Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 21
OO
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 21
ÁFENGIS- og tóbaksverslun
ríkisins verður áfram með
vínbúð á Eiðistorgi en samn-
ingar hafa tekist þar um.
Mun vínbúðin flytjast úr
kjallara verslunarmiðstöðvar-
innar inn á mitt torgið þar
sem áður voru verslanirnar
Hjólið, Hugsel og Hugföng.
Morgunblaðið greindi frá
því í byrjun september að
ÁTVR væri að leita að nýju
húsnæði undir vínbúðina þar
sem til stæði að breyta útliti
hennar til samræmis við aðr-
ar vínbúðir fyrirtækisins en
hún hefur verið til húsa í
kjallaranum undir verslun
Hagkaups við Eiðistorg.
Segir í fréttatilkynningu
frá bænum að það hafi verið
vilji bæjarstjórnar að halda
þessari þjónustu í bænum og
renna um leið traustari stoð-
um undir starfsemi á og við
Eiðistorg. Eigendur húsnæð-
isins á Eiðistorgi og versl-
unarmenn þar fagni þessum
fréttum enda ljóst að öflug
vínbúð og flutningur bóka-
safnsins á torgið komi til með
að beina þangað á milli 700–
1.000 manns daglega.
Samkvæmt upplýsingum
frá bænum er stefnt að því að
þær verslanir, sem flytja
þurfa sig um set vegna flutn-
ings vínbúðarinnar, verði
áfram á torginu eða í grennd
við það en þó eigi eftir að
semja um þau atriði.
ÁTVR
áfram á
Eiðistorgi
Seltjarnarnes
SPÖNG ehf. átti lægsta tilboðið
í stækkun leikskólans Hvamms
í Hafnarfirði en tilboð í verkið
voru opnuð síðastliðinn föstu-
dag. Alls buðu 14 aðilar í fram-
kvæmdina.
Tilboð Spangar hljóðaði upp
á 37.347.000 krónur en kostn-
aðaráætlun var 42.460.044
krónur. Hæsta tilboðið var hins
vegar 50.186.800 krónur.
Í frétt á heimasíðu Hafnar-
fjarðarbæjar kemur fram að
verið sé að fara yfir tilboðin en
áætlað er að verkið hefjist í
mars næstkomandi. Gert er ráð
fyrir að framkvæmdum verði
lokið í júlí eða áður en sumarfríi
barnanna á Hvammi lýkur.
Stækkun Hvamms
Spöng með
lægsta
tilboðið
Hafnarfjörður
Aðgöngumiðar, atkvæða -
seðlar og fundargögn verða
afhent í hlutabréfadeild
Flugleiða hf., aðalskrifstofu,
Reykjavíkurflugvelli, 1. hæð,
dagana 6., 7. og 10. mars n.k.
frá kl. 9 til 17 og á fundar -
dag frá kl. 9 til 12.
Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2003
í aðalþingsal Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 (áður Hótel Esja)
og hefst fundurinn kl.14:00.
Aðalfundur Flugleiða hf.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum
skv. 55.gr. laga um hlutafélög.
3. Tillögur um breytingar á samþykktum.
4. Önnur mál.
Stjórn félagsins leggur fram tillögurnar um breytingar á samþykktum
félagsins. Lúta þær að því að stytta samþykktirnar og einfalda en
helstu efnisbreytingar eru:
a) hluthafafundir verði lögmætir án tillits til fundarsóknar,
b) samþykktum megi breyta á lögmætum hluthafafundum, hljóti
tillögur samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða í lögmætri
atkvæðagreiðslu,
c) til þess að samþykkja hækkun hlutafjár þurfi sama atkvæðamagn
og til breytinga á samþykktum,
d) við stjórnarkjör þurfa frambjóðendur að tilkynna framboð sitt
til stjórnar skriflega 5 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar.
Tillögur stjórnarinnar um breytingar á samþykktunum geta
hluthafar kynnt sér á vefsíðu félagsins: www.icelandair.is eða á
aðalskrifstofu Flugleiða hf. þar sem þær liggja frammi.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera
komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir
aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu
liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum
fyrir aðalfund. Ennfremur er hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins.
Stjórn Flugleiða hf.
Athygli hluthafa er vakin á nýjum fundarstað.
Gengið er inn í ráðstefnusalinn frá bílastæðum á baklóð hótelsins.
ask@visindi.is
Lifandi vísindi komið í verslanir
Áskriftarsími 881 4060
LÆKNAVÍSINDI • FORNLEIFAFRÆÐI • ERFÐAFRÆÐI • STJÖRNUFRÆÐI • LÍFFRÆÐI • SAGA • GEIMVÍSINDI