Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Rögnvaldur Lár-usson fæddist í
Stykkishólmi 8. mars
1938. Hann lést á
Landspítalanum 7.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Lárus Rögnvaldsson
rafvirki, f. á Straumi
á Skógarströnd 27.
júní 1904, d. 13. apríl
1956, og Ásta Hall-
dóra Gestsdóttir hús-
freyja, f. í Hvammi í
Dýrafirði 23. des.
1910, d. 9. júlí 1991.
Eldri bróðir Rögn-
valdar var Grétar, f. 31. ágúst
1934, d. 12. nóv. 2001, en yngri
bræður hans eru Haraldur og
Gylfi, f. 23. okt. 1946.
Rögnvaldur kvæntist 21. okt.
1961 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Sveinlaugu Salóme Valtýsdóttur,
f. 27. ágúst 1942. Foreldrar henn-
ar eru Valtýr Guðmundsson tré-
smíðameistari, f. á Gröf í Laxár-
dal 12. okt. 1914, og Ingunn
Sveinsdóttir húsfreyja, f. í Köldu-
kinn á Fellsströnd 10. maí 1918.
Börn Rögnvaldar og Sveinlaugar
eru: 1) Ingunn Halldóra, f. 21. apr-
íl 1961, eiginmaður Brynjólfur
Nikulásson múrari, f. 3. mars
1961. Dætur þeirra eru Rakel, f.
15. okt 1982, Bryn-
dís, f. 14 ágúst 1986,
og Þórarna Salóme,
f. 8. jan. 1993. 2)
Gréta, f. 3. apríl
1964, eiginmaður
Ingi Borgþór Rúts-
son rafvirki, f. 3. maí
1964. Börn þeirra
eru Telma, f. 24.
mars 1986, Rögn-
valdur, f. 30. apríl
1993, og Ingi Grétar,
f. 29. jan. 2001. 3)
Valdís íþróttakenn-
ari, f. 23 júní 1972.
Rögnvaldur lærði
vélvirkjun í Iðnskólanum í Stykk-
ishólmi og hjá föðurbróður sínum,
Kristjáni Rögnvaldssyni, en hjá
honum starfaði hann við ýmsar
smíðar og viðhald skipa og báta,
þar til hann ásamt frændum sín-
um, þeim Sigurði, Guðmundi og
Ólafi Kristjánssonum, tók við
rekstri smiðjunnar 1965. Árið
1975 sameinaðist fyrirtæki þeirra
skipasmíðastöðinni Skipavík í
Stykkishólmi og tóku þeir frænd-
ur þá við rekstri hennar. Rögn-
valdur starfaði sem verkstjóri hjá
Skipavík allt til dánardags.
Útför Rögnvaldar verður gerð
frá Stykkishólmskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Þín dóttir,
Ingunn Halldóra.
Elsku pabbi minn
Það er sárt til þess að hugsa að
þú sért farinn frá okkur. það eru
svo margar minningar sem koma
upp í huga minn þegar ég hugsa um
þig. Allar veiðiferðirnar sem farnar
voru á sumrin í Miðá í Dölum. Við
dvöldum þar viku í senn og þar átt-
um við fjölskyldan góðar stundir.
Að fara til Reykjavíkur í vályndum
veðrum var líka spennandi en í einni
slíkri ferð festum við bílinn á Hey-
dalnum og við stelpurnar og
mamma vorum sendar út til að ýta
og skórinn minn varð eftir í forinni.
Já þú ert horfinn á braut elsku
pabbi minn en minningarnar lifa um
ókomna tíð.
Ó pabbi minn, nú sól til viðar sígur
og söngvar hljóðna, fölva slær á jörð.
Þeir fljúga burt er húmið yfir hnígur
er himinhvolfið fylltu þakkargjörð.
Það dimmir nú og dökknar hér í heimi,
ó pabbi minn, þú horfinn ert mér frá.
Í mínu hjarta minning þína geymi,
ég man þig æ; og tárin stöðugt væta brá.
Ó pabbi minn, ég heyri klukkur hljóma,
því hér og nú er þungbær ögurstund
í mínum huga minningarnar óma,
þú mér ert horfinn Drottins þíns á fund.
Ó pabbi minn, minn hugur harmi sleginn
nú horfir fram á dægrin tóm og löng.
Mín von er sú, við hittumst hinumegin
og helgum Guði færum okkar dýrðarsöng.
(Ingibjörg Guðnadóttir.)
Þín dóttir
Gréta.
Elsku pabbi minn.
Nú ertu farinn frá okkur svo
skyndilega. Það er svo sárt að þurfa
að kveðja svona snemma. Stórt
skarð er höggvið í fjölskylduna sem
aldrei verður fyllt, en minningu þína
geymi ég alltaf í mínu hjarta. Þú
varst alltaf svo traustur og alltaf til
staðar ef eitthvað bjátaði á.
Minningarnar eru margar, allar
skemmtilegu veiðiferðirnar sem við
fórum í á hverju sumri þegar ég var
lítil og allar ferðirnar okkar til út-
landa. Ég man að ég fór ófáar ferð-
irnar með þér í vinnuna þína í
Skipavíkina þegar þú varst að at-
huga hvort allt væri í lagi þar og þú
varst duglegur að bjóða mér með.
Alltaf varstu boðinn og búinn að
gera við bílana mina og dytta að
þeim eða láta gera við þá ef eitthvað
var að þeim, þegar ég kom heim í
Hólminn hin síðari ár eftir að ég
fluttist til Reykjavíkur. Þannig
varst þú, vildir hafa allt öruggt og í
lagi.
Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan
kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara
himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir
þér, hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér
mein, né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína og
inngöngu héðan í frá og að eilífu.
(121. Davíðssálmur.)
Vertu sæll pabbi minn.
Hvíl í friði.
Þín
Valdís.
Það var fyrir 20 árum síðan að ég
renndi fyrst í hlað að Höfðagötu 9a í
Stykkishólmi. Ástæða þeirrar heim-
sóknar var sú að ég hafði kynnst
þessari indælu stúlku úr Hólminum
og nú var komið að því að hitta
tengdaforeldrana tilvonandi. Ég var
ungur að árum og óreyndur, feim-
inn og vissi ekki við hverju væri að
búast. Ég komst þó fljótt að því að
engu þurfti að kvíða, móttökurnar
voru hlýjar og indælar og borðið
hlaðið nægtum eins og Sveinu einni
er lagið. Oft hef ég síðan í Hólminn
komið og minningar um margar
góðar stundir koma upp í hugann
þegar litið er til baka.
Það var svo gott að komast í frið-
inn og róna sem ávallt ríkir á
Höfðagötunni.
Tengdafaðir minn var um margt
sérstakur maður. Allt sem honum
við kom, var snyrtilegt, hreint og
vel um gengið. Hann var ekki alltaf
margmáll en orðum hans var óhætt
að treysta og aldrei skorti nokkurn
hlut á heimili hans. Börnunum mín-
um þótti innilega vænt um afa sinn
og er þeirra söknuður og sorg ekki
minni en okkar hinna sem eldri er-
um. Það er svo undarlegt með þetta
líf, við gerum okkar áætlanir og
skipuleggjum framtíðina alla, en
eftir á að hyggja, þá ráðum við þó
aðeins þeirri einu stundu sem við
lifum á, hverju sinni. Skyndilega er
allt breytt og endanleiki atburðanna
gagntekur hugann. Ekkert verður
aftur tekið og engu við bætt, aðeins
minningin lifir.
Kæri tengdapabbi, ég kveð þig
nú en ætíð mun ég minnast þín og
þíns hógværa og yfirvegaða per-
sónuleika.
Með virðingu og söknuði.
Þinn tengdasonur
Borgþór.
Elsku afi minn.
Það er svo sárt að hugsa um það
að þú sért ekki lengur hér hjá okk-
ur.
Allar minningarnar sem ég á um
þig rifjast upp fyrir mér og það er
ekki hægt að hemja tárin.
Ég get ekki hugsað um það að
næst þegar ég kem í Stykkishólm
verðu enginn afi Röggi þar til að
fara með okkur afabörnin á „Stykk-
ishólmsrúntinn“ sem var einskonar
ómissandi hefð þegar við komum í
heimsókn til afa og ömmu. Sá rúnt-
ur lá iðulega niður á bryggju og
stundum niður í Skipavík og oft var
líka farið í nammistopp niður á
Bensó.
Eitt sinn þegar við fjölskyldan
vorum í heimsókn hjá ömmu og afa
í Stykkishólmi ákvað afi að við ætt-
um kannski að leigja okkur vélsleða
og fara upp á Snæfellsjökul, okkur
öllum til mikillar ánægju. Amma og
mamma voru eftir heima en ég, afi,
pabbi, Valdís og Röggi fórum. Ég
sat aftan á sleðanum hjá afa sem
brunaði svo hratt því við vildum
vera fyrst, sú ferð endaði með því
að ég skaust af og afi fattaði það
ekki fyrr en ég var næstum kominn
upp á sleðann hjá leiðsögumann-
inum. Þetta var frábær ferð sem ég
mun aldrei gleyma ásamt fullt af
öðru sem við gerðum saman. Ég er
þakklát guði fyrir að hafa átt svona
góðan og yndislegan afa.
Ég hugsa um þig hjá mér
sem farinn ert frá mér,
og faðminn út breiði,
en auðninni kaldri ég atlotin greiði.
En sorgbitinn huga
má harmur ei buga,
sú huggun er stærri,
að herrann þig geymir og hann er mér
nærri.
(Ingibjörg Sumarliðadóttir.)
Afi minn, mér þykir svo vænt um
þig og ég mun aldrei gleyma hversu
yndislegur þú varst. Takk fyrir allt,
afi minn. Ég vona að ég eigi eftir að
hitta þig seinna á betri stað.
Ég elska þig að eilífu, þín afa-
stelpa
Telma.
Elsku afi minn, ég man eftir svo
mörgu sem við gerðum saman og
hvað það var alltaf gaman að heim-
sækja þig í Stykkishólm. Þá
skruppum við oft á rúntinn á jepp-
anum þínum og oft tókst mér að
plata þig til að koma við í sjoppunni
eða í Sjávarborg og kaupa eitthvert
dót. Þú sagðir oft að herbergið mitt
væri eins og leikfangabúð og þegar
ég bað þig að kaupa eitthvert dót þá
sagðir þú alltaf. Vantar þig bara
þetta í leikfangasafnið. Oft varst þú
að grínast við mig og sagðir að þú
ætlaðir að kaupa vélsleða strax á
morgun, svo kom skrítinn svipur á
þig sem merkti að þetta væri bara
grín.
Elsku afi minn ég sakna þín svo
mikið. Mér finnst svo skrítið að
hugsa um það að næst þegar ég
kem til Stykkishólms verður þú
ekki þar.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Þinn afastrákur
Rögnvaldur.
Það er erfitt að byrja minninga-
grein, það er svo margt sem maður
vill segja og finna réttu orðin fyrir
hrærðar tilfinningar. Hvernig getur
maður sagt í svo stuttu máli hvað og
hver Rögnvaldur var. Við settumst
niður og skoðuðum gamlar myndir
og yfir okkur helltust yndislegar
æskuminningar. Fyrir okkur var
hann alltaf Röggi frændi. Bróðir
feðra okkar, tvíburanna Halla og
Gylfa. Við eigum margar minningar
með Rögga, Sveinu og fjölskyldu
þeirra. Hvort sem var í Stykkis-
hólmi, Reykjavík eða Miðá í Dölum,
allar eru þær einstakar. Okkur eru
sérstaklega minnistæðar ferðir okk-
ar í Stykkishólm, æskustöðvar feðra
okkar. Þar gistum við ýmist hjá
Rögga og Sveinu, eða Grétari, elsta
bróðurnum, og konu hans Önnu
Birnu. Það var alltaf mikið fjör á bæ
þegar allur herskarinn var saman
kominn fyrir vestan, og leið okkur
alltaf vel þar. Var það ekki síst
vegna þess hve heimili þeirra bar
alltaf merki rósemdar og hlýleika.
Einnig bjuggu þau nálægt Ástu
ömmu meðan hún enn lifði og varð
maður aldrei þreyttur á að hlaupa
til hennar í spil og sælgæti. Vegna
tíðra ferða í Hólminn enduðu feður
okkar á að kaupa og gera upp hús
þar að Höfðagötu 2, skammt frá
Rögga og Sveinu.
Við höfum elst og erum sjálf farin
að ferðast með okkar fjölskyldur og
vini í hús foreldra okkar að Höfða-
götunni. Alltaf hafa Röggi og Sveina
tekið vel á móti okkur og hjálpað
með hvað sem aðstoð þurfti við.
Hvort sem eru bilaðir kranar, týnd-
ir eða rangir lyklar, rúmfataleysi
eða kaffisopi. Alltaf gestrisin og
tilbúin að hjálpa.
En það er einungis rétt rúmt ár
síðan bróðir þeirra Grétar varð
bráðkvaddur. Það var stórt skarð
sem var hoggið í litla fjölskyldu.
Grétar stóð Rögga mjög nærri enda
stóru bræður tvíburanna sem þeir
hugsuðu um af ást og alúð alla sína
ævi. Þetta tók mikið á Rögga og
feður okkar. En núna er Röggi tek-
inn svo snögglega frá okkur líka.
Elsku Halli og Gylfi, þið berið
þunga byrði sem sorgin er, og mun-
um við börnin ykkar bera hana með
ykkur. Eins og við treystum að þið
hjálpið hvor öðrum að bera hana
líka.
Elsku Sveina, Inga Dóra, Gréta,
Valdís og fjölskyldur, það er fátt
sem við getum sagt til að sefa sorg
ykkar í dag, en við viljum að þið vit-
ið að hugur okkar og hjörtu eru
með ykkur.
Inga Lára, Ásta Sóley,
Helena, Aldís Jóna, Eiður
og Lárus Rögnvaldur.
Í dag kveðjum við frænda og
samstarfsfélaga okkar, Rögnvald
Lárusson langt um aldur fram.
Rögnvaldur var sonur Ástu Gests-
dóttur og föðurbróður okkar, Lár-
usar Rögnvaldssonar.
Mikill samgangur var milli fjöl-
skyldna okkar og var ætíð gott að
koma á æskuheimili Rögga eins og
hann var ævinlega nefndur. Hjá
Ástu og Lalla var oft margt um
manninn, mikið hlegið og skrafað og
var snyrtimennska þar í hávegum
höfð. Leiksvæði okkar strákanna
var Rögnvaldarfjaran við hús afa
okkar Rögnvaldar Lárussonar báta-
smiðs og smiðju föður okkar Krist-
jáns Rögnvaldssonar. Svo var það
gamli slippurinn að ógleymdri Raf-
stöðinni þar sem Lárus faðir Rögga
var við stjórn , en hann var mikill
hagleiksmaður.
Röggi hóf nám í vélsmiðjunni hjá
föður okkar og útskrifaðist þar sem
vélvirki, ásamt mörgum öðrum sem
síðan hafa sett svip sinn á Hólminn.
Eftir andlát föður okkar 1965 tók-
um við bræðurnir ásamt Rögga upp
samstarf um rekstur Vélsmiðju
Kristjáns Rögnvaldssonar sem við
rákum saman í 10 ár eða þar til við
yfirtókum rekstur Skipasmíðastöðv-
arinnar Skipavíkur árið 1975. Það
samstarf hélst þar til að við seldum
okkar hlut í fyrirtækinu árið 1998.
Alls störfuðum við saman að rekstri
í 33 ár og á uppgangstímum skipa-
smíðinnar varð oft að leysa hin
margvíslegustu verkefni sem að
höndum bar. Má þar til nefna smíði
á 23 bátum af ýmsum stærðum, allt
frá 5 tonnum upp í 170 tonn. Þetta
tókst með samvinnu og góðu sam-
starfi allra þeirra er störfuðu að
smíðinni. Röggi hélt áfram að vinna
sem verkstjóri hjá Skipavík allt til
dánardags.
Það er sárt að sjá á eftir frænda
okkar, svona snögglega og langt um
aldur fram. Biðjum við þann sem
öllu ræður að vaka yfir honum í nýj-
um heimkynnum.
Við bræðurnir og fjölskyldur okk-
ar sendum fjölskyldu Rögnvaldar
Lárussonar okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja þau í sorginni.
Ólafur, Guðmundur og
Sigurður A. Kristjánssynir.
Rögnvaldur var búinn að vera
starfsmaður Skipavíkur hf. í 28 ár,
fréttin af andláti hans kom sem
reiðarslag. Með honum er genginn
góður verkmaður og verður erfitt
að fylla skarð hans. Hann hafði unn-
ið í nær hálfa öld við vélsmíði. Við
fráfall Rögga hvarf mikil tækni-
þekking og verkkunnátta sem hann
hafði öðlast í sínu starfi.
Margir hafa lært og starfað undir
hans stjórn á liðnum árum og ber
öllum saman um að þar hafi farið
góður fagmaður. Röggi tók öllum
með jafnaðargeði enda blíður á
manninn og alltaf tilbúinn að leið-
beina. Það er ljóst að hans verður
sárt saknað úr röðum starfsmanna
Skipavíkur. Þeir eru ófáir sjómenn-
irnir sem leitað hafa ráða um tækni-
legar útfærslur á vélbúnaði báta hjá
honum, enda byggst upp mikið
traust milli hans og þeirra í gegnum
árin.
Rögnvaldur var starfsmaður
Skipavíkur, þar af yfirverkstjóri síð-
ustu 12 árin, og þakkar fyrirtækið
honum vel unnin störf. Þó missir
fyrirtækisins sé mikill er missir fjöl-
skyldunnar enn meiri.
RÖGNVALDUR
LÁRUSSON
Olle Ekberg var íþróttaþjálfari að
mennt og var ráðinn landsliðsþjálf-
ari íslenska landsliðsins í frjálsum
íþróttum 1947 til undirbúnings Ól-
OLLE
EKBERG
✝ Olle Ekbergfæddist í Nyköp-
ing í Svíþjóð 26. jan-
úar 1914. Hann lést á
Sollentunaelliheimili
31. janúar síðastlið-
inn.
Eftirlifandi eigin-
kona Olle er Alice
Ekberg og eru dætur
þeirra Marianne og
Kerstin.
Útför Olle Ekberg
verður gerð í Soll-
entuna í dag.
ympíuleikanna í Lond-
on 1948. Aðleikunum
loknum gerðist hann
vallarstjóri í Stokk-
hólmi, fyrst tíu ár á
Hjörthagens Idrott-
splats og síðan rúm-
lega 20 ár á Stockholm
Stadion Ólympíuleik-
vanginum frá 1912.
Olle og Alice komu í
eldriborgaraferð til Ís-
lands fyrir átta árum
og hittu þá marga vini
sem þau höfðu eignast
hér. Voru þau mjög
ánægð með þær mót-
tökur sem þau fengu.
Hér með votta ég Alice og dætr-
unum innilega samúð mína.
Rúnar Bjarnason.