Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 31 SAMKVÆMT núgildandi lögum mega augnlæknar einir gera sjón- lagsmælingar og gefa ávísun á gler- augu á Íslandi. Umdeilt er hvort lög þessi séu úrelt eins og sjóntækjafræð- ingar hafa haldið fram í fjölmiðlum undanfarna daga, en frá faglegu sjón- armiði eru mörg rök sem hníga að því að umrædd lög hafi stuðlað að óvenju góðri augnheilsu Íslendinga. Þegar einstaklingur leitar til augnlæknis til að fá mælda sjón er fleira gert en að skrifa ávísun á gleraugu, það er inni- falið í grunnskoðun læknisins að leita eftir merkjum um hina ýmsu augn- sjúkdóma, ættarsaga er könnuð, augnbotnar eru skoðaðir og venja er að mæla augnþrýsting hjá öllum sem eru fertugir eða eldri og fleirum ef ástæða þykir til. Í starfi augnlæknis er það nánast daglegur viðburður að einhver óski þess að fá sterkari gleraugu en reyn- ist hafa undirliggjandi augnsjúkdóm sem skýrir breytingu á sjón og því í senn gagnslítið og kostnaðarsamt að fjárfesta í nýjum gleraugum. Enn al- varlegra er þó þegar um er að ræða augnsjúkdóma eins og gláku sem á byrjunarstigi valda ekki sjónskerð- ingu eða öðrum einkennum og aðeins er hægt að greina eftir nákvæma skoðun augnlæknis, öll seinkun á greiningu gláku veldur óbætanlegum skaða og eykur hættu á varanlegri sjónskerðingu. Meðhöndlun á byrjun- arstigi getur hins vegar sannanlega dregið úr hættu á sjónskerðingu. Ljóst er að tíðni gláku mun út af fyrir sig ekki aukast þótt sjónmæl- ingar færist í auknum mæli yfir til sjóntækjafræðinga, en hins vegar er hætt við að tíðni ógreindrar gláku, og þar með tíðni sjónskerðingar og jafn- vel blindu af völdum gláku, muni aukast í þá átt sem tíðkast í ná- grannalöndum okkar. Innlendar og erlendar rannsóknir hafa einmitt leitt í ljós að tíðni ógreindrar gláku er mun minni á Íslandi en í nágrannalöndun- um, og rökrétt er að áætla að orsökin liggi í því að augnlæknar skoða hér mun fleiri einstaklinga á áhættualdri en annars staðar. Niðurstöður Reykjavíkurrannsóknarinnar svo- kölluðu leiddu ljós 10% tíðni ógreindr- ar gláku, en sambærilegar rannsókn- ir í öðrum löndum hafa sýnt tíðni ógreindrar gláku um og yfir 50%. Tíðni glákublindu á Íslandi hefur farið verulega minnkandi undanfarna áratugi. Rannsóknir Guðmundar Björnssonar á gláku á Íslandi leiddu í ljós að um miðja síðustu öld var gláka langalgengasta orsök blindu eða 52,4%, en í dag hefur gláka dottið nið- ur í þriðja sæti og um síðustu áramót voru aðeins 4,3% blindir vegna gláku. Guðmundur Björnsson vann ötullega að forvörnum við gláku, hvatti m.a. til skimunar á vegum Hjartaverndar og glákuleitar í augnlækningaferðum, en skipulegar augnlækningaferðir hafa verið farnar um allt land áratugum saman. Undirrituð hefur langa reynslu af slíkum augnlækningaferð- um, tók við ferðum í Borgarnes af Guðmundi Björnssyni árið 1983 og hefur frá árinu 1987 farið oft á ári á alla þéttbýlisstaði á Vesturlandi. Með hverju ári vex sannfæringin um nauð- syn reglulegra augnskoðana hjá ein- staklingum á áhættualdri, einkum með greiningu á gláku í huga. Um síðustu mánaðamót hófu sjón- tækjafræðingar að gera sjónlagsmæl- ingar í trássi við lög, án þess að færa neinar sönnur á að þeir hafi til þess tilskilda menntun og án allra tak- markana hvað varðar aldur viðskipta- vina, sjón þeirra og annað sem máli skiptir. Erlendis eru gerðar mjög strangar kröfur um menntun þeirra sjóntækjafræðinga sem heimilað er að mæla fyrir gleraugum og sömu- leiðis eru yfirleitt skýrar reglur um það hvaða aldursflokka þeim er heim- ilt að sjónmæla og hvenær skylt sé að vísa til augnlæknis. Hérlendis hafa sjóntækjafræðingar tekið lögin í sínar hendur og ætla að sjónmæla alla, án allra takmarkana og án alls eftirlits. Rök þeirra eru helst þau að núverandi lög séu óréttlát og úr takti við það sem gerist annars staðar, og það að sumir sjóntækjafræðingar hafi kom- ist upp með það átölulaust undanfarin ár að brjóta lögin. Rétt er það að heilbrigðisyfirvöld hafa litið fram hjá því sem hefur verið að gerast, og kærur um sjónmælingar í trássi við lög og kærur um staðfest glákutilfelli sem ekki hafa greinst þegar viðkomandi hafa fengið mæld gleraugu hjá sjóntækjafræðingum hafa því miður ekki orðið til þess að gripið hafi verið í taumana og er það í raun með ólíkindum. En hvaða rök eru það að ef okkur finnst lögin óréttlát, þá eigi að brjóta þau? Eða það að ef einhver annar hef- ur komist upp með að brjóta lög, þá eigi það að vera öllum heimilt? Spyrja má hvort það sé yfir höfuð ástæða til að breyta lögum sem gefið hafa góða raun aðeins vegna þess að ýmsar aðr- ar þjóðir hafa aðra siði, sem eru síður en svo gallalausir. Um það má deila, en hitt ætti öllum að vera ljóst að slík- ar lagabreytingar þarf að íhuga gaumgæfilega og ekki flana að neinu, og síst af öllu er það rétta leiðin að reyna að knýja fram lagabreytingar með lögbrotum. Ég skora á sjón- tækjafræðinga að láta af þessum ólögmætu aðgerðum áður en tjón hlýst af þar sem engar reglur eru í gildi um slíka starfsemi í dag og gefa heilbrigðisyfirvöldum tóm til að finna lausn sem allir aðilar geta sæst á. Stöndum vörð um góða augnheilsu Íslendinga Eftir Guðrúnu J. Guðmundsdóttur „Spyrja má hvort það sé yfir höfuð ástæða til að breyta lögum sem gefið hafa góða raun aðeins vegna þess að ýmsar aðrar þjóðir hafa aðra siði, sem eru síður en svo gallalausir.“ Höfundur er augnlæknir á Vesturlandi og á sæti í stjórn Augnlæknafélags Íslands. Sænsk bókmenntakynning Norræna húsinu, laugardaginn, 22. febrúar, kl. 16-18 Rithöfundurinn Sara Lidman fjallar um ritstörf sín og les upp úr Oskuldens minut. Lars-Göran Johansson sendikennari í sænsku við Háskóla Íslands kynnir nýjar sænskar bókmenntir. Sendiráð Svíþjóðar býður upp á léttar veitingar í hléinu. Dagsskráin er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni - Samstarfsnefnd um Norðurlandafræðslu erlendis. Ókeypis aðgangur. http://www.nordice.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.