Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ I. Beint lýðræði hefur verið mér hugleikið efni, allt frá háskólaár- um mínum fyrir um 40 árum. Þá flutti ég tölu á fundi Orators, fé- lags laganema, í Sjálfstæðishúsinu gamla og lagði til að hér yrði tekin upp stjórnskipan að svissneskri fyrirmynd. Með því yrði slegið af hið konungslíka forsetaembætti og engum stórmálum yrði ráðið til lykta nema með ótvíræðum vilja þjóðarinnar. Með slíkri breytingu yrði vel fyrir framkvæmdar- og löggjafarvaldi séð og vel mætti hugsa sér kviðdóma á einhverjum sviðum og færa þannig dómsvaldið einnig nær almenningi. II. Í Morgunblaðinu á sunnudag er var birtist merkur leiðari sem vert er að vekja athygli á. Hér verða tvö efnisatriði hans gerð að um- talsefni. Í fyrsta lagi segir í leið- aranum að tímabært sé að taka al- mennt upp þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg málefni og í öðru lagi að nú sé orðið of seint að láta slíka atkvæðagreiðslu fara fram um Kárahnjúkavirkjun. Fyrra atriðinu er ég hjartanlega sammála en að því er síðari þáttinn varðar ber að staldra aðeins við. III. Í greinarkorni á síðum þessa blaðs varpaði ég fram þeirri spurningu, hvort ekki væri rétt að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um Fljótsdalsvirkjun sem þá var mest í almennri umræðu. Þetta var í desember 1999 eða fyr- ir rúmum þremur árum. Hvorki þá né fram á þennan dag hef ég séð svo mikið sem ýjað að því í leið- araskrifum blaðsins að þjóðarat- kvæðagreiðsla um virkjunaráform- in komi til greina, hvað þá að sú væri eina rétta lýðræðislega leiðin. IV. Afstaða Morgunblaðsins nú minnir því helst á mann sem horfir aðgerðarlaus á barn falla í for- arpytt en snýr baki við og tautar fyrir munni sér: Seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dottið ofan í. Þess vegna er röddin í leið- aranum hjáróma og skrifin katt- arþvottur en bragð er að, þá barn- ið finnur. Bragð er að, þá barnið finnur Eftir Björn Þ. Guðmundsson Höfundur er prófessor í lögum við Háskóla Íslands. „Afstaða Morgun- blaðsins nú minnir því helst á mann sem horfir aðgerðarlaus á barn falla í forarpytt en snýr baki við.“ MEGINÞRÁÐURINN í starfi Röskvu er jafnrétti til náms. Lána- sjóður íslenskra námsmanna gegnir þar mikilvægu hlutverki. Námslán eru frumforsenda margra til að stunda nám og því mjög mikilvægt að þau dugi fólki til mannsæmandi við- urværis. Hærri lán fyrir alla Grunnframfærslan er sú upphæð sem Lánasjóðurinn áætlar náms- mönnum til framfærslu á mánuði. Við endurskoðun á grunnframfærslunni síðasta vor var samþykkt krónutölu- hækkun sem nam 8,63% milli ára. Þar með er ekki öll sagan sögð því á sama tíma hækkaði vísitala neyslu- verðs um 8,7%. Því liggur sú dapur- lega staðreynd í augum uppi að kaup- máttur stúdenta minnkaði á þessu tímabili. Það er með öllu óverjandi að stúdentar rétt verji kaupmátt sinn þegar grunnframfærslan stendur hvergi nærri undir nafni. Það er ófrávíkjanleg krafa Röskvu að grunnframfærslan hækki talsvert umfram verðbólgu. Síðustu þrjú árin sem Röskva var í meirihluta hækkaði grunnframfærslan t.a.m. um 6,7% umfram hækkun vísitölu neyslu- verðs. Frítekjumarkið þarf að hækka og taka mið af eðlilegum sumarlaunum námsmanna. Frítekjumarkið, sem er 280.000 krónur, hækkaði ekkert í fyrra og dugar því skammt en meiri- hluti námsmanna býr við skert náms- lán. Þá verður að leiðrétta kjör þess fólks sem er að snúa aftur í skóla eftir hlé. Hagsmunum þessa fólks var fórnað í samningum síðasta vor. Frí- tekjumark þess lækkaði úr 840.000 í 560.000. Endurgreiðslur námslána Einhvern tímann munum við öll standa frammi fyrir því að þurfa að borga upp námslán okkar. Endur- greiðslubyrðin er þung, háskóla- menntað fólk er að borga allt að ein- um mánaðarlaunum á ári af námslánum sínum. Á sama tíma er þetta fólk að stofna fjölskyldu og koma sér upp húsnæði. Röskva vill lækka þessa endurgreiðslubyrði og gera þannig ungu fólki auðveldara að koma undir sig fótunum eftir nám. Framvarðarsveitin skiptir máli Í vor eru alþingiskosningar og því mikilvægt að Stúdentaráð gefi tóninn fyrir hvaða mál verða á stefnuskrám flokkanna. Röskva vill að mennta- málayfirvöld geri skurk í lánasjóðs- málunum og stígi nú skrefið til fulls og byggi framfærslu sína á raunveru- legri framfærsluþörf námsmanna. Baráttan fyrir félagslegu tilliti lána- sjóðsins er einnig mikilvæg þar sem LÍN þarf að koma til móts við sér- aðstæður fólks. Það er nauðsynlegt að lánasjóðsbaráttu okkar stúdenta stýri fólk sem hefur dug og þor til að krefjast bættra kjara fyrir stúdenta. Röskva hefur sýnt það og sannað gegnum árin að hún er traustsins verð og því hvet ég alla háskólastúd- enta til að kynna sér málefnin, taka afstöðu og nýta sér kosningarétt sinn. Röskva sættir sig ekki við lækkun námslánanna Eftir Pétur Ólafsson „Það er nauðsynlegt að lána- sjóðsbar- áttu okkar stúdenta stýri fólk sem hefur dug og þor til að krefjast bættra kjara fyrir stúdenta.“ Höfundur skipar 5. sæti framboðs- lista Röskvu til Stúdentaráðs Há- skóla Íslands og er sagnfræðinemi. HÚSNÆÐIS- og aðstöðumál hafa verið í brennidepli hjá Stúd- entaráði HÍ á starfsárinu. Við í Vöku viljum leggja áherslu á að stúdentar hafi greiðan aðgang að vinnuaðstöðu sinni, uppbyggingu stúdentagarða verði hraðað og leiguverði verði haldið í skefjum. Einnig er mikilvægt að hugsa fyrir málefnum barnafólks, sjá til þess að mötuneyti verði byggt upp á Há- skólasvæðinu og tryggja að Háskóli Íslands lagi sig að aukinni notkun fartölva. Rýmri opnunartími Vaka kveður skýrt á um að bæta þurfi aðstöðu stúdenta til náms. Meðal þess sem Stúdentaráð lagði áherslu á í vetur var að opnunar- tímar bygginga yrðu rýmkaðir. Til að sýna fram á mikilvægi málsins buðust stúdentar sjálfir til að gæta bygginganna og í síðustu próftíð vöktuðu stúdentaráðsliðar Odda, húsnæði viðskipta-, hagfræði- og fé- lagsvísindadeildar, til að gefa nem- endum kost á því að lesa allan sólar- hringinn. Í kjölfar þessara aðgerða var opnunartími í próftíð rýmkaður og hefur HÍ nú ákveðið að setja upp lykilkortakerfi í flestum byggingum skólans, sem gefur möguleika á enn greiðari aðgangi. Í vetur stóð til að fresta frágangi Náttúrufræðahússins vegna fjár- skorts. Stúdentaráð mótmælti því harðlega og benti ráðamönnum á að óþolandi væri að bíða lengur eftir húsinu enda nemendur orðnir lang- eygir eftir að komast í betri aðstöðu. Skemmst er frá því að segja að í kjölfar mótmæla Stúdentaráðs var ákveðið að veita lántökuheimildir til að fjármagna framkvæmdir þannig að taka mætti húsið í notkun næsta haust. Ódýrt leiguhúsnæði Bregðast þarf við mikilli eftir- spurn námsmanna eftir ódýru leigu- húsnæði. Í vetur tókst FS að hraða lokaáfanga í byggingu nýs stúdenta- garðs og voru því 100 nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu. Að auki var opnaður stúdentagarður í Garðabæ og hefur Stúdentaráð átt í viðræð- um við Hafnarfjarðarbæ um enn frekari uppbyggingu stúdentagarða. Einnig hefur Reykjavíkurborg lofað svokölluðum Barónsreit í miðbæn- um undir námsmannaíbúðir. Á næsta starfsári vill Vaka setja enn meiri kraft í uppbyggingu garða svo hægt verði að tryggja fleiri stúd- entum húsnæði á hagstæðu verði. Vaka leggur töluverða áherslu á að byggingu Háskólatorgs, sameig- inlegrar þjónustubyggingar Há- skóla Íslands, verði hraðað, enda á mötuneyti, sem nauðsynlega vantar á Háskólasvæðið, að vera í torginu. Hættum ekki núna Tryggja þarf trausta forystu Stúdentaráðs til að ná áframhald- andi árangri í þessum mikilvæga málaflokki.. Því leggur Vaka sín verk undir dóm kjósenda kjördag- ana 26. og 27. febrúar. Málefni sem snerta alla stúdenta Eftir Ara Tómasson og Guðjón Ármannsson „Byggingu Háskóla- torgs verði hraðað.“ Ari skipar 3. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs og Guðjón situr í Stúdentaráði fyrir Vöku. Ari Tómasson Guðjón Ármannsson Í FRÉTT Morgunblaðsins laug- ardaginn 15. febrúar sl. er sagt frá tillögum innan Alþjóða Viðskipta- stofnunarinnar (WTO) sem gera ráð fyrir aukinni fríverslun í land- búnaði og að dregið sé úr við- skiptahöftum, tollum og sértækum stuðningi við landbúnaðarfram- leiðslu. Það kemur einnig fram í fréttinni að „Ísland sé í breiðri fylkingu ríkja á borð við Noreg, Sviss, Japan, ESB, S. Kóreu og fleiri og viðbrögð þessara ríkja hafa öll verið afdráttarlaus og nei- kvæð“. Það ætti að vera umhugsunar- efni að Ísland skipi sér í flokk með ríkjum sem berjast einarðlega gegn auknu viðskiptafrelsi á þessu sviði. Það er ljóst að alþjóðlegt viðskiptafrelsi er Íslandi mjög mikilvægt enda eru millilandavið- skipti tiltölulega stór hluti af þjóð- arbúskap okkar. Í samræmi við það hafa íslensk stjórnvöld yfir- leitt stutt aukið frelsi í alþjóða- viðskiptum en gera undantekningu þegar kemur að landbúnaðarmál- um. Einangrunarstefna í landbúnaði hefur í för með sér að matarverð á Íslandi er með því hæsta sem þekkist og miklu hærra en í ná- grannalöndum. Þetta háa matar- verð kemur sérstaklega niður á fá- tækum barnafjölskyldum og gerir verð nauðþurfta hærra en það ætti að vera. Viðskiptahöft í landbúnaði kosta landsmenn marga milljarða á ári og beinar greiðslur úr rík- issjóði bæta mörgum milljörðum við en þrátt fyrir þennan mikla kostnað er hagur íslensks land- búnaðar ekki góður. Kemur þar til annars vegar hversu harðbýlt landið er og illa fallið til landbúnaðar og hins vegar að miðstýring og haftastefna hefur komið í veg fyrir æskilega þróun íslensks landbúnaðar. Aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum hefur bætt hag flestra þjóða á liðnum áratugum. Takmarkað við- skiptafrelsi með landbúnaðarvörur hefur komið illa niður á þeim lönd- um sem byggja afkomu sína mest á landbúnaði þ.e.a.s. þróunarríkj- unum og einnig þeim löndum sem best henta til landbúnaðarfram- leiðslu s.s. Nýja Sjálandi, Ástralíu og Argentínu. Þessi lönd hafa ekki fengið að selja landbúnaðarvörur sínar á því lága verði sem þær geta framleitt hana á. Þetta hefur skaðað efna- hag þróunarlandanna og um leið skaðað afkomu neytenda um allan heim þ. á m. á Íslandi. Aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum er hagur allra þjóða og sérstak- lega Íslands, enda hafa íslensk stjórnvöld almennt reynt að stuðla að auknu viðskiptafrelsi. Stefna ís- lenskra stjórnvalda gegn við- skiptafrelsi með landbúnaðarvörur er neyðarleg undantekning frá þessari meginstefnu og dæmi um að sérhagsmunir einnar atvinnu- greinar séu teknir fram fyrir hag allra landsmanna. Viðskiptafrelsi í landbúnaði Eftir Einar Stefánsson Höfundur er augnlæknir. „Aukið frelsi í alþjóða- viðskiptum er hagur allra þjóða og sérstaklega Íslands.“ HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/ flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.