Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 51
MEÐ MORGUNKAFFINU
BRIDS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert framsækinn og átt
það til að sækja út á ystu
nöf. Uppátæki þín og
skemmtilegheit vekja að-
dáun annarra.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Harðar deilur verða til þess
að fyrirhyggja þín og góðar
meiningar eru misskilin.
Settu þig vel inn í málið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að fást við mjög
vandasamt og persónulegt
verkefni sem þér er lífs-
nauðsyn að geta einbeitt þér
að á næstunni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þér hefur gengið vel að und-
anförnu og ættir að leyfa öðr-
um að njóta þess með þér.
Kauptu blóm til þess að lífga
upp á heimilið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Enginn er alvitur og þú eins
og aðrir verður að viðurkenna
að stundum hefur þú á röngu
að standa. Láttu af allri
þrætugirni og lærðu af mis-
tökunum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er nauðsynlegt að skipu-
leggja vinnudaginn vel en um
leið þarftu að sýna sveigj-
anleika því alltaf geta komið
upp mál sem verða að hafa
forgang.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú þarft að gefa þér tíma til
þess að koma fjármálunum á
hreint. Og í einkalífinu mun
gamall vinur koma þér til
hjálpar með ferskum hug-
myndum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Dagurinn hentar vel fyrir
vitsmunalega leiki, enda vilt
þú ekki slaka á heldur safna
upplýsingum og ræða við fólk.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur látið margt reka á
reiðanum en nú verður ekki
hjá því komist að taka málin
föstum tökum. Láttu alla
sjálfsmeðaumkun lönd og
leið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þig langar til þess að skjóta
nokkrum málum á frest en
það hefur ekkert upp á sig
heldur skaltu bara afgreiða
þau strax í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hugaðu að þeirri mynd sem
aðrir fá af þér. Þótt ekki sé
um nein stórkostleg vanda-
mál að ræða, eru hlutirnir
ekki eins og best verður á
kosið.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Látið það ekki slá ykkur út af
laginu þótt undirtektir ann-
arra séu eitthvað öðru vísi en
þið helst vilduð. Það eiga allir
sína slæmu daga.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Finnist ykkur togstreitan
milli heimilis og vinnu vera
íþyngjandi verðið þið að setj-
ast niður og skoða málin. Það
má alltaf finna réttláta lausn.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Þótt form þín hjúpi graflín
Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd,
og geymi þögul moldin augun blá
hvar skáldið forðum fegurð himins sá,
ó fjarra stjörnublik, ó tæra lind –
og eins þótt fölni úngar varir þær
sem eitt sinn þíddu kalinn hlekkjamann,
þær hendur stirðni er ljúfar leystu hann
og lyki dauðans greip um báðar tvær,
það sakar ei minn saung, því minning þín
í sálu minni eilíft líf sér bjó
af yndisþokka, ást og mildri ró,
einsog þú komst í fyrsta sinn til mín;
einsog þú hvarfst í tign sem mál ei tér,
með tár á hvarmi í hinsta sinn frá mér.
Halldór Laxness
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 21. febr-
úar, er áttræður Árni Guð-
mundsson, fyrrum bóndi á
Beigalda í Borgarhreppi.
Árni býr nú á Borgarbraut
65a, Borgarnesi. Afmæl-
isbarnið er að heiman.
80ÁRA afmæli. Á morg-un, 22. febrúar, verð-
ur áttræð Aðalsteina Sum-
arliðadóttir, Skálholti 17,
Ólafsvík. Hún og eiginmaður
hennar, Þórður Þórðarson,
bjóða í kaffi á afmælisdaginn
í safnaðarheimili Ólafsvík-
urkirkju kl. 15.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. g4
h6 7. h4 Rc6 8. Hg1 d5 9.
Bb5 Bd7 10. exd5 Rxd5 11.
Rxd5 exd5 12. De2+ Be7 13.
Rf5 Bxf5 14. gxf5 Kf8 15.
Be3 d4 16. O-O-O Db6 17.
Bf4 Bf6 18. Bd6+ Kg8 19.
Bc4
Staðan kom upp í sterku
skákmóti sem lauk fyrir
skömmu í Gíbraltar. James
Plasket (2.467) hafði svart
gegn Noru Medvegy
(2.376). Hinn kostulegi enski
stórmeistari stæði mjög
höllum fæti ef drottning-
arnar yrðu mikið
lengur á borðinu
og hafði hann í
handraðanum
sýndardrottning-
arfórn er tryggði
uppskipti á
drottningum.
19...Dxb2+! 20.
Kxb2 d3+ 21.
De5? Rxe5 22.
Bxe5 Bxe5+ 23.
Kb3 dxc2 24. Hd7
Kh7 25. Kxc2
Hhc8 26. Kb3 b5
27. Bxf7 a5 28.
Hd3 Bf6 29. Hg4
a4+ 30. Ka3 b4+ 31. Kxb4
Be7+ 32. Kb5 Hab8+ 33.
Kxa4 Hb7 34. Hd5 Bd8 35.
Bg6+ Kg8 36. Hb4 Ha7+ 37.
Kb3 Be7 38. Hbb5 Ha3+ 39.
Kb2 Hf3 40. h5 Ba3+ 41.
Ka1 og hvítur gafst upp.
Lokastaða efstu manna varð
þessi: 1.–2. Nigel Short
(2.690)og Vasilios Kotronias
(2.573) 7½ vinning af 10
mögulegum. 3.–4. Mladen
Palac (2.591) og John Shaw
(2.470) 7 v. 5.–9. Darryl Jo-
hansen (2.487), Sergei Tivja-
kov (2.635), Sarunas Sulskis
(2.567), Vladimir Epishin
(2.626) og Andrew Ledger
(2.397) 6½ v. 4. umferð Stór-
móts Hróksins hefst í dag kl.
17.00 á Kjarvalsstöðum.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
ÞÚ hefur séð þennan lit
áður: K10xx á móti Áxx. Þú
þarft aukaslag á litinn, en
mátt gefa einn. Hver er
besta íferðin? Setjum vand-
ann í eðlilegt samhengi:
Norður
♠ 96
♥ G108732
♦ Á83
♣32
Suður
♠ ÁK
♥ ÁK54
♦ K1062
♣Á94
Þú spilar sex hjörtu og
færð út spaða (sem betur
fer, því laufútspil er ban-
vænt). Drottningin í hjarta
fellur í ásinn og nú er þetta
hreint og klárt spurning um
að vinna rétt úr tíglinum.
Tveir möguleikar koma til
greina: Spila ásnum og síð-
an litlu á tíuna í þeirri von
að austur sé með DG. Eða
taka tvo efstu og spila síðan
að tíunni ef annað litlu
hjónanna fellur í vestur.
Spilið vinnst auðvitað alltaf
ef liturinn brotnar 3-3, en
spurningin er sú hvort lík-
legra sé að vestur eigi
drottninguna eða gosann í
tvílit, eða austur litlu hjónin
í fjórlit eða fimmlit?
Tölfræðibækur segja að
betra sé að spila litlu á tíuna
(þá fást þrír slagir í 56% til-
fella), en munurinn er ekki
mikill og byggist fyrst og
fremst á þeim möguleika að
austur eigi fimmlit í tígli. Ef
gert er ráð fyrir að liturinn
brotni 4-2 er betra að toppa
og spila að tíunni.
Norður
♠ 96
♥ G108732
♦ Á83
♣32
Vestur Austur
♠ D1053 ♠ G8742
♥ 96 ♥ D
♦ 74 ♦ DG95
♣KG1087 ♣D65
Suður
♠ ÁK
♥ ÁK54
♦ K1062
♣Á94
Spilið kom upp í þriðju
umferð Flugleiðamótsins og
það skipti höfuðmáli að hitta
á tígulinn eins og legan var.
En kannski er hin praktíska
leið sú að fara inn í borð á
hjartagosa í þriðja slag og
spila strax litlum tígli undan
ásnum. Austur má vera vel
með á nótunum ef hann
stingur ekki á milli eða lyft-
ist a.m.k. aðeins til í sætinu!
Sýni austur hins vegar eng-
in viðbrögð er örugglega
best að taka á kónginn og
spila upp á háspil annað í
vestur.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Jú, þetta er innflutningsveislan. Við vorum ekki viss um að
við hefðum efni á henni þegar búið væri að byggja húsið.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsdeild Breiðfirðinga
endurvakin
Bridsdeild Breiðfirðinga hefur
verið endurvakin. Spilað er í
Breiðfirðingabúð á sunnudags-
kvöldum. Spilin hefjast kl. 19.
Þátttaka hefur aukist jafn og þétt.
Spilað er á 6–8 borðum. Nýlokið er
miðsvetrar tvímenningi félagsins.
Spilað var 4 kvöld en árangur
þriggja bestu kvöldanna töldu. Úr-
slit urðu eftirfarandi: 1. sæti Lilja
og Sigríður 389 stig. 2. sæti Jón og
Birgir 384 stig. 3. sæti Gísli og
Ólafur 380 stig.
Öll aðstaða í Breiðfirðingabúð til
að iðka þessa andans íþrótt er
mjög góð. Allir eru velkomnir á
æfingakvöldin og mót félagsins.
Nánari upplýsingar veita Jón
Jóhannsson í síma 587-4662 og
Gísli Gunnlaugsson í sími 434 1142.
Bridsfélag Akraness
Akranesmótið í sveitakeppni
2003 stendur nú yfir. Níu sveitir
eru skráðar til leiks, spilaðir eru
tveir 16 spila leikir á kvöldi, tvö-
föld umferð.
Efstu sveitir að loknum 8 um-
ferðum eru:
Hársnyrting Vildísar 189 stig,
Sveit Árna Bragasonar 186 stig,
Sveit Tryggva Bjarnasonar 170 stig
Öldungarnir 160 stig
Sveit Alfreðs Kristjánss. 146 stig.
Þess ber að geta að Öldungarnir
hafa leikið einum leik minna en
hinar sveitirnar.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á tólf borðum
mánudaginn 17. febrúar. Miðlung-
ur 220. Efst vóru:
NS
Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 264
Aðalst. og Leó Guðbrandssynir 252
Guðjón Ottóss. – Guðm. Guðveigss. 249
AV
Þórhildur Magnúsd. – Helga Helgad. 251
Magnús Gíslason – Jón Bondó 242
Filip Höskuldsson – Páll Guðmundss. 240
Föstudaginn 14. febrúar var spilaður tví-
menningur á fimm borðum.
Úrslit urðu þessi:
Jón Gunnarsson – Ólafur Gíslason 91
Sófus Berthelsen – Sverrir Jónsson 81
Hermann Valsteinsson – Jón Sævaldss. 80
Jón Pálmason – Ólafur Guðmundsson 75
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði í Glæsibæ mánudaginn 10.
feb. 2003. Spilað var á 11 borðum.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóf. 242
Alda Hansen – Jón Lárusson 238
Gunnar Hersir – Guðm. G. Guðm. 234
Árangur A-V:
Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 258
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 238
Oddur Jónsson – Ægir Ferdinandsson 230
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtudaginn 13. febrúar. Spilað
var á 11 borðum.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóf. 275
Ólafur Ingvarss. – Sigtr. Ellertss. 252
Júlíus Guðm. – Rafn Kristjánsson 247
Árangur A-V:
Sigurður Pálsson – Birgir Sigurðsson 285
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 255
Leifur Jóhanness. – Aðalbjörn Bened. 234
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Þriðjudaginn 1. febrúar mættu
23 pör og spiluðu tvímenning.
Lokastaðan í N/S:
Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 265
Guðm. Magnúss. - Magnús Guðmsson 239
Einar Einarss. - Hörður Davíðss. 223
Hæsta skor í A/V:
Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 285
Aðalbj. Benediktss. - Jóhannes Guðm. 252
Siguróli Jóhannss. - Sig. Jóhannss. 240
Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 240
Sl. föstudag mætti 21 par og þá
urðu úrslitin þessi í N/S:
Albert Þorst.ss. - Sæmundur Björnss. 275
Vilhjálmur Sig. - Þórður Jörundss. 244
Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 241
Hæsta skor í A/V:
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 267
Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásm.ss. 245
Jóhann Lútherss. - Ólafur Ingvarss. 231
Meðalskor báða dagana var 216.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði
Spilað var á 7 borðum hjá Brids-
félagi eldri borgara í Hafnarfirði
þriðjudaginn 18. feb. sl. Úrslit
urðu þessi.
Jón Sævaldss. – Hermann Valsteinss. 184
Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 182
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 175
Árni Bjarnason – Þorvarður S. Guðm. 168
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is
Ungbarnanudd fyrir barnið þitt
Heilsusetur Þórgunnu
Skipholti 50c • s. 562 4745 – 896 9653.