Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 27 ÞESSI fyrirsögn er titillá indælli mynd fráMáritaníu, En att-endant le bonheur, sem fékk gagnrýnendaverðlaun á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes. Hún er til sýnis á þrem- ur stöðum í Parísarborg þessar vikurnar. Við skelltum okkur enn í latínuhverfisgrennd, í Saint André des Arts í sam- nefndri götu, nokkur skref frá St-Michel-metróstöðinni. En prívatbið okkar bíófélag- anna eftir hamingju þetta kvöld fór þannig að við tókum út for- skot á sæluna. Okkur seinkaði og fórum því út að borða fyrir bíó, öfugt við það sem ráðgert hafði verið. Stefnan var tekin á sögufrægustu veitingastofnun í París, le Procope, á rue de l’Ancienne Comedie númer 13, steinsnar frá Odéon – stofnað 1686. Þetta er sagt að sé elsta kaffihús í heiminum sem stend- ur undir nafni, víst er að nöfn þeirra standa sem þangað komu: Voltaire, Diderot, Victor Hugo. Þar sátu byltingarfor- ingjarnir Robespierre, Danton og Marat á sellufundum. En aðalatriðið er hvað er gaman þarna inni og gott að borða. Þar að auki vorum við á ferðinni fyrir klukkan hálf átta og gátum því notað okkur ódýra matseðilinn á 18,50 evrur. Úr fjórum samsetningum matseðla að velja á því verði, og miðað er við forrétt og aðalrétt, eða aðal- rétt og eftirrétt. Nú var borð- aður fugl og fiskur. Var þetta í skemmstu máli einfalt, með ná- kvæmum blæbrigðum og létt. Fiskurinn var í ætt við þorsk (lieu) með perlulauksmauki, og fuglinn var kalkún. Þar komu steiktar endívur við sögu eins og í síðasta þætti og verð ég nú að fara að komast að því hvað þetta grænmeti heitir á íslensku þótt lítið sé um það á því tungu- máli. Þetta undragrænmeti er líka gott hrátt, svolítið beiskt á bragðið og sómir sér til dæmis vel í salöt með gráðosti eða geitaosti. Eftirrétturinn var lostæti, svampkennd möndlu- kaka með sorbet. Með þessu drukkum við rauðvín frá Blaye, Chateau Volland sem kostaði 18 evrur. Þetta er ljúft vín og er þekking mín á þessu sviði nógu takmörkuð til þess að mér leyf- ist að nefna það yfirleitt. Reyndar kom einnig aðmínum takmörk-unum í því að mérmistókst að bera fram orðið Blaye. Það bjargaði ekki framburðinum að hafa flogið í þyrlu yfir þennan virk- isbæ í grennd við Bordeaux, en það gerðist eins og svo margt annað skemmtilegt þegar ég var að safna efni í bókina um- Vigdísi Finnbogadóttur. Þjónustan á Procope var full- komin, ekki af settlega taginu sem getur orðið til þess að mat- argestur spyrji sig hvort hann megi vera þarna. Eftir máltíð var bakinu snúið í Odéon, gengið niður götu og beygt inn fyrstu götu til hægri, Saint André des Arts, þar sem samnefnt bíó er. En attendant le bonheur, Beðið eftir hamingj- unni eftir Abderrahmane Siss- ako, er mynd sem ég mæli með, fyrir alla sem þykir gaman í bíó yfirleitt, fyrir þá sem vilja fá innsýn í nýjan heim, og fyrir þá sem hafa gaman af „framandi“ tónlist af fínustu sort. Eyði- merkurheimurinn við hafið er heillandi og karakterarnir, ekki síst rafvirkinn og söngkonan. Það er mikil upplifun þegar söngkonan stórkostlega og þrautþjálfaða kennir stelpu listina, söng og hljóðfæraslátt, með inngróinni tilfinningu fyrir márísku hljómfalli. Þá er rafvirkinn í eyðimerk- urkuflinum með sterkustu kar- akterum sem ég hef séð á bíó. Skemmtilega er fjallað um vin- áttu hans og strákpeyja sem hann reynir að vígja inn í leynd- ardóma rafurmagnsins og óborganlegt baks þeirra við að koma ljósi í peru. Rafvirkinn er skaftfellskur í tali og hljómfall tungumálsins merkilega ís- lenskt. Einnig það hvernig sam- tölin féllu og lengdin á þögn milli tilsvara. En þetta er sem sagt opinbera málið í landinu, Hasaniya-arabíska, sem er már- ísk mállýska. Beðið eftir hamingjunnihefur engan sér-stakan söguþráð ann-an en að týndi son- urinn kemur aftur um stundarsakir til móður sinnar. Þetta er fyrst og fremst ljóðræn og fínleg innsýn í líf eyðimerk- urfólksins við hafið. Og útlín- urnar á Máritaníu skerptust í huganum. Á vesturströnd Afr- íku, milli Alsírs og Senegals. Tvisvar sinnum stærra en Frakkland, með innan við þrjár miljónir íbúa, múslima, á vest- urströnd Afríku. Þar held ég sé nú þögn og pláss. En ekki víst það sé mikið pláss í höfðinu á stjórnvöldum, miðað við það að bíóhöfundurinn lenti í vandræð- um vegna ritskoðunar. Bíókvöldinu lauk nokkuð sögulega í skrautlega hlutanum á átjánda hverfi þegar við áttum fáeinar húslengdir eftir heim í bílnum. Maður kom á harða- hlaupum yfir þverar götur og minnst sjö lögregluþjónar í halarófu á eftir. Einhverjir sneru við allsnöggt og var at- burðarás svo hröð að við vorum áður en varði komin inn í miðja aksjón og sátum föst milli löggubíla eftir að hafa reynt að sveigja sem kurteisast úr vegi. Hópur af fólki stóð á stéttinni fyrir framan veitingahús sem við ályktuðum að hefði verið miðbik glæpsins, og nokkrir lögregluþjónar á götunni, þar á meðal lögreglukona sem stóð við húddið á bílnum okkar. Bíófélaginn sagði að hún héldi um hríðskotabyssu, en ég benti honum á að það væri óná- kvæmt, því þetta var lítil hríð- skotabyssa. Aðalatriðið nátt- úrlega að vopn séu í réttum höndum þegar gripið er til þeirra, og það er nokkuð um það þarna í grenndinni. Og þó það sé ekki til þess gert þá kryddar það altént bíókvöldin. B í ó k v ö l d í P a r í s Beðið eftir hamingjunni Eftir Steinunni Sigurðardóttur Beðið eftir hamingjunni. Indæl mynd frá Máritaníu. TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í gærkveldi hófust á tónaljóði, eftir Camille Saint- Saëns, sem er tónaleikur um Her- akles, er hann var í ánauð hjá Omfale drottningu, klæddur kven- fötum og vann við að spinna, milli þess sem hann fór „ýmsar afreks- farir“ (Goðafræði Stolls, í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar). Þetta verk er samið 1870 og er leikandi létt, mjög vel ritað fyrir hljómsveit og var fallega flutt af hljómsveitinni. Aðalviðburður kvöldsins var flutningur á fiðlukonsert op.14, eftir Samuel Barber en þar fór á kostum Sigrún Eðvaldsdóttir. Fyrsti og annar kafli verksins voru sérlega fallega mótaðir af Sigrúnu, enda syngjandi fallegur með einstaka tilþrifum í hljóm- sveitinni, sérstaklega í Andante kaflanum, Lokakaflinn er hraður og óaflátanlegur í kviku tónstreymi sínu og var hann glæsilega fluttur af Sigrúnu Eð- valdsdóttur, sem upp- skar fagnaðarhróp og verðskuldað klapp frá áheyrendum. Tvö seinni verkin á efnisskránni, Gæsa- mamma og Valsinn, eru eftir Maurice Ravel. Gæsamamma er svíta, sem byggð er á barnasögum og upp- haflega samin fyrir píanó en síðar umskrifuð af höfundinum fyrir hljómsveit, fallegt verk en ekki rismikið, sem hljómsveitarstjórinn náði að gæða fínleik og þokka. Lokaverkið, Valsinn, er áminning um það hvernig elskulegur ná- granni getur breyst í hegðun og látið ófriðlega, er hann hættir að brosa. Þetta túlkaði Ravel með fal- legum valsastefjum frá Vín, sem síðan ummynduðust og urðu gróf og ómstríð. Hljómsveitarstjór- inn Baldur Brönni- mann, náði að magna upp sterka stemningu og minnti hlustendur á, að enn erum við að dansa þennan vals, þar sem elskulegt við- mót getur í einu vet- fangi breyst í skelfi- lega ógn. Það er táknrænt, að hljóm- sveitarstjórinn heitir eftir Baldri hinum góða, er samkvæmt gosögninni lét líf sitt vegna fláræðis Loka. Goðunum tókst ekki að gráta Baldur aftur til lífs, sem ætti að vera öllum ljóst, að aldrei verður um bætt, þar sem stigið er yfir skil lífs og dauða. Ravel var fágaður heimsborgari og því er áminnig hans ekki augljós eða gróf en undir niðri er viðkvæmur sárs- auki, sem Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, undir stjórn Baldurs, náði að koma til skila á eftirminnilegan en fágaðan máta, í stíl við hug- mynd Ravels. Fáguð áminning TÓNLIST Háskólabíó Flutt voru verk eftir Camille Saint-Saëns, Samuel Barber og Maurice Ravel. Ein- leikari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Stjórnandi: Baldur Brönnimann. Fimmtudagurinn 20. febrúar, 2003. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Sigrún Eðvaldsdóttir „VIÐ ætlum að opna dyrnar á vinnu- stofu okkar hér í Vesturporti og bjóða áhorfendum að sjá hvað við höfum verið að gera með þetta verk,“ segir leikstjórinn Egill Heið- ar Anton Pálsson en í kvöld verður frumsýndur einleikurinn Herra maður eftir írska leikskáldið Enda Walsh. Leikari er Gísli Örn Garð- arsson. „Í þessu verki erum við kynnt fyr- ir bæjarbúum í Innisfree, tilbúnum írskum bæ, í gegnum sögumanninn Thomas Magill. Hann hefur aðra sýn á mannlífið en við hin og kann ekki að lesa úr þeim tvöföldu skilaboðum sem samfélagið gefur frá sér. Hann er því sífellt að misskilja og mistúlka framkomu og hegðun annarra,“ seg- ir Egill Heiðar. „Hann fattar ekki hvenær er verið að spila með hann og bæjarbúar æsa hann upp í alls kyns aðgerðir sem þeir hlæja síðan að honum fyrir,“ segir Gísli Örn. Aðspurðir hvort hann sé einhvers konar einfeldningur eða þorpsfífl upp á gamla mátann segja þeir svo alls ekki vera. „Það er alltof einföld lausn á þessari persónu,“ segir Egill Heiðar. „Með því að fylgja honum og sjá umhverfið með hans augum þá verð- ur okkur ljóst hversu mikill tvískinn- ungur er ríkjandi í samfélaginu. Hinn kristni siðferðisboðskapur sem okkur er uppálagt að fylgja og Thomas trúir á í blindni er í rauninni þverbrotinn af öllum. Þannig verður smám saman ljóst að Thomas er ekki einfeldningur heldur sam- kvæmur sjálfum sér og það eru hinir „eðlilegu“ sem eru óhæfir til að lifa samkvæmt þeim reglum sem sam- félagið hefur sett sér.“ „Walsh var að eigin sögn mjög lít- ill og seinþroska fram eftir öllum aldri. Hann hefur sagt að honum hafi liðið eins og dverg meðal risa. Kannski er það ástæðan fyrir því að hann fjallar í verkum sínum um þá sem minna mega sín,“ segir Gísli Örn. Þeir segja að upphaflega hafi þeir fengið styrk fyrir tveimur árum til að sviðsetja þetta verk. „Við ákváðum að setja fyrst upp fyrra verk Walsh, Diskópakk, sem jafn- framt var fyrsta sýning hins ný- stofnaða Vesturports. Við lítum á okkur sem vinnustofu í leiklist frem- ur en hefðbundið leikhús og höfum því frjálsari hendur en ella,“ segir Egill Heiðar. Að sögn Gísla Arnar er líklegt að þetta verði síðasta sýning Vest- urports í húsnæðinu við Vesturgötu. „Þetta er að mörgu leyti mjög óhentugt húsnæði og við erum að svipast um eftir nýjum stað fyrir starfsemina.“ Vesturport sýnir nú Rómeó og Júlíu á Litla sviði Borg- arleikhússins svo augljóst er að starfsemin hefur sprengt plássið við Vesturgötu utan af sér. Tónlistin í Herra manni er flutt af Hildi Ingunnard. Guðnadóttur selló- leikara en hún flytur bæði frum- samda tónlist og aðra í sýningunni. „Hljóðfærið gegnir mikilvægu hlut- verki í sýningunni,“ segir Gísli Örn sem sjálfur sér um „tæknivinnuna“ meðan á sýningunni stendur. Leik- mynd er verk Eirúnar Sigurð- ardóttur í Gjörningaklúbbnum og segir Egill Heiðar að þeir hafi viljað tengja saman leikara og myndlist- armann með þessum hætti. Þýðandi Herra manns er Magnús Þór Þor- bergsson. Frumsýningin verður í kvöld kl. 20 og næstu sýningar eru fyrirhugaðar í næstu viku fimmtu- dag og föstudag 27. og 28. febrúar. Herra maður í Vestur- porti Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Egill Heiðar Anton Pálsson og Gísli Örn Garðarsson. havar@mbl.is Ríkarður Long Ingibergsson opn- ar sýningu á verkum sínum í fé- lagsstarfi Gerðubergs kl. 16. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Undir- leikarar eru Unnur Eyfells, Árni Ís- leifs, Arngrímur Marteinsson og Benedikt Egilsson. Þetta er fyrsta einkasýning Ríkarðs Long og heldur hann hana í tilefni af 90 ára afmæli sínu. Sýningin stendur til 19. mars og er opin virka daga kl. 10–17, um helgar kl. 13–17. Indriði Sigurðsson og Óskar Theódórsson sýna nú verk sín í Fé- lags- og þjónustumiðstöð aldraðra í Árskógum 4. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni. Sýning- unni lýkur 28. febrúar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Fyrsta hjálp í óbyggðum nefn- ist handbók með upplýsingum um aðferðir við grein- ingu og fyrstu hjálp sem unnt er að beita í óbyggðum þegar einhver slasast eða veikist og ekki er hægt að hringja í 112. Efni bókarinnar byggist á náms- efni Wilderness Medical Associa- tes, sem unnið var samkvæmt kenningum stofnanda fyrirtækisins, læknisins Peter Goth. Námsefnið hefur hlotið alþjóðlega viðurkenn- ingu,en Wilderness Medical Associates er meðal fremstu fræðslustofnana á sviði óbyggða- læknisfræði í heiminum. Á nám- skeiðum Wilderness Medical Associates er lögð áhersla á að nemendur læri um eðlilega starf- semi líkamans út frá líffærakerfum hans og rík áhersla er lögð á verk- legar æfingar. Námskeið Wildern- ess Medical Associates eru haldin um allan heim og hafa verið haldin á Íslandi frá árinu 1999. Andrés Sigurðsson þýddi bókina, en að auki komu að bókinni þau Jón Baldursson, yfirlæknir Slysa- og bráðamóttöku Landspítala háskóla- sjúkrahúss og Anna Sigríður Vern- harðsdóttir sem er hjúkrunarfræð- ingur og verkefnisstjóri á sviði fyrstu hjálpar hjá Björgunarskóla Slysavarnafélagins Landsbjargar. Útgefandi er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Bókin er 254 bls., prentuð í Lett- landi. Handbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.