Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 54

Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT  ORLANDO Magic og Memphis Grizzlies skiptu á leikmönnum í gær þar sem þeir Mike Miller og Ryan Humphrey fara frá Magic til Grizzl- ies og Magic fær í staðinn nýliðana Drew Gooden og Gordan Giricek frá Króatíu. Grizzlies fær að auki fyrsta valrétt í nýliðavalinu á næsta ári.  GOODEN og Giricek er ætlað að styrkja Magic undir körfunni enda er liðið frekar lágvaxið sé tekið mið af NBA-deildinni. Mike Miller hefur skorað um 15 stig að meðaltali fyrir Orlando Magic í vetur og verið einn af lykilmönnum liðsins.  NORSKA skíðakonan Bente Skari vann í gær 10 km göngu kvenna á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum sem fram fer á Val di Fiemme á Ítalíu. Eru þetta önnur gullverðlaun Skari í keppninni en hún vann einnig 15 km göngu kvenna. Skari er ólympíumeistari í 10 km göngu.  SKARI gekk brautina á 25 mín- útum og 47 sekúndum. Kristina Smigun frá Eistlandi varð önnur en hún kom í mark 21 sekúndu á eftir Skari. Smigun varð einnig í 2. sæti í 10 km göngunni. Hilde G. Pedersen frá Noregi hlaut bronsið.  HIN rússneska Albina Akhatova sem keppir í skíðaskotfimi féll á lyfjaprófi sem tekið var af henni eftir að hún sigraði á móti sem fram fór í Anterselva hinn 28. janúar sl. Enn er eftir að skoða B-sýni frá Akhatova en ekki er vitað hvaða ólöglegu efni hún hafði notað.  FORRÁÐAMENN norskra get- rauna, 1X2, brugðu á það ráð í fyrra- dag að loka á einn leik á Lengju þeirra Norðmanna, en um var að ræða leik Manchester United gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn var með stuðulinn 2,0 ef United myndi sigra á heimavelli og eftir að fréttir bárust um veikindi í herbúðum Juventus vildu flestir leggja fé undir á þennan eina leik sem gat tvöfaldað upphæðina sem lögð var undir.  FORSVARSMAÐUR getrauna í Noregi segir að öll slík fyrirtæki hafi varnagla sem þessa í starfsemi sinni og eðlilegt hefði verið að loka fyrir viðskiptin þegar ljóst var að margir völdu aðeins þennan eina leik á Lengjunni. KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Keflavík 78:105 DHL-höllin, Reykjavík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 20. febr- úar 2003. Gangur leiksins: 5:0, 5:10, 7:10, 7:23, 9:30, 11:32, 11:36, 15:42, 18:45, 20:52, 33:54, 36:61, 39:64, 41:69, 45:71, 49:77, 53:86, 59:94, 70:99, 75:100, 78:105. Stig KR: Darren Flake 22, Baldur Ólafsson 12, Skarphéðinn Ingason 11, Magni Haf- steinsson 9, Herbert Arnarsson 8, Jóhann- es Árnason 6, Arnar Snær Kárason 3, Jóel Ingi Sæmundsson 2, Magnús Helgason 2. Fráköst: 25 í vörn - 10 í sókn. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 24, Ed- mond Saunders 21, Guðjón Skúlason 20, Sverrir Sverrisson 12, Gunnar Einarsson 11, Falur Harðarson 8, Arnar Freyr Jóns- son 4, Magnús Gunnarsson 3, Jón N. Haf- steinsson 2. Fráköst: 21 í vörn - 12 í sókn. Villur: KR 18 - Keflavík 13. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Einar Einarsson, góðir. Áhorfendur: Um 300. Tindastóll - Haukar 80:83 Íþróttahúsið Sauðárkróki: Gangur leiksins: 2:5, 11:9, 15:21, 19:29, 23:31, 29:33, 33:37, 43:43, 49:44, 51:44, 58:48, 62:58, 65:62, 69:64, 71:68, 77:77, 80:83. Stig Tindastóls: Michail Antropov 24, Clift- on Cook 16, Kristinn Friðriksson 10, Einar Örn Aðalsteinsson 7, Sigurður G. Sigurðs- son 6, Óli Barðdal 6, Gunnar Þór Andr- ésson 5, Axel Kárason 4, Helgi Rafn Viggósson 2. Fráköst: 24 í vörn 13 í sókn. Stig Hauka: Stevie Johnson 36, Ingvar Guðjónsson 12, Predrag Bojovic 10, Marel Guðlaugsson 9, Halldór Kristmannsson 7, Sævar Ingi Haraldsson 7, Þórður Gunnar Þórsson 2. Fráköst: 28 í vörn 11 í sókn. Villur: Tindastóls 18, Haukar 14. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Eggert Aðalsteinsson, dæmdu vel. Áhorfendur: 230. Snæfell - Hamar 82:80 Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi: Gangur leiksins: 4:2, 8:8, 8:15, 13:17, 18:17, 22:24, 31:25, 37:29, 40:29, 40:34, 43:37, 43:42, 43:46, 45:49, 51:51, 53:58, 56:63, 60:66, 64:69, 67:73, 69:75, 72:79, 79:79, 82:80. Stig Snæfells: Clifton Bush 26, Hlynur Bæringsson 21, Helgi R. Guðmundsson 12, Jón Ólafur Jónsson 9, Sigurbjörn I. Þórð- arson 7, Atli Sigurþórsson 5, Andrés Heið- arsson 2. Fráköst: 25 í vörn - 15 í sókn. Stig Hamars: Keith Vassell 23, Marvin Valdimarsson 15, Lárus Jónsson 13, Hjalti J. Pálsson 9, Svavar Pálsson 8, Hallgrímur Brynjólfsson 6, Pétur Ingvarsson 6. Fráköst: 12 í vörn - 12 í sókn. Villur: Snæfell 20 - Hamar 27. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Georg Andersen, ekki í takt við leikinn. Áhorfendur: 195. Staðan: Grindavík 18 15 3 1657:1493 30 Keflavík 19 14 5 1898:1594 28 KR 19 14 5 1694:1561 28 Haukar 19 13 6 1707:1612 26 Tindastóll 19 10 9 1706:1689 20 Njarðvík 18 10 8 1467:1492 20 ÍR 18 9 9 1548:1587 18 Snæfell 19 8 11 1519:1517 16 Breiðablik 18 7 11 1642:1677 14 Hamar 19 5 14 1723:1894 10 Skallagrímur 18 3 15 1459:1651 6 Valur 18 3 15 1415:1668 6 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Toronto - Detroit .................................. 84:89 Denver - Minnesota.............................. 77:85 Utah - LA Lakers................................. 87:93 Portland - Golden State ..................... 125:98 LA Clippers - Milwaukee ................ 110:104 New Orleans - Washington ................. 87:75 Phoenix - Houston.............................. 89:107 Chicago - Philadelphia ....................... 82:110 Seattle - New York............................. 103:94 KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 16-liða úrslit, fyrri leikir: Hertha Berlín - Boavista......................... 3:2 Alex Alves 15., Alex Alves 42., Dick Van Burik 90. - Viana Rui Oscar 37.Alexandre Goulart 80. - 18,000.  Eyjólfur Sverrisson var ekki í leik- mannahópi Herthu Berlin. Panathinaikos - Anderlecht ................... 3:0 Emmanuel Olisadebe 12., 73., Nikos Li- beropoulos 63. - 13,000. Slavia Prag - Besiktas............................. 1:0 Tomas Dosek 62. - 12,500. Auxerre - Liverpool ................................ 0:1 Sami Hyypia 72. - 20,452. Lazio - Wisla Krakow.............................. 3:3 Nikola Lazetic 23., Enrico Chiesa 45., 73. - Huche 39., Zurawski v.sp. 49., v.sp. 63. - 15,000. Celtic - Stuttgart...................................... 3:1 Paul Lambert 36., Shaun Malones 45., Stil- ian Petrov 68., Kevin Kurnyi 27 - Rautt spjald: Marcelo Bodo 17. - 60,000. Málaga - AEK Aþena............................... 0:0 Porto - Denizlispor .................................. 6:1 Capucho 47., Derlei 54., Costa 65., Jank- auskas 67., Deco 74., Aleinichev 82. - Krat- ochvil 79. - 30,000.  Síðari leikir liðanna fara fram fimmtu- daginn 27. febrúar. BLAK 1. deild kvenna Fylkir - Þróttur R. ................................... 2:3 (20:25, 25:21, 21:25, 25:11, 16:18) Staðan: KA 14 12 2 37:11 37 Þróttur N. 12 12 0 36:6 36 HK 14 7 7 26:21 26 Fylkir 13 3 10 13:29 13 Þróttur R. 14 3 11 13:37 13 Nato 11 2 9 11:29 11 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Esso-deild: Ásvellir: Haukar – KA ...............................20 Kaplakriki: FH – ÍBV................................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersport-deild: Borgarnes: Skallagrímur – UMFN.....19.15 Grindavík: UMFG – Breiðablik ...........19.15 Seljaskóli: ÍR – Valur............................19.15 1. deild karla: Ísafjörður: KFÍ – Stjarnan .......................20 Þorlákshöfn: Þór – Höttur ........................20 KNATTSPYRNA Deildarbikarkeppni karla: Egilshöll: Fram – Keflavík ...................18.30 Boginn: KA – ÍA ....................................20.15 Egilshöll: Fylkir – Haukar ...................20.30 Í KVÖLD KRISTINN Óskarsson hefur verið tilnefndur af FIBA til að dæma í und- anúrslitariðli drengjalandsliða sem fram fer í Tyrklandi 17.–21. apríl þar sem Íslandingar verða á meðal kepp- enda. Reyndar var Leifi S. Garðars- syni boðið að dæma en hann hefur ekki gefið kost á sér í Evrópudóm- gæslu í vetur vegna anna í nýju starfi sem skólastjóri Áslandsskóla. Í vik- unni hafði yfirmaður dómaramála hjá FIBA, Kosta Iliev, samband við KKÍ. Hann falaðist eftir því að Leifur gæfi kost á sér sem alþjóðadómari á ný og hafði Iliev hug á að útnefna hann sem dómara á ofangreint mót en Leifur dæmdi fjölmarga leiki á Evrópumót- unum á sl. keppnistímabili og var tal- inn í hópi 20 efnilegustu dómara Evr- ópu. En Leifur gaf FIBA afsvar í gær þar sem hann á ekki heimangengt og því fer Kristinn til Tyrklands. ELLEFU íslenskir frjáls- íþróttamenn taka þátt í danska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Malmö um helgina. Meðal þeirra eru stangarstökkv- ararnir Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir og Íslandsmethaf- inn í langstökki kvenna, Sunna Gestsdóttir. Verður fróðlegt að sjá hvort Sunnu tekst að fylgja eftir metstökki sínu á Meist- aramóti Íslands á dögunum, 6,28 m, en þá bætti hún eigið met um 20 sentímetra. Vala og Þórey fá verðuga keppni í stangarstökkinu þar sem sænska konan Hanna Mia Persson verður á meðal keppenda og einn- ig danski methafinn, Maria Bagg- er Bohn [áður Rasmusen]. Auk þess að keppa í langstökki hyggst Sunna taka þátt í 60 og 200 m hlaupi. Aðrir Íslendingar sem skráðir eru til leiks eru: Anna María Ein- arsdóttir í 400 og 800 m hlaupi, Eygerður Inga Hafþórsdóttir í 800, 1.500 og 3.000 m hlaupi, Fríða Rún Þórðardóttir í 1.500 m hlaupi, Ragnar Frosti Frostason í 200, 400 og 800 m hlaupi, Stefán Már Ágústsson í 400 og 800 m hlaupi, Sveinn Margeirsson og Kári Steinn Karlsson í 1.500 og 3.000 m hlaupi og Gauti Jóhann- esson í 3.000 m hlaupi. Ástæðan fyrir því að danska meistaramótið fer fram í Malmö er sú að aðstaða til frjálsíþrótta innanhúss í Danmörku er bágbor- in á sama tíma og hún er til fyr- irmyndar hinum megin við sundið. Það voru heimamenn sem skor-uðu 5 fyrstu stig leiksins, en þá var komið að Keflvíkingum. Þeir stungu KR hreinlega af, skoruðu 30 stig á móti 4 stigum heima- manna og voru komnir með 21 stigs forystu strax eftir fyrsta leikhluta, 11:32. Damon Johnson, Edmund Sounders og Sverrir Þ. Sverrisson voru fremstir á meðal jafningja í liði gestanna og settu samtals niður 29 af 32 stigum gestanna í fyrsta leik- hluta. Pressuvörn Keflvíkinga hafði slegið KR-inga gjörsamlega út af laginu þannig að þeir vissu varla hvað sneri fram og hvað aftur á leik- vellinum. Það sama var uppi á ten- ingnum í öðrum leikhluta, gestirnir beittu áfram öflugri pressuvörn á KR-inga sem áttu í stökustu vand- ræðum með að komast yfir miðju. Heimamenn skoruðu aðeins 9 stig í þessum leikhluta og forysta Keflvík- inga var orðin 32 stig þegar flautað var til leikhlés, 20:52. Lið KR kom mun betur undirbúið til seinni hálfleiks. Þeir skoruðu 10 stig á móti 2 stigum gestanna í upp- hafi þriðja leikhluta og veik von vaknaði í brjósti stuðngsmanna KR. Keflvíkingar tóku þá fram pressu- vörnina að nýju og tókst með því að halda heimamönnum í skefjum. Það var samt allt annað að sjá til þeirra heldur en í fyrri hálfleik, Darrel Flake vaknaði til lífsins í leikhlutan- um og skoraði 12 stig og heimamenn héldu boltanum mun betur. Munurin hafði minnkað um 6 stig þegar þriðji leikhluti var allur, 45:71. Keflvíking- ar gáfu nú í og gerðu sig líklega við að auka muninn enn frekar í fjórða leikhluta. Guðjón Skúlason hitti vel úr þriggja stiga skotunum og Gunn- ar Einarsson setti einnig niður nokkrar góðar körfur. Munurinn varð mestur 35 stig en KR náði að laga stöðuna örlítið áður en leiknum lauk. Keflvíkingar áttu hreint frá- bæran leik í gær og voru KR-ingar ekki öfundsverðir að mæta bikar- meisturunum í þessum ham. Enda var Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflvíkinga, ánægður með leik sinna manna: „Vörnin gekk vel í dag og menn voru mjög einbeittir í öllu því sem þeir áttu að gera. Mínir menn voru að spila eins og lið í dag“. Johnson átti fínan leik sem og Sounders sem tók 15 fráköst. Guðjón átti líka góða innkomu en hann skor- aði 20 stig á þeim 20 mínútum sem hann spilaði. Leikmenn KR áttu allir dapran dag. Þeirra atkvæðamestur var Flake, en hann er þó vanur að spila mun betur en hann gerði í gær. „Þegar þú kemst ekki að körfunni þá er erfitt að sækja.Við vorum bara ekkert með í fyrri hálfleik, varnar- leikurinn var enginn, við tókum eng- in fráköst. Þetta var bara eins og létt æfing fyrir þá í fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem við náðum að berja okkur saman,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR.Hann vildi ekki meina að varn- arleikur Keflvíkinga hefði komið sér á óvart: „Við erum búnir að æfa að spila á móti pressuvörn í allan vetur, en þetta er bara spurning um hug- arfar og menn voru bara skíthrædd- ir.“ Loks hafði Snæfell betur á lokamínútunum Snæfell sigraði Hamar í spenn-andi leik í Stykkishólmi, 82:80. Leikurinn fór vel af stað og hittnin góð hjá báðum lið- um. Eftri þriggja mínútna leik var staðan 8:8, þá tóku gestirnir góðan kipp og skoruðu níu stig í röð. Eftir því sem leið á leik- hlutann jafnaðist leikurinn og var staðan í lok hans 22 stig Snæfells gegn 24 stigum Hamars. Þriðji fjórð- ungur hófst með miklum krafti hjá heimamönnum, varnarleikurinn batnaði og þegar fimm mínútur voru liðnar var staðan orðin 40:29 Snæ- felli í vil. Á fimm mínútum skoruðu Hvergerðingar 17 stig gegn 3 stigum Hólmara, þar af komu sjö stig í síð- ustu sókn hálfleiksins, þriggja stiga karfa, eftir skot brotið á varnar- manni, sem gerðu tvö vítaskot vegna skotréttar og í kjölfarið kom tækni- víti á bekkinn, tvö vítaskot þar til viðbótar. Voru þessar fimm mínútur afar slakar hjá heimamönnum. Í þriðja fjórðungi var mikið jafnræði með liðunum, þó hafði Hamar þetta tveggja til fimm stiga forskot allan leikhlutann. Var sóknarleikur gest- anna á þessum kafla ágætur, sér- staklega voru þeir þolinmóðir og yf- irvegaðir gegn svæðisvörninni. Hamar hélt áfram að hafa yfirhönd- ina í fjórða leikhluta, mest sjö stiga forskot. Þegar ein og hálf mínúta var eftir náði Snæfell að jafna leikinn 79:79, Keith Vassel skorar úr einu víti 79:80, Clifton Bush jafnar fyrir Snæfell og þegar um 40 sekúndur eru eftir ná Snæfellingar boltanum, fara í sókn og skora tvö stig þegar 20 sekúndur eru eftir. Varnarleikurinn hjá Snæfelli var mjög góður í lokin á leiknum og þar lögðu þeir grunninn að sigrinum. Í liði Snæfells átti Clifton Bush mjög góðan leik, bæði í sókn og vörn og aldrei þessu vant var vítanýtingin mjög góð hjá honum. Hlynur Bær- ingsson fór hamförum í fráköstun- um, tók alls 19 og átti ágætan dag. Helgi Reynir Guðmundsson var traustur að vanda og hélt uppi hrað- anum. Andrés M. Heiðarsson lék vel þann stutta tíma sem hann var inná. Jón Ólafur Jónsson átti einnig ágæta spretti. Hjá gestunum var Keith Vassel drjúgur, samt ætti hann að geta skil- að meiru fyrir liðið. Marvin Valdi- marsson átti góða byrjun og svo frá- bæran þriðja leikhluta þar sem hann hélt Hamri inni í leiknum með ellefu stigum á stuttum kafla. Lárus Jóns- son stjórnaði leik gestanna með ágætum og var ógnandi í sókninni. Keflavík rass- skellti KR-inga KR-ingar voru teknir í bakaríið á eigin heimavelli í gærkvöldi þegar bikarmeistarar Keflavíkur komu í heimsókn í Frostaskjólið. Úrslitin réðust í fyrri hálfleik þar sem gestirnir fóru hreinlega á kostum. KR skoraði aðeins 20 stig og tókst að glata boltanum 18 sinnum í fyrri hálfleik sem var afleiðing pressuvarnar Keflvíkinga. Þessi frábæra vörn skilaði gestunum 32 stiga forystu í hálfleik sem heimamenn náðu ekki að laga, lokatölur leiksins urðu 78:105. Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Þórey Edda Elísdóttir Sunna, Vala og Þórey á danska meistaramótinu FÓLK Kristinn dæmir í Tyrklandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.