Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ    ! ""#  $ %  #    %                              "  #       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í GREIN Kristins Péturssonar sem birtist í Morgunblaðinu 19. febrúar s.l. má skilja af skrifum Kristins að hann beri fullt traust til stefnu Bandaríkjamanna varðandi mögu- legt stríð þeirra við Saddam Huss- ein. Fram koma fullyrðingar eins og „Bandaríkjamenn og Bretar hafa áreiðanlegar upplýsingar um að Saddam geti bráðlega framleitt efna- eða kjarnavopn“ og „Frakk- ar...drepast úr öfund út í Banda- ríkjamenn“. Þjóðir heims efast um fullyrðingar BNA og Breta um getu Íraksforseta til að framleiða efna- og kjarnorkuvopn. Eins efast Frakkar um að stríð gegn Írökum sé rétta og umfram allt eina aðferðin til að af- vopna Saddam Hussein. Skrítið að Kristinn skuli ekki fagna þeirri stað- reynd að í þessum frjálsa heim skuli vera mismunandi skoðanir á hvaða aðferðum skuli beitt í jafn veiga- miklum málum og afvopnun sjálf- stæðs ríkis í Persaflóa. Nefnir Krist- inn einnig skyldurækni okkar til að taka þátt í alþjóðastarfi og sérstak- lega að styðja þá „sem leggja sig í stórhættu við að afvopna hættuleg- ustu hryðjuverkamenn í veraldar- sögunni“. Við, Íslendingar, þurfum ekki að styða stríðsrekstur Banda- ríkjamanna í Persaflóa vegna þess að þeir senda hersveitir sem eiga það á hættu að deyja í bardögum við hermenn Saddams. Okkur, Íslend- ingum, ber hins vegar skylda til að efast um réttmæti þess að BNA ráð- ist á fullvalda ríki, þó enginn efist um grimmdarverk forsetans, þar sem verðmætar olíuauðlindir eru og möguleiki er á að koma á ríki sem er vinveitt vestrænum þjóðum. Sigur Bandaríkjamanna í Persaflóa er engin staðfesting á að „betri“ stjórn- arhættir taki við þar sem margir ólíkir hópar búa innan landamæra Íraks. Einnig ber að athuga að sterkari staða BNA í Persaflóa mun ýta sterkari stoðum undir ríki Ísr- aelsmanna í Mið-Austurlöndum og mun það ekki auka ánægju megin- þorra hins múslímska heims sem jú býr þarna allt í kring. Skrif Kristins bera vott um ábyrgðarleysi sem felst meðal ann- ars í því að gefa í skyn að til að koma í veg fyrir stríð skuli nota þau meðul sem Bandaríkjamenn hafa upp á að bjóða sem er einmitt stríð. Ábyrgð- arlaus skrif Kristins birtast einnig í því að samþykkja stríð sem hefur í för með sér þjáningu almennings þar sem hlutfall látinna í stríðum er að meðaltali 1 hermaður á móti hverjum 10 óbreyttum borgurum. Það er eflaust ekkert mál að sam- þykkja þessar yfirvofandi þjáningar með tilliti til þess að maður er stadd- ur á Íslandi og þjáningarnar eiga sér stað þúsundir kílómetra í burtu. ATLI MÁR SIGURÐSSON, stjórnmálafræðinemi við Háskóla Íslands. Réttmætur stuðningur? Frá Atla Má Sigurðssyni, stjórnmálafræðinema: HINN fyrsta des. sl. átti að taka gildi grein í kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, sem fjallar um hæfnislaun, en þau eiga að vera hvatning fyrir starfsmenn til þess að auka hæfni sína í starfi í samræmi við áætlun um starfsþróun. Hæfnislaun- in eiga að vera tvíþætt: Annars vegar að starfsmaðurinn fylgi símenntun- aráætlun stofnunar og hins vegar að byggja á mati forstöðumanns á hæfni sem nýtist í starfi og umfram þær kröfur sem starf gerir til starfs- manns. En þegar starfsmenn borg- arinnar, sem taka laun eftir kjara- samningi St.Rv. og Reykjavíkur- borgar voru farnir að hlakka til jólanna og sáu fyrir sér launahækkun sem að meðaltali myndi kannski skila um 3% launahækkun greip kjaraþró- unardeild Reykjavíkurborgar inn í og bað um frestun á þessum lið kjara- samningsins þar sem nýja starfs- matskerfið var ekki tilbúið. Og hvaða máli skipti það að starfsmatskerfið var ekki tilbúið? Jú, það var mögu- leiki á því að einhverir starfsmenn væru komnir með of há laun. En hverjir eru komnir með of há laun? Er það sá sem er með 83.882 kr. á mán. eða er það starfsmaðurinn með 114.674 kr. á mán.? Spyr sá sem ekki veit. Að vísu gæti það verið sá sem er með 150.000 kr. á mán. með yfirvinnu að mati Birgis Björns Sigurjónssonar forstöðumanns kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar en það var sú tala sem hann miðaði við þegar hann var að sannfæra fulltrúaráð St.Rv. um hversu miklar bætur starfsmenn borgarinnar fengju með því að flýta 3% kauphækkun um einn mánuð. Þessi vinna með starfsmatið á enn þá langt í land og þó að við fáum þetta greitt aftur í tímann hefði mér fund- ist að borgarfulltrúar hefðu átt að grípa þarna inn í og greiða okkur strax eins og kjarasamningur sagði til um. Það hefði verið gott fyrir okk- ur ef við hefðum haft einhvern eins og stjórnendur borgarinnar höfðu þegar Birgir Björn ákvað að greiða þeim ekki eftir úrskurði kjaradóms, en þá var viðtal við Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson borgarfulltrúa í einu dag- blaðanna þar sem hann vitnaði í borgarlögmann sem sagði að stjórn- endur hefðu allan tímann haft réttinn sín megin. SIGURBJÖRN HALLDÓRSSON, fyrsti fulltrúi 9. deildar St.Rv. (sem er fyrir starfsmenn Strætó bs.). Hver er réttur hins almenna launþega? Frá Sigurbirni Halldórssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.