Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 45 Ég var alin upp í krakkahrúgu í Reykja- vík og var lánuð til þess að passa krakka- hrúguna hans Krilla á sumrin. Húsafellsheimilið varð mitt annað heimili. Mér fór að þykja vænna um Húsafellskrakkana en aðra krakka, vænna um Rúnu föð- ursystur mína og konuna hans en sem nemur skyldleika en hvað Krilla varðar skortir mig orð. Hann varðveitti barnið í sér betur en nokkur annar og lífið var honum einn samfelldur leikur. Kannski þess vegna umgekkst hann okkur krakk- ana eins og jafningja. Leikvöllurinn varð allur heimurinn, en Húsafell einhver fallegasti staður á landinu, var heimavöllurinn hans og með hans sífrjóa huga og framkvæmda- gleði voru möguleikarnir óþrjótandi. Ég upplifði það frá því ég var smástelpa að fá að eiga nokkra hlut- deild í ævintýrunum með honum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég man eftir að elta hann í sauðburði út í vornóttina og finna músarholu sem hann opnaði með lambakróknum sínum og sýndi mér. Ég fékk að kynnast vorhreingerningum músar- innar, rusli sem hún hafði hreinsað út og leifunum af vetrarforðanum. Ég man eftir því hvernig hefð- bundnir búskaparhættir á Húsafelli viku smátt og smátt fyrir einstakri frístundaparadís fyrir almenning. Ég fylgdist með tilurð tjaldstæðis- ins, þegar fyrsti bensínskúrinn kom, þegar fystu sumarhúsin risu, þegar sundlaugin kom, hitaveitan, flugvöll- urinn, golfvöllurinn og allt vegakerf- ið. Ég man þegar Langjökull hf. varð til og Krilli fékk okkur Tomma manninn minn til þess að reka sum- arskíðaskóla í Langjökli nokkur sumur með aðsetri á Húsafelli. Ég man eftir ótal ævintýraferðum með honum bæði stuttum og löngum. Einu sinni var ég kölluð út úr kennslustund í barnaskóla og sagt að drífa mig heim, mér væri boðið í flugferð. Ég sem var eitt af sex systkinum á heimili þar sem peningar uxu ekki á trjánum, hafði aldrei látið mig dreyma um að ég ætti eftir að fljúga, alla vega ekki fyrr en ég yrði fullorðin. Ég hentist heim í þvílíkum látum að ég reimaði ekki skóna mína og var skíthrædd um að detta, þessu mátti ég ekki missa af. Krilli hafði ásamt Rúnu og foreldrum mínum leigt flugvél til þess að skoða Skaftárhlaup og Krilli vildi að ég færi með. Hvílík stórkost- leg upplifun! En þótt tíminn liði og ég yrði að kerlingu með staðnaðan huga hélst vinátta okkar Krilla. Þegar ég heyrði hann eða sá, hlýnaði mér um hjartað, það tók sig gjarnan upp gamalt bros og ég fann að barnið í mér var ekki alveg týnt. Hann skrif- aðist á við mig allt lífið og stundum hringdi hann og vildi fá mig með sér í ný ævintýri. Hugmyndir hans voru frumlegar og óþrjótandi og þó af- köstin væru mikil, framkvæmdi hann ekki nema brot af því sem hann langaði til. Margt strandaði á skilningsleysi okkar meðalmenn- anna. Lífið verður hversdagslegra án hans. Barnabörnin hans hafa misst einhvern skemmtilegasta leikfélaga sem völ er á, krakkarnir stórbrotinn pabba, en Rúna lífsförunaut sem hún átti með undurfallegt og ein- stakt ástarsamband sem entist ævi hans á enda. Við Tommi sendum Húsfellingum öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún Jónsdóttir. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON ✝ Kristleifur Þor-steinsson, bóndi og hreppstjóri, fæddist á Húsafelli 11. ágúst 1923. Hann andaðist á Grensás- deild Landspítala 7. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Reykholts- kirkju 15. febrúar. Samband okkar við fólk er ákaflega mis- munandi og fer eftir því á hvaða stað í lífinu við erum þegar leiðum ber saman. Þeir sem eru okkur minnisstæð- ir og skipta máli í að móta okkur eru þeir sem kenna okkur og þeir sem ögra. Þannig var einmitt Krilli. Það var ekki lognmollan eða andleysið í kring- um hann! Frá því ég man fyrst eftir mér sat Krilli við eldhúsborðið á Húsafelli eða á Kóngsbakka og drakk soðið vatn með mjólk og ýmist talaði um nýjustu hugmyndir sínar eða virtist sofa. Síðarnefndur Krilli virtist vera í líffæraverkfalli og ekki taka eftir neinu þótt síðar kæmi í ljós að ekki hefði nokkur skapaður hlutur farið fram hjá honum. Fyrrnefndur Krilli var atorku- maðurinn, eldhuginn, fanatíkerinn og frumkvöðullinn sem kenndi mér svo ótal, ótal margt. Það var sama hvaða „andskotans vitleysa“ Krilla datt í hug að annarra mati – hún var framkvæmd. Hann ákvað að bregða búi og leggja ferðaþjónustu fyrir sig á meðan engum datt slíkt í hug – og gerði það. Hann ákvað að byggja sundlaug – og gerði það. Hann ákvað að smíða nýja rafstöð – og gerði það. Hann ákvað að gera flug- völl því strákarnir höfðu áhuga á flugi – og gerði það. Hann ákvað að sýna forfeðrum sínum virðingu með því að gera gamla bæinn upp – og gerði það. Svona mætti lengi telja, enda ekki lítið sem Krilla tókst að framkvæma á sinni löngu og við- burðaríku ævi. Öll þessi verk eru sveipuð ævintýraljóma því þau voru framkvæmd af hrifningu Krilla á nýjustu tækni og vísindum sem var samofin við heimsins mesta náttúru- unnanda og sveitakarl. Þau sumur sem ég var í sveit á Húsafelli fylgdist ég með því hvern- ig Rúna og Krilli ráku ferðaþjónustu sína af gleði, ást og andríki. Aldrei féll styggðaryrði á milli þeirra þótt þau væru oft svefnlaus helgi eftir helgi. Við Kóngsbakkakrakkarnir blönduðumst inn í krakkahrúguna sem fyrir var á bænum og alltaf var nægt pláss í hjörtum þeirra til að vera góð við hvert og eitt okkar. Við- fangsefni hversdagsins voru aldrei leiðinleg skylduverk heldur ögrandi og skemmtileg verkefni sem leiddu til einhvers. Þannig gerði Krilli mig að meistara í að losa klósettstíflur uppi á tjaldstæðum og treysti okkur Nonna fyrir vandasömum verkum sem við réðum varla við en höfðum gaman af að kljást við á græna Skódanum: sjoppan, bensínið, ruslið, tjaldstæðin og sundlaugin. Verkmenning Krilla er eitt og hugmyndafræðin annað. Hann var mikill andstæðingur áfengis og tób- aks og seldi lengi vel ekki sígarettur í sjoppunni og hellti víni sem honum var gefið í klósettið. (Samt tók hann ekkert eftir augljósri rýrnun í messuvínsflöskunni í kústaskápn- um!) Jafnframt hafði hann endalaus- ar skoðanir á því hvernig heimurinn gæti verið betri. Hugmyndir hans byggðust á jöfnuði og endurspegl- uðu ávallt áhyggjur hans hverju sinni. Þegar krakkarnir voru að mennta sig fantaseraði hann frjáls- lega um það hvernig góður kennari ætti að vera og þegar hann eltist byggði hann heilt hugmyndakerfi um ellilífeyrisþega og þann sóma sem átti að sýna þeim. Einhvern veginn var aldrei hægt að vera alveg sammála Krilla, því hann kastaði hefðbundnum hugmyndum upp í loft og gekk aðeins of langt með nýju þjóðfélagskerfin sín. Einmitt það kenndi mér að taka engu sem gefn- um hlut og hugsa gagnrýnið. Hann kenndi mér að ef eitthvað á að breyt- ast í þjóðfélaginu, þá veltur það á okkar eigin framlagi. Og Krilli var ekki af baki dottinn. Síðastliðið sumar bauð hann okkur Kristínu systur í bíltúr um Húsa- fellsskóg. Hann var handleggsbrot- inn á hægri hendi en þvertók auðvit- að fyrir að við ækjum bílnum. Hann var enn í forystuhlutverki á sínu landi, skipti um gír með vinstri og af stað! Hann ók okkur inn í fantasíu- heim alls þess sem væri skemmtilegt að gera og umfram allt hægt að gera, bara ef viljinn væri fyrir hendi. Ég kveð Krilla með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hann gaf mér. Við Már og strákarnir sendum Rúnu, Begga, Steina, Ingu, Hóa, Nonna og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur frá Sevilla. Margrét Jónsdóttir. Öðlingurinn og drengskaparmað- urinn Kristleifur Þorsteinsson frá Húsafelli er látinn. Leiðir okkar hafa legið saman frá því snemma á æskuárunum í Borgarfirði og með okkur var ætíð góð og traust vinátta. Flestir þeir sem starfa við ís- lenska ferðaþjónustu munu minnast hans sem eins af frumherjunum á þeim vettvangi. Hann og hans ágæta eiginkona, Sigrún Bergþórsdóttir frá Fljótstungu, unnu sannkallað þrekvirki við að byggja upp frá grunni eitt merkasta fyrirtæki á Ís- landi í þeirri atvinnugrein. Sá minn- isvarði, sem þau hjónin reistu sér á Húsafelli, mun standa um ókomin ár til vitnis um elju, dugnað og trú á því verkefni sem þau tóku sér fyrir hendur. Á yngri árum var Kristleifur þekktur fyrir að vera rammur að afli, rjúpnaskytta og mikill útivist- armaður. Hann unni landi sínu af einlægum hug og var óþreytandi við að fegra það og snyrta. Æskuheimili hans á Húsafelli var þekkt fyrir myndarskap og ást hans á landinu og náttúru þess var honum í blóð borin. Síðar á ævinni lágu leiðir okkar saman við störf að íslenskum ferða- málum. Við áttum saman mörg og skemmtileg samtöl um stefnur og markmið í þeirri atvinnugrein. Skoð- anir hans voru einlægar og hispurs- lausar í anda hins sanna ungmenna- félaga. Að eiga vináttu þeirra hjóna, Kristleifs og Sigrúnar, er dýrmæt minning sem ég met mikils og þakka. Ég sendi Sigrúnu og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Birgir Þorgilsson. Á miðju sumri, seint á sjötta ára- tugnum, var ég ungur maður að vinna á skólabúinu á Hvanneyri. Ráðsmaðurinn, Guðmundur Jóhann- esson, almennt kallaður Ráðsi, kom að máli við mig og bað mig að líta við hjá sér eftir kvöldmatinn. Erindið var að segja mér frá því að ,,hann Krilla á Húsafelli“ vantaði mann til að fara með sér fram á Arnarvatns- heiði, með efni í leitarmannaskála. ,,Sá þarf að þekkja eitthvað til jarð- ýtunnar, að minnsta kosti að geta keyrt hana!“ „Hitt sér Krilli um,“ bætti Ráðsi við. „Langar þig ekki að fara með Krilla?“ spurði svo Ráðsi. Jú, mig langaði til þess, svaraði ég. Hafði heyrt talað um þá Húsfellinga, ekki síst Krilla. Hann hafði verið í Bændaskólanum einum tíu árum áð- ur og var nú orðinn gildur bóndi á Húsafelli ásamt bróður sínum, Guð- mundi. Ég fór upp að Húsafelli og var þar í nokkra daga við vinnu á jarðýtunni en svo kom að því að leggja skyldi á Heiðina. Ég keyrði jarðýtuna með miklum vagni hlöðn- un timbri aftaní en Krilli var á Uni- mog, sömuleiðis með heljarmikinn vagn aftaní. Ferðin gekk brösótt en öllu var bjargað, líka þegar strekkj- arinn á belti jarðýtunnar brotnaði. Stykkið var losað, sett í strigapoka: Það er rauður klár frá honum Krist- ófer í Kalmannstungu í stóði hérna fyrir neðan hæðina. Ég næ honum alltaf og svo hnýtum við snæri uppí hann, og þú ferð svo berbakt á hon- um niðrí Kalmanstungu. Allt gekk þetta eftir, stykkið fór ég með til Finnboga í BTB. Við komumst á leiðarenda með timbrið og annað efni í leitarmannakofann. Meðan ég var í þessum leiðangri hafði Krilli lagt net í Úlfsvatni, var búinn að landa 70 fiskum þegar ég kom aftur. Eitt vakti aðdáun mína í ferðinni; Krilli þekkti hverja einustu plöntu sem á vegi okkar varð! Sagði mér mun á þeim sem uxu á heiðum uppi og niðri á láglendinu. Ferðin varð mér ógleymanleg, og ekki síst Krilli sjálfur. Mögum árum seinna var ég á leið uppá Arnarvatnsheiði. Tveir banda- rískir drengir voru þá með í för. Annar var með vasaljós. Það vantaði rafhlöðu í vasaljósið, hélt hann. Við komum við í skálanum hjá Krilla og keyptum rafhlöðu. Það kom samt ekkert ljós. Þá kom Krilli til hjálpar! Hann tók vasaljósið, skrúfaði haus- inn af prófaði peruna sem var í lagi. Þá sneri Krilli sér við, tók PrinsPóló úr hillunni, vafði álpappírnum ut- anaf, braut súkkulaðið í tvennt og rétti drengjunum. Braut álpappírinn saman og setti bakvið peruna og skrúfaði saman. Það kom ljós á vasa- ljósið! Annar drengurinn sagði þá: Þessi maður er snillingur. Mörgum árum seinna hringdi Krilli í mig og bað mig að koma með sér uppá Langjökul. Ég fór með honum uppá jökulinn. Hann var með létta vélsög með sér (skógarsög). Ég hjálpaði honum að saga smáskúta inní jökulinn. Þetta er hægt, sagði Krilli. Seinna útbjó Krilli íshelli uppá Langjökli, eins og einhverjir muna. Kristleifs á Húsafelli verður minnst fyrir margt, en ekki síst fyrir starf hans að ferðaþjónustu. Þar var hann hinn mikli frumkvöðull. Hans veður líka minnst fyrir manngæsku og að leysa hvers mann vanda. Per- sónulega minnist ég hans fyrir ánægjuleg kynni og allt það sem hann kenndi mér. Við Gerður sendum Sigrúnu og fjölskyldunni á Húsafelli okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Frum- kvöðull er fallinn. Sveinn Hallgrímsson. Krilli var algjörlega utan alfara- leiðar. Það var ekki af því að hann tapaði áttum og villtist af leið – hann átti bara ekkert erindi inn á þessa hvers manns vegi. Hann fór sína eig- in og ruddi þannig brautina óháð því hvort aðrir fylgdu honum eftir. Krilli var stórbrotinn ævintýra- karl, fjölfróður, gerðarlegur og framtakssamur, náttúrulegur og skemmtilegur, uppátækjasamur og kröftugur hugsjónamaður. Á uppvaxtarárunum var mikill samgangur á milli Húsafellsfjöl- skyldunnar og okkar fjölskyldu. Krilli og Rúna áttu fimm krakka og mamma og pabbi sex. Oft var því stór krakkaskari sem kom saman hér og þar. Það var ekki bara leik- urinn í krökkunum sem gerði þessar stundir líflegar, Krilli var liðtækur í ýmis uppátæki þótt það væri enginn barnaleikur að sjá fyrir hverju hann myndi taka upp á næst. Það var Krilli sem fór með mig sem smástelpu skríðandi eftir Surts- helli með logandi kyndla. Krilli sem skutlaðist á Land Rovernum upp á Strút með mömmu frammí ýmist skellihlæjandi eða veinandi og okkur krakkaskarann skröltandi á járn- bekkjunum aftur í. Krilli sem tók sénsinn á Kaldadalnum og sagði sögur á leiðinni. Og svo uppátækin sem maður missti af en lifa áfram í sögunum eins og þegar Krilli hellti úr olíutunnu út í Kaldána og kveikti í svo öll áin logaði. – Þvílík áramóta- brenna! Krilli var samt ekki sá hrókur alls fagnaðar sem veltist um af hlátri og lét hæst. Það voru meira verkin hans og atferli sem geisluðu af kátínu. Hann brosti bara og þá hneggjaði í honum húmorinn. Krilli var réttur maður, á réttum stað, á réttum tíma. Hann hafði þetta frábæra land til umráða þegar tækninýjungar og þekking gerðu innsókn. Og hann hafði karakterinn og dómgreindina til að tvinna þetta saman ásamt ólýsanlegum eldmóði til framkvæmda. Og árangurinn þekkja allir. Krilli kynnti sér ferðamennsku í flestum heimsálfum og vinsaði úr til eigin nota það sem honum fannst skemmtilegt. Með því eftirminni- legra var svítan undir Langjökli sem Krilli lét fræsa út og fór stoltur ofan í með mér. Þar ætlaði hann að hafa hótel og bjóða gestum að velja sér klaka frá því fyrir eða eftir landnám. Krilli var ekki bara framsýnn í ferðamálum, hann hafði stórar hug- myndir á mörgum sviðum. Fyrir all- mörgum árum, í þann mund sem ég var að hefja afskipti af menntamál- um, viðraði hann hugmyndir sínar um símenntun, jafnt aðgengi að námi og frelsi til að velja, sem því miður hafa ekki komist í fram- kvæmd. Þrátt fyrir mörg framfara- skref á þessu sviði eigum við ennþá eftir töluvert í land. Ég hef hugsað mér að bera kyndilinn á þeirri braut. Það voru skemmtilega lærdóms- rík og þakkarverð forréttindi að vera samferða Krilla fyrstu áratug- ina. Rúnu, Húsafellskrökkum og þeirra fjölskyldum sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Kristín Jónsdóttir. Með Kristleifi hverfur héðan úr okkar jarðneska lífi einn af frum- kvöðlum í íslenskri ferðaþjónustu. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Kristleifi fyrir rúmum 20 árum og átti mikið og gott samstarf við hann allar götur síðan. Með hverju árinu og eftir því sem kynni okkar urðu meiri, þá sá ég betur og betur hvað þar fór mikill hugsjónamaður og hvað hann hugsaði lengra en flestir aðrir samferðamenn. Ég dáðist oft að því hvað hug- urinn var frjór og hvað hann var í raun langt á undan sinni samtíð. Um það bera mannvirkin í Húsafelli vitni. Kristleifur var einn af fyrstu ferðaþjónustubændunum og ég held ég geti fullyrt að hann var sá fyrsti í bændastétt, sem sneri sér alfarið að því að sinna ferðafólki. Gerði það að ævistarfi sínu. En hann var ekki aðeins frum- kvöðull í að koma ferðaþjónustunni á Húsafelli í gang og þurfa þar að ganga á móti vindi og rekast á marga veggi skilningsleysis ráða- manna í þjóðfélaginu. Hann var einnig mikill félagsmálamaður og var fljótur að sjá að ef átti að nást árangur þurftu menn að standa sam- an. Hann var því einnig frumkvöðull í því að hvetja til og taka þátt í stofn- un samtaka eins og Ferðaþjónustu bænda, Félagi tjaldsvæðaeigenda, Ferðamálasamtaka Vesturlands svo nokkuð sé nefnt. Það var mér alltaf ánægjuefni þegar Kristleifur hringdi í mig, sem hann gerði nokkuð oft, sérstaklega hin síðari ár. Þá vissi ég að hann hafði einhverjar hugmyndir í huga, ferðaþjónustunni til góða. Ég var ekki alltaf sammála honum í byrjun, en ég var farinn að læra að eftir því sem ég hugsaði meir um það sem hann sagði, því hrifnari varð ég af hugmyndinni, þótt ég gerði mér grein fyrir að nokkuð langur tími yrði að líða þar til þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær voru á undan okkar samtíð. Kristleifur var ekki maður ein- samall. Hann gekk að eiga góða og duglega konu, Sigrúnu Bergþórs- dóttur frá Fljótstungu og var ánægjulegt að sjá hve samhent þau voru í uppbyggingunni í Húsafelli og í hinu daglega lífi. Það var alltaf ánægjulegt að hitta þau og ég fór ávallt betri og fróðari maður frá þeim. Þegar ég kveð þennan vin minn og samferðamann þá er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum, njóta þess að vera í námunda við hann og læra af honum. Ég veit að hann fyrirgefur mér að ég get ekki fylgt honum síðasta spöl- inn hér á jörðu niðri, þar sem ég verð þann dag á leið til annarra landa að reyna að veiða ferðamenn til að koma til Íslands og vonandi Borgarfjarðar. En ég verð örugg- lega með hugann heima. Við Steinunn sendum Sigrúnu, börnum þeirra hjóna, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum nánum ættingjum okkar innilegustu samúð- arkveðjur og vonum að fallegar minningar um góðan mann megi verða ykkur huggun í sorginni. Óli Jón Ólason, Reykholti.  Fleiri minningargreinar um Kristleif Þorsteinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.