Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 21
OO MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 21 ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins verður áfram með vínbúð á Eiðistorgi en samn- ingar hafa tekist þar um. Mun vínbúðin flytjast úr kjallara verslunarmiðstöðvar- innar inn á mitt torgið þar sem áður voru verslanirnar Hjólið, Hugsel og Hugföng. Morgunblaðið greindi frá því í byrjun september að ÁTVR væri að leita að nýju húsnæði undir vínbúðina þar sem til stæði að breyta útliti hennar til samræmis við aðr- ar vínbúðir fyrirtækisins en hún hefur verið til húsa í kjallaranum undir verslun Hagkaups við Eiðistorg. Segir í fréttatilkynningu frá bænum að það hafi verið vilji bæjarstjórnar að halda þessari þjónustu í bænum og renna um leið traustari stoð- um undir starfsemi á og við Eiðistorg. Eigendur húsnæð- isins á Eiðistorgi og versl- unarmenn þar fagni þessum fréttum enda ljóst að öflug vínbúð og flutningur bóka- safnsins á torgið komi til með að beina þangað á milli 700– 1.000 manns daglega. Samkvæmt upplýsingum frá bænum er stefnt að því að þær verslanir, sem flytja þurfa sig um set vegna flutn- ings vínbúðarinnar, verði áfram á torginu eða í grennd við það en þó eigi eftir að semja um þau atriði. ÁTVR áfram á Eiðistorgi Seltjarnarnes SPÖNG ehf. átti lægsta tilboðið í stækkun leikskólans Hvamms í Hafnarfirði en tilboð í verkið voru opnuð síðastliðinn föstu- dag. Alls buðu 14 aðilar í fram- kvæmdina. Tilboð Spangar hljóðaði upp á 37.347.000 krónur en kostn- aðaráætlun var 42.460.044 krónur. Hæsta tilboðið var hins vegar 50.186.800 krónur. Í frétt á heimasíðu Hafnar- fjarðarbæjar kemur fram að verið sé að fara yfir tilboðin en áætlað er að verkið hefjist í mars næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í júlí eða áður en sumarfríi barnanna á Hvammi lýkur. Stækkun Hvamms Spöng með lægsta tilboðið Hafnarfjörður Aðgöngumiðar, atkvæða - seðlar og fundargögn verða afhent í hlutabréfadeild Flugleiða hf., aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, 1. hæð, dagana 6., 7. og 10. mars n.k. frá kl. 9 til 17 og á fundar - dag frá kl. 9 til 12. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2003 í aðalþingsal Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 (áður Hótel Esja) og hefst fundurinn kl.14:00. Aðalfundur Flugleiða hf. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55.gr. laga um hlutafélög. 3. Tillögur um breytingar á samþykktum. 4. Önnur mál. Stjórn félagsins leggur fram tillögurnar um breytingar á samþykktum félagsins. Lúta þær að því að stytta samþykktirnar og einfalda en helstu efnisbreytingar eru: a) hluthafafundir verði lögmætir án tillits til fundarsóknar, b) samþykktum megi breyta á lögmætum hluthafafundum, hljóti tillögur samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða í lögmætri atkvæðagreiðslu, c) til þess að samþykkja hækkun hlutafjár þurfi sama atkvæðamagn og til breytinga á samþykktum, d) við stjórnarkjör þurfa frambjóðendur að tilkynna framboð sitt til stjórnar skriflega 5 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur stjórnarinnar um breytingar á samþykktunum geta hluthafar kynnt sér á vefsíðu félagsins: www.icelandair.is eða á aðalskrifstofu Flugleiða hf. þar sem þær liggja frammi. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Ennfremur er hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins. Stjórn Flugleiða hf. Athygli hluthafa er vakin á nýjum fundarstað. Gengið er inn í ráðstefnusalinn frá bílastæðum á baklóð hótelsins. ask@visindi.is Lifandi vísindi komið í verslanir Áskriftarsími 881 4060 LÆKNAVÍSINDI • FORNLEIFAFRÆÐI • ERFÐAFRÆÐI • STJÖRNUFRÆÐI • LÍFFRÆÐI • SAGA • GEIMVÍSINDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.