÓLI Bessa- staðahrepps heldur upp á dag tón- listarskólanna laugardaginn 22. febrúar með tónleikum og tón- smíðakeppni í salnum kl. 11 árdeg- is. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð á degi tónlistarskólanna að nemendur halda tónleika með sín- um eigin tónsmíðum og eru hvort- tveggja í senn skapendur og flytj- endur. Keppnin sjálf fór fram sl. mið- vikudag en á laugardag gefst hreppsbúum tækifæri á að heyra lögin, úrslit verða kynnt og verð- laun afhent.Frá opnun nýs húsnæðis Tónlistarskóla Bessastaðahrepps. Tónleikar og tón- smíðakeppni STJÓRN Höfuðborgarsamtakanna hefur sent frá sér tillögur um skipu- lags- og samgöngumál á höfuðborg- arsvæðinu í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um 6,3 milljarða króna framlag til vegagerðar og annarra framkvæmda. Meðal til- lagna samtakanna er að samgöngu- ráðherra komi af höfuðborgarsvæð- inu. Þá leggja Höfuðborgarsamtökin til að hafin verði nú þegar gagnger endurskoðun á nýsamþykktu Svæð- isskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 til 2024 og Aðalskipulagi Reykjavíkur sömu ár með það að leiðarljósi „að rýma Vatnsmýri fyrir blandaða miðborgarbyggð og stöðva þannig útþenslu byggðarinnar,“ eins og segir í tillögunni. Einnig hvetja samtökin til þess að Vegagerðin verði lögð niður í núver- andi mynd og sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu og annars staðar þar sem það eigi við verði gert kleift að taka til sín stofnbrautir og aðra vegi sem nú eru á ábyrgð Vegagerð- arinnar. Í lokin leggja samtökin til að fram fari stjórnsýsluúttekt á starfsháttum samgönguráðuneytis- ins og stofnana þess, einkum Vega- gerðarinnar og Flugmálstjórnar Ís- lands. Höfuðborgarsamtökin álykta um samgöngumál Vilja að ráðherra komi af höfuðborgarsvæðinu FREYJA Friðbjarnardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regnbogabarna, samtaka gegn ein- elti, og tók hún til starfa þann 1. febrúar sl. Freyja lauk stúdents- prófi frá máladeild Verslunarskóla Íslands vorið 1979. B.ED. próf frá Kennaraháskóla Íslands 1982. Lokaritgerðin fjallaði um sjálfs- mynd unglinga. Hún stundaði fram- haldsnám við Danmarks Lærerhöj- skole í Árósum veturinn 1984-1985. Freyja hefur lengst af starfað sem kennari og síðar skólastjóri við grunnskóla Djúpavogs (1982-2001) Í mars 2001 tók hún til starfa hjá Rauða krossi Íslands sem svæð- isfulltrúi á Austurlandi þar sem hún hefur starfað þar til nú. Freyja hef- ur unnið að ýmsum sérverkefnum hjá Rauða krossinum þ.á m. að EGO –vertu þú sjálfur, verkefni sem stuðlar að bættri sjálfsmynd unglinga. Auk þessa hefur Freyja verið virkur þátttakandi í fé- Ráðin fram- kvæmdastjóri Regnbogabarna lagsstörfum og var hún m.a. for- maður Kennarasambands Austur- lands um eins árs skeið og sat í stjórn skólastjórafélags Austur- lands. Freyja er kvænt Ólafi Ragnars- syni bæjarstjóra sveitarfélagsins Ölfuss og eiga þau þrjár dætur. MIÐSTJÓRN Bandalags háskóla- manna hefur samþykkt ályktun um atvinnumál. Þar er skorað á stjórn- völd að huga að aðgerðum sem nýt- ast háskólamenntuðu fólki. „Fagnað er ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um að leggja til að u.þ.b. 6 milljörðum króna verði ráðstafað í því skyni að draga úr samdráttar- áhrifum og atvinnuleysi. Hins vegar er ljóst að þessi ráðstöfun mun að takmörkuðu leyti nýtast háskóla- menntuðu fólki. Skorað er á stjórn- völd að beina athyglinni að fleiri þáttum en verklegum framkvæmd- um,“ segir í ályktun BHM. Aðgerðir fyrir háskóla- menntað fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.