Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIMILI og skóli sem er landssam- band foreldra, kynnti í gær niður- stöður úr könnun á viðhorfi foreldra á Norðurlöndum til netnotkunar barna og unglinga. Könnunin var hluti af nýju verkefni á vegum sam- takanna sem fjallar um að auka þekkingu foreldra og kennara á þeim kostum sem Netið býr yfir og leggja til námsefni til að kenna ungmenn- um örugga netnotkun. Samkvæmt upplýsingum frá vef- fyrirtækjum á Íslandi eiga íslensk heimili met í nettengingum. Síteng- ingar við Netið eru auk þess algeng- ari hér en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en könnunin var einmitt gerð í þessum fjórum löndum. Könnunin fór þannig fram að for- eldrar 800 barna í löndunum fjórum voru spurðir spurninga varðandi netnotkun barna þeirra. Í ljós kom að börn á aldrinum 6–16 ára segjast í 95% tilvika nota verald- arvefinn reglulega. Rúmlega 80% ís- lenskra foreldra segjast vera hæfir notendur og er það hærri tala en í samanburðarlöndunum. Foreldrar íslenskra barna hafa mestar áhyggj- ur af því að börn þeirra rekist á klám á Netinu. 98% barna hafa aðgang að Netinu heima hjá sér og telja 50% foreldra að sitt barn hafi eigið net- fang. Aðeins 41% foreldra telja að sín börn hafi lært að verja einkalíf sitt á Netinu og 35% telja börn sín ekki hafa lært að meta hvort upplýs- ingar á Netinu séu áreiðanlegar og sannar. 32% myndu leyfa börnum að setja eigið netfang á Netið, fjórðung- ur fullt nafn og fjórðungur aldur og fæðingardag. „Við virðumst vera léttlyndari en samanburðarþjóðir gagnvart ýms- um þáttum. Það er eins og við áttum okkur ekki á því að Netið er landa- mæralaust,“ segir Kristbjörg Hjaltadóttir, Landssamtökum heim- ilis og skóla. „Við til dæmis pössum ekki nóg upp á að börnin okkar láti ekki fullt nafn, fæðingardag og ár út á Netið en það eru einmitt hlutir sem við þurfum að ræða um við þau,“ seg- ir Kristbjörg og bætir við að gera þyrfti börnum grein fyrir því að sumt efni á Netinu sé í hálfgerðum dulbúningi eins og til dæmis kyn- þáttafordómar, ofbeldi, misrétti og fleira í þeim dúr. „Þetta eru hlutir sem ég sé að íslenskir foreldrar eru frekar afslappaðir gagnvart.“ Kristbjörg segir að samtökin séu að fara í gang með nýtt kennsluefni í tengslum við netnotkun barna. „Það kemur í okkar hlut og hlut Íra að hanna þennan kennslupakka. Hon- um verður beint að foreldrum, börn- um og kennurum og við hlökkum til að vinna þetta svona því það er ekki svo margt sem er unnið sameigin- lega af foreldrum, skóla og börnum.“ Umburðarlyndi gagn- vart netnotkun barna Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kristbjörg Hjaltadóttir frá Landssamtökum heimilis og skóla. FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu á þriðjudag fram bókun þar sem þeir lýsa yfir undr- un sinni yfir því að í ráðinu séu tek- in til afgreiðslu málefni sem heyra undir stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur, OR, án þess að þau hafi verið borin undir hana. Telja þeir ástæðu til að kanna hvort þessar ákvarð- anir séu lögmætar án atbeina stjórnar OR. Sjálfstæðismenn leggja til að af- greiðslum varðandi OR sé frestað svo að stjórn fyrirtækisins gefist kostur á að fjalla um málið. Benda þeir á að OR sé sameignarfélag sem starfi á grundvelli sérstakra laga. Borgarlögmaður hafi túlkað lögin á eigin veg, þ.e. að þau veiti OR stöðu einkaréttarlegs fyrirtækis. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður OR og formaður borgarráðs, segir að sjálfstæðismenn hafi verið að gera athugasemd við umsögn um raforkulagafrumvarp iðnaðarráð- herra. Gagnrýni þeirra sé byggð á misskilningi þar sem að til margra áratuga hafi það tíðkast að laga- frumvörp, sem send eru Reykjavík- urborg til umsagnar, séu yfirfarin af borgarlögmanni og forstöðu- manni viðkomandi borgarstofnunar. Í þessu tilviki hafi borgarlögmaður og forstjóri OR gefið umsögn um frumvarpið. Stjórnarmönnum Orkuveitunnar hafi þegar verið send þessi umsögn og málið verði síðan rætt á stjórnarfundi í næstu viku. „Kannski gengur Orkuveitan lengra en önnur orkufyrirtæki að því leyti að mér er ekki kunnugt um að til dæmis stjórnarmenn Lands- virkjunar séu að fjalla um umsagnir af þessu tagi. Þær eru einfaldlega sendar inn til Alþingis án þess að nokkur maður sé spurður að því í stjórn fyrirtækisins,“ segir Alfreð. Deilt um af- greiðslu mála OR í borgarráði GRUNNSKÓLINN í þorpinu Sobesl- av í Tékklandi er í hópi nokkurra skóla sem fengu úthlutað af ágóða frá styrktartónleikum sem haldnir voru hér á landi á síðasta ári í tengslum við flóðin í Tékklandi. Fékk skólinn sem svarar 160 þús- und krónum í sinn hlut en fyrir þá peninga gátu skólayfirvöld fest kaup á tveimur nýjum og hrað- virkum tölvum. Skipuleggjandi tón- leikanna, Anna Kristine Magn- úsdóttir, fékk á dögunum senda þessa mynd frá skólayfirvöldum með þakklæti fyrir stuðninginn. Á myndinni eru tveir nemendur skól- ans við nýju tölvurnar. Keyptu tölvur fyrir söfnunarféð FORSVARSMENN viðskipta- banka, sem Morgunblaðið ræddi við, eru sammála um að tekjur bankanna vegna debetkorta- færslna á síðasta ári séu ekki mikl- ar ef miðað er við kostnað af rekstri kerfisins. Morgunblaðið greindi frá því um síðustu helgi að áætlaðar tekjur fjármálastofnana vegna debet- kortafærslna á síðasta ári námu rúmlega hálfum milljarði króna. Sigurjón Þ. Árnason, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Bún- aðarbankans, segir að fjármála- stofnanir þurfi að greiða sérstakt færslugjald til Reiknistofu bank- anna (RB) og RÁS-kerfisins. RÁS- þjónustan sér um rekstur posa- kerfisins. Hann bendir á að þjón- usta hraðbankanna sé notendum að kostnaðarlausu. Hins vegar falli einhver kostnaður þar til einnig. Sigurjón Gunnarsson, sérfræð- ingur í fjárstýringu Landsbankans, segir að bankarnir hafi ekki enn sett á þjónustugjöld vegna hrað- bankanna. Viss hagkvæmni felist í því að viðskiptavinir þurfi ekki fulla þjónustu hjá gjaldkera, sem spari bæði húsnæði og starfskraft. Hann segir að kostnaður RB fel- ist meðal annars í flóknum og full- komnum tölvubúnaði sem sé af- skrifaður yfir tiltekið tímabil. Kostnaðinum er svo skipt niður á fjármálafyrirtækin eftir færslu- fjölda. Undir þetta tekur Jón Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs Ís- landsbanka. Hann segir heilmikinn vél- og hugbúnað að baki greiðslu- kerfi debetkorta. Sá kostnaður liggi hjá RB. Til að mæta honum er stofnkostnaður afskrifaður á líf- tíma kerfisins. Út frá honum er fundinn verðmætagrunnur sem skipt er niður á færslufjölda sem fer í gegnum kerfið á ákveðnu tímabili. Út frá færslufjölda er kostnaður fjármálastofnananna fundinn. Jón segir að þrátt fyrir sjálf- virkni kerfisins þurfi starfsfólk til að halda utan um það og leiðrétta villur sem sleppi í gegn. Það lesi yfir færslulista og geri nauðsyn- legar leiðréttingar. Þó nokkur kostnaður sé því falinn í öllu ut- anumhaldi um kerfið. Á síðasta ári voru debetkort not- uð rúmlega 45 milljón sinnum. Í langflestum tilvikum var um að ræða færslur í gegnum posa- og kassakerfi verslana. Viðskiptavinir Íslandsbanka og Búnaðarbanka greiða 12 krónur fyrir hverja slíka færslu. Korthafar hjá Landsbanka Íslands og sparisjóðunum greiða 13 krónur fyrir færsluna. Þó nokkuð er um að korthafar noti kort sín í hraðbönkum eða í rúmum 10% tilvika. Það er fólki að kostnaðarlausu. Sjaldnast eru kortin notuð þegar greitt er hjá gjaldkera banka og sparisjóða eins og sést á meðfylgjandi töflu. Bankarnir segja færslu- gjöld hófleg Forsvarsmenn viðskiptabankanna um debetkortaviðskipti fólks á síðasta ári                                      ! " # $! % "& $ KOSTNAÐUR við ættleiðingu barns hérlendis er frá tæplega milljón krónum upp í um 1,2 milljónir, að sögn Guðrúnar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar. Að meðaltali hafa verið um 18 til 24 ættleiðingar á ári undanfar- in ár og verða þær væntanlega fleiri í ár, að sögn Guðrúnar, en um 400 börn hafa verið ættleidd til Íslands á ríflega 30 árum. Guð- rún segir að ýmiss kostnaður heima og erlendis fylgi ættleið- ingu. Safna þarf saman vottorð- um og fá þau stimpluð og þýdd, leggja út vegna læknisþjónustu, fæðis og umönnunar erlendis, borga lögfræðikostnað og greiða Íslenskri ættleiðingu fyrir milli- göngu þess fyrir utan kostnað vegna ferðarinnar til að sækja barnið. Styrkir veittir á Norðurlöndunum „Samtals er þetta frá tæpri milljón upp í 1.200 þúsund,“ segir Guðrún. „Það er auðvitað mjög mikið fyrir fólk sem hefur hugs- anlega áður verið í glasafrjóvg- unum og þurft að borga fyrir hluta þeirra. Ófrjósemi er mjög sár og þetta er mikið hjartans mál fyrir þetta fólk.“ Kjörforeldar sem fá börn til ættleiðingar frá öðrum löndum fá ekki styrk til þess úr ríkissjóði en slíkir styrkir eru veittir á hinum Norðurlöndunum. Í Finnlandi fer upphæðin eftir því hvaðan barnið kemur og er frá 160 til 380 þús- und. Í Noregi er styrkurinn rúm- lega 250 þúsund fyrir hvert barn, um 360 þúsund í Svíþjóð og rúm- lega 400 þúsund krónur í Dan- mörku. Að sögn Guðrúnar óskaði Íslensk ættleiðing eftir því á liðnu ári að stjórnvöld athuguðu hvort ekki væri hægt að koma á sambærilegum styrkjum og tíðk- ast hjá hinum Norðurlandaþjóð- unum en svar hafi ekki enn bor- ist. Guðrún bendir á að fjölskyldur ættleiddra barna noti ekki þá þjónustu sem felst í mæðraeft- irliti á meðgöngu, fæðingu og legu á fæðingardeild, og ekki heldur ungbarnaeftirlit fyrstu sex mánuðina eða lengur. Þar sparist umtalsverðar upphæðir í heil- brigðisþjónustu og mætti ef til vill líta þannig á að ættleiðing- arstyrkur kæmi í staðinn fyrir þessa þjónustu. Kostnaður við ættleiðingu allt að 1,2 milljónir SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákveðið að aðhafast ekki vegna kvörtunar Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar vegna hækkunar á raforkutöxtum RARIK til Sauðárkróksbakarís. Að mati samkeppnisráðs er ekki hægt að bera saman orkuverð á milli mis- munandi orkuveitna. Samkeppnisráð tekur sem dæmi samanburð á milli RARIK og Orku- veitu Reykjavíkur. Þar sé um eðl- isólíka starfsemi að ræða þar sem RARIK sé ríkisveita sem þjóni mun dreifbýlli svæðum en Orkuveitan. Hún þjóni einungis þéttbýliskjörn- um á Reykjavíkursvæðinu, Akranesi og Borgarbyggð. Samkeppnisyfirvöld hafa áður komist að þeirri niðurstöðu að mark- aðssvæði brauðframleiðenda á Reykjavíkursvæðinu, sem dreifa vörum til endurseljenda, nái til fyr- irtækja á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og á Vesturlandi að Búðardal sem og á Suðurlandi að Klaustri. Raforku- taxtar ekki samanburð- arhæfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.