Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 37 ✝ Ágústa Þorkels-dóttir Brinck- Claussen fæddist í Leyningi við Siglu- fjörð 1. nóvember 1909, næstyngst ellefu systkina. Hún lést á dvalarheimilinu Bystævneparken í Kaupmannahöfn 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Sigurðs- son, sjómaður og verkamaður, f. 1866, d. 1943, og Anna Sig- ríður Jónsdóttir, f. 1869, d. 1926. Þegar hún hóf skólagöngu fór hún í fóstur til Akureyrar til vinafólks for- eldranna, Þorsteins Kristjánssonar og Guðnýjar Einarsdóttur, og ílent- ist þar. Systkini Ágústu voru: Ólöf, Solveig, Þorláksína, Jón, Þorlákur Anton, Sigurður, Jóhann, Valgarð- ur, Oddur og Sigurlaug og eru þau öll látin. Ágústa giftist í Kaupmannahöfn árið 1939 Frode Brinck-Claussen, arkitekt, f. 8. febrúar 1913, d. 1998. Þau eignuðust tvö börn 1) Bjørn, menntaskólakennara, f. 29. janúar 1942. Hann á tvær dætur með fyrr- verandi eiginkonu sinni Kirsten Ödum, geðlækni: Þær eru: Ursula, f. 10. apríl 1972, læknir, og Mar- ie, f. 10. apríl 1974, nemi í hagfræði, gift Peter Hagedorn, líf- eðlisfræðingi. Bjørn er í sambúð með Frances Fleur Mc- Clusky, cand. mag. 2) Annie, f. 14. febrúar 1946, var gift enskum manni, Garnett, og eignuðust þau tvö börn: Allan, f. 1968, d. 1998, og Jennifer, f. 1969, sem á eina dóttur, Line Izabelle, f. 1. október 1997. Ágústa ólst upp á Siglufirði og Akureyri og tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1928. Hún var kennari við Andakíl, Borgarfirði 1931–1932 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1934. Hún var fréttaritari við Ríkisútvarpið 1934–1938. Árið 1938 flutti hún til Kaupmannahafnar og bjó þar alla tíð síðan. Útför Ágústu verður gerð frá Bellahøjkirkju í Kaupmannahöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 11.30. Minningin um ömmusysturina Gústu í Kaupmannahöfn er falleg eins og hún var sjálf. Opnum örmum tók hún á móti okkur tveimur vinkonum frá Íslandi, 13 ára gömlum, dekraði við okkur og kankvís og brosandi sendi hún okkur í Tívolí á vit ævintýranna. Þremur árum síðar vorum við stöllur aftur hjá henni og dvöldum nú enn lengur. Við gistum hjá henni í sum- arbústaðnum á Greve strand sunnan við Kaupmannahöfn og eigum þaðan skemmtilegar minningar um smur- brauðshlaðborð, sól- og sjóböð og bál- kesti á ströndinni á Jónsmessukvöld. Frode, eiginmaður Gústu var fast- heldinn á siði og venjur Eitt af því sem mér er minnisstætt frá þessum tíma er borðhaldið. Þar lærði ég hvernig borða skal smurt brauð; fyrst rúg- brauð með kjöt- og fiskáleggi, síðan milligróft brauð og að lokum fransk- brauð með sætmeti, annaðhvort sultu eða þunnri súkkulaðiplötu. Allt hafði sína réttu röð. Umræðuefnin voru líka í ákveðnum skorðum. Gústa hrósaði atgervi og gáfum allra þeirra gesta sem heim- sóttu hana og hún hvatti ungt fólk til mennta. Af ákafa fyrrverandi frétta- ritara fylgdist hún ætíð vel með þjóð- og heimsmálum og gekk eftir skoðun gesta sinna. Á þessum tíma var hún upptekin af Nasser og 6 daga stríðinu í Ísrael og hafði hún jafnan áhyggjur af stríðshrjáðum og fátækum. Ferðavenjur Gústu og Frode voru líka í föstum skorðum. Þau fóru árum saman til Frakklands í sumarfrí og oft brugðu þau sér til London á haustin. Gústa var lipur í frönsku, hafði gaman af tungumálinu og sótti reglutíma tíma til að bæta við kunnáttuna. Foreldrar mínir heimsóttu Gústu, sem var móðursystir pabba, reglulega á ferðum sínum fyrr og síðar og sá vin- skapur sem þannig var treystur mót- aði samskipti okkar æ síðan. Ég er ekki frá því að hún hafi kunnað vel að meta þegar við Guðmundur settumst að í Kaupmannahöfn um tíma og hún gat ræktað tengslin við íslensku fjöl- skylduna sína enn betur. Reglulega sótti Frode okkur í sunnudagsmat og Gústa dásamaði nýfædda dóttur okk- ar Guðnýju, og fylgdist af athygli með hverju þroskamerki. Það var ekki amalegt að eignast ömmu og afa á staðnum. Eftir að við fluttum heim skrifaði Gústa henni bréf, stundum nokkur á ári, og er ég ekki frá því að þær bréfaskriftir, sem og aðrar, hafi létt henni heimþrána sem mér fannst alltaf blunda með henni. Hún skrif- aðist á við ýmsa ættingja hér heima og skrifaði afar fallega og kjarnyrta ís- lensku. Þau Gústa og Frode eignuðust tvö börn, Bjørn og Annie. Dætur Bjørns, Ursula og Marie, hafa vitjað æsku- stöðva ömmu sinnar. Fyrst kom Urs- ula, vann eitt sumar í stúdentaskipt- um á Íslandi, ferðaðist víða og hitti frændfólk og er henni síðan tíðrætt um íslenska gestrisni, ekki síst kaffi- boðið á Réttarholtsveginum. Seinna kom hún ásamt systur sinni Marie til landsins og saman fóru þær norður til Siglufjarðar og Akureyrar, heimsóttu ættingja, m.a. Sigurlaugu föðursystur mína og uppeldissystur Gústu, og þær kynntu sér þá staði þar sem amma þeirra hafði átt heima. Gústa og Frode bjuggu lengstum á 4. hæð í fjölbýlishúsi við Frederiks- sundsvej í Kaupmannahöfn. En eftir að Gústa lærbrotnaði og veiktist fyrir nokkrum árum bjó hún á dvalarheim- ilinu Bystævneparken. Þar hafði hún fallegt herbergi með persónulegum munum sínum. Starfsfólkið var alúð- legt og skemmtilegt, börn hennar og barnabörn heimsóttu hana oft og hún undi sér vel. Hún var jafnan hnarreist og vel til höfð, með permanentliðað hár og hálsfestar. Þeirri reisn og gleði sinni hélt hún þar til yfir lauk. Þegar hún fékk heimsóknir, hló hún og skemmti sér, spurði frétta og hrósaði gestunum í hástert þótt hún væri hætt að þekkja fólk í sundur. Hún talaði nánast eingöngu íslensku í síðustu heimsóknum mínum og mig grunar að það hafi hún gert við alla undir lokin. Þegar ég kvaddi hana í síðasta sinn í nóvember síðastliðnum og var á leið út úr dyrunum raulaði hún glaðlega ís- lenskt þjóðlag og tók fram bókina sem hún hafði verið að lesa og skoða, um djásn dönsku konungsfjölskyldunnar. Hún sjálf var okkur ættingjunum sannkölluð drottning í Danmörku, bara svolítið í útlegð. Anna Sjöfn Sigurðardóttir. Þakklæti fyrir ógleymanlegar sam- verustundir. Þú ert söngvið sumarbarn sólmánuði borin. Stundum yfir hrím og hjarn hafa legið sporin. (Örn Arnarson.) Óskar Valgarðsson. Hinsta kveðja til okkar ástkæru frænku. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Anna Benonýsdóttir, Anna Valgarðsdóttir. ÁGÚSTA ÞORKELSDÓTTIR BRINCK-CLAUSSEN þeytandi löðri sínu á rúður og þök. Til að ekki byrgði sýn til sjávar úr þessum glugga kom Lárus sér upp stórri rúðuþurrku handvirkri inn- an frá. Hver skipstjóri hefði mátt vera sæmdur af henni í brú sinni. Stundum gafst kærkomin til- breyting í starfinu þegar stór olíu- skip lögðust við akkeri alllangt út af bryggjuhaus stöðvarinnar til að losa olíu í land. Lárus var oftast fenginn til að tengja landlögnina og vakta dæl- ingu úr skipunum. Þurfti þá á bát að halda, sem honum þótti ekki verra. Stundum bauðst honum að fara á skak með nokkrum vinnu- félögum sínum á þessum ágæta báti, en skipstjóri var Jón Eyjólfs- son, og bar báturinn nafn þeirrar kempu, en Jón var faðir Eyjólfs Jónssonar sundkappa. Lárus stóðst ekki mátið, þegar honum, ásamt Guðmundi Krist- jánssyni, vinnufélaga hans hjá Skeljungi, bauðst að kaupa bát, sem þeir síðan gerðu út á hrogn- kelsaveiðar frá Shellvörinni um nokkurt árabil. Þær voru ófáar stundirnar, sem fóru í það hjá Lárusi að fylgjast með skipa- og bátaflotanum í út- varpsfréttum og á bátabylgjunni, ekki síst eftir að Halldór sonur hans fór á sjóinn. Honum bauðst að fara nokkra túra á sjó á bátum sem Halldór var á. Þáði hann það, eins og geta má nærri, og var þá hugur í karli. Eftir að Jóhanna dóttir hans giftist inn í Brekkufjölskylduna í Mjóafirði eystri dvaldi hann þar oft bróðurhluta sumarleyfa sinna, ásamt konu sinni, á meðan hennar naut við og einn eftir það á meðan heilsan entist. Og hvar skyldi hann svo hafa unað sér best á bernsku- slóðum sínum annars staðar en á sjó og við útgerðarstörfin með heimilisfólkinu. Var þá oft glatt á hjalla og líf í tuskunum. Lárus hafði mikið yndi af veið- um í ám og vötnum, einkum þó laxveiðum, og lét fátt aftra sér frá að nýta þau tækifæri, sem buðust, með sínu fólki á þeim vettvangi. Má þar t.d. nefna hina einu og sönnu Laxá í Aðaldal, Sogið, Grímsá og Laxá í Borgarfirði, Fnjóská og Laxá á Ásum og í Refasveit. Þótt enn séu margar ár óupptaldar er vel við hæfi að enda á Vesturdalsá í Vopnafirði, en í fé- lagi við aðra hefur Gunnsteinn, sonur hans, og Lárus, elsta barna- barnið, haft þá á á leigu upp úr því að sá gamli hætti í fastri vinnu ár- ið 1990, og þar átti hann margar góðar stundir á meðan kraftar ent- ust. Þó svo að þau, sem þetta rita, flyttu um miðjan níunda áratuginn með alla fjölskylduna frá Akureyri í Skriðuklaustur í Fljótsdal, þar sem hvergi nærri sá til sjávar, lét hann það ekki aftra sér frá því að rækta vel fjölskyldutengsl sín við þau. Átti hann þar ófá handtökin úti og inni og ekki spillti að hægt var að kíkja í hylji í Kelduá og Bessu, þótt engin væri þar laxa- von. Lárus var ekki gefinn fyrir veið- ar af öðrum toga, s.s. fugla- eða dýraveiðar. Er óhætt að segja að hann hafi haft á slíku hálfgerða skömm, ekki síst þegar slíkt var gert af lítilli ástæðu annarri en að þjóna veiðifíkninni einni saman. Þetta var í samræmi við það hve mikill og sannur dýravinur hann var í raun. Gladdist hann innilega yfir daglegri heimsókn heimilis- hundsins okkar, hennar Köru, og voru þau góðir vinir. Hann strauk henni þá og klappaði og lagði und- ir vanga sinn og varð oft að orði „elsku Kara mín, blessuð skepnan, mikið ertu falleg“, svo stakk hann að henni kexköku. Hyrfi hún að heiman þurfti ekki að leita lengra en til Lárusar, hann opnaði alltaf fyrir henni. Einu sinni misstum við af tíkinni í vondu veðri og mikilli úrkomu. Leið svo nóttin án þess hún kæmi heim og vorum við áhyggjufull. En þá hringdi gamli maðurinn og lét vita að tíkin hefði komið blaut og köld til sín snemma nætur, hann tekið hana inn og þerrað með handklæðum, hlúð að henni og setið yfir henni alla nótt- ina. Þannig vinur var hann. Fyrir hönd allra aðstandenda viljum við koma sérstöku þakklæti á framfæri við þá, sem heimsóttu hann þessi síðustu ár og styttu honum stundir. Sérstakar þakkir í þessu sambandi eru færðar Arn- heiði Guðjónsdóttur frá Heiðarseli á Jökuldal, næsta nágranna og gleðigjafa hans á Lagarási 17, og tengdaforeldrum Jóhönnu, þeim sæmdarhjónum Vilhjálmi Hjálm- arssyni og Margréti Þorkelsdóttur frá Brekku í Mjóafirði, með vet- ursetu á Egilsstöðum, fyrir ein- staka ræktarsemi, sem þau sýndu gamla manninum með heimsókn- um sínum, spjalli og spilamennsku, sem vitað er að hann mat mjög mikils. Þá eru læknum og hjúkrunar- fólki öllu, sem annaðist hann í veikindum hans og sýndi honum virðingu, nærgætni og félagsskap, bæði á bæklunardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum, færð- ar innilegar þakkir. Persónulega þökkum við og ekki síður börn okkar og barnabörn honum elskulega og óborganlega samfylgd og biðjum guð að varð- veita hann á sínum vegum. Þórarinn og Guðborg. Þegar ég kveð ættingjana og för minni er heitið af landi brott eftir sumardvöl eða jólaleyfisferð, verð- ur mér ætíð hugsað til þess hvort manni verði frekari samstunda auðið með þeim sem eru faðmaðir og kysstir bless. Tilfinningin sem því fylgir er óþægileg og því oftar sem skilið er við, því styttra er í að þessar vangaveltur verði að veru- leika. Nú er afi skilinn við og þótt maður verði vitaskuld sorgbitinn brosir maður líka, og það með stolti, því líf eins og það sem afi lifði er til þess eins að gleðjast yf- ir. Afi vann sig upp úr ótrúlegu harðræði og menntaði sig í Dan- mörku. Hann var vinnuþjarkur og fórnfús með eindæmum og lagði sitt að mörkum til að byggja upp land og þjóð. Hann hafði sterkar skoðanir jafnt á þjóðmálum þótt stundum þyrfti að ýta við honum áður en hann lét þær í ljós. Eitt sinn þegar ég heimsótti hann og fór í sakleysi mínu að ræða við hann um helsta bókmenntaguð okkar Íslendinga, Laxness, og það hvernig sýn hans endurspeglaði þjóðarvitundina fyrr á öldinni, fauk í karlinn og hann vitnaði í hitt og þetta sem þjóðskáldið hafði sagt að honum viðstöddum sextíu til sjötíu árum áður. Maður reifst ekki við það get ég sagt ykkur, nema rétt aðeins til að æsa hann upp svo hann segði meira. Eftir að amma skildi við var afi í námunda við fjölskylduna hvar sem var á landinu og hafði alltaf eitthvað að gera; til dæmis að dútla á skóverkstæðinu hjá Gúnda í Reykjavík með gamla, litla út- varpið í logandi gangi, að róa til fiskjar í Mjóafirði hjá Jóu frænku eða, eins og síðustu æviárin á Eg- ilsstöðum, spilandi kasínu á kvöld- in við pabba, á milli þess sem þeir horfðu á fréttirnar og fengu sér kaffibolla. Ekki amalegt það. Bless afi minn. Rúnar Þór Þórarinsson og fjölskylda. Lárus Jóhannsson hefur lokið langri ævi. Og starfsdagurinn hans varð líka langur. Ungur tók hann til og aldinn að árum vék hann af vinnustað hjá Skeljungi í Skerja- firði. Við Lárus áttum samleið um áratuga skeið eftir að börn okkar, Jóhanna og Sigfús, ákváðu sína samfylgd á sjöunda áratugnum. Tengsl okkar ýmis voru þó eldri. Föðurmæður okkar báðar voru af Skúlaættinni. Faðir Lárusar, Jó- hann Jóhannsson, varð uppeldis- sonur Vilhjálms afa míns og Svan- bjargar ömmu á Brekku. Og við vorum báðir Mjófirðingar. Ungur missti Lárus föður sinn og fluttist þá norður á land með móður sinni, Róshildi Jónsdóttur og systkinum og áttu fyrir höndum þungan róður. Þegar þeir atburðir urðu var ég enn svo skammt á veg kominn að ég minnist þess fólks vart eða ekki frá þeim misserum. Það var þó líkt og að hitta gamla vini að heimsækja Lárus og Margréti konu hans Þórarinsdótt- ur á Þverveginum í Skerjafirði. Frá þeirra góða heimili eigum við hjónin vissulega bjartar og hlýjar minningar, þótti mér þá einkar ánægjulegt hvað þær náðu vel saman nöfnurnar, konur okkar Lárusar, sveitastúlkan og dóttir Reykjavíkur. Vissulega voru það í sama máta glaðar og góðar stundir þegar þau Margrét og Lárus komu austur að Brekku á sumrin að heimsækja dóttur sína og tengda- son – og barnabörn, líka fyrir okk- ur, eldri hjónin á bænum. En svo var Margrét Þórarinsdóttir í burtu kölluð 13. október 1983, hin mæta móðir og trausti lífsförunautur. Árin liðu og mörg sumur kom Lárus í orlof sitt austur að Brekku þar sem dótturbörnum hans óx fiskur um hrygg og að síðustu langafa stúlkur lögðu lítinn lófa í hönd gamals manns. Ekki var Lárus seinn á sér, meðan heilsa leyfði, að búast til sjóferðar með Sigfúsi á trillunni. Mér er nær að halda að hann hafi átt góðan þátt í endurvakningu sjósóknar frá Brekku – sem aldrei bar sitt barr meðan ég var þar í forsvari! Lárus hafði yndi af veið- um í söltu vatni og fersku, lax- veiðimaður af lífi og sál. Ég held hann hafi vart talið sumar með sumrum væri aldrei kastað flugu eða beitt maðki. Lárus Jóhannsson var maður verkfús og snillingur í smiðju. Ég ætti ekki að gleyma afgerandi hjálp hans þegar mér kom loks til hugar að bæta fyrir áratuga van- rækslu mína og sumra sveitunga minna og merkja nokkur leiði skyldmenna og fleiri Mjófirðinga. Raunar kom hann víðar að verki þar í kirkjugarði Mjóafjarðar. Smíðaði sáluhlið (úr járni) og gaf Jóhönnu dóttur sinni ásamt fána- stöng og hún gaf síðan kirkjunni – hann vildi haga því þannig. Lengi bjó Lárus í húsi sínu í Skerjafirðinum, góður heim að sækja og fljótur að hella uppá þeg- ar inn var litið. Svo breytti hann til. Kaus þá að nálgast uppruna sinn og færði sig um set austur að Egilsstöðum. Þar fékk hann nota- legt herbergi hjá Heilbrigðisstofn- un Austurlands. Í næsta húsi bjó Þórarinn sonur hans og ekki fjarska langt til Jóhönnu á Brekku. Þarna dvaldi hann síðustu misserin og undi vel hag sínum. Litlu seinna drógum við Margrét okkur líka austur þangað til vet- ursetu og fengum inni í Útgarði. Var þaðan stutt að fara til Lárusar að spjalla saman, taka „manna“ þegar það var með okkur og þiggja einn „laglega lagaðan“ af könnunni hans góðu úr Skerjafirð- inum. Við Margrét mín höfum sann- lega margs að minnast og margt að þakka þegar leiðir skildi og Lárus Jóhannsson flutti „úr þvísa ljósi í annat“. Hann kveðjum við með þökk og hlýjum huga og biðj- um ástvinum hans blessunar. Vilhjálmur Hjálmarsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.