Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 47
Boðað er til aðalfundar
Félags íslenskra
náttúrufræðinga!
Aðalfundur FÍN verður haldinn þann 26. febrú-
ar 2003 kl. 16:00 í Háteigi (efstu hæð) á Grand
Hóteli, Sigtúni 38.
Heilsugæslan Lágmúla 4
tilkynnir breytt símanúmer.
Frá og með 21. febrúar 2003 verður símanúmer
Heilsugæslunnar Lágmúla 595 1300.
Símanúmer lækna á símatíma verða:
Árni Skúli Gunnarsson 595 1321
Björn Gunnlaugsson 595 1322
Halldór Jónsson 595 1323
Haraldur Dungal 595 1324
Jón Bjarnason 595 1325
Ólafur Mixa 595 1326
Salóme Ásta Arnardóttir 595 1327
Bókaveisla
föstud., laugard. og sunnud.
Bókaunnendur og fagurkerar
Konfekt fyrir andann og augað
25% afsláttur af öllum bókum
Opið 11—18
Gvendur dúllari, alltaf góður
Klapparstíg 35, s. 511 1925
Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með
auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breytingum á deiliskipulagsáætlunum
fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík:
Reitur 1.182.0.
Tillagan tekur til svæðis sem afmarkast af Skólavörðustíg, Vegamótastíg, Grettisgötu og Klapparstíg.
Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 11.
febrúar 2003.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt sé að gera minniháttar breytingar á reitnum, s.s. gera skyggni,
svalir, minni kvisti og lagfæringar án þess að breyta þurfi deiliskipulaginu. Þær skulu vera í samræmi
við ákvæði Þróunaráætlunar Reykjavíkur varðandi hönnun breytinga og viðbyggingar svo og ákvæði
þess um um hverfisvernd og byggingarreglugerð.
Einnig gerir tillagan ráð fyrir að fjarlægja megi skúrbyggingu á lóðinni Klapparstígur 40. Þess í stað
er gert ráð fyrir byggingarreit vestan núverandi húss fyrir tveggja hæða hús með háreistu þaki og
kjallara. Að öðru leyti gerir deiliskipulagið ekki ráð fyrir uppbyggingu á reitnum.
Smiðshöfði 19.
Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Stórhöfða, Smiðshöfða og Höfðabakka. Um er að ræða
breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 11. febrúar 2003.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir þriggja hæða verslunar- þjónustu- og skrifstofuhúsnæði á lóðinni. Tillagan
felur í sér breytingu á byggingarreit auk þess sem nýtingarhlutfall er aukið. Nýr byggingarreitur liggur
meðfram útmörkum lóðar til suðurs og vesturs. Á fyrstu hæð er gert ráð fyrir verslunar- og þjónstu-
rými með aðkomu frá Stórhöfða. Á annarri og þriðju hæð er hins vegar gert ráð fyrir skrifstofurýmum
með aðkomu frá Smiðshöfða.
Einnig gerir tillagan ráð fyrir að bílastæði á landi norðan við byggingu (við Stórhöfða) þjóni fyrstu hæð
en bílastæði annarar og þriðju hæðar verði á annari hæð í útirými með aðgengi frá Smiðshöfða.
Norðlingaholt, tillaga að deiliskipulagi, breytt tillaga.
Tillagan tekur til svokallaðs Norðlingaholts og afmarkast í grófum dráttum af Breiðholtsbraut til
vesturs, Suðurlandsvegi til norðurs, ánni Bugðu til austurs og Elliðavatni og gamla farvegi Bugðu til
suðurs.
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem gerir ráð fyrir að þar byggist nýtt hverfi fyrir
um 870 - 935 íbúðir, ásamt grunnskóla, 2-3 leikskólum og sambýli, auk húsnæðis fyrir atvinnu-
starfsemi, verslun og þjónustu u.þ.b. 49.800 m2 að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir að meginhluti
atvinnuhúsnæðisins verði staðsettur í jaðri hverfisins, út við stofnbrautirnar sem liggja vestan og
norðanvert við hverfið þ.e. við Breiðholtsbraut og Suðurlandsveg. Íbúðarhúsnæði er hins vegar
staðsett sunnan og austan við atvinnuhúsnæðið í skjóli við það.
Tillagan gerir ráð fyrir að flest þau mannvirki og hús sem nú eru á svæðinu verði fjarlægð. Aðkoma
að hverfinu verður frá Breiðholtsbraut og Suðurlandsvegi. Tekið skal fram að skipulagi er frestað á
hluta svæðisins næst Elliðavatni.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tekið skal fram að deiliskipulagstillagan er auglýst til kynningar að nýju eftir breytingar sem gerðar
hafa verið á henni til þess að koma á móts við athugasemdir sem bárust á fyrri kynningu á tillögu að
deiliskipulagi svæðisins, sem fram fór frá 3. júlí 2002 - til 14. ágúst 2002. Þeim sem gerðu athuga-
semdir við tillöguna hafa verið send svör við þeim þar sem jafnframt er gerð grein fyrir helstu
breytingum sem orðið hafa á tillögunni.
Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
10.00 – 16.00 frá 21.02.2003 - til 04.04. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir
til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags-
fulltrúa eigi síðar en 4. apríl 2003.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 21.febrúar 2003.
Skipulagsfulltrúi
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
Mosfellsbær
Tillaga að breytingu
á deiliskipulagi athafnalóða
Háholts 11-15 í Mosfellsbæ
Á fundi bæjarstjórnar þann 12. febrúar 2003
var samþykkt kynning á tillögu að breytingu
á deiliskipulagi athafnalóða Háholts 11-15 í
Mosfellsbæ í samræmi við 1. mgr. 26. gr.
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
með síðari breytingum.
Breytingin felst í því að stærð lóða og bygg-
ingareita er breytt. Auk þess sem aðkomu
að lóð Háholts 11 er breytt.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu
Mosfellsbæjar, Þverholti 2 í afgreiðslunni á
fyrstu hæð, frá 21. febrúar til 24. mars nk.
Jafnframt má kynna sér hana á heimasíðu
Mosfellsbæjar www.mos.is .
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu
hafa borist skipulagsnefnd Mosfells-
bæjar fyrir 7. apríl nk.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkir tilögunni.
Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Málþing um fátækt
Harpa Njáls kynnir niðurstöður rannsóknar
um eðli og orsök fátæktar á Íslandi á málþingi
um fátækt í dag, föstudag, kl. 16:00—17:30 í
Ráðhúsi Reykjavíkur. KK verður með tónlistar-
atriði í hléum.
Hjálparstarf kirkjunnar,
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands,
Samhjálp,
Samtök gegn fátækt,
Prófastsdæmi borgarinnar.
Þormóður rammi-
Sæberg hf.
Aðalfundur
Aðalfundur Þormóðs ramma-Sæbergs hf.
verður haldinn í Bíósalnum á Siglufirði
föstudaginn 28. febrúar og hefst hann
kl. 16:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa
eigin bréf skv. 55. gr. Hlutafjárlaga.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur,
skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda
munu liggja frammi á skrifstofum félagsins
viku fyrir aðalfund.
HÚSNÆÐI ERLENDIS
Húsaskipti við Kyrrahaf
Óskum eftir húsa- og bílaskiptum 2 síðustu
vikurnar í júlí í Reykjavík. Einbýlishús við Mont-
ereyflóann í Kaliforníu og 7 sæta bíll. Stórkost-
leg náttúrufegurð, golfvellir og stutt til San
Fransisco. Skrifið til: laramag@earthlink.net .
TILKYNNINGAR
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Í tilefni af degi tónlistarskólanna
laugardaginn 22 febrúar, býður skólinn al-
menningi að koma í heimsókn frá kl. 12 til 15.
Gestum verður boðið að skoða húsakynnin,
fylgjast með kennslu og reyna fyrir sér í söng
og hljóðfæraleik. Yngri deild skólans mun
síðan halda tónleika kl. 14 og eldri deild kl. 15.
Skólastjóri.