Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 43
kyrrð ríkir. Ég mun alltaf minnast hvað þér þótti vænt um okkur og ger- ir enn þar sem þú ert. Þú sem þú vildir alltaf að okkur liði vel og hugs- aðir alltaf hlýlega til okkar. En nú ertu farinn og blessuð sé minning þín. Guðsteinn Fannar. Í örfáum orðum langar okkur að minnast föðurbróður okkar, Arnórs Aðalsteins Guðlaugssonar, sem lést á 91. aldursári hinn 15. febrúar sl. Arn- ór, eða Alli eins og hann alltaf var kallaður, var fæddur á Bakka í Geira- dal 5. ágúst 1912, yngstur sjö systk- ina. Fárra daga gamall fór hann í fóstur að Tindum í Geiradal. Skömmu síðar lést móðir hans og heimilið leystist upp og systkinin fóru sitt í hvora áttina. Á Tindum ólst hann upp og var þar til fullorðinsára. Arnór var mikill dýravinur en sér- stakt yndi hafði hann af sauðkindinni, en samt átti ekki fyrir honum að liggja að verða bóndi. En hann hafði nokkrar ær á húsi í allmörg ár, sér og fjölskyldu sinni til yndisauka. Hann mun hafa verið einn síðasti fjáreig- andi í Kópavogi. Á sínum yngri árum fór hann til Danmerkur ásamt vini sínum Steindóri, og vann þá á stór- býli og kynntist búskaparháttum Dana að eigin raun. Oft kom hann í heimsókn til okkar í Víðigerði, fyrst einn síns liðs, síðar kom hann með sinni ungu glæsilegu konu, henni Svönu, sem stóð eins og klettur við hlið hans til síðustu stundar. Sérstak- lega er okkur minnisstætt hvað fylgdi honum hressilegur blær. Er þeir bræður hittust var tekið lagið og sungið af hjartans lyst, enda var Alli mikill söngmaður og var félagi í Fóst- bræðrum um árabil. Að lokum viljum við þakka þeim hjónum stórhöfðinglegar móttökur þegar okkur bar að garði, hvort sem var til lengri eða skemmri dvalar. Svo viljum við biðja góðan Guð að geyma Alla frænda okkar og vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Gunnar, Kristján, Guðrún, Kirstín og fjölskyldur. Kveðja frá Fóstbræðrum Fyrir rúmri hálfri öld gekk til liðs við Karlakórinn Fóstbræður Arnór Aðalsteinn Guðlaugsson sem ættaður var úr Barðastrandarsýslu. Hann var fæddur á Bakka í Geiradalshreppi, sonur hjónanna Guðlaugs Bjarna Guðmundssonar og konu hans Sig- urlínu Guðmundsdóttur. Eftir að hafa misst foreldra sína ungur ólst hann upp að Tindum í sömu sveit hjá Arnóri Einarssyni og Ragnheiði Grímsdóttur konu hans. Arnór sinnti bústörfum að Tindum til ársins 1944 er hann fluttist suður. Þegar Arnór gekk til liðs við Karlakórinn Fóstbræður árið 1948 hafði hann þá þegar nokkra söng- reynslu, enda hafði hann sungið með Karlakór iðnaðarmanna undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, auk þess sem hann hafði sungið með ýmsum kvart- ettum. Það þekkja allir að vel getur blásið á Barðaströndinni. Ýmsir hafa orðið til að halda því fram að hinn fal- lega hreim sem íslenskar tenórraddir búa yfir, megi meðal annars þakka hreinu og heilnæmu sjávarloftinu. Miðað við þá sönggleði sem í Arnóri bjó, má telja víst að oft hafi verið hraustlega sungið við bústörfin. Hvað getur til dæmis lýst betur er tónlistin fegurð sólarlagsins á vorin, litbrigðum fjallanna, eða fögrum morgni í fallegri sveit? Eða jafnvel baráttu mannanna við válynd nátt- úruöfl? Alls þessa er hægt að njóta af hendi tónlistarinnar. Arnór hafði bjarta og fallega tenórrödd sem hann hafði lagt rækt við að þjálfa, m.a. með að sækja söngnám hjá þeim Pétri Á. Jónssyni óperusöngvara, Guðmundu Elíasdóttur og Sigurði Skagfield. Fyrsta starfsár Arnórs með kórnum var jafnframt síðasta starfsár Jóns Halldórssonar sem stjórnanda kórs- ins, en hann hafði stjórnað kórnum allt frá árinu 1916. Við tók Jón Þór- arinsson sem hóf að stjórna Fóst- bræðrum í ársbyrjun árið 1950. Jón stjórnaði kórnum um fimm ára skeið, eða þar til Ragnar Björnsson tók við tónsprotanum. Undir stjórn þessara þriggja manna söng Arnór með Fóst- bræðrum allt til loka sjötta áratugs síðustu aldar, en leiða má að því get- um að þar sem hann og eiginkona hans, Svanfríður Ingunn Arnkels- dóttir, voru ein af frumbyggjum Kópavogs, hafi hann orðið að minnka samneyti sitt við sönggyðjuna vegna anna sinna, auk þess sem fjölskyldan hafði stækkað um þrjá, en þeim höfðu fæðst börnin Arnór Heiðar, Þuríður Sveinbjörg og Guðbjörn. Arnór hélt tryggð við uppruna sinn, hann hafði á hendi fjárbúskap allt þar til fyrir nokkrum árum að hús hans þurftu að víkja fyrir þeirri myndarlegu byggð sem nú hefur ris- ið í Kópavogi. En tryggð Arnórs við Fóstbræður var einnig rík. Eftir að stofnað hafði verið félagið Gamlir Fóstbræður gekk hann til liðs við það. Tilgangur þess félags er að styðja við starfandi kórinn, auk þess sem „gamlir“ rækta vinabönd sín með mætingu einu sinni í mánuði til þess að rifja upp gamla tíma og syngja. Arnór sýndi kórnum mikið örlæti þegar hann færði kórnum að gjöf gamalt orgel fyrir nokkrum ár- um. Orgelið sem greinilega hefur hlotið mjög góða varðveislu er sama hljóðfæri og kórinn notaði við sínar fyrstu æfingar á öndverðri síðustu öld og hefur því mikið sögulegt gildi fyrir Fóstbræður. Meðan Arnór hafði heilsu var hann ötull að sækja tónleika Fóstbræðra og fylgdist vel með félagi sínu til hinsta dags. Um leið og ég, fyrir hönd Karlakórsins Fóstbræðra, þakka Arnóri samleiðina bið ég Guð að blessa og styrkja ástvini hans. Blessuð sé minning Arnórs Aðal- steins Guðlaugssonar. Eyþór Eðvarðsson formaður. Ég verð að fara um það bil 35 ár aftur í tímann þegar ég hitti Arnór Guðlaugsson fyrst. Ég kom þá til starfa í Verslunardeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í Holtagörð- um í Reykjavík. Arnór hafði verið einhver ár hjá Sambandinu og var eins og stundum er sagt „heimavan- ur“ en ég alger nýgræðingur á þess- um vinnustað. Í minni mínu eru fyrstu kynni okkar Arnórs þau að þessi stóri, vinsamlegi og sterk- byggði maður kom til mín og sagði: „Ert þú ekki Óskar frá Haga?“ Þann- ig byrjaði þetta og svo nokkur ár á vinnustaðnum. Í matar- og kaffitím- um þar sem við sátum títt saman við borð ásamt góðum félögum sem sum- ir höfðu með okkur sameiginleg áhugamál, lestur bóka og ekki síst ljóð og lausavísur. Arnór var vel lið- tækur á þeim vettvangi, hagmæltur og gat svarað fyrir sig með vísu þeg- ar á hann var skorað bæði í gríni og alvöru. Á vinnustaðnum voru nokkrir sem lá vísnagerðin létt á tungu og þeir sem ekki iðkuðu þá list höfðu margir gaman af leik hinna. Þau tengsl sem mynduðust milli okkar Arnórs slitnuðu ekki þegar við hættum báðir vinnu okkar í Holta- görðum. Við hjónin áttum margar ánægjustundir með Arnóri og eigin- konu hans, Svanfríði, og fjölskyldu þeirra sem gott er að minnast. Og þegar grisjaðist um heimsóknir var það síminn og ófá voru þau símtölin sem við Arnór áttum og aldrei skorti okkur umræðuefni. Í samtölum okkar skynjaði ég oft sterkan hug hans til heimahaganna. Hann var trúr sínum uppruna, arf- leifð sveitamannsins frá æsku- og unglingsárum. Á efri árum sínum átti hann sauðkindur í fjárhúsum í ná- munda við heimili sitt í Kópavogi og stundaði fjárbúskap sem aukavinnu meðan hann var í fullu starfi. Einnig skynjaði ég oft ást hans á söng, enda söng hann með Fóst- bræðrum árum saman. Alls þessa er gott að minnast þó sönglist væri mér fjarlægari en skondnar vísur. En samt gefandi umræðuefni. Í lífsferlinum er mér ómetanlegt að eiga samleið með manni eins og Arnóri Guðlaugssyni og skilur eftir ljúfar minningar sem ekki gleymast. Ég kveð góðan vinnu- og viðræðu- félaga, mann sem ánægjulegt var að blanda við geði, margfróðan og bók- elskan, unnanda þess sem best er í ís- lenskri sagna- og ljóðagerð. Eigin- konu og öllum afkomendum Arnórs flyt ég mína dýpstu samúð. Óskar Þórðarson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 43 Tjaldið mikla er skil- ur milli mannheima og engla opnaðist eitt and- artak aðfaranótt mið- vikudags 12. febrúar sl. þar sem frelsarinn tók á móti barni sínu. Þetta barn var hún Halla vin- kona okkar. Við minnumst hennar með hlýju fyrir þær samvistir sem við áttum á mannamótum, í matarboðum, í fríum heima og erlendis, eða bara í heim- sókn. Við kynntumst Höllu fyrir meira en tuttugu árum og upphófst þá kunn- ingsskapur okkar sem staðið hefur alla tíð síðan, enda mörg áhugamál þau sömu hvort sem var uppeldi barna okkar, handavinna, ferðalög og jafnvel golf þótt ekki hefðum við stundað það að neinu marki. Halla var mild og hlý en ekki síður glaðvær. Hún var hrein og bein í samskiptum sínum við fólk og hleypidómalaus, orð hennar voru skýr og borin fram af raunsæi og einurð enda trygglynd og heiðarleg vinkona. Hennar yndi voru strákarnir henn- ar og fjölskylda, og um velferð þeirra hugsaði hún og hlífði sér ekki þótt fár- veik væri eða kvartaði. Síðastliðin ár vann Halla við það sem henni þótti skemmtilegast að vera innan um; efni, tvinna, tölur og nýjustu sniðblöðin, enda galdraði hún fram hverja flíkina á fætur annarri. Fyrir rúmum mánuði greindist Halla með illvígan sjúkdóm sem dró allan kraft og þol úr henni langt fyrir aldur fram. Nú gengur Halla leiðina til ljóssins á þann stað er við förum öll að lokum. Þrautum hennar í jarðvist- inni er nú lokið og nýtt skeið að hefj- ast í ríki Drottins þar sem hún er um- vafin englum og elsku frelsarans. Við kveðjum þig, elsku Halla, í dag, með trega í hjarta og söknuð, en eftir situr minningin um góða konu, móður og lífsförunaut. Elsku Svanþór, Þorbjörn, Sveinn Teitur, Bjarki Dagur, foreldrar og systkini, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Sofðu, ljúfa, sól til viðar hnígur, svefn og draumar friða hjartans þrá. Meðan húmið hljótt á jörðu sígur hvítur engill loki þinni brá. (Þ.H.) Helga og Guðmundur. Við erum í sumarfríi á Spáni 1988. Við höfðum séð hana fyrr um daginn á hótelinu en þekktum hana ekkert, vissum bara að hún var Íslendingur. Um kvöldið sáum við hana og mann- inn hennar sitja yfir kaffi á veitinga- húsi. Við heilsuðum og okkur var boð- ið til sætis með þeim. Þannig hófust kynni okkar við Höllu og Svanþór, sem hafa staðið óslitið og hnökralaust síðan. Þegar við kynntumst saumaði Halla mikið af fatnaði á drengina sína. Við dáðumst alla tíð að handbragði hennar, fötin voru jafnfín eða betri en fínustu föt úr búð. Halla talaði aldrei illa um nokkurn mann, reyndi frekar að tína fram það góða í fari hvers manns. Matarklúbburinn, ferðalögin, skemmtanir ýmiss konar eða bara stutt kaffispjall. Alls staðar var Halla hrókur alls fagnaðar. Þau Svanþór voru í okkar augum afar samrýnd og mikil hjón. Halla var einstök kona, mikill húm- oristi, traustur vinur, heiðarleg og einlæg. Í okkar augum var hún dæmi um heilbrigða konu, bæði andlega og líkamlega, en skjótt skipast veður á lofti. Hún barðist við sjúkdóminn í stuttan tíma og hafði ekki sigur. Frá- HALLA SVEINSDÓTTIR ✝ Halla Sveins-dóttir fæddist á Akranesi 10. septem- ber 1959. Hún and- aðist á heimili sínu, Brekkubæ 6 í Reykjavík, 12. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 19. febrúar. fall hennar er okkur öll- um mikið reiðarslag og algerlega ótímabært. Með þessum fátæk- legu orðum minnumst við Höllu Sveinsdóttur og biðjum algóðan Guð að blessa og styrkja Svanþór og drengina í þeirra miklu sorg. Hvíl þú í friði. Guðrún Hrönn og Ingimar. Elsku Halla, þessi unga kraftmikla kona, er látin langt um aldur fram eftir stutta og erfiða baráttu við sjúkdóm- inn sem við öll hræðumst svo mjög, krabbamein. Hún kom aftur til starfa hér í Virku síðasta vor eftir nokkurra ára hlé, og mikið fannst okkur gott að fá hana til okkar aftur, því hún var frábær félagi og starfskraftur. En því var ekki ætl- að að vara lengi, og hennar er nú sárt saknað. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldu Höllu, Svanþóri og sonum þeirra, sem hún var svo stolt af. Megi góður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Samstarfskonur og eigendur í Virku. Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín, því frostið var napurt. Hún hneigði til foldar in blíðu blöðin sín við banastríð dapurt. En guð hana í dauðanum hneigði sér að hjarta og himindýrð tindraði um krónuna bjarta. Sof, rós mín ró, í djúpri ró. (Guðmundur Guðmundsson.) Vinkonur mætast í miðri göngugöt- unni, rétt fyrir jól. Glaðar að sjá hvor aðra eftir nokkurt hlé. Ákveða að láta ekki líða jafnlangt á milli endurfunda. Gera eitthvað skemmtilegt. Í dagsins önn líður hver dagur svo hratt og áður en við er litið er þessi vikan liðin og sú næsta. Þetta er bara lífið eins og það gengur. Og við höld- um alltaf að það sé nægur tími. Ungar vorum við saman með strákana okkar litla. Hittumst og bárum saman bæk- ur okkar, skemmtum okkur vel. Við Jón Bjarni áttum margar gleðistundir með Höllu og Svanþóri. Bæði kát og hressileg og höfðu góða nærveru. Halla var mjög hjálpsöm og mynd- arleg í höndunum og ósjaldan hjálpaði hún mér með saumaskap á stelpurnar þegar mig rak í vörðurnar. Kveðjan okkar í göngugötunni varð síðasta kveðjan okkar Höllu. Hver hefði trúað því þegar hún brosti og kvaddi og sagði: „Hittumst strax á nýju ári.“ Halla kvaddi þennan heim alltaf fljótt og okkar endurfundir bíða betri tíma. Vertu kært kvödd, Halla mín, og Guði falin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Við Jón Bjarni og krakkarnir okkar sendum innilegar samúðarkveðjur til Svanþórs, Þorbjörns, Venna, Bjarka Dags svo og allrar fjölskyldunnar. Unnur Hjartardóttir. Elskuleg samstarfskona okkar til skamms tíma fyrir um tveimur árum síðan, er fallin frá. Hún Halla hreif mann með sér strax frá allra fyrstu kynnum. Það gustaði þvílíkt af henni og starfsgleði hennar og kátína smitaði mann svo innilega, þannig að maður geystist einhvern veginn áfram í skemmtilegum samræðum, pæling- um í ýmiss konar fata-og litasamsetn- ingum og því sem var aðall Höllu (fyr- ir utan að vera óaðfinnanleg sölukona): saumaskapurinn, en mis- fellur í þeim geira voru henni ekki að skapi og lagaði hún möglunarlaust all- ar slíkar flíkur, enda ekki bjóðandi að hafa slíkt svindl til sölu í vandaðri verslun. Oft lagaði hún líka flíkur sem aðrir höfðu dæmt ónýtar þannig að úr varð ný glæsiflík og sá maður hana þannig klædda stundum, alveg að rifna úr stolti. Halla var þannig að maður hlakkaði svo innilega til að vera á hennar vakt, því tíminn með henni leið svo hratt. Þá varð mikið um hlátrasköll og kæti og oft hló hún manna mest, en gat stillt sig strax af um leið og við- skiptavinur var í sjónmáli og hélt svo áfram að hlæja jafn innilega eftir að hafa afgreitt með alvörusvip. Já, hún var á við heilt hlátursnámskeið. En Höllu misbauð oft líka ýmislegt órétt- læti í samfélaginu og brýndi hún þá orðræðu sína hressilega og setti hendur í kross og hvað augun í henni skutu þá gneistum, maður lifandi!! Í lokin kom þó alltaf fyndin athuga- semd um áður háalvarlegt og virðu- legt málefni og var ekki að sökum að spyrja: Djúpur gleðihlátur fylgdi í kjölfarið. Í minningargreinum sem við höfum lesið um Höllu hefur komið fram hversu seint mein hennar greindist og virðist sem hún hafi verið einstaklega ósérhlífin allt fram á síð- asta dag. Við efumst ekki um að um- hyggja hennar gagnvart öllum öðrum og hláturmildi hafi eitthvað haft hér að segja. Hún var snillingur í að dreifa huganum. Við vottum fjölskyldu Höllu Sveinsdóttur okkar dýpstu samúð, fjölskyldu sem hún elskaði og dáði og leit á sem hinn eina sanna hornstein lífsins, enda leitun að samstilltara fólki. Það er gott að minnast hennar, því ávallt færist bros yfir og hlýr and- vari kemur inn í hjörtu okkar. Hvíl í friði, ljúfa vina. Kristín Björg Knútsdóttir og Anna Guðrún Bjarnadóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukk- an hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.