Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 46
FRÉTTIR
46 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
ATVINNA ÓSKAST
Markaðsfræðingur
óskar eftir starfi eða tímabundnum verkefnum.
Fullt vald á ritaðri og talaðri ensku.
Laus nú þegar.
Nánari upplýsingar í síma 694 3594.
Ræstingar — barngóð
40—50% starf eftir hádegi. Þrif, aðstoð og
afgreiðsla á augnlæknastofu og í sérhæfðri
barnagleraugnaverslun.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.,
merktar: „RB — 13354.“
Ólafur og Gunnar ehf. byggingarfélag byggir starfsemi sína á útboðs-
starfsemi og ná verkefnin yfir allar tegundir framkvæmda.
Steypumót
Trésmiðir
Óskað er eftir 3—4 í mótaflokk með reynslu
við mótasmíði.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur
í s. 861 0201 eða á netfangi gunni@ogbygg.is .
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
SMÁAUGLÝSINGAR
I.O.O.F. 12 1832218½ Sk.
I.O.O.F. 1 1832218 8½.0.
Í kvöld kl. 20.00
Bæn og lofgjörð í umsjón
Elsabetar og Miriam.
Allir hjartanlega velkomnir.
Í kvöld kl. 21 heldur Þórður
Viðar Snæbjörnsson erindi
„Norræn goðafræði í nýju ljósi“
í húsi félagsins, Ingólfsstræti
22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum
kl. 15.30 í umsjón Sigurðar Vil-
hjálmssonar, sem fjallar um
„Lífið og orkusteina.“
Á sunnudögum kl. 17-18 er
hugleiðingarstund með leið-
beiningum fyrir almenning.
Hugræktarnámskeið Guðspeki-
félagsins verður framhaldið
fimmtudaginn 27. febrúar kl.
20.30 í umsjá Sigurðar Boga
Stefánssonar: „Kristin hugleið-
ing“.
Á fimmtudögum kl. 16.30-
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Guðspekifélagið hvetur til sam-
anburðar trúarbragða, heim-
speki og náttúruvísinda. Félagar
njóta algers skoðanafrelsis.
gudspekifelagid.is
upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar
ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR
KIRKJUSTARF
Hallgrímskirkja. Eldri-
borgarastarf í dag kl.
13. Leikfimi, æfingar
við allra hæfi undir
stjórn Jóhönnu Sigríð-
ar. Súpa, kaffi og
spjall. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja.
Mömmumorgunn kl.
10. Kaffispjall fyrir
mæður, góð upplifun
fyrir börn. (Sjá síðu
650 í textavarpi.)
Breiðholtskirkja.
Mömmumorgnar kl. 10–12.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára
drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir
11–12 ára drengi á laugardögum kl.
12.30.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 LLL –
KFUM&K í safnaðarheimilinu, Uppsölum
3.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 13
Litlir lærisveinar, eldri hópur. Kórstjóri
Guðrún Helga Bjarnadóttir.
Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð,
barnasaga, prédikun og biblíufræðsla.
Barna- og unglingadeildir á laugardögum.
Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel-
komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl.
10, 13 og 22 á FM 105,5.
Fríkirkjan Kefas. Í dag, föstudag, starf fyr-
ir 11–13 ára kl. 19.30. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamarkað-
ur frá kl. 10–18 í dag.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 21 ung-
lingasamkoma. Útverðir koma víða að af
landinu og taka þátt í samkomunni. Þeir
munu einnig standa fyrir fjölbreyttri dag-
skrá á laugardaginn sem verður kynnt nán-
ar á unglingasamkomunni. Allir velkomnir.
Kirkjustarf
Hallgrímskirkja
SUNNUDAGINN 23. febrúar nk.
kl. 14 verður haldin ensk messa í
Hallgrímskirkju. Prestur verður sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Organisti:
Jón Bjarnason. Magnea Gunn-
arsdóttir mun leiða almennan safn-
aðarsöng. Barnakór Engjaskóla
syngur undir stjórn Guðlaugs Vikt-
orssonar. Messukaffi að athöfn lok-
inni.
Annað árið í röð er boðið upp á
enska messu í Hallgrímskirkju síð-
asta sunnudag hvers mánaðar.
Service in English
SERVICE in English at the Church
of Hallgrímur (Hallgrímskirkja).
Sunday 23rd of February at 2 pm.
Holy Communion. The Second
Sunday before Lent. Celebrant and
Preacher: The Revd Bjarni Thor
Bjarnason. Organist: Jón Bjarna-
son. Leading Singer: Magnea Gunn-
arsdóttir. The Childreńs Choir
from Engjaskóli will sing.
Conductor: Guðlaugur Viktorsson.
Refreshments after the Service.
Ensk messa í
Hallgrímskirkju Áhrif Evrópusamvinnunnar á
stjórnsýslu Norðurlanda Opinn fyr-
irlestur verður í dag, föstudaginn 21.
febrúar, um hvaða áhrif Evrópusam-
starfið hafi haft á stjórnsýslu Norður-
landanna, bæði formlega og óform-
lega. Fyrirlesturinn fer fram í
Háskóla Íslands, Lögbergi stofu 102,
kl. 10–12. Gestur fundarins verður
Per Lægreid, prófessor í stjórn-
málafræði við Institutt for Admin-
istration og Organisationsvitenskap
við háskólann í Bergen, og rann-
sóknaforstöðumaður við Rokk-
ansenteret í Bergen. Auk hans flytja
erindi: Baldur Þórhallsson dósent í
stjórnmálafræði og Runólfur Smári
Steinþórsson, dósent í viðskipta- og
hagfræðideild. Fundarstjóri er Mar-
grét S. Björnsdóttir forstöðumaður.
Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar
stjórnsýslufræða og stjórnmála í
samstarfi við norska sendiráðið og
Viðskiptafræðistofnun HÍ.
Opinn fundur Samtaka atvinnu-
lífsins Áhrif hágengis á þjóðarhag er
yfirskrift fundarins sem fer fram á
Grand Hóteli Reykjavík, í dag, föstu-
daginn 21. febrúar kl. 13–15. Frum-
mælendur verða: Hannes G. Sigurðs-
son aðstoðarframkvæmdastjóri SA,
Hörður Arnarson, forstjóri Marel,
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Brims og Útgerð-
arfélags Akureyringa, Gunnar Rafn
Birgisson, framkvæmdastjóri Ferða-
skrifstofunnar Atlantik og Gylfi Arn-
björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.
Fundarstjóri er Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri SA. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Málþing um fátækt verður haldið í
Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, föstudag-
inn 21. febrúar kl. 16–17.30. Harpa
Njáls kynnir niðurstöður úr nýrri
rannsókn sinni á eðli og orsökum fá-
tæktar og svara fyrirspurnum úr sal
undir stjórn Halldórs Reynissonar,
verkefnastjóra á Biskupsstofu. Einn-
ig kemur fram tónlistarmaðurinn
KK. Að málþinginu standa Hjálp-
arstarf kirkjunnar, Reykjavíkurdeild
Rauða kross Íslands, Samhjálp, Sam-
tök gegn fátækt og prófastsdæmi
borgarinnar. Tilgangurinn er að efla
skynsamlega og yfirvegaða umræðu
um fátækt í samfélaginu. Málþingið
er öllum opið.
Í DAG
Dansað í Kringlunni Keppnispör frá
Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem
eru félagsmenn í Dansíþróttafélaginu
Gulltoppi í samstarfi við Kringluna
halda danshátíð í Kringlunni á morg-
un, laugardaginn 22. febrúar kl. 12.
Þetta er árlegt samstarf dansskólans
og Kringlunnar. Tilgangur danshá-
tíðarinnar er fjáröflun dansparanna
sem fara í keppnisferðir til útlanda á
hverju ári.
Fyrirlestur um hljómsveitanöfn
verður hjá Nafnfræðifélaginu á
morgun kl. 13.30 í stofu 201 í Árna-
garði. Sævar Ingi Jónsson flytur fyr-
irlestur sem byggður er á ritgerð höf-
undar til B.A. prófs í íslensku í júní
2002. Ritgerðin heitir Verra gat það
ekki verið. Um nöfn á íslenskum
hljómsveitum. Í fyrirlestrinum verð-
ur reynt að draga fram atriði sem
sýna hversu sérstakur nafnaflokkur
er hér á ferðinni.
Handverkssýning í Kolaportinu
verður haldin á morgun, laugardag-
inn 22. febrúar og sunnudaginn 23.
febrúar, undir heitinu Hátíð hand-
verksins 2003. Til sýnis og sölu verð-
ur hverskyns útsaumur, hekl, prjón-
les, vefnaður, leirlist, glerlist,
útskurður, járn- og trésmíði. Þórdís
Þórðardóttir frá Eyrarbakka sýnir
myndir sem hún hefur málað af göml-
um húsum á tepoka og fleira hand-
verksfólk frá Suðurlandi, Suð-
urnesjum og víða mun einnig sýna
handverk sitt. Kolaportið er opið
laugardaga og sunnudaga kl.11 – 17.
Ráðstefna um Vatnajökuls-
þjóðgarð verður á Grand Hótel
Reykjavík á morgun, laugardag kl. 14
– 17. Á ráðstefnunni verður fjallað um
hvort Vatnajökulsþjóðgarður yrði
hátt skrifaður á heimsmælikvarða.
Erindi halda: Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra, Erik Solheim for-
maður Norges Naturvernforbund og
Hjörleifur Guttormsson náttúrufræð-
ingur. Meðal þátttakenda í pallborði
verða Guðríður Þorvarðardóttir
starfsmaður Umhverfisstofnunar,
Árni Bragason, Halldóra Hreggviðs-
dóttir skipulagsráðgjafi, Ómar Ragn-
arsson sjónvarpsmaður, Óskar H.
Guðjónsson leiðsögumaður Ultima
Thule og Sigrún Helgadóttir, kennari
og náttúrufræðingur. Freysteinn Sig-
urðsson jarðfræðingur stýrir um-
ræðum. Ráðstefnustjóri verður Ólöf
Guðný Valdimarsdóttir formaður
Landverndar.
Hugleiðslunámskeið Búddanunnan
Gen Nyingpo kennir hagnýtar að-
ferðir til að eiga betri samskipti við
fólk, á morgun, laugardaginn 22.
febrúar kl. 11 – 17.30 í Karuna búdda-
miðstöðinni Bankastræti 6. Einnig er
hægt er að óska eftir viðtali við Gen
Nyingpo. Netfang: www.karuna.is
Grikklandsvinafélagið Hellas
heldur fræðslufund í Kornhlöðunni
við Bankastræti á morgun kl. 14.
Fjallað verður um Miklagarð og hið
austrómverska ríki á miðöldum.
Framsögumaður verður Sverrir Jak-
obsson M.A. í sagnfræði og stunda-
kennari við Háskóla Íslands. Fyr-
irlestur sinn nefnir Sverrir
„Mikligarður: Daglegt líf og hugarfar
í hinu kristna Rómarveldi“.
Á MORGUN
ÍSLANDSBANKI veitir meðferð-
arheimili Götusmiðjunnar að Ár-
völlum styrk sem gerir heimilinu
kleift að opna tvö rými fyrir allt að
22 ungmenni á aldrinum 18 til 20
ára á árinu 2003.
Meðferðarheimilið að Árvöllum
hefur á undanförnum árum verið til
staðar fyrir ungt fólk sem leiðst
hefur út á villigötur vímuefna. Með-
ferðarheimilið er með þjónustu-
samning við Barnaverndarstofu um
13 rými fyrir ungmenni undir sjálf-
ræðisaldri. Auk þess eru 5 rými fyr-
ir 18 til 20 ára ungmenni. Mikið hef-
ur verið reynt til að mæta þörfum
þessa aldurshóps, en fjármögnun
hefur einkum staðið því fyrir þrif-
um. Hún hefur verið háð styrkjum,
söfnunarfé og sölu af ýmsu tagi.
Þessi styrkur Íslandsbanka gerir
meðferðarheimilinu kleift að opna
tvö rými fyrir unglinga 18 til 20 ára
þegar í stað. Þannig verður mögu-
legt að sinna að meðaltali um 22
ungmennum til viðbótar á árinu,
miðað við 33 daga meðaldvöl, segir
í frétt frá Götusmiðjunni.
Íslandsbanki styrkir
Götusmiðjuna
BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur
hefur sent frá sér eftirfarandi álykt-
un um samgöngumál þar segir m.a:
„Bæjarstjórn Bolungarvíkur fagn-
ar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að setja eins milljarðs króna auka-
fjárveitingu í vegasamgöngur á Vest-
fjörðum.
Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til
þingsályktunar um samgönguáætlun
fyrir árin 2003–2014.
Þar segir m.a. um stefnumótun,
„…að stefna skuli að því að skapa
skilyrði fyrir flesta landsmenn að
komast til og frá höfuðborgarsvæð-
inu á innan við 3½ klst. ferðatíma“.
Reykjavík gegnir nú æ meira hlut-
verki í daglegu lífi landsmanna allra,
sem í auknum mæli þurfa að sækja
þangað þjónustu. Óhætt er að full-
yrða að sú mikla uppbygging sem
orðið hefur á síðasta áratug í verslun
í Reykjavík sé að þó nokkrum hluta
byggð á því að verslun hefur flust af
landsbyggðinni til Reykjavíkur. Það
liggur því í hlutarins eðli að betri
samgöngur landsbyggðarinnar við
höfuðborgina eru bæði landsbyggð-
inni og höfuðborginni mikið hags-
munamál. Af sanngirnissjónarmiðum
er það því sérstaklega mikilvægt að
einn landshluti sitji ekki eftir fremur
en annar þegar kemur að uppbygg-
ingu samgöngunetsins og eðlilegt er
að gera ráð fyrir að allir helstu þétt-
býliskjarnar landsins séu tengdir
hringveginum með uppbyggðum
vegum með bundnu slitlagi.
Í samgönguáætlun segir einnig
„…að stefnt skuli að aukinni hag-
kvæmni í uppbyggingu og rekstri
samgangna“. Þá segir þar að
„…grunnnetið skuli byggt upp sam-
kvæmt tillögum um röð fram-
kvæmda“.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur tekur
heilshugar undir þessi markmið.
Enda þótt ljóst sé að ekki sé innan
seilingar að ná ferðatíma á landi frá
aðalþéttbýliskjarna norðanverðra
Vestfjarða til Reykjavíkur niður í 3½
klst. þá er rétt að setja það sem
markmið að ferðatíminn verði stytt-
ur sem frekast er unnt. Þá er lögð á
það rík áhersla að þessum sam-
göngubótum verði náð á allra næstu
árum en ekki verði beðið allt til árs-
ins 2014 eftir því að þær klárist.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar sl.
þriðjudag um aukna fjármuni til
vegamála gefur þeirri von byr undir
báða vængi.“
Ferðatími á þjóðveg-
um verði styttur