Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 8
HÓPUR íslenskra dansara keppti á alþjóðlegri danskeppni sem fram fór í Kaupmannahöfn um síðustu helgi Árangur keppendanna var góður, sér í lagi meðal yngri kepp- enda, 10–11 ára. Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar hrepptu bronsið í keppni í suður-amerískum dönsum á sunnudag og Rúnar Sig- urðsson og Björk Guðmundsdóttir, einnig frá DÍH, lentu í fimmta sæti. Keppni fór fram dagana 14., 15. og 16. febrúar sl. og mætti stór hóp- ur áhorfenda frá Íslandi til að hvetja sitt fólk. Að sögn Auðar Haralds dans- kennara var keppnin stórglæsileg í alla staða en tímataflan var þó oft nokkuð á undan áætlun og það kom sér óþægilega fyrir keppnispörin þegar þau voru kölluð óundirbúin inn á gólfið, stundum tæplega klukkustund á undan uppgefnum tíma. Góður árangur ungmenna í dans- keppni í Danmörku Ungu dansararnir stóðu sig vel í Danmörku. Sara Rós Jakobsdóttir (l.t.v.), Sigurður Már Atlason, Björk Guðmundsdóttir og Rúnar Sigurðsson. FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útsala kvenfataverslun, Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. Enn er hægt að gera góð kaup á útsölunni í Man Skólavörðustíg Dæmi um afslátt: Dragtir í stórum stærðum 50% Ane Kenssen prjónapils 50% Hörfatnaður 70% Góði, hættu að elta okkur svona, það er nú skuldfrelsi í þessu landi. Leiðsögumenn hreindýraveiða stofna félag Þurfum að hafa okkar málsvara STOFNAÐ hefurverið Félag leið-sögumanna með hreindýraveiðum, FLH, en leiðsögumenn hrein- dýraveiðimanna gegna lögskipuðu hlutverki við hreindýraveiðar og tengj- ast um leið vaxandi um- sýslu við margvíslega þjónustu sem veitt er veiðimönnum. Skúli Magnússon er formaður hins nýskipaða félags og svaraði hann nokkrum spurningum. – Hvað er þetta stór hópur manna ... og eru þetta bara Austfirðingar? „Þegar það var sett í lög að leiðsögumenn fylgdu öllum hreindýra- veiðimönnum fyrir tveim- ur árum, var sett á námskeið fyrir okkur og mættu þar 83 sem fengu þar með réttindi sem leið- sögumenn á þessu sviði. Alls vor- um við milli 40 og 50 á stofnfund- inum og samtals hafa 68 af þessum 83 lýst yfir áhuga á að vera í umræddu félagi. Þetta eru ekki allt saman Austfirðingar. Við erum reyndar flestir héðan að austan, en það eru líka menn með réttindi í Reykjavík, Hafn- arfirði og á Akureyri.“ – Þetta er talsverður hópur miðað við ekkert allt of umfangs- mikinn veiðiskap. Hafa menn eitthvað uppúr þessu? „Það er nú misjafnt, en það er einhver hópur manna sem hefur töluverðar tekjur. Hins vegar snýst þetta ekki einungis um há- ar eða lágar tekjur leiðsögu- manna, heldur er hér um að ræða mikilvægan þátt í ferða- þjónustu. Á námskeiðinu forðum kom ungur hagfræðingur sem fenginn hafði verið til að reikna út tekjur af hreindýraveiðum. Hann var með töluna 25 til 30 milljónir sem koma inn fyrir veiðileyfasölu, en þessi maður taldi að það væri aðeins fjórð- ungur af þeirri upphæð sem væri í heildarveltunni. Einhvers stað- ar verða þessir veiðimenn að gista og borða, þeir borga elds- neyti og skotfæri, þannig að margir njóta góðs af.“ – En hvers vegna voruð þið að stofna félag af þessu tagi? „Málið er, að löggjöfin kveður á um að leiðsögumaður skuli æv- inlega vera með er farið er á hreindýraveiðar og 83 leiðsögu- menn kunna hver og einn að hafa sína skoðun á því hvernig best er að hafa hlutina. Mikilsvert er að þessi hópur hafi sinn málsvara. Óðinn Gunnar Óðinsson hjá Þró- unarstofu Austurlands og Ingi- mundur Sigurðsson hjá um- hverfisráðuneytinu hafa komið að þessu máli, unnið með und- irbúningshópi til að tryggja sem best að ábendingar til stjórn- valda skili sér sem best.“ – Hvaða ábendingar? „Við skulum hafa eitt á hreinu. Hreindýraveiðar snúast ekki um að skapa tekjur fyrir leiðsögumenn eða ferðaþjónustuaðila og þær snúast ekki held- ur um að veiðimenn fái svalað einhverri drápsfýsn. Þær eru stofnstærð- arstýring sem snýst um að halda hreindýrastofninum í ákveðinni stærð til þess að hann gangi ekki nærri kjörgróðri. Spurningin er hvernig við nýtum sem best þessa stofnstærðarstýringu. Um það geta komið ábendingar og hugleiðingar frá okkur og þær gætu snúið að ýmsu, enda er ætl- ast til lögum samkvæmt að hreindýraveiðar séu stundaðar af fagmennsku þar sem virðing er borin bæði fyrir bráðinni og umhverfinu.“ – Hvert er hlutverk leiðsögu- manns hreindýraveiðimanns? „Hlutverk okkar er að sjá til þess að farið sé að lögum og reglum sem í gildi eru hverju sinni. Þá ber okkur að finna dýr- in og koma veiðimönnum í skot- færi við þau. Það kemur fyrir, en sem betur fer sjaldan, að dýr særast og þá er það okkar hlut- verk að hafa uppi á viðkomandi dýrum og fella þau á sem skemmstum tíma. Margir veiði- menn ætlast síðan til þess að við slægjum bráðina og síðan er það í okkar verkahring að koma af- urðunum til byggða, þannig að matur verði úr hráefninu og veiðiminjar spillist ekki.“ – Er þetta þannig veiðiskapur að allir veiða svo fremi sem þeir geti skotið tiltölulega beint? „Við getum aldrei fullyrt að allir veiði. Menn bóka ákveðna daga og auðvitað getur það gerst að það er niðaþoka á svæðinu all- an tímann. En þetta er þó líklega eins tryggt og það getur verið og án þess að ég hafi mælt það þá þykir mér líklegt að 95% eða fleiri veiðimanna nái sínu dýri.“ – Hvernig er annars fyrir- komulagið? „Það eru níu afmörkuð svæði og ekkert gefið að leiðsögumað- ur megi vera á þeim öllum. Sjálf- ur hef ég aðeins leyfi til að vera á tveimur svæðum. Þá megum við aðeins hafa þrjá viðskiptavini að veiðum í einu. Ef það eru fjórir veiðimenn í hópnum þá verða þeir að gera samkomulag um það hver veiðir hvaða dag og hver hvílir. Það geta verið fleiri leið- sögumenn með skyttur á sama svæði, en það kemur ekki að sök, dýrin eru iðulega í mörgum hóp- um og slíkt eykur bara á sam- vinnu milli leiðsögumanna.“ – Er þetta bara karlasport? „Því miður þá erum við leið- sögumennirnir aðeins karlar, en sem betur fer fjölgar konum í röðum skotveiðimanna.“ Skúli Magnússon  Skúli Magnússon fæddist í Reykjavík 5.október 1944. Hann er húsasmíðameistari auk þess að vera sveinn í tréskipasmíði. Var umdæmisstjóri Vinnueft- irlitsins á Austfjörðum í tólf ár, en starfar nú sem leiðsögumaður hreindýraveiðimanna, smiður og hjá Minjasafninu á Egilsstöðum, auk þess að reka fashanabú á Tókastöðum á Héraði. Hann er giftur Jórunni Örnu Ein- arsdóttur og eiga þau þrjú upp- komin börn og sjö barnabörn. Við getum aldrei fullyrt að allir veiði FORMAÐUR samninganefndar sveitarfélaga um kjarasamning grunnskólakennara, Birgir Björn Sigurjónsson hjá Reykjavíkur- borg, segir það alrangt hjá Félagi grunnskólakennara að ákvörðun fræðsluráðs Reykjavíkur um að samræma vetrarfrí í grunnskól- um sé brot á kjarasamningi kenn- ara við sveitarfélögin. Birgir Björn segir ljóst að skól- unum beri að rétta sig eftir því sem fram komi í lögum og reglu- gerðum, kjarasamningum og samþykktum sveitarfélaga. „Reykjavíkurborg hefur heim- ild til að taka ákvörðun um þessa samræmingu, enda eru þarfir skólasamfélagsins fyrir henni. Kjarasamningurinn kemur hreint ekki í veg fyrir það heldur eru forsendur hans þannig að fara skuli eftir samþykktum sveitar- stjórna,“ segir Birgir Björn, sem segist ekki hafa séð neitt erindi til samninganefndarinnar frá kennurum um að brot hafi átt sér stað. Borið undir borgarlögmann Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, segir að fræðsluráð hafi fengið álit borg- arlögmanns og embættismanna áður en gengið var til atkvæða um tillögu um að samræma vetr- arfrí í grunnskólunum í Reykja- vík. „Af okkur hálfu töldum við okkur hafa gengið úr skugga um, og höfðum álit borgarlögmanns fyrir því, að við hefðum rétt til þess að ákveða þetta og menn höfðu gögn um það á fundinum,“ segir Stefán Jón. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að menn hafi talið þetta leyfilegt og rétta túlkun á kjarasamningi enda hafi önnur sveitarfélög þeg- ar gert þetta, s.s. Kópavogur og Garðabær, en sér sé ekki kunn- ugt hvort það hafi ef til vill verið gert með öðrum hætti, það sé þó hugsanlegt. Samræmt vetrarfrí ekki brot á samningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.