Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 25
27. flokksþing framsóknarmanna er haldið
á Hótel Loftleiðum dagana 21.-23. febrúar.
Þingið verður sett í dag við hátíðlega athöfn
í Þjóðleikhúsinu kl. 13:00.
Setningarræðu Halldórs Ásgrímssonar
formanns Framsóknarflokksins verður
sjónvarpað í beinni, opinni útsendingu
á Stöð 2 kl. 13:45 í dag.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Vinna
vöxtur
velferð
XXVII FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA - Hótel Loftleiðum 21.-23. febrúar 2003
AFTANSKIN, félag eldri borgara í
Stykkishólmi, hélt nýlega upp á 20
ára afmælið sitt með veglegri veislu
á hótelinu. Félagið var stofnað 30.
janúar fyrir 20 árum. Í afmælishóf-
inu var margt sér til gamans gert.
Farið var yfir sögu félagsins og
m.a. flutti Árni Helgason gaman-
vísur bæði gamlar og nýjar.
Það voru hjónin Pálmi Frí-
mannsson læknir og kona hans,
Heiðrún Rútsdóttir, sem mest og
best unnu að stofnun félagsins.
Pálmi var formaður Rauðakross-
deildarinnar og lét sér annt um
eldri Hólmara. Stofnfélagar voru
71 og í dag eru starfandi um 100
félagsmenn.
Starfsemi félagins er góð um
þessar mundir. Á veturna stendur
það fyrir skemmtunum með aðstoð
félagasamtaka og einnig fyrir kór-
starfi. Þá efnir félagið til ferðalaga
á sumrin. Félagið er opið öllum
sem vilja eiga samleið með íbúum
Stykkishólms sem komnir eru yfir
miðjan aldur.
Fyrsta stjórn félagsins var skip-
uð þeim Jakobi Péturssyni, Krist-
ínu Níelsdóttur og Lárusi Kr. Jóns-
syni. Oftast sitja félagar aðeins eitt
ár í stjórn. Stjórnina skipa nú
María Guðmundsdóttir, Helga Að-
alsteinsdóttir og Guðni Friðriksson.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Stjórn Aftanskins sem stóð fyrir 20 ára afmælisveislunni. María Guð-
mundsdóttir (til vinstri), Guðni Friðriksson og Helga Aðalsteinsdóttir.
Aftanskin heldur
upp á 20 ára afmælið
Stykkishólmur
ÞAÐ eru ekki bara fullorðnir sem
halda sín árlegu þorrablót, leik-
skólabörn gera það líka.
Leikskólakrakkar á Sólvöllum í
Grundarfirði héldu sín þorrablót á
dögunum. Sú hefð er fyrir því að
bjóða 1. bekk í grunnskólanum til
þessarar hátíðar. Einnig var for-
eldrum boðið á blótið.
Eins og á stórum þorrablótum
var boðið upp á fjölbreytt skemmti-
atriði sem bæði börnin og gestirnir
höfðu gaman af.
Að loknum skemmtiatriðunum
var boðið upp á hefðbundinn þorra-
mat, t.d. hákarl, hangikjöt, sviða-
sultu og hrútspunga.
Morgunblaðið/Guðlaugur Alberts
Álfheiður I. Ólafsdóttir fær sér há-
karlsbita, henni finnst hann góður.
Þorrablót
á leik-
skólanum
Grundarfjörður
MIKIÐ líf hefur verið í tónlistar-
kennslunni í Hafralækjarskóla þessa
vikuna, en þar hefur Marimba-tón-
list frá Zimbabwe í Afríku verið
sungin og leikin af nemendum. 22
krakkar á aldrinum 10–15 ára taka
þátt í ævintýrinu.
Forsaga málsins er sú að á sl. ári
kom Tanhuta Marimba-hópurinn í
heimsókn í skólann en það eru nem-
endur frá „Kulturskolan“ í Fredriks-
tad í Noregi. Vakti tónlist þessi gríð-
arlega athygli og var áhugi margra á
því að nemendur fengju að kynnast
þessari tegund tónlistar betur.
Að frumkvæði Hafralækjarskóla
er Tanhuta Marimba-hópurinn nú
kominn aftur, en í hópnum eru fimm
stúlkur á aldrinum 15–17 ára. Þær
kenna nemendum á hljóðfærin frá
Zimbabwe sem skólinn er nýlega bú-
inn að eignast og eru það athyglis-
verð tréspil, þumalpíanó (mbira) og
trommur. Allt þetta var keypt með
styrk nokkurra aðila. Meðal annars
styrkti Menningarsjóður KEA og
Kvenfélag Aðaldæla verkefnið.
Tónlistarþema þetta gengur ekki
bara út á að spila á hljóðfærin heldur
líka út á það að dansa „námadans-
inn“ sem er útfærsla á dansi frá
Zimbabwe. Þá skal þess getið að tón-
list þessari fylgja engar nótur og er
spilað alfarið eftir eyranu.
Ekki hefur verið annað að sjá en
að nemendur séu mjög áhugasamir
og allir eru mjög ánægðir. Margir
hafa eftir fjögurra daga námskeið
náð miklum árangri í því að spila og
dansa.
Að sögn Roberts Faulkners hefur
vikan verið skemmtileg og er með
þessu verið að skyggnast inn í annan
menningarheim og í því felst veruleg
tilbeyting frá allri þeirri tónlist frá
Evrópu og Ameríku sem er alls stað-
ar í kringum okkur.
Til stendur að halda góugleði í
skólanum og þá verður Marimba-
tónlistin flutt.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Það hefur verið mikið um að vera á æfingum í Hafralækjarskóla þar sem
marimba-tónlistin er í hávegum höfð. Tónlistin er ættuð frá Zimbabwe.
Marimba-
tónlist í
Hafralækj-
arskóla
Laxamýri
www.nowfoods.com