Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hafnarfjörður
Fyrir þá sem eru að leita
að góðri fasteign í Hafnarfirði
Tilbúin til afhendingar í Gauksási 231 fm raðhús með inn-
byggðum bílskúr. Hús fokheld að innan og tilbúin að ut-
an. Einnig hægt að fá húsin lengra komin eftir samkomu-
lagi. Mjög vönduð hús hönnuð að góðu útsýni. Við
Svöluás 206 fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Mögu-
leiki á góðri séríbúð á jarðhæð. Glæsileg hönnun og út-
sýni. Byggingarstig að ósk kaupanda. Glæsilegar eignir á
góðu fermetraverði.
Húsin verða til sýnis í dag
og um helgina eftir samkomulagi.
Gosi Trésmiðja, Guðmundur s. 893 9997 -
Híbýli og skip, s. 551 7282 og 893 3985 -
Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignasali.
Í GÖMLUM skræðum, sem nýlega
komust í varðveislu Héraðs-
skjalasafns Mosfellsbæjar, má lesa
um hreppsómaga sem boðnir voru
lægstbjóðanda, um bændur sem
börnuðu vinnukonur sínar og per-
sónulegar viðbætur hreppsnefnd-
armanns, sem hafði eitt og annað að
athuga við skrif kollega sinna á ár-
um áður.
Það er Sólveig Magnúsdóttir hér-
aðsskjalavörður sem heldur utan
um bókakostinn en að hennar sögn
er um að ræða gamlar hrepps-
bækur, bréfabækur, eina upp-
boðsbók og tíundareikninga. Hér-
aðsskjalasafninu var komið á
laggirnar í lok árs 2001 og nýlega
óskaði Sólveig eftir því að safnið
fengi þessi gögn til varðveislu þar
sem þau vörðuðu sveitarfélagið og
sögu þess. Þar sem Héraðs-
skjalasafnið uppfyllir skilyrði um
geymslur og öryggi gekk það eftir.
Elsta bókin frá 1818
Sólveig segir hreppsbækurnar
breytast ærið mikið í tímanna rás en
sú elsta þeirra er frá árinu 1818.
„Fyrst voru það hreppstjórar sem
skrifuðu í bækurnar og þá var þetta
meira upptalning á eignum fólks og
öðru slíku.“ Hún bætir því við að
skrifin hafi verið ærið misjöfn eftir
því hver hélt um pennann en árið
1872 hafi þetta fyrirkomulag breyst
með tilkomu hreppsnefnda og eftir
það innihaldi bækurnar fund-
argerðir þeirra sem eru talsvert
faglegri en áður var.
Í bókunum má að sögn Sólveigar
meðal annars lesa um uppboð á
ómögum sveitarinnar. „Þeir eru
nafngreindir og það virðist sem að
mikið púður hafi farið í þessi mál
enda var þetta ótrúlega algengt á
þessum árum. Okkur sýnist sem það
hafi verið ómagi á öðrum hvorum
bæ í hreppnum og það varð að vera
alveg á hreinu hver átti að borga
hversu mikið með hverjum. Síðan er
talað um uppboð eins og það hafi
nánast verið verslað með þá.“
Vildi meðlag frá hreppnum
með eigin barni
Sólveig segir því undarlega til-
finningu að fletta þessum skræðum
og ótrúlegustu hluti slæðast með í
þær. Til dæmis hafi hreppsnefnd-
armálin verið á persónulegri nót-
unum en gengur og gerist í dag.
„Meðal annars erum við búin að
rekast á skrif hreppsnefndarmanns,
sem var uppi í byrjun 20. ald-
arinnar. Hann hefur gert það að
vana sínum að skrifa athugasemdir
um hina og þessa menn inn í þessar
eldri hreppsbækur. Þar bætir hann
m.a. inn að vissir menn hafi verið
óskrifandi, þeir hafi ekki haldið
fundi og ekki sinnt sínum málum, og
að hlutirnir hafi nú lagast þegar
hann sjálfur tók við. Þannig er hann
að nótera hér og þar inn í bækurnar
en setur stafina sína undir þannig
að við vitum alveg hver er þar á
ferð.“
Aðspurð hvort bækurnar geymi
einhver gömul leyndarmál segist
Sólveig halda að mest sé um opinber
mál að ræða. „Þó er margt skondið
sem kemur fram. Til dæmis voru
menn að biðja um meðlagsgreiðslur
frá sveitinni og í einu tilfellinu var
það vegna vinnukonu sem var
ófrísk. Síðar kom í ljós að það var
sjálfur bóndinn sem átti barnið. En
ég held að það séu engin stór leynd-
armál sem þarna koma fram.“
Hún segir sérstaklega skemmti-
legt að fá þessar bækur nú þar sem
verið sé að rita sögu bæjarins. „Þeir
sem eru að því eru á kafi í þessum
bókum núna.“
Þjóðskjalasafnið afhendir Héraðsskjalasafninu gamlar hreppsbækur og skjöl
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólveig segir sérstaklega skemmtilegt að gamlar hreppsbækur og önnur
gögn er varði Mosfellsbæ og nágrenni komist í vörslu safnsins.
Ómagi á öðrum hverjum bæ
Mosfellsbær
FORELDRARÁÐ Flataskóla hef-
ur óskað eftir upplýsingum frá
bæjaryfirvöldum er varða öryggi
barna við íþróttaiðkun í Ásgarði.
Tilefni bréfsins er að körfubolta-
spjald, sem fest var í rimla í leik-
fimisal hússins, datt niður með
þeim afleiðingum að eitt barnið
sem stundaði þar leikfimi fékk tvö
göt á höfuðið.
Í bréfi foreldraráðsins segir að
eftir að körfuboltaspjaldið datt nið-
ur hafi það verið fest upp á ný með
sippuböndum. Er óskað eftir upp-
lýsingum um hvort reglubundið
eftirlit fari fram á vegum bæjarins
á þeirri aðstöðu sem börnunum er
boðið upp á og hvort farið sé eftir
öryggisstöðlum þar um. Þá fer ráð-
ið fram á að gerð verði fagleg út-
tekt á endurnýjun á áhöldum og
aðstöðu í Ásgarði samkvæmt nú-
tímakröfum.
Öryggiseftirlit í höndum
Vinnueftirlitsins
Gunnar Einarsson, forstöðumað-
ur fræðslu- og menningarsviðs
Garðabæjar, segir Vinnueftirlitið
gera úttekt á íþróttamiðstöðinni
einu sinni á ári þar sem farið er yf-
ir öryggismál. Þá komi Heilbrigð-
iseftirlitið á á 3–4 mánaða fresti til
að taka sýni og þá séu öryggismál
jafnvel líka athuguð. „Að öðru leyti
er eftirlitið í höndum starfsmanna
íþróttahússins og íþróttakennara
skólanna. Þá benda menn á það
sem er áfátt varðandi lausan búnað
og annað slíkt og við kippum því í
lag.“
Hvað varðar þetta einstaka atvik
segir Gunnar að um sé að ræða
körfuboltaspjald, sem sé krækt
neðarlega á rimlana. „Þetta er gert
fyrir yngri börnin svo þau eigi auð-
veldara með að hitta í körfuna og
þau hafa viljað hanga í körfunni
eins og til að troða. Þegar þau
sleppa hefur spjaldið dottið af.“
Hann segist hafa skoðað spjaldið
og það hafi leitt í ljós að krókarnir
á því séu eru ekki nægilega djúpir.
„Þetta er einfaldlega ekki nógu vel
hannað. Ég er búinn að láta kippa
þessu úr notkun og við munum
betrumbæta þetta. Við erum með
annað svona spjald sem er aðeins
öðruvísi hannað og þar hefur þetta
verið í lagi.“
Foreldrar í Flataskóla spyrjast fyrir um öryggiseftirlit í Ásgarði
Fékk körfubolta-
spjald í höfuðið
Morgunblaðið/Júlíus
Garðabær
Spjaldið hefur verið tekið úr notkun
STEFNT er að því að hefja
framkvæmdir við færslu
Hringbrautar í lok þessa árs
og að þeim ljúki á því næsta.
Þetta er samkvæmt upplýs-
ingum frá embætti borgar-
verkfræðins. Borgarráðs-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðu fram fyrirspurn varð-
andi þetta á borgarráðsfundi
síðastliðinn þriðjudag auk
þess sem málið var til um-
ræðu í borgarstjórn í gær.
Fyrirspurnin var sett fram
eftir að samþykkt hafði verið
viku áður að auglýsa breytt
deiliskipulag vegna flutnings
brautarinnar frá Rauðarár-
stíg í austri að Þorfinnstjörn í
vestri. Í henni er rakið að allt
frá árinu 1998 hafi borgaryf-
irvöld ítrekað sagt í fjölmiðl-
um að til stæði að hefja fram-
kvæmdir við færslu
brautarinnar árið 2001 og
stefnt væri að verklokum
haustið 2002. Í ljósi þessa er
spurt hvenær til standi að
hefja framkvæmdirnar.
Hluti framkvæmdafjár
ríkisins fari í verkið
Að sögn Ólafs Bjarnasonar,
forstöðumanns verkfræði-
stofu umhverfis- og tækni-
sviðs Reykjavíkur, er nú
stefnt að því að hefja fram-
kvæmdir í lok yfirstandandi
árs og að þeim ljúki á árinu
2004.
Á sínum tíma hafi ekki leg-
ið fyrir fjármagn til að hefja
framkvæmdirnar en nú sé
horft til þess að ríkið hyggist
leggja milljarð króna til vega-
framkvæmda á höfuðborgar-
svæðinu. „Við reiknum með
að hann fari að hluta til í flýt-
ingu þessara framkvæmda.
Áður var reiknað með að
meginþungi framkvæmdanna
yrði árið 2005, nú segjum við
að meginþungi fram-
kvæmdanna verði árið 2004,“
segir hann.
Aðspurður segir Ólafur að
fyrir liggi samþykkt áætlun
um mat á umhverfisáhrifum
og þess sé vænst að sjálft
umhverfismatið verði sent
Skipulagsstofnun eftir u.þ.b.
þrjár vikur. Þá sé búið að
auglýsa breytt deiliskipulag
vegna flutningsins.
Byrjað á
flutningi
Hring-
brautar í
lok ársins
Reykjavík
TEKJUR Bessastaðahrepps munu
aukast um 16% eða úr 590 milljónum
króna í 680 milljónir á árunum 2004–
2006 gangi þriggja ára fjárhagsáætl-
un sveitarfélagsins eftir. Áætlunin
var samþykkt samhljóða í hrepps-
nefnd í vikunni. Þá er gert ráð fyrir að
skuldir lækki úr 323 þúsund krónum
á hvern íbúa í árslok 2003 í 276 þús-
und í árslok 2006.
Samkvæmt áætluninni mun eigið
fé í efnahagsreikningi hreppsins
aukast úr 290 milljónum króna í 480
milljónir. Séu lífeyrisskuldbindingar
teknar með í skuldastöðunni er áætl-
að að skuldir lækki úr 358 þúsund
krónum á hvern íbúa í árslok 2003 í
313 þúsund í árslok 2006.
Helstu fjárfestingar á yfirstand-
andi ári og á tímabilinu 2004–2006
verða húsnæði og lóð Álftanesskóla
sem áætlað er að kosti 105 milljónir,
stækkun íþróttahúss og sundlaugar
fyrir 90 milljónir, stækkun leikskól-
ans Krakkakots fyrir 70 milljónir og
fráveitumál sem áætlað er að verja 30
milljónum króna til auk gatnagerðar.
Við afgreiðslu áætlunarinnar sam-
þykkti hreppsnefndin samhljóða að
fela sveitarstjóra að kanna áhrif þess
á afkomu sveitarsjóðs að einhverjar
framkvæmdir næstu þriggja ára
verði færðar til í tíma. Er þetta gert
með hliðsjón af virkjana- og stóriðju-
framkvæmdum í landinu á næstu ár-
um og atvinnuástandi í landinu um
þessar mundir.
Tekjur aukast og skuldir lækka
Bessastaðahreppur
Þriggja ára fjárhagsáætlun Bessastaðahrepps samþykkt