Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 39
Við í Skipavík vottum Sveinlaugu
og dætrum hennar okkar dýpstu
samúð, með trú á Guð og hand-
leiðslu hans verður sorgin yfirstigin.
Starfsmenn Skipavíkur hf.
Drengur að dorga á fögrum vor-
degi, skyldi „ann bíta á?“, jú snögg-
lega kippist í, fiskur er dreginn á
land, hróp og köll, vinirnir hlaupa
heim. Allt er svo gaman, Stykk-
ishólmur iðar af lífi, þorpið hans
Rögnvaldar, hér ólst hann upp, sleit
barnsskónum, menntaði sig í þeirri
iðn er varð hans ævistarf. Þegar
aðrir fluttu suður, ákvað Rögnvald-
ur að vera um kyrrt, hér vildi hann
leggja sitt af mörkum ásamt ástinni
sinni, henni Sveinlaugu.
Rögnvaldur var mikill gæfumað-
ur. Ungur kynntist hann lífsföru-
naut sínum og æskuást
Sveinlaugu Salóme. Samhent
ganga þau til verka og byggja sér
bú og sterka lífsafkomu.
Rögnvaldur var ekki maður
fjöldans, hann var fyrst og fremst
fjölskyldumaður.
Sveina og dæturnar þrjár, Inga
Dóra, Gréta og Valdís og heimilið
áttu hug hans allan.
Höfðagata 9 ber vott um sam-
heldni þeirra hjóna og smekkvísi.
Þangað var gott að koma.
Ég kynntist Sveinu og Rögnvaldi
árið 1980 gegnum Grétu dóttur
þeirra. Fljótlega urðu kynni okkar
að djúpri og innilegri vináttu. Heim-
ilið þeirra á Höfðagötu 9 var mér
ákaflega kært, gleðistundirnar
margar og oft slegið á létta strengi.
Ég naut þess að dvelja með þeim á
fögrum sumarkvöldum við stofu-
gluggann og horfa yfir Hvamms-
fjörðinn,
Fellsströndina, eyjarnar og fjöll-
in. Fegurðin er ógleymanleg.
Eftir 23ja ára vináttu eru ótal
minningar sem streyma fram, veiði-
dagur inní Dölum, heyskapur í
brekkunni við Höfðagötuna þar sem
tveir vaskir menn þeir Skarphéðinn
og Rögnvaldur gengu til verka.
Grillveislur og matarboð að
ógleymdum degi sem við áttum
saman er þau hjónin heimsóttu okk-
ar Óskar í Geiradalinn.
Komið er að kveðjustund, góður
vinur hefur kvatt, mér þótti ákaf-
lega vænt um Rögnvald.
Hólmurinn hefur misst góðan
dreng. Rögnvaldar er sárt saknað af
fjölskyldu og vinum.
Elsku Sveina mín, góður Guð um-
vefji þig og styrki allar stundir,
dætrunum sendi ég hlýjar
samúðarkveðjur og fyrirbæn ykk-
ur öllum til handa.
Við kveðjum og þökkum svo allt og allt,
sem ótalmargt kemur til greina.
Þótt lánið, heilsan og lífið sé valt
er lausnarinn bjargið eina.
Og minningin geymist um góðan dreng,
sem gaf fyrir brauð ekki steina.
(IS.)
Helena Leifsdóttir
og Óskar Rútsson.
Hann var Hólmari í húð og hár
og þar var starfsvettvangur hans til
hinstu stundar. Rögnvaldur var sem
vélvirki hjá Skipavík í afar ábyrgð-
armiklu og vandasömu starfi. Út-
gerðarfélög við Breiðafjörðinn
treystu honum sérstaklega þegar
vinna átti við viðhald eða bilanir á
bátum. Það er því skarð fyrir skildi
þegar Rögnvaldur fellur svo skyndi-
lega frá. Það er ekki spurt að því
hvenær kallið kemur.
Þau hjónin Rögnvaldur og Svein-
laug höfðu komið sér upp fallegu
heimili á góðum stað í bænum.
Þangað var gott að koma þegar
skroppið var í göngutúr. Þá var
gaman að spjalla og rifja upp ým-
islegt sem gerst hafði á lífsleiðinni.
Aldrei man ég eftir Rögnvaldi
öðruvísi en glöðum og reifum og
jafnaðargeð var honum gefið sem
gerði hann svo eftirsóknarverðan til
vinnu.
Ég vil með þessum fáu línum
þakka vini mínum fyrir góða og far-
sæla samfylgd. Ástvinum hans
sendi ég mína innilegustu samúðar-
kveðju. Guð blessi hann á nýjum
vegum.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
✝ Gunnlaugur Jón-asson fæddist á
Eiði á Langanesi 2.
maí 1940. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja hinn 13.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Laufey Benedikts-
dóttir, f. 15. mars
1908, d. 23. maí 1992
og Jónas Gunnlaugs-
son, f. 6. janúar 1907,
d. 24. desember 1992.
Systkini Gunnlaugs
eru Steinunn, f. 10.
ág. 1941, Helga, f. 23.
júlí 1942, Snorri, f. 11. ág. 1943,
Þorbjörg, f. 12. mars 1945, Her-
mann, f. 26. mars 1947, og Sigrún,
f. 14. júlí 1951.
Gunnlaugur kvæntist 5. maí
1966 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Önnu Þórðardóttur, f. í Garði 1.
apríl 1946. Foreldrar hennar eru
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, f.
13. nóv. 1915, d. 30. ág. 1990, og
Þórður Jörgensson, f. 1. sept.
1909, d. 17. febr. 1984. Börn
Gunnlaugs og Önnu eru; a) Lauf-
ey, f. 18. febr. 1966, maki Sigurð-
ur Jensson, f. 7. nóv. 1967, dætur
þeirra eru Karitas, f. 14. maí 1993,
og Anna Bríet, f. 4. febr. 1998. b)
Sveinbjörg, f. 28. febr. 1969, maki
Friðbjörn Júlíusson, f. 12. okt.
1967, börn þeirra
eru Heiður Björk, f.
19. des. 1987, Gunn-
laugur Helgi, f. 17.
nóv. 1992, og Garðar
Helgi, f. 23. des.
1996.
c) Bylgja, f. 28. júlí
1970, maki Sverrir
Geirmundsson, f. 10.
júlí 1968, sonur
þeirra er Lárus Arn-
ar, f. 23. nóv. 2000.
d) Borgar Már, f. 11.
júní 1978.
Gunnlaugur ólst
upp á Eiði á Langa-
nesi. Árið 1957 fluttist hann með
foreldrum sínum til Húsavíkur.
Þar kynntist hann eiginkonu sinni
og stofnuðu þau heimili árið 1966.
Bjuggu þau á Húsavík til ársins
1980 er þau fluttu til Njarðvíkur.
Mestan hluta starfsævi sinnar
stundaði Gunnlaugur sjó-
mennsku. Var hann fyrst hjá Stef-
áni og Þór Péturssonum á Húsa-
vík, en síðar hjá Aðalsteini og
Óskari Karlssonum á Húsavík.
Eftir að fjölskyldan flutti suður
starfaði Gunnlaugur í Skipa-
smíðastöð Njarðvíkur og hjá Erni
Erlingssyni á Erninum KE 13.
Útför Gunnlaugs verður gerð
frá Ytri Njarðvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Kæri vinur, kallið er komið. Hetju-
legri baráttu við erfiðan sjúkdóm er
lokið. En þótt við vissum hvert
stefndi er jafn erfitt að sætta sig við
örlögin. Styrkur þinn og bjartsýni
gerði tilhugsunina um dauðann eitt-
hvað svo fjarlæga.
Við tengdasynirnir minnumst
Gulla af mikilli virðingu og hlýhug.
Við vorum allir svo lánsamir að eiga
Gulla að þegar við hófum búskap og
veitti hann okkur ómetanlega aðstoð
þegar taka þurfti til hendinni. Hann
var jafnan fyrstur manna að verki og
hætti ekki fyrr en að verki loknu.
Eljusemi hans og dugnaði virtust
engin takmörk sett. Hann var afar
verklaginn og úrræðagóður og kom
það okkur vel sem höfðum því sem
næst þumalputta á öllum fingrum.
Við minnust margra góðra stunda
sem við fjölskyldurnar áttum á Hæð-
argötunni.
Gulli naut þess mjög að hafa fólkið
sitt í kringum sig og það geislaði af
honum þegar gesti bar að garði. Var
þá gjarnan sest niður yfir kaffibolla
og málin rædd. Gulli var alveg sér-
staklega barngóður og hændust
barnabörnin mjög að afa sínum.
Hann naut þess að hafa barnabörnin í
kringum sig og eru þau ótalin skiptin
sem börnin fengu að gista hjá afa og
ömmu.Var hann þá jafnan óþreytandi
við að finna þeim ýmis verkefni sem
vöktu áhuga og gleði smáfólksins.
Ekki verður látið hjá líða að minnast
þess mikla jafnaðargeðs sem Gulli
hafði. Enginn okkar tengdasonanna
minnist þess nokkurn tíma að styggð-
aryrði félli í okkar garð frá tengda-
pabba. Sumir okkar voru ungir og
óharðnaðir menn þegar við hófum að
venja komur okkar á Hæðargötuna
og hefur sjálfsagt stundum verið full
ástæða til að brýna raustina. En það
var ekki í hans anda og virtum við
hann mikils fyrir það.
Minningin um yndislegan mann
mun lifa í hjörtum okkar um ókomna
tíð. Við munum gæta þess að litlu
barnabörnin muni aldrei gleyma því
hversu góðan mann afi hafði að
geyma. Megi Guð almáttugur vernda
þig og blessa.
Kveðja
tengdasynir.
Afi Gulli er dáinn. Hann er nú hjá
Guði. Þrátt fyrir að hann hafi átt við
veikindi að stríða síðustu árin þá var
það einhvern veginn aldrei inni í
myndinni að hann gæti dáið. Afi var
svo jákvæður og bjartsýnn á alla hluti
og því virtist sem ekkert gæti sigrað
hann.
Afi var einstakur maður, ekki er
hægt að hugsa sér meiri fjölskyldu-
mann. Hann lifði fyrir fjölskylduna
sína og vildi allt fyrir hana gera.
Skemmtilegast fannst honum að hafa
allan hópinn sinn hjá sér.
Í hans huga vorum við öll einstök
og hann gladdist svo innilega yfir öll-
um okkar litlu sigrum enda hafði
hann mikinn áhuga á öllu því sem við
tókum okkur fyrir hendur.
Það er skrítið til þess að hugsa að í
framtíðinni verði afi Gulli ekki nálægt
til þess að styðja okkur og hrósa. Við
vitum að hvað sem við munum taka
okkur fyrir hendur þá mun afi fylgj-
ast með og horfa með stolti til okkar.
Við eigum eftir að sakna hans mjög
mikið en við eigum fallegar minning-
ar um yndislegan afa sem alltaf hafði
tíma fyrir okkur.
Okkur afabörnin langar til að
kveðja þig afi með þessari litlu bæn
sem oft hefur verið farið með á okkar
heimilum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hvíl þú í friði elsku afi. Þín
barnabörn.
Elsku stóri bróðir.
Í mínum huga varstu alltaf stóri
bróðir, enda elstur af sjö systkinum
og ég yngst (litla systir). Nú er stórt
skarð hoggið í þennan samrýmda hóp
og erfitt að átta sig á að þú sért far-
inn.
Margar minningar koma upp í
hugann, sem ég ætla ekki að tíunda
hér, en gott var að leita til þín ef ég
þurfti á að halda og þú leystir úr þeim
vanda á þinn trausta og rólega hátt.
En þú af öllum, sem varst alltaf svo
hraustur, varðst að lúta fyrir þeim
sjúkdómi sem þú hafðir barist við í
nokkur ár, og aldrei man ég til að hafa
heyrt þig kvarta og þú vannst eins
lengi og þú hafðir þrek til.
Elsku bróðir, hvíl í friði og hafðu
þökk fyrir allt.
Elsku Anna, börn, tengdabörn og
barnabörn, ég og fjölskylda mín
sendum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum algóðan Guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Þín systir
Sigrún.
Í dag kveð ég með söknuði mág og
góðan félaga. Það var árið 1964 sem
Anna systir mín kynnti okkur fyrir
mannsefninu sínu, þetta var ljúfur og
viðfelldinn maður frá Húsavík.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau
þar. Fyrir okkur systkinin var það
hrein paradís, og sérstaklega pabba,
því að heimili þeirra Önnu og Gulla
stóð okkur öllum opið fyrir norðan.
Þar eignuðust þau fjögur mannvæn-
leg börn. Eftir 15 ára búskap nyðra,
ákváðu þau að flytja suður í Ytri-
Njarðvík þar sem þau bjuggu síðan, í
næsta húsi við Ólaf bróður Önnu.
Flest skyldfólkið býr á Suðurnesjun-
um og urðu því samskiptin meiri og
nánari, og við það kynntumst við
Gulla enn betur. Fundum við hvað
hann hafði góðan mann að geyma,
hlúði vel að fjölskyldu sinni, bjó henni
fallegt traust heimili þar sem hæfi-
leikar hans, svo sem handlagni og
smekkvísi nutu sín vel.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Með innilegri samúð og þökk fyrir
allt.
Jórunn J. Þórðardóttir.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Í dag kveð ég elskulegan mág
minn. Það eru margar góðar minn-
ingar sem leita á hugann þegar ég
minnist þín, sem ljúfs og góðs drengs.
Það sýndi sig best þegar þú barðist
við veikindi þín með þrautseigju og
þolinmæði. Aldrei kvartaðir þú og
það er mín trú að þín bíði störf á æðri
stöðum, en líkt og í lifanda lífi veit ég
að þú munt gegna þeim af mikilli
vandvirkni. Gulli minn, ég vil þakka
þér fyrir öll þau ár sem við áttum
saman hvort sem það var á Húsavík
eða í Njarðvík.
Elsku Anna, Borgar og fjölskyld-
ur, ég votta ykkur mína dýpstu sam-
úð og megið þið finna styrk hvert hjá
öðru.
Ingibjörg Þórðardóttir.
„Hver vegur að heiman er vegur
heim.“ Hann Gulli fór á sjúkrahús í
byrjun febrúar, en þá fór hjól veik-
indanna að snúast hratt og um miðjan
dag hinn 13. febrúar kvaddi hann
þennan heim. Minningarnar um hann
eru margar og góðar. Gulli var prúð-
ur maður og vænn, hann sóttist ekki
eftir tign né völdum. Hann var góður
hlustandi, en hafði sínar eigin skoð-
anir og var þá rökfastur. Gulli gekk í
ljósinu á meðan hann gat. Þrátt fyrir
veikindin gekk klukkan hans á hár-
réttum hraða, hann stillti sig og lét
engan finna fyrir óþægindum veik-
indanna, hvorki börnin né hana Önnu.
Fyrir nokkrum vikum fór ég til Gulla
því þá var ég búin að frétta um slæma
útkomu úr síðustu lyfjameðferðinni,
en ég var komin heim aftur þegar ég
uppgötvaði að við töluðum um allt
annað en hann og hans veikindi og ég
jafn nær og áður þótt erindið væri að
fá fréttir af honum. En svona var
Gulli þótt hann hefði orðið mörg
hundruð ára þá hefði lífið ekki þreytt
hann. Hann elskaði lífið og hann elsk-
aði hana Önnu, börnin sín og barna-
börn. Anna og Gulli voru jafningjar
og þess vegna leið þeim vel hvoru hjá
öðru. Nú þegar hann er farinn verður
skarð hans aldrei fyllt. Með kveðju og
þökk fyrir allt.
Hver vegur að heiman
er vegur heim
Hratt snýst hjól dagsins,
höllin við lindina
og tjaldstæðin hjá fljótinu
eru týnd langt að baki,
það rökkvar og sigðin
er reidd bleikum stjörnum.
Löng verður nóttin
nöturleg og dimm.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson.)
Birna og Gunnar
Þorsteinn.
GUNNLAUGUR
JÓNASSON
Mig langar til að minn-
ast Rannveigar Guð-
mundsdóttur og þakka
henni góða samfylgd hér
í Stykkishólmi í áratugi.
Allar minningar um Rannveigu
tengjast hlýju í minn garð og þær
mun ég ávallt geyma.
Ég kom oft við hjá Rannveigu
þegar ég átti leið um Austurgötuna
og þá röbbuðum við saman yfir
kaffibolla. Ég hafði ekki búið lengi
í Hólminum þegar ég skynjaði það
að hlýja og reisn lýsti sér í allri
hennar framkomu. Þrátt fyrir
mannmargt heimili fyrr á árum
var alltaf tími til að taka á móti
gestum og gangandi og ræða
landsins gagn og nauðsynjar.
Rannveig var skynsöm kona og
RANNVEIG
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Rannveig Guð-mundsdóttir fædd-
ist á Þingeyri við Dýra-
fjörð 25. júlí 1909. Hún
lést á St. Franciskus-
spítalanum í Stykkis-
hólmi 6. febrúar síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá Stykk-
ishólmskirkju 15. febr-
úar.
heilsteypt. Hún
hafði alltaf gott til
málanna að leggja.
Við Rannveig
vorum bæði á
Dvalarheimili aldr-
aðra í Stykkishólmi
síðustu árin og frá
henni streymdi
bros og sálarstyrk-
ur. Heyrnin og
sjónin fóru hægt
þverrandi en bros-
in komu öllum í
gott skap.
Rannveig var
þakklát almættinu
fyrir þær allsnægtir sem henni
fannst lífið hafa fært sér um æv-
ina. Þess minntist hún ábyggilega í
bænum sínum. Hún gaf börnum
sínum og barnabörnum gott vega-
nesti út í lífið og þau þökkuðu það
með því að reynast góðir og gegnir
borgarar. Þess hefur Stykkishólm-
ur ríkulega notið.
Guð blessi minningu Rannveigar
Guðmundsdóttur. Hún var öllum
samferðarmönnum sínum mikils
virði. Ástvinum sendi ég innilega
samúðarkveðju.
Árni Helgason Stykkishólmi.