Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Arnór AðalsteinnGuðlaugsson
fæddist á Bakka í
Geiradal í Reykhóla-
hreppi hinn 5. ágúst
1912. Hann andaðist
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi við
Hringbraut hinn 15.
febrúar síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Sigurlínu
Guðmundsdóttur sem
ættuð var frá
Drangsnesi, f. 10.
apríl 1867, d. 30. nóv-
ember 1912, og Guð-
laugs Bjarna Guðmundssonar, frá
Borgum í Hrútafirði, f. 31. ágúst
1865, d. 23. júlí 1919, en þau bjuggu
sín síðustu búskaparár á Bakka.
Þeim Sigurlínu og Guðlaugi varð
sjö barna auðið, en þau eru auk
Arnórs Aðalsteins; Pétur, f. 10. jan-
úar 1899, d. 11. júlí 1928, Guðmund-
ur, f. 24. október 1900, d. 23. apríl
1989, Magdalena, f. 6. september
1902, d. 22. ágúst 1994, Guðrún, f.
23. mars 1904, d. 17. febrúar 1971,
Benedikt, f. 1. desember 1905, d. 24.
júní 1997, og Leó, f. 27. mars 1909.
Hinn 17. apríl 1954 kvæntist Arn-
ór Aðalsteinn Svanfríði Ingunni
Arnkelsdóttur, f. á Sviðningi í
Skagahreppi í Húnavatnssýslu 10.
október 1927. Börn þeirra eru: a)
Arnór Heiðar rekstrarhagfræðing-
ur, f. 28. júlí 1954, maki Margrét
Jónsdóttir snyrtifræðingur, f. 5.
apríl 1960. Börn þeirra eru; Anna
Monika, f. 9. desember 1989, og
Arnór Már, f. 10. nóvember 1993.
Eldri börn Arnórs Heiðars eru;
Kristín, f. 30. september 1923, og
Bjargey, f. 16. maí 1930. Arnór Að-
alsteinn Guðlaugsson dvaldist að
Tindum allt til ársins 1943, að und-
anskildum árunum 1929–1931 er
hann var við nám í Núpsskóla. Hann
vann við öll hefðbundin sveitastörf
og urðu þau honum mjög hugleikin.
Hann var talinn ágætur fjármaður
og hafi einnig mjög gott lag á hest-
um. Eftir að hann fluttist til Reykja-
víkur 1943, vann hann við ýmsa
verkamannavinnu. Hann starfaði
um 20 ára skeið sem sútunarmeist-
ari hjá Sláturfélagi Suðurlands, en
neyddist til að láta af störfum þar
eftir að hann brenndist lífshættu-
lega við starf si árið 1972. Eftir það
hóf hann störf hjá innflutningsdeild
Sambandsins og starfaði þar þang-
að til hætti störfum vegna aldurs
1983. Arnór hafði góða tenórrödd
og þótti efnilegur einsöngvari.
Hann söng einsöng við ýmis tæki-
færi í Reykjavik eftir að hann flutti
suður. Hann sótti söngtíma hjá Sig-
urði Skagfield, Guðmundu Elías-
dóttur og Pétri Jónssyni óperu-
söngvara um árabil. Árið 1949 gekk
Arnór í Karlakórinn Fóstbræður.
Hann söng 1. tenór í kórnum í fjölda
ára og þegar aldurinn færðist yfir
gekk hann til liðs við Gamla Fóst-
bræður og hélt áfram að sækja
söngfundi með félögum sínum þar.
Söngurinn var hans aðal áhugamál,
en hitt áhugamálið var búskapur.
Hann eignast nokkrar kindur og
gerðist tómstundabóndi í Kópavogi,
sér til gamans. Um tíma átti hann
nokkra hesta líka. Arnór var bóka-
safnari og eftir hann liggur gott
bókasafn þar sem finna má ýmsar
fágætar bækur. Hann átti fágætt
safn markaskráa sem hann færði
Bændasamtökunum að gjöf fyrir
nokkrum árum. Arnór var félagi í
Barðstrendingafélaginu frá 1943 til
dauðadags.
Útför Arnórs Aðalsteins verður
gerð frá Digraneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Brynhildur, f. 8. mars
1984, og Hlynur Andri,
f. 9. nóvember 1984. b)
Þuríður Sveinbjörg
matráðskona, f. 19. júlí
1957, maki Gunnlaug-
ur Gunnlaugsson
kjötiðnaðarmaður, f.
28. nóvember 1949.
Börn Þuríðar Svein-
bjargar og Jóhann
Ólafssonar, f. 24. jan-
úar 1950, eru; Svan-
fríður Arna, f. 18. des-
ember 1981, dóttir
hennar er Harpa Dag-
björt, f. 16. desember
2002, Guðsteinn Fannar, f. 3. júlí
1987, og Guðmundur Birkir, f. 29.
september 1988. Sonur Gunnlaugs
frá fyrra hjónabandi er Atli Heiðar,
14. janúar 1974. d) Guðbjörn, f. 31.
ágúst 1958.
Foreldrar Arnórs Aðalsteins
hættu búskap á Bakka árið 1912,
vegna veikinda móður hans, en hún
dó 30. nóvember 1912. Segja má að
örlög Arnórs Aðalsteins hafi verið
ráðin áður en móðir hans dó, því
hann var látinn heita í höfuð vinar
foreldra sinna, Arnórs Aðalsteins
Einarssonar, sem bjó þá ógiftur
ásamt móður sinni, Kristínu Þórar-
insdóttur, að Tindum í Geiradal.
Arnór Aðalsteinn Einarsson, f. 9.
október 1880 d. 27. mars 1969,
kvæntist Ragnheiði Grímsdóttur, f.
2. desember 1893, d. 3. janúar 1971.
Börn þeirra og uppeldissystkini
Arnórs Aðalsteins Guðlaugssonar
eru: Grímur, bóndi að Tindum, f. 26.
apríl 1919, d. 23. janúar 2001, Einar
verkfræðingur, f. 27. maí 1921,
Pabbi var yngstur 7 systkina.
Fyrstu minningar pabba voru þær
að hann segist muna eftir sér sitj-
andi í hlaðvarpanum heima á Tind-
um, ásamt gamli konu sem hann
kallaði mömmu. Þetta hefur líklega
verið 1917 og pabbi því 5 ára gamall.
Gamla konan var Kristín, móðir
fóstra hans, en móðir pabba hafði
látist frá 7 börnum sínum í nóvem-
ber 1912, aðeins nokkrum mánuðum
eftir fæðingu hans. Eftir lát hennar
varð Guðlaugur afi okkar að bregða
búi og koma öllum börnum sínum í
fóstur hjá vinum og vandamönnum.
Faðir okkar fór í fóstur hjá vini
foreldra sinna og alnafna sínum,
Arnóri Aðalsteini Einarssyni, sem
þá var ókvæntur maður og bjó á
Tindum í Geiradal, ásamt Kristínu
móður sinni. Pabbi sagðist hafa kall-
að Kristínu mömmu sína, meðan hún
lifði. Mjög kært var með þeim fóst-
urfeðgunum og kölluðu þeir hvorn
annan ávallt nafna. Samband þeirra
var líkt og þeir væru feðgar í raun og
veru. Gömul kona sem hét Guðbjörg
Þórarinsdóttir var til heimilis á
Tindum um þetta leyti og var hún
pabba mjög góð og reyndist honum
stoð og stytta eftir að Kristín lést.
Guðbjörg lést árið 1930.
Arnór Einarsson giftist Ragnheiði
Grímsdóttur árið 1918 og eignuðust
þau hjón fjögur börn: Grím, Einar,
Kristínu og Bjargeyju sem eru upp-
eldissystkini pabba. Ragnheiður
fóstra hans var honum mjög góð og
vináttu þeirra mikil. Á uppvaxtarár-
um sínum var pabbi í góðu sambandi
við alsystkini sín, sem ólust upp á
bæjum bæði í Dalasýslu og Stranda-
sýslu. Pabbi sagði oft: „Við systkinin
vorum öll svo heppin að lenda hjá
góðu fólki“ og það voru orð að sönnu.
Skólaganga pabba var stutt, en
hann var tvo vetur á Núpsskóla, árin
1929 til 1931. Hefðbundin sveitastörf
urðu honum hugleikin og líklega hef-
ur hefur alla tíð blundað í honum
draumur um að verða bóndi, en svo
varð þó ekki. Hann átti lögheimili að
Tindum þar til í árslok 1943, að hann
fluttist suður til Reykjavíkur, þá 31
árs gamall.
Eftir að hann kom til Reykjavíkur
vann hann við ýmis störf, meðal ann-
ars við byggingavinnu í Þjóðleikhús-
inu og víðar. Síðar réðst hann til
Sláturfélags Suðurlands og vann þar
við skinnasútun í fjölda ára. Honum
stóð til boða að fá fullréttindi sem
sútunarmeistari vegna mikillar
reynslu sinnar á því sviði. Eftir tutt-
ugu ára starf í sútunarverksmiðj-
unni varð hann fyrir mjög alvarlegu
vinnuslysi og brenndist það illa að
hann gat ekki hafið þar störf á nýjan
leik. Var hann óvinnufær um hríð
vegna þessa. Síðustu starfsár sín
vann hann hjá innflutningsdeild
Sambandsins, fyrst við Geirsgötu og
síðar í Holtagörðum. Þar eignaðist
hann fjölmarga góða félaga, sem
reyndust honum tryggir og góðir
vinir á lífsleiðinni.
Árið 1954 kvæntist hann móður
okkar Svanfríði Ingunni Arnkels-
dóttur, ættaðri frá Sviðningi í
Skagahreppi. Þau höfu kynnst á
árinu 1952 og hafið sambúð skömmu
síðar. Pabbi var einn af frumbyggj-
unum í Kópavogi og alltaf stoltur af
því að vera Kópavogsbúi. Árið 1953
fengu mamma og pabbi úthlutað lóð
fyrir einbýlishús við Digranesveg í
Kópavogi. Hófust þau handa við að
reisa sér þar hús og bjuggu á meðan
hjá föðurbróður okkar Leó sem hafði
þá reist sér hús á næstu lóð, við Víg-
hólastíg, en lóðirnar liggja saman, þó
þær séu sín við hvora götuna. Leó,
sem var næstyngstur systkina sinna,
er nú einn eftirlifandi af systkinunum
tæplega 94 ára gamall og ótrúlega
ern.
Í brekkunni við Digranesveginn,
sem nú heitir reyndar Digranesheiði,
hafa foreldrar okkar búið fram að
þessu. Móðir okkar, sem er 15 árum
yngri en pabbi, sýndi þá miklu fórn-
fýsi að annast hann háaldraðan
heima, þrátt fyrir að vera ekki heil
heilsu. Þetta gerði hún allt þar til í
byrjun desember síðastliðinn að
pabbi veiktist alvarlega og var lagður
inn á sjúkrahús, þaðan sem hann átti
ekki afturkvæmt. Við systkinin vilj-
um þakka móður okkar fyrir þá um-
hyggjusemi sem hún sýndi pabba
með því að sinna honum heima svo
lengi sem raunin var.
Pabbi var ágætur söngmaður.
Hann sótti söngtíma hjá Sigurði
Skagfield, Guðmundu Elíasdóttur og
Pétri Jónssyni óperusöngvara á ár-
unum 1947 til 1949. Hann gekk í
karlakórinn Fóstbræður árið 1949,
og söng í kórnum um árabil og síðar í
Gömlum Fóstbræðrum. Hann var vel
ern og mjög minnugur og kunni
fjölda skemmtilegra sagna frá gam-
alli tíð vestan frá Breiðafirði og víðar.
Hann var ljóðelskur og sjálfur ágæt-
lega hagmæltur og kunni fjölda
kvæða og vísna eftir aðra.
Um alllangt skeið safnaði hann
gömlum bókum og átti t.d. orðið allar
markaskrár sem gefnar höfðu verið
út á landinu. Það safn færði hann
bændasamtökunum að gjöf fyrir
nokkrum árum. Eftir pabba liggur
gott bókasafn með fjölda fágætra
bóka, sem hann hafði af smekkvísi
safnað á liðnum áratugum.
Pabbi var mikið náttúrubarn og
þótti afar mjög vænt sveitina sína.
Draumurinn um að verða bóndi hefur
vafalítið blundað í honum eins og
mörgum sveitamanninum. Sá draum-
ur hans rættist þó ekki og leiðin varð
önnur. Hann reyndi að bæta sér
þetta upp að einhverju leyti með því
að fara í sumarleyfum sínum vestur
að Tindum til að hitta sveitungana og
rétta fram hjálparhönd við slátt og
heyskap. Við systkinin eigum margar
ánægjulegar minningar frá þeim ár-
um sem við fórum með foreldrum
okkar vestur. Það var alltaf tekið vel
á móti okkur heima á Tindum og
pabbi þekkti þarna nánast hverja
einustu þúfu og var hafsjór fróðleiks
um allt sem vék að gömlum búskap-
arháttum í sveitinni. Hann þekkti
nöfnin á hverjum einasta sveitabæ
nánast alla leiðina úr Reykjavík og
vestur í Reykhólasveit og vissi hverj-
ir buggu þar. Hann var virkur félagi í
Barðstrendingafélaginu frá árinu
1943, og fór ófáar vinnuferðirnar í
Bjarkalund meðan honum entist
heilsa til.
Á árunum 1967 og 1968 eignuðust
pabbi og mamma hesta og byggðu
sér hesthús í landi Hestamanna-
félagsins Gusts í Kópavogi. Um svip-
að leyti fékk hann sér nokkrar kindur
og gerðist það sem kallað er í dag
tómstundabóndi. Hann kom sér upp
aðstöðu í gömlum sumarbústað hand-
an við götuna við heimili sitt á Digra-
nesveginum. Síðar byggði hann sér
myndarlegt fjárhús í landi Fífu-
hvamms, þar sem tómstundabændur
í Kópavogi höfðu aðsetur og var þar
með milli 60 og 70 fjár á gjöf þegar
flest var. Pabbi var ágætur fjármað-
ur og ófáir lögðu leið sína í fjárhúsin
hjá honum um sauðburðinn á vorin
og á haustin þegar fé var komið á
hús. Hann hætti þessum búskap árið
1996 þá 84 ára gamall.
Ævin varð löng og viðburðarík.
Uppvaxtarárin í sveitinni urðu hon-
um hugfólgnust. Hann mat ávallt
mikils þá alúð og hlýju sem fósturfor-
eldrar hans veittu honum á erfiðum
tímum og honum þótti afar vænt um
uppeldissystkini sín á Tindum. Sam-
band hans við alsystkini sín var mjög
náið og vinátta þeirra mikil þrátt fyr-
ir að þau ælust ekki upp saman.
Hann hafi oft orð á þvi við okkur
börnin sín, hversu þakklátur hann
var fyrir að hafa getað eytt síðustu
árunum heima hjá fjölskyldunni. Það
átti hann móður okkar fyrst og
fremst að þakka, en hún stóð alltaf
sem klettur við hlið hans sama á
hverju dundi.
Nú er komið að kveðjustundinni.
Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir
samfylgdina. Guð geymi þig.
Þín börn
Arnór Heiðar , Þuríður
Sveinbjörg og Guðbjörn.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Guð blessi minningu þína.
Þín tengdadóttir og afabörn
Margrét Jónsdóttir, Anna
Monika Arnórsdóttir
og Arnór Már Arnórsson.
Elsku afi minn. Þegar ég lít til
baka rifjast upp margar góðar minn-
ingar. Það sem er mér minnisstæðast
er þegar ég var krakki fannst mér
alltaf svo gaman að fara í heimsókn
til ykkar ömmu og fá að gista hjá
ykkur og fara í fjárhúsin með ykkur.
Þótt svo þú værir orðinn þetta
gamall þá fylgdist þú alltaf svo vel
með öllu og þegar ég gekk með barn-
ið mitt sagðir þú svo oft að þú vissir
það ekki hvort þú mundir lifa það að
verða langafi, en þú náðir því. Hinn
16. des. sl. fæddist langafa stelpan
þín hún Harpa Dagbjört og þú varst
svo ánægður með það að ná því að
verða langafi. Ég fór með hana til þín
á spítalann áður en þú varðst svona
veikur og þú gast séð hana sem
gladdi þig svo mikið því sjónin þín
var orðin svo léleg. Þú spurðir svo
mikið og fylgdist svo vel með henni
og átt örugglega eftir að gera áfram.
Elsku afi, þakka þér fyrir það hvað
þú varst mér alltaf góður. Minning-
arnar um þig munu lifa í hjarta mínu.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pétursson.)
Guð geymi þig.
Svanfríður Arna.
Elsku afi minn. Þá eru allar þján-
ingarnar búnar og þú ert kominn
þangað sem þér líður sem allra best.
Ég ætla hér að skrifa nokkrar línur
til þín. Það sem ég man mjög vel eftir
er fjárhúsin þín og ömmu, það var
skemmtilegasta sem ég gerði var að
fá að koma með í fjárhúsin og sér-
staklega um sauðburðinn og sjá öll
fallegu lömbin, og fá að klappa þeim.
En síðan rann sá dagur upp að það
þurfti að rífa fjárhúsin. Ég gerði mitt
besta í því að hjálpa þér og ömmu
með garðinn, slá hann og snyrta.
Alltaf þakkaðir þú og amma mér svo
vel fyrir með kleinum og mjólk og
stundum með smá pening eins og þú
sagðir alltaf. Ég held að þú hafir ver-
ið stoltur af því að ég hafi verið í sveit
í þrjú sumur, allavega spurðir þú
mikið um sveitina þar sem þú ert svo
mikill sveitamaður í þér.
Þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar afi minn og guð geymi þig. Þinn
afastrákur
Guðmundur Birkir.
Elsku afi minn. Þér sem þótti svo
vænt um okkur. En nú ertu farinn á
betri stað, stað þar sem friður og
ARNÓR
AÐALSTEINN
GUÐLAUGSSON
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
bróður okkar, mágs og frænda,
GÍSLA JÓHANNS KRISTJÁNSSONAR,
Skólastíg 14,
Stykkishólmi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimili
aldraða og St. Franciskusspítalanum í Stykkis-
hólmi.
Anna Kristjánsdóttir, Bjarni Sveinbjörnsson,
Gunnlaugur Kristjánsson, María Guðmundsdóttir,
Hörður Kristjánsson, Birna Lárusdóttir
og fjölskyldur.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minning-
argreina