Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 49
TÓNLISTARSKÓLI Bessa-
staðahrepps heldur upp á dag tón-
listarskólanna laugardaginn 22.
febrúar með tónleikum og tón-
smíðakeppni í salnum kl. 11 árdeg-
is.
Undanfarin ár hefur skapast sú
hefð á degi tónlistarskólanna að
nemendur halda tónleika með sín-
um eigin tónsmíðum og eru hvort-
tveggja í senn skapendur og flytj-
endur.
Keppnin sjálf fór fram sl. mið-
vikudag en á laugardag gefst
hreppsbúum tækifæri á að heyra
lögin, úrslit verða kynnt og verð-
laun afhent.Frá opnun nýs húsnæðis Tónlistarskóla Bessastaðahrepps.
Tónleikar
og tón-
smíðakeppni
STJÓRN Höfuðborgarsamtakanna
hefur sent frá sér tillögur um skipu-
lags- og samgöngumál á höfuðborg-
arsvæðinu í framhaldi af ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um 6,3 milljarða
króna framlag til vegagerðar og
annarra framkvæmda. Meðal til-
lagna samtakanna er að samgöngu-
ráðherra komi af höfuðborgarsvæð-
inu.
Þá leggja Höfuðborgarsamtökin
til að hafin verði nú þegar gagnger
endurskoðun á nýsamþykktu Svæð-
isskipulagi höfuðborgarsvæðisins
2001 til 2024 og Aðalskipulagi
Reykjavíkur sömu ár með það að
leiðarljósi „að rýma Vatnsmýri fyrir
blandaða miðborgarbyggð og stöðva
þannig útþenslu byggðarinnar,“
eins og segir í tillögunni.
Einnig hvetja samtökin til þess að
Vegagerðin verði lögð niður í núver-
andi mynd og sveitarfélögum á höf-
uðborgarsvæðinu og annars staðar
þar sem það eigi við verði gert kleift
að taka til sín stofnbrautir og aðra
vegi sem nú eru á ábyrgð Vegagerð-
arinnar. Í lokin leggja samtökin til
að fram fari stjórnsýsluúttekt á
starfsháttum samgönguráðuneytis-
ins og stofnana þess, einkum Vega-
gerðarinnar og Flugmálstjórnar Ís-
lands.
Höfuðborgarsamtökin álykta um samgöngumál
Vilja að ráðherra komi
af höfuðborgarsvæðinu
FREYJA Friðbjarnardóttir hefur
verið ráðin framkvæmdastjóri
Regnbogabarna, samtaka gegn ein-
elti, og tók hún til starfa þann 1.
febrúar sl. Freyja lauk stúdents-
prófi frá máladeild Verslunarskóla
Íslands vorið 1979. B.ED. próf frá
Kennaraháskóla Íslands 1982.
Lokaritgerðin fjallaði um sjálfs-
mynd unglinga. Hún stundaði fram-
haldsnám við Danmarks Lærerhöj-
skole í Árósum veturinn 1984-1985.
Freyja hefur lengst af starfað
sem kennari og síðar skólastjóri við
grunnskóla Djúpavogs (1982-2001)
Í mars 2001 tók hún til starfa hjá
Rauða krossi Íslands sem svæð-
isfulltrúi á Austurlandi þar sem hún
hefur starfað þar til nú. Freyja hef-
ur unnið að ýmsum sérverkefnum
hjá Rauða krossinum þ.á m. að
EGO –vertu þú sjálfur, verkefni
sem stuðlar að bættri sjálfsmynd
unglinga. Auk þessa hefur Freyja
verið virkur þátttakandi í fé-
Ráðin fram-
kvæmdastjóri
Regnbogabarna
lagsstörfum og var hún m.a. for-
maður Kennarasambands Austur-
lands um eins árs skeið og sat í
stjórn skólastjórafélags Austur-
lands.
Freyja er kvænt Ólafi Ragnars-
syni bæjarstjóra sveitarfélagsins
Ölfuss og eiga þau þrjár dætur.
MIÐSTJÓRN Bandalags háskóla-
manna hefur samþykkt ályktun um
atvinnumál. Þar er skorað á stjórn-
völd að huga að aðgerðum sem nýt-
ast háskólamenntuðu fólki.
„Fagnað er ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar um að leggja til að u.þ.b. 6
milljörðum króna verði ráðstafað í
því skyni að draga úr samdráttar-
áhrifum og atvinnuleysi. Hins vegar
er ljóst að þessi ráðstöfun mun að
takmörkuðu leyti nýtast háskóla-
menntuðu fólki. Skorað er á stjórn-
völd að beina athyglinni að fleiri
þáttum en verklegum framkvæmd-
um,“ segir í ályktun BHM.
Aðgerðir
fyrir háskóla-
menntað fólk