Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áskriftarsími 881 2060 BO BEDRE fylgir áskrift ask@visindi.is Í Formi komið í verslanir HEILSA • SAMLÍF • SÁLFRÆÐI • HOLLUSTA • LÍKAMSRÆKT • SNYRTIVÖRUR • LÍFSGLEÐI HÖNNUN er snar þáttur í öllum atvinnugreinum, beint eða óbeint,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra á hönnunaráðstefnunni Máttur og möguleikar sem haldin var í Norræna húsinu í gær. Fyr- irlesarar á ráðstefnunni voru frá Finnlandi, Noregi og Belgíu auk Íslands. Rætt var um gildi hönn- unar við framþróun og samkeppn- ishæfni atvinnulífsins. Á tímum síharðnandi samkeppni og styttri endingar vara skiptir hönnun meira máli við framleiðslu, segir í tilkynningu um ráðstefnuna sem á annað hundrað manns sóttu. Fram kom í máli forseta hönn- unardeildar LHÍ, Halldórs Gísla- sonar, að líklega starfi um 2.000 manns við hönnun hér á landi og á fjórða hundrað Íslendinga eru í hönnunarnámi hérlendis og er- lendis. Samstarfsnefnd um hönnun stóð að ráðstefnunni en í henni eiga sæti iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, Form Ísland, Samtök iðn- aðarins, LHÍ, Aflvaki og Epal. Menningarsjóður Finnlands auk sendiráða Noregs og Finnlands styrktu ráðstefnuna. Morgunblaðið/Jim Smart „Náin tengsl hönnunardeildar Listaháskóla Íslands við atvinnulífið eru til fyrirmyndar,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir við ráðstefnugesti. Hönnun mikilvæg í harðnandi samkeppni MIKIL viðskipti hafa verið með hlutabréf í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum í vikunni. Sigur- geir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar, segir að um sé að ræða uppgjör á viðskiptum sem ákveðin hafi ver- ið í lok síðasta árs. Eftir viðskiptin nú í vikunni er einkahlutafélagið Stilla, sem er dótturfélag Seilar ehf., orðið stærsti einstaki hluthafinn í Vinnslustöðinni með 25% hlut. Móðurfélagið Seil á þar að auki 1% hlut sem og framvirkan samning um kaup á 3,59% af Búnaðarbank- anum. Sigurgeir segir að ákveðin ástæða sé fyrir því að eignarhaldi Seilar í Vinnslustöðinni, annars vegar, og Stillu, hins vegar, sé haldið aðgreindu. Ekki sé hins vegar ástæða til að greina frá þeirri ástæðu á þessu stigi. Eigendur Seilar ehf. og Stillu ehf. eru Haraldur Gíslason, Gunn- laugur Ólafsson og Guðmundur Kristjánsson, en þeir eru allir stjórnarmenn í Vinnslustöðinni, og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Seil ehf. kaupir og selur Tilkynnt var í Kauphöll Íslands í gær að Búnaðarbankinn hefði selt alla hluti sína í Vinnslustöðinni, samtals að nafnverði 335.493.027 krónur á genginu 4,45, og var greint frá því að um væri að ræða uppgjör á framvirkum samningum. Hluturinn er 21,44% af heildar- hlutafé Vinnslustöðvarinnar. Kaupandi 21,44% hlutarins í Vinnslustöðinni af Búnaðarbank- anum var Seil ehf. og var kaup- verðið 1.493 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningunni að Seil hafi yfirtekið réttindi og skyldur sam- kvæmt framvirkum samningum, þar á meðal fyrir Harald Gíslason og Gunnlaug Ólafsson, stjórnar- menn í Vinnslustöðinni. Fyrir átti Seil enga hluti í Vinnslustöðinni. Einnig var greint frá því í til- kynningu að Seil hefði selt hluti í Vinnslustöðinni að nafnverði 319.843.027 krónur, eða 20,44%. Eftir þessi viðskipti á Seil hluti að nafnverði 15.650.000 krónur, eða 1% hlut. Til viðbótar hefur Seil gert framvirkan samning við Bún- aðarbankann um kaup á hlutum að nafnverði 56.140.527 krónur, eða 3,59%. Þá var greint frá því í tilkynn- ingu að Stilla hefði keypt hluti í Vinnslustöðinni að nafnverði 259.790.000 krónur, eða 16,6%. Fyrir átti Stilla hluti í Vinnslu- stöðinni að nafnverði 131.460.000 krónur, eða 8,4%. Eftir þessi við- skipti á Stilla hluti að nafnverði 391.250.000, eða 25%, í Vinnslu- stöðinni. Uppgjör á framvirkum samningum Sigurgeir segir að á síðasta ári hafi Búnaðarbankinn keypt tæp- lega 19% hlut Kaps ehf. í Vinnslu- stöðinni, en Kap er í eigu Magn- úsar Kristinssonar og Ísfélags Vestmannaeyja. Hann segir að um leið hafi bankinn selt þennan hlut framvirkt til Haraldar Gíslasonar og Gunnlaugs Ólafssonar. Í des- ember síðastliðnum hafi bankinn síðan keypt og tryggt sér kauprétt á 25% hlut af Keri hf. og tengdum aðilum. Í síðasta mánuði hafi Stilla, dótturfélag Seilar, svo keypt 8,4% hlut í Vinnslustöðinni, sem var hluti af þeim 25% sem Búnaðarbankinn átti kauprétt á. Sigurgeir segir að þau viðskipti sem tilkynnt hafi verið um nú í þessari vikur séu uppgjör á þeim framvirku samningum sem gerðir hafi verið. Mikil viðskipti með hlutabréf í Vinnslustöðinni hf. Stilla ehf. stærsti hluthafinn KAUPÞING banki hf. hagnaðist um 3.075 milljónir króna eftir skatta á árinu 2002, en hagnaður var 853 millj- ónir króna árið áður. Þetta er í hærra lagi miðað við spár hinna bankanna, en Búnaðarbanki hafði spáð Kaup- þingi 2.570 milljóna hagnaði, Íslands- banki 3.219 m.kr. hagnaði og Lands- banki 2.843 m.kr. hagnaði. Að meðaltali námu hagnaðarspárnar 2.877 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta var 3.477 milljónir króna, en 593 milljónir árið áður, sem er nærri fimmföldun. Í Hálffimmfréttum Búnaðarbank- ans segir að munur á hagnaði og spá bankans um afkomu Kaupþings skýr- ist að nær öllu leyti af meiri geng- ishagnaði af skuldabréfum en búist hafi verið við, en Kaupþing náði mjög góðum árangri á skuldabréfamarkaði á fjórða ársfjórðungi. Gengishagnað- ur af skuldabréfaeign á síðasta ári nam alls 3,2 milljörðum, þar af voru 1,2 milljarðar á fjórða ársfjórðungi. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings banka, segist vera mjög ánægður með afkomuna. „Ég held mér sé óhætt að segja að þetta sé besta rekstrarniðurstaða sem Kaup- þing hefur náð,“ segir hann. „Tekj- urnar vaxa mun meira en gjöldin,“ bætir hann við. Hann segir mjög ánægjulegt að eigið fé bankans skuli tvöfaldast, fjórða árið í röð. Kostnaðarhlutfall bankans, þ.e. rekstrargjöld sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum, var 60%, samanborið við 83,2% árið áður. Arðsemi eigin fjár var 32,4% og hækkaði um 11,2 prósentustig frá árinu 2001. Söluhagnaður vegna Frjálsa fjár- festingarbankans á þriðja ársfjórð- ungi nam 1.492 milljónum króna, fyr- ir skatta. Án þess söluhagnaðar var arðsemi eigin fjár 16,7%, „sem er í samræmi við markmið bankans um 15% arðsemi eigin fjár,“ segir í frétta- tilkynningu frá Kaupþingi. Hreinar vaxtatekjur á árinu voru 2.322 milljónir króna, að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar af hlutabréf- um, samanborið við 1.567 milljónir ár- ið áður. Hreinar þóknunartekjur voru 3.113 m.kr. á árinu 2002 og lækkuðu úr 3.952 milljónum frá fyrra ári. Hreinar þóknunartekjur lækkuðu vegna samdráttar í tekjum eignastýr- ingar og miðlunar. „Tekjur af fyrir- tækjaþjónustu eru auk þess jafnan sveiflukenndar og geta tekjutil- færslur vegna verkefna sem færast milli ársfjórðunga haft mikil áhrif,“ segir í tilkynningu bankans. Gengistapi snúið í gengishagnað Mikil umskipti urðu í gengislið milli ára. Gengishagnaður á árinu 2002 nam 2.807 milljónum króna að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar, en árið 2001 var gengistap 180 milljónir króna. Af gengishagnaði voru um 60% innleystur hagnaður. Fjár- magnskostnaður vegna hlutabréfa- stöðu bankans nam 1.747 m.kr., en 1.763 milljónum árið áður. Tap á rekstri JP Nordiska, sem Kaupþing yfirtók í lok árs, nam 43,1 milljónum sænskra króna eftir skatta. Miðað við að eignarhlutur Kaupþings nam 28% þegar yfirtökutilboð var gert, voru áhrif tapsins á afkomu Kaupþings neikvæð um 120 milljónir íslenskra króna, sem dragast frá arði og tekjum af eignarhlutum í félögum. Hreinar rekstrartekjur voru alls 9.910 milljónir króna, en 6.050 millj- ónir 2001. Aukningin nam því 63,8% á milli ára. Önnur rekstrargjöld voru samtals 5.951 m.kr., en voru 5.042 milljónir á fyrra ári. Framlag í af- skriftarreikning útlána nam 582 millj- ónum króna. „Hjá JP Nordiska er um óveruleg útlánatöp að ræða og því fer hlutfallslega minna framlag í afskrift- arreikning. Lækkar því hlutfall af- skriftarreiknings af lánum samstæð- unnar úr 1,6% niður í 1,4% á milli ára.“ Afskriftareikningur nam 1.157 milljónum í árslok. Heildareignir Kaupþings banka um áramótin voru 188 milljarðar króna, miðað við 118 milljarða í upp- hafi árs 2002. Efnahagur JP Nord- iska er hluti af efnahagsreikningi bankans í árslok. Útlán bankans voru 82,5 milljarðar króna á árinu. Heild- araukning útlána í samstæðunni nam 44 milljörðum milli ára, en útlán voru 44% af heildareignum í árslok og um helmingur af þeim útlán JP Nord- iska. Markaðsáhætta af 12,9 milljarða skuldabréfum Skuldabréfaeign nam alls 49,1 milljarði króna í lok ársins. Á móti þessum eignum hefur bankinn gert afleiðusamninga að fjárhæð 36,2 milljarðar króna og ber hann því markaðsáhættu af 12,9 milljörðum, sem er svipuð upphæð og í lok árs 2001. Hlutabréfaeign var 21,1 milljarður króna, sem er um 8% lækkun frá síð- asta ári. Á móti hlutabréfaeign hefur bankinn gert afleiðusamninga fyrir 3,1 milljarð króna. Óskráð hlutabréf voru 6,8 milljarðar, eða tæp 4% af heildareignum bankans. Skráð hluta- bréf voru 14,3 milljarðar, eða tæp 8% af heildareignum. Innlán bankans námu í lok árs um 71,8 milljörðum króna, sem er aukn- ing um 61,2 milljarða frá fyrri ára- mótum. Innlán voru alls 38% af fjár- mögnun bankans, en 9% um síðustu áramót. Eigið fé bankans var 18,3 milljarð- ar um áramótin og nærri tvöfaldaðist milli ára, en 31. desember 2001 nam það 9,2 milljörðum. Eiginfjárgrunnur bankans var 19,9 milljarðar í lok tíma- bilsins. Eiginfjárhlutfall samstæð- unnar samkvæmt CAD-reglum var 14,7%, samanborið við 11,6% í árslok 2001. Eiginfjárþáttur A var 11,5%, en var 9,3% ári áður. Hagnaður Kaupþings banka 3.075 milljónir eftir skatta Besta afkoma félagsins frá upphafi '     ( )   *                                          ! "!  !"   "      # $##% &  #  ' # # #(      )*+)) )!"" ++ )))+  )! *"  "* "*+*  +)     ) *) ) "+ ""  , (  $##  (  -./0 ###     # #  * 1 2 )+12 "1+2  !1"2 ))1*2 ")1"2 * ,-(./, ! -01213/, ! ))"    (-004.56/,  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.