Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 55  UMSK hefur ákveðið að styrkja Aftureldingu og HK um 150.000 krónur hvort í tilefni þess að félögin sem bæði eru innan vébanda UMSK, leika til úrslita í bikarkeppni karla í handknattleik í Laugardalshöll á morgun.  ÁRNI Gautur Arason var í marki Rosenborg sem lagði Viking að velli í æfingamóti sem fram fer á La Manga á Spáni þessa dagana. Roar Strand og Harald Martin Brattbakk skoruðu mörk norska meistaraliðsins sem hefur ekki tapað nema einum leik á undirbúnings- tímabilinu, gegn þýska liðinu Nürn- berg eftir vítaspyrnukeppni. Hannes Þ. Sigurðsson lék ekki með Viking en hann hefur átt við smávægileg meiðsl að stríða.  RÓBERT Gunnarsson skoraði 6 mörk og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 4 þegar lið þeirra Århus GF vann Bjerringbro í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 32:27 í fyrrakvöld. Århus GF er í fjórða sæti deildarinn- ar með 21 stig þegar 17 umferðir eru að baki, átta stigum á eftir KIF Kold- ing sem er í efsta sæti.  HRAFNHILDUR Skúladóttir var með 4 mörk fyrir Tvis/Holstebro þegar liðið tapaði 35:27 fyrir Kolding í dönsku úrvalsdeild kvenna í hand- knattleik í fyrrakvöld. Staða Tvis/ Holstebro er slæm um þessar mund- ir, liðið er í næst neðsta sæti deild- arinnar.  DAVID Beckham og Mikael Silve- stre meiddust báðir í leik Manchest- er United gegn Juventus í meistara- deild Evrópu í knattspyrnu í fyrrakvöld. Þar með er óvíst að þeir geti spilað gegn Guðna Bergssyni og félögum í Bolton í úrvalsdeildinni á morgun.  RYAN Giggs fékk högg á auga- brún í leiknum og var ekki ólíkur Beckham útlits að því leyti, en það ætti ekki að hafa áhrif á þátttöku hans í leiknum í Bolton. Juan Sebast- ian Veron er tilbúinn í slaginn með United á ný á morgun en hann hefur misst af tveimur síðustu leikjum liðs- ins eftir að hafa meiðst í landsleik Argentínu gegn Hollandi fyrir skömmu.  CHRISTIAN Hjermind, landsliðs- maður Dana í handknattleik og félagi Rúnars Sigtryggssonar hjá Ciudad Real á Spáni hefur ákveðið að flytja heim til Danmerkur í sumar eftir sjö ára veru í atvinnumennsku í Þýska- landi og á Spáni. Hjermind hefur gert samning við efsta lið dönsku úr- valsdeildarinnar, KIF Kolding.  MÁRUS Arnarsson, bróðir Her- berts KR-ings, vann sér inn 20.000 króna úttekt í Bónus fyrir að hitta knettinum í körfuna í hálfleik í leik KR og Keflavíkur. FÓLK MARKVÖRÐUR íslenska lands- liðsins í knattspyrnu, Árni Gautur Arason, segir í viðtali við Adresseavisen í gær að hann sé ekki viss um að hann skrifi undir samning við norska liðið Rosen- borg sem hann hefur leikið með sl. fimm ár. Eins og kom fram í Morg- unblaðinu á dögunum hefur Árni Gautur fengið tilboð frá félaginu til næstu þriggja ára en hann var ekki sáttur við tilboðið og hefur rætt í tvígang við Rune Bratseth framkvæmdastjóra félagsins um innihald samningsins. Árni segir að enn beri nokkuð á milli samingsaðila og viðræðum verði haldið áfram á næstunni. Hinsvegar segir Árni að hann sé ekki viss um að hann vilji vera áfram í herbúðum liðsins. „Ég hef hugsað mikið um framtíð mína hjá Rosenborg og er enn ekki viss um hver sé besti kosturinn fyrir mig,“ segir Árni og viðurkennir að hann viti af nokkrum liðum sem fylgist grannt með þróun mála hjá honum. „Það eru félög í Evrópu sem vita af mér og hafa sett sig í sam- band við umboðsmann minn. Það eru spennandi félög sem ég gæti alveg hugsað mér að leika með,“ segir hinn 27 ára gamli landsliðs- markvörður Íslendinga, Árni Gautur Arason, sem verið hefur í herbúðum Rosenborgar í 5 ár. Árni Gautur á leið frá Rosenborg? Sami Hyypia, fyrirliði Liverpool, reyndist hetja sinna manna þegar þeir báru sigurorð af Auxerre, 1:0, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Hyypia var farið að leiðast þófið og skellti sér í sóknina með þeim ár- angri að hann skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok eft- ir góða sendingu frá Danny Murphy. Frakkarnir, sem léku á heimavelli, sóttu grimmt á lokamín- útum leiksins en sterkur varn- armúr Liverpool hélt velli. Í Róm komu Pólverjarnir í Wisla Krakaw á óvart og fóru með annað stigið í viðureigninni gegn Lazio. Lokatölur urðu 3:3 og jafnaði En- rico Chiesea metin fyrir Lazio 15 mínútum fyrir leikslok. Wisla-menn hafa á leið sinni í 16 liða úrslitin slegið út Parma og Schalke. Í Glasgow fögnuðu heimamenn í Celtic sigri á Stuttgart, 3:1. Þjóð- verjarnir urðu fyrir áfalli á 17. mín- útu þegar Marcelo Bodo var vikið af leikvelli en engu að síður tókst liðinu að komast yfir tíu mínútum síðar. Þá sögðu skosku meist- ararnir hingað og ekki lengra og þeir Paul Lambert, Shaun Malones og Búlgarinn Stilian Petrov innsigl- uðu sigur Celtic. Hyypia hetja Liverpool Leikurinn fór af stað með mikillibaráttu og náðu gestirnir fljót- lega yfirhöndinni, en þó aldrei að skapa sér neitt svig- rúm því vörn heima- manna var þétt og mest munaði um að Ingvar Guðjónsson kom inn sjóðheitur og skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leikhlutanum, og Stevie Johnson var einnig vörn Tindastólsmanna erfiður. Hjá heimamönnum var Cook djúgur en Axel Kárason og Antropov voru sterkir í vörninni. Átta stig skildu liðin við lok leikhlutans. Í öðr- um leikhluta virtust gestirnir ætla að halda áfram að velgja vörn heima- manna undir uggum, en Axel náði að draga aðeins niður í Stevie og Antro- pov var sterkur bæði í vörn og eins undir körfu andstæðinganna. Sig- urður G. Sigurðsson kom inn hjá heimamönnum sjóðheitur og lagði niður tvær þriggja stiga körfur í röð og einnig átti Gunnar Þ. Andrésson sterka innkomu og þegar þrjár mín- útur voru til leikhlés jöfnuðu heima- menn og komust fimm stigum yfir þegar liðin gengu af velli til leikhlés. Í þriðja leikhluta komu Haukarnir mjög grimmir til leiks en Tindastóls- mönnum tókst þó að halda frum- kvæðinu. Í þessum hluta áttu Einar Aðalsteinsson og Cookmjög góða spretti. Johnson allt í öllu Hjá Haukunum var Stevie John- son allt í öllu en Sævar Ingi kom nú inn og átti ágætan leik og smám saman söxuðu gestirnir niður for- skotið og við upphaf fjórða leikhluta var munurinn þrjú stig heimamönn- um í vil. Síðasti leikhlutinn var svo barátta um hvern bolta, allt fram til þess að þrjár mínútur voru til loka höfðu heimamenn frumkvæðið, en þá náðu Haukar að jafna og staðan var 77:77 og síðan 79:79, er Axel jafnaði úr vítum. Staðan var síðan 80:81 og þegar 11 sekúndur voru til leiksloka náðu heimamenn boltanum en töpuðu honum klaufalega, brutu síðan á Stevie og það fór vel á því að hann innsiglaði sigur gestanna, en tíminn var of naumur til að heimamenn næðu skoti og sigurinn var gestanna. Í liði Tindastóls var Antropov besti maður, Cook barðist vel en hitti illa að þessu sinni, Sigurður, Gunnar Þór og Einar áttu mjög góða spretti en fengu allt of lítinn tíma. Í liði Hauka var Stevie Johnson yf- irburðamaður og var raunar sá sem skapaði sigur gestanna, en einnig átti Ingvar góðan fyrsta leikhluta en sást ekki eftir það, Marel barðist vel og þeir Sævar Ingi og Halldór Krist- mannsson áttu góða spretti. Morgunblaðið/Sverrir Keflvíkingurinn Falur Harðarson sækir hér að körfu KR-inga í leik liðanna í vesturbænum. Kristín Elsa ætlar að leika fyrir Dani KRISTÍN Elsa Erlendsdóttir kylfingur úr GK hefur til- kynnt Golfsambandi Íslands að hún hafi ákveðið að æfa og keppa með danska landslið- inu í framtíðinni. Kristín Elsa hefur verið búsett í Dan- mörku undanfarin ár en þar er hún fædd og hefur stund- að þar nám á undanförnum árum. Kristín Elsa keppti síð- ast fyrir Ísland í Evr- ópukeppni einstaklinga í ágúst 2002 sem haldin var í Kristjanstad í Svíþjóð þar sem hún endaði í 33.–35 sæti. Kristín Elsa varð Íslands- meistari í höggleik árið 2000 og hún varð þriðja árið eftir. Hún getur ekki leikið með danska landsliðinu fyrr en eftir sex mánuði og komist hún í danska landsliðið mun hún ekki geta snúið aftur með þessa ákvörðun sína. Dýrmæt stig Hauka TINDASTÓLSMENN náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri í Njarðvík á dögunum þegar frískir Haukar með Stevie Johnson í fararbroddi sóttu þá heim í gærkvöldi – tryggðu sér sigur á lokasekúndunum, 83:80. Leikurinn var kaflaskiptur, og liðin skiptust á að leiða, en stigamunur varð aldrei meiri en tíu stig. Líkur Tindastólsmanna hafa líklega með þessu tapi orðið að engu að eiga heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Björn Björnsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.