Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er alltaf erfitt þegar einhver nákom- inn manni yfirgefur þessa jarðvist. Maður er eitthvað svo hjálparvana gagnvart þeim sem ræður öllu. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskyldu einnar bestu vinkonu minnar og það í annað sinn á innan við tveimur árum. Ég held að Ívari hafi vantað aðstoð þarna hinum megin við eitthvað vanda- samt verk. Sigríði kynntist ég fyrst almenni- lega þegar ég fékk að fara með Lóu vinkonu og foreldrum hennar til Ítalíu sumarið 1988. Þetta var alveg frábær ferð og Sigríður alltaf hress og kát eins og henni var lagið, en ákveðin við okkur pæjurnar þegar kom að partíferðum á kvöldin, enda SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR ✝ Sigríður Krist-insdóttir fæddist á Hofsstöðum í Hálsasveit 12. októ- ber 1942. Hún lést á krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans miðvikudaginn 12. febrúar síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fella- og Hólakirkju 19. febrúar. vorum við bara 16 ára þá. Ég man alltaf hvað við fórum hjá okkur við Lóa þegar við kom- umst að því að vegg- irnir á milli hótelher- bergjanna í Rómarferðinni voru ansi þunnir og að Sig- ríður hafði heyrt allt sem við vorum að tala um. Hún henti bara gaman að því og hló að öllu saman. Ég hef alltaf haldið mikið uppá Ítalíu síðan þetta sumar enda ógleyman- leg ferð. Við flökkuðum mikið um landið og lágum svo í leti á strönd- inni á milli. Sigríður þurfti nú varla að fá nema smá sól á sig, til að verða alveg kaffibrún. Ég man varla eftir Sigríði öðruvísi en brosandi og hlæjandi og alltaf var gaman að kíkja í búðina til hennar ef maður átti leið hjá. Barnabörnin voru augasteinar hennar og stöðugir gleðigjafar. Ég vil votta Birgi, Lóu vinkonu og öðrum ættingjum og vinum, inni- legrar samúðar og biðja góðan guð að styrkja þau í sorg sinni. Blessuð sé minning Sigríðar Kristinsdóttur. Björg Helgadóttir. Það kom sem köld vatnsgusa á okkur starfsmenn Skagans þegar fréttin af andláti Gylfa barst okkur. Við kvöddum þennan fé- laga okkar fyrir skömmu þegar hann hélt í eina af ferðum sínum til að sinna því sem í senn var starf hans og áhugamál, skipulagningu og úrbótum í fiskvinnslu. Úr þessari ferð kom hann ekki aftur og er skarð fyrir skildi. Þau ár sem Skaginn naut krafta Gylfa blómstruðu mörg þau fræ sem hann hafði safnað í sarpinn á veg- ferð sinni. Við nutum þeirrar reynslu sem hann hafði safnað í störfum sínum við stjórnun og þró- un vinnsluaðferða og vinnslutækni. Gylfi var vakinn og sofinn í störfum sínum. Þetta birtist í mörgum myndum. Þróun nýrra hugmynda sem bættu afkomu fiskvinnslunnar og þrautseigja við að koma þeim í framkvæmd var einstök. Hvert verkefni var leyst af hendi allt til enda. Samviskusemi og áhugi ásamt metnaði til að skila verki með sæmd og stolti var eðlislægur hluti af per- sónuleika hans. Verkefni var aldrei lokið fyrr en viðtakandinn var sátt- ur. Gylfi gerði sér glögga grein fyrir að verkin tala betur en mörg orð og var alltaf trúr þeirri sannfæringu að skilja aldrei við hálfunnið verk. Gylfi var ekki maður málamiðlana en var réttsýnn og ákveðinn. Við sam- starfsmenn hans urðum að vera til- búnir að rökræða lausnir og hug- myndir. Í þeim umræðum var oft tekist á um leiðir að sameiginlegu markmiði. Þegar niðurstaðan var fundin fylgdi Gylfi henni eftir af atorku. Síðastliðið ár vann Gylfi að einu merkasta framfaraskrefi sem Skag- inn hefur komið að. Um er að ræða verkefni sem hlaut nafnið Bætt arð- semi í landvinnslu. Í þessu verkefni komu eðlisþættir hans og áhugamál glöggt fram. Þarna eru farnar nýjar leiðir sem miðast að því að bæta af- komu fiskvinnslunnar með nýrri GYLFI BORGÞÓR GUÐFINNSSON ✝ Gylfi BorgþórGuðfinnsson fæddist í Bolungar- vík 25. september 1947. Hann lést í Riga í Lettlandi 5. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akranes- kirkju 14. febrúar. vinnslutækni og bættri nýtingu. Það skein af Gylfa gleðin við hvern nýjan sigur á leiðinni að lokatakmarkinu. Roðrifan þróaðist og hver útgáfan af annarri af hnífnum til að taka beingarðinn var smíð- aður. Sífellt miðaði að lokatakmarkinu. Það var stórkostlegt að sjá hann hrífa með sér bæði samstarfsmenn og fiskvinnslufólk þeg- ar hann sýndi þeim hve flökin voru falleg með þessari nýju vinnsluaðferð. Því mið- ur sér hann ekki fullþroskuð tæki í þessu óskabarni sínu, en við sem eftir stöndum munum fylgja eftir ötulu starfi hans. Fyrir hönd starfsmanna Skagans þakka ég samfylgdina um leið og ég votta Bryndísi og fjölskyldu innilega samúð. Sigurður Guðni Sigurðsson. Í dag er til grafar borinn minn yndislegi bróðir sem var hrifinn í blóma lífsins frá hinni heittelskuðu fjölskyldu sinni. Elsku Gylfi, með örfáum orðum vil ég þakka þér fyrir árin sem við fengum að vera saman. Takk fyrir að koma til mín á Þorláksmessu, það var mér mikils virði að fá þig, og núna síðast komstu með tengdason þinn og litla augasteininn þinn, hann Ragnar. Elsku Bryndís og börn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, ég veit elsku Bryndís að þú ert klettur og hefur alltaf verið. Elsku bróðir, hvíl í friði, þín verð- ur sárt saknað. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku bróðir, megi englar guðs umvefja þig. Þín systir Jóna Guðfinnsdóttir. Elsku afi. Okkur langar til að þakka þér fyr- ir allar yndislegu samverustundirn- ar sem við áttum með þér. Það var bara svo gaman að vera hjá þér, allt- af varstu tilbúinn til að leika við okkur inni í bílskúr eða úti í garði. Sama hvernig á stóð. Við vitum nú að þú ert engill á himnum sem gætir okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Maren og Guðfinnur Þór. Engan gat órað fyrir því að kvatt væri í hinsta sinn í þessu lífi, þegar Gylfi fór hress og kátur til Lettlands fyrir fáum vikum. Enginn, sem hann þekkti, gat látið sér detta það í hug, að honum væri ekki ætlaður miklu lengri tími hér á jörðu, svo sprækur, svo áhugasamur um allt sitt um- hverfi og starf, með þúsund áætlanir á prjónunum. Hans afmarkaða stund var allt í einu liðin hér á jörðu. Fyrirvaralaust sáu félagar hans sem með honum voru ytra, þegar hann kvaddi svo skyndilega í miðri önn dagsins. Við sem urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá að starfa með Gylfa nutum þess að fylgjast með því mikla þróunarstarfi sem hann innti af hendi fyrir fiskvinnsluna í land- inu. Metnaður, vilji og einstök sam- viskusemi rak hann áfram til nýrra átaka á sviði nýrrar tækni og árang- urinn var ævintýri líkastur. Það var einmitt erindi hans til Lettlands, að kenna starfsfólki Haraldar Böðvars- sonar hjá Baltic Seafood. Strax eftir fáa daga þar hafði hann ásamt fé- lögum sínum aukið afköst og gæði hráefnisins, það var hans sérgrein. Hann taldi alltaf að hægt væri að gera betur enda var hann ávallt að ná nýjum áföngum. Ekki er ofsagt að hann var snillingur á sínu sviði. Það var mikið happ fyrir Akranes þegar hann kom hingað með stóru fjölskylduna sína fyrir hartnær tutt- ugu árum. Hér fann hann farveg fyrir áhugamál sín og hér eignaðist hann samstarfsmenn sem kunna að nýta sér þekkingu hans og þróa þær frábæru hugmyndir sem hann var með á takteinum. Þetta starf er í dag afar verðmætt fyrir uppbygg- ingu landvinnslu sjávarafurða í landinu. Þótt Gylfi gæti verið stoltur af störfum sínum var hann enn stoltari af fjölskyldu sinni, dætrunum sex og Bryndísi konu sinni, en leitun er að jafnsamrýndum hjónum og þeim. Ekki spillti þegar barnabörnin fóru að koma í heiminn. Hann lifði sig inn í leiki þeirra og áhugamál. Fótbolti var ávallt ofarlega á blaði og hann var hvetjandi í þeim efnum sem öðr- um. Á undanförnum dögum hef ég fylgst með hversu sterk og samtaka fjölskylda hans er. Hversu fallegar og góðar minningar um hann sam- eina þau og hve kærleiksríkt sam- band er mikill fjársjóður og öllu öðru mikilvægara. Ég kveð Gylfa með þakklæti í huga og bæn um að Guð og góðir englar fylgi honum og vaki yfir þeim sem honum þótti vænst um. Starfsfólk Haraldar Böðvarsson- ar sendir ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Sturlaugsson. Hann Gylfi er dáinn, hann varð bráðkvaddur úti í Lettlandi. Þessi tíðindi breiddust út meðal okkar samstarfsmanna Gylfa 5. febrúar. Áfallið var mikið enda vorum við að missa vel liðinn samstarfsmann og góðan félaga. Gylfi hafði ákveðnar skoðanir á hinum ýmsu málum og lá ekki á þeim. Voru oft líflegar um- ræður í gangi þegar hann var nærri og skipti engu hvort um var að ræða umræðu sem tengdist vinnunni eða áhugamálum. Oftar en ekki var rætt um fótbolta enda var Gylfi mikil áhugamaður um hann. Við sem höfum starfað með Gylfa í nokkur ár vissum hvað fjölskyldan var honum dýrmæt. Það var greini- legt að eiginkonan, dæturnar og síð- ar meir tengdasynir og þá ekki hvað síst barnabörnin voru honum mikils virði. Þeirra missir er mikill. Þeim öllum sendum við samstarfsmenn Gylfa okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningar um góðan dreng lifa með okkur öllum. F.h. Starfsmannafélagsins Króka- lóns, Einar Brandsson. Minn kæri vinur og samstarfs- maður Gylfi Guðfinnsson er látinn. Þann raunveruleika er erfitt að sætta sig við. Þú sem varst á besta aldri, svo vel á þig kominn og áttir svo margt eftir ógert. Síðasta samtal okkar var símleiðis þar sem þú varst staddur í Lettlandi við vinnu að verkefni fyrir fisk- vinnslu Haraldar Böðvarssonar. Þú lékst á als oddi og varst sáttur við árangurinn í þessum áfanga og ætl- aðir að koma heim hinn áttunda í tíu daga frí til fjölskyldunnar. Þú komst heim þann dag en á annan hátt en þú sjálfur hafðir ráðgert. Samstarf okkar Gylfa og vinátta nær aftur til ársins 1989 þar sem hann var yfirverkstjóri í frystihúsi Heimaskaga á Akranesi, en fáeinum árum áður hafði hann flutt hingað á Akranes með fjölskylduna frá Bol- ungarvík. Þetta var á tímabili mik- illa breytinga í landvinnslunni og fyrstu flæðilínurnar voru að koma fram á sjónarsviðið. Frá þessum tíma unnum við náið saman að þróun og breytingum á búnaði til fiskvinnslu, fyrst í Heima- skaga, síðan hjá HB, einnig árið sem þú starfaðir í laxvinnslu í Noregi og nú síðustu árin hjá okkur í Skag- anum. Nú síðustu misserin unnum við saman að verkefni sem við trúðum að myndi marka þáttaskil í þróun landvinnslunnar. Því miður nýtast ekki þínir starfskraftar til að ljúka því starfi en ef það tekst er það eitt það merkasta sem þú hefur unnið að. Hátindur starfsferilsins er þó að mínu mati þegar Gylfi vann að end- urbótum á fiskvinnslu Haraldar Böðvarssonar í kjölfar sameiningar þeirra og Heimaskaga. Þar tókst að byggja upp vinnslu þar sem fór saman mjög samhæft og gott starfs- fólk, öflug stjórnun og tæknistig með því besta sem þekktist á þeim tíma. Allir þeir sem kynntust Gylfa vissu hversu mikill fagmaður hann var og foringi. Metnaður og fag- mennska ásamt því að gefast aldrei upp einkenndi öll hans störf. Að leiðarlokum minnist ég þó Gylfa fyrst og fremst sem trausts og tryggs vinar. Bryndísi, dætrunum sex og fjöl- skyldum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ykkar vinur, Ingólfur Árnason. Fljótlega eftir að Gylfi flutti til Akraness lágu leiðir okkar saman, þegar Gylfi slóst í hóp félaga sem stundar fótbolta sér til skemmtunar og heilsubótar. Gylfi var mikill fót- boltaáhugamaður og studdi liðið sitt á Skaganum af mikilli ástríðu. Síðar lágu leiðir okkar saman gegnum vinnuna, fyrst þegar hann var verkstjóri hjá HB og aftur þeg- ar hann starfaði í Noregi. Þegar Gylfi hóf störf hjá Skag- anum hf. urðum við mjög nánir sam- starfsmenn. Gylfi kom oft á skrifstofuna mína til að ræða málin, hann hafði ávallt ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og framgangi þeirra verkefna sem við vorum að takast á við. Við fórum í margar vinnuferðir bæði innanlands og utan. Það var ákaflega gott að vinna með honum, hann hafði jafnan skýr markmið, þá varð maður vitni að þeirri virðingu sem viðskiptavinir okkar báru fyrir honum enda Gylfi álitinn einn hæf- asti vinnslumaður í íslenskum fisk- iðnaði. Við áttum gott samtal frá Lett- landi daginn örlagaríka, þar sem við ræddum ýmis framtíðaráform, við slitum samtalinu með þeim orðum að vera í sambandi seinna um dag- inn. Kallið kom í millitíðinni, að manni finnst svo óvægið og miskunnar- laust. Enn og aftur er maður minntur á það að vegir Guðs eru órannsakan- legir. Ég vil þakka góðum dreng við- kynningu sem aldrei bar skugga á. Við fjölskyldan viljum senda Bryndísi og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Ellert Ingvarsson. Það er alltaf erfitt að kveðja, en okkur langar að minnast vinar okk- ar og nágranna til margra ára með örfáum orðum. Við kynntumst fjöl- skyldunni fyrir tæpum tuttugu ár- um, þegar þau fluttu á Esjuvellina. Á þessum árum hafa myndast tengsl og vinátta sem seint verður rofin og erum við innilega þakklát fyrir það. Það var mikil spenna á Esjuvöllunum þegar fréttist að von væri á þetta stórri fjölskyldu í hverfið. Ekki er hægt að segja að sú spenna hafi orðið að vonbrigðum heldur þvert á móti, því góða vini og nágranna er ekki hægt að kaupa úti í búð. Húsið nr. 19 var ávallt opið bæði vinum og vandamönnum og var því oft margt um manninn þar á bæ. Stolt Gylfa og ríkidæmi var fjöl- skyldan hans sem fer sífellt stækk- andi með árunum. Gylfi var mikill fjölskyldumaður og traustur og það fór víst ekki fram hjá nokkrum sem honum kynntist að þarna var mikill metnaðarmaður á ferðinni í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Gylfi var mikill áhugamaður um fótbolta og allt sem honum viðkom og var hann manna duglegastur við að kveikja áhuga á fótbolta hjá krökkunum í hverfinu, þá kannski sér í lagi kvennaboltanum til að byrja með og gerði sitt besta til að koma sem flestum á æfingu þó ekki væri nema til að prófa. Sumar urðu virkari en aðrar og fengu þá allan þann stuðn- ing og hvatningu sem á þurfti að halda, hvort sem vantaði æfinga- félaga, ráðleggingar eða annað. Eft- ir að stelpurnar urðu stærri var oft- ar en ekki bankað uppá hjá þeim hjónum og spurt: „Er Gylfi heima, viltu koma út í fótbolta?“ Gylfi átti bágt með að segja nei, sérstaklega við börn. Það var því ekki óalgeng sjón hér í hverfinu og þá sérstaklega á sumrin að sjá Gylfa úti með ein- hverjum í fótbolta og annars konar æfingum sem því fylgir. Fyrst voru það stelpurnar hans og þeirra vinir, eftir það tóku aðrir krakkar við og svo komu barnabörnin um leið og þau voru farin að standa í lappirnar. Þetta finnst mér lýsa Gylfa mjög vel og hversu barngóður hann var. Kæri vinur, við vitum að þú stendur við hlið Bryndísar núna og heldur í höndina á henni á þessum erfiðu tímum söknuðar og sorgar um leið og þú styður dætur þínar og fjölskyldur þeirra. Þau standa sig öll eins og hetjur og ég veit að þú ert stoltur af þeim núna eins og þú hef- ur alltaf verið. Gylfi minn, við erum öll ríkari af því að hafa fengið að kynnast þér eins og þú varst. Guð geymi þig. Elsku Bryndís og fjölskyldur, við biðjum góðan guð um að veita ykkur allan þann styrk og stuðning sem þið þurfið á að halda hvert og eitt ykkar, til þess að takast á við lífið og tilveruna eins og hún er í dag og verður eftir þetta. Fjölskyldan Esjuvöllum 12. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.