Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 19 OD DI H F J 41 14 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Nú eru kjarakaupadagar hjá okkur. Gerðu reyfarakaup hvort sem þig vantar lampa í svefnherbergin eða stofuna, þráðlausan síma eða farsíma, prentara eða faxtæki, sísogandi ryksugu, kaffivél, brauðrist eða matvinnsluvél, eldunargræjur, svalan kæliskáp, hljóðláta og lúsiðna uppþvottavél eða velvirka og vinnusama þvottavél. • Öll heimilistæki í eldhúsið frá Siemens. Eldunartæki, kæli- og frystiskápar, uppþvottavélar og smátæki af ýmsu tagi. • Þvottavélar og þurrkarar frá Siemens sem snúast í þína þágu. • Öflugar Siemens ryksugur á skotsilfursparandi kostakjörum. • Ótrúlega, já hreint lygilega ódýr smátæki frá Bomann. • Þráðlausir símar og farsímar frá Siemens á firnagóðu verði. • Tölvuprentarar frá Olivetti á hláturtaugakitlandi kostaverði. • Mikið úrval glæsilegra og vandaðra lampa. Ýmis sértilboð og útsala á mörgum lampagerðum. Gerðu frábær kaup. Láttu sjá þig. Við tökum vel á móti þér. Engum flýgur sofanda steikt gæs í munn! Síðasti dagur á morgun Opið laugardag frá 11 - 16 Kjarakaupadagar LEITARMENN í Íran fundu í gær- morgun flak Íljúsjín-76-flutningaþot- unnar sem fórst síðdegis á miðviku- dag í Sirch-fjöllum, um 35 kílómetra frá borginni Kerman í suðurhluta landsins, að sögn AFP-fréttastofunn- ar. Alls voru 302 um borð og fórust allir þegar flugvélin rakst skömmu fyrir lendingu á fjallið Seif í slæmu skyggni og splundraðist. „Flugum- ferðarstjórar í Kerman sögðu að flugmaðurinn hefði sagt að veðrið væri slæmt og hífandi rok, áður en sambandið rofnaði,“ sagði í frétt írönsku fréttastofunnar IRNA. Þotan var í eigu hersins og á leið frá borginni Zahedan, skammt frá landamærunum að Afganistan, til Kerman þar sem farþegarnir, 284 liðsmenn Lýðveldisvarðarins, áttu að undirbúa komu voldugasta leiðtoga landsins, Ajatollah Ali Khamenei, til borgarinnar, að sögn breska ríkisút- varpsins, BBC. Raofi Nejad, hers- höfðingi og einn af yfirmönnum Lýð- veldisvarðarins, sagði hins vegar í sjónvarpsviðtali að verðirnir hefðu verið á leið í tveggja sólarhringa leyfi en margir þeirra voru frá Kerman. Auk varðanna var 18 manna áhöfn um borð. Heyrðu mikla sprengingu Vélin var af gerðinni Íljúsjín-76, smíðuð í Rússlandi. Áætlað var að vélin lenti klukkan 6:20 að staðartíma en um það bil tuttugu mínútum fyrr rofnaði samband við hana, að sögn Nejads hershöfðingja. Sjónarvottar sögðu að mikil sprenging hefði heyrst skömmu síðar í fjöllunum. Flakið fannst í gærmorgun í um 3.500 metra hæð, austan við Kerman, en ekki var þó búið að finna annað en brunna og sótuga vængendana. Aðrir hlutar vélarinnar munu hafa dreifst um stórt svæði en haldið var áfram að fínkemba fjallshlíðarnar. Nokkrar líkamsleifar höfðu fundist þegar í gær og ekki var talið að nokkur hefði komist lífs af. Talsmenn stjórnvalda sögðu að leitarstarfið hefði tafist mjög vegna mikillar þoku og roks á þessum slóðum. Var erfitt að nota þyrlur við björgunarstarfið. Lítið er um akfæra vegi upp í fjöllin en sagt var að 200 sérfræðingar Rauða hálf- mánans myndu senn bætast í 60 manna hóp sérþjálfaðra leitarmanna sem fyrir væru. Herinn og liðsmenn Lýðveldisvarðarins myndu einnig taka þátt í starfinu. Stjórnvöld í Teheran sendu í gær ættingjunum samúðarkveðjur vegna atburðarins og Khamenei sendi yfir- manni Lýðveldisvarðarins sérstaka samúðarkveðju. Khamenei gaf einnig skipun um að vandleg rannsókn yrði hafin á tildrögum slyssins. Fyrir réttu ári munaði litlu að 230 manns, aðallega liðsmenn varðarins, færust þegar kviknaði í Íljúsjín-76- vél skömmu eftir flugtak frá borginni Mashhad í norðanverðu Íran. Flug- manninum tókst að nauðlenda. Dyggir harðlínuklerkum Verðirnir sem fórust á miðvikudag höfðu verið við störf í landamærahér- aðinu Sistan-Baluchistan en það er alræmt fyrir fíkniefnasmygl frá Afg- anistan sem er mikið vandamál í Ír- an. Lýðveldisvörðurinn var stofnaður er íslömsku klerkarnir stóðu fyrir byltingu gegn keisara landsins 1979 og steyptu honum af stóli. Félagar í Lýðveldisverðinum hafa löngum þótt aðgangsharðir í að verja stefnu harðlínuklerka sem hafa ávallt síðasta orðið í landstjórninni þótt um- bótasinnar hafi meirihluta á þingi. Khamenei er helsti leiðtogi harðlínu- aflanna en Mohammed Khatami for- seti er hins vegar hlynntur umbótum. Rakst á fjall og sprakk Sundurtætt flak írönsku Íljúsjín- þotunnar fundið við rætur Seif AP Tindur fjallsins Seif þar sem flugvélin fórst á miðvikudag.                    !  " #$! $ %&' $   " (     !  )!  "                             MEIRA en helmingur allra flutningavéla Írana er af sovéskri eða úkr- aínskri gerð og eru margar þeirra gamlar og lélegar. Allmörg flugslys hafa orðið í landinu síðustu árin, síðast í desember í fyrra. Slysið í Íran á miðvikudag, er 302 fórust, er eitt af mannskæðustu flugslysum sem orðið hafa í heiminum frá 1980.  19. ágúst 1980 fórust um 300 manns er kviknaði í Tristar-þotu Saudi Arabian Airlines á Riyadh-flugvelli.  12. ágúst 1985 fórust 520 manns þegar Boeing-breiðþota Japan Airl- ines hrapaði á leiðinni frá Tókýó til Osaka.  8. janúar 1996 fórust yfir 300 manns þegar rússnesk-smíðuð Anton- ov-32 flutningavél hrapaði á markaðstorg í Kinshasa, höfuðborg Kongó (áður Zaire).  12. nóvember 1996 rákust saman í lofti skammt frá Nýju-Delhí Boeing-breiðþota Saudi Airlines og Íljúsín-76 þota frá Kazakstan, alls fórust 349 manns. Mannskæðustu flugslysin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.