Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 17 hrein list ÁTJÁN manns fórust þegar Fokker- flugvél brotlenti í Pakistan í gær, nærri landamærunum að Afganistan. Yfirmaður pakistanska flughersins, Mushaf Ali Mir, var meðal þeirra sem fórust, auk nokkurra fleiri háttsettra yfirmanna. Brak flugvélarinnar fannst 27 km vestur af borginni Kohat, nærri borg- inni Peshawar sem er skammt frá norðvesturlandamærunum að Afgan- istan. Ekki er enn vitað hvað olli því að flugvélin brotlenti en á fréttasíðu BBC er fullyrt að veður hafi verið vont á þeim slóðum, sem slysið varð á. Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, skipaði Mir yfirmann flughersins í nóvember árið 2000. Hann var á leið frá höfuðborg Pakistans, Islamabad, til Kohat til að skoða viðbúnað flug- hersins þar þegar flugvélin fórst í gær. Búið er að fyrirskipa rannsókn á tildrögum slyssins en talsmenn stjórnvalda í Pakistan segja slys sem þetta afar fátíð hjá pakistanska flug- hernum. Næstráðandi Mirs, Syed Qaiser Hussain, hefur verið skipaður yfir- maður flughersins til bráðabirgða, að sögn talsmanna. 18 fórust í flugslysi í Pakistan Reuters Pakistanskur hermaður við flak Fokker-vélarinnar sem hrapaði í gær í slæmu veðri í fjallahéraði. Með vélinni voru 18 manns og fórust þeir allir. Einn þeirra var yfirmaður pakistanska flughersins, Mushaf Ali Mir marskálkur. Yfirmaður flughersins meðal látinna Islamabad. AFP. TVEIR helstu kirkjuleiðtogar krist- inna manna á Bretlandi hvöttu í gær til þess að vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna yrði fram haldið í Írak í því skyni að afstýra stríði. Leiðtogarnir, þeir Rowan Will- iams, erkibiskup af Kantaraborg, og Cormac Murphy-O’Connor, erkibisk- up af Westminster og yfirmaður kaþ- ólsku kirkjunnar á Bretlandi, sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að vopna- eftirlit í Írak gæti haft í för með sér að átök reyndust ekki nauðsynleg. Því bæri áfram að freista þess að knýja Íraka til að láta af hendi gereyðing- arvopn sín með friðsamlegum hætti. Þeir hvöttu hins vegar jafnframt Íraka til að verða þegar í stað við kröfum Sameinuðu þjóðanna um að þau láti af hendi gereyðingarvopn sín og veiti upplýsingar um þróun þeirra. Fátítt er að leiðtogar þessara kirkjudeilda birti sameiginlega yfir- lýsingu. Hún er talin nokkurt áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Blair hefur ítrekað haldið því fram að undanförnu að „siðferð- islega rétt“ sé að hrekja Saddam Hussein, forseta Íraks, frá völdum. Þar fari einstakur valdníðingur og glæpamaður sem frelsa beri þjóð hans undan. Beita beri vopnavaldi í því skyni reynist það nauðsynlegt. „Það væri mannúðarverk að losa heiminn við Saddam. Það sem er í raun ómannúðlegt er að leyfa honum að halda velli,“ sagði Blair m.a. í ávarpi um liðna helgi. Tony Blair er maður kristinn og trúrækinn. Í yfirlýsingu biskupanna segir að stríð beri ávallt að túlka sem birting- armynd uppgjafar þar eð vopnuð átök séu ævinlega til marks um að mistek- ist hafi að leiða ágreiningsmál til lykta með vitrænum hætti. Hvað Írak varð- ar segja biskuparnir að mikill efi ríki um hvort siðferðislega réttmætt sé að blása til herfarar. Þá beri mönnum að hafa í huga afleiðingar stríðs fyrir írösku þjóðina og framtíð landsins. Mótmæla stefnu Blairs Lundúnum. AFP. ÍSLAND var meðal þeirra ríkja sem gagn- rýndu írösk stjórnvöld harðlega fyrir að verða ekki við kröfum um af- vopnun á opnum fundi um Íraksmálin sem ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt í vik- unni. Sagði Þorsteinn Ingólfsson, fasta- fulltrúi Íslands hjá SÞ, í ræðu sem hann flutti í New York í fyrradag að vopnaeftirlitsmenn SÞ ættu að fá meiri tíma til að athafna sig í Írak en að Íslendingar teldu ekki að fjölgun eftirlitsmanna yrði til að tryggja þá niðurstöðu, sem eftir væri sóst. Fundurinn var haldinn að frum- kvæði Suður-Afríku en á honum fengu um það bil 60 ríki, sem ekki eiga sæti í öryggisráðinu, tækifæri til að kynna afstöðu sína í Íraks- deilunni. Flest ríkjanna sem tóku til máls á fundinum, sem stóð í tvo daga, voru mótfallin árás á Írak og þau, sem þó útilokuðu ekki þann möguleika, gerðu kröfu um að ráð- ið hefði að minnsta kosti fyrst sam- þykkt ályktun þar sem hernaðar- aðgerðir væru heimilaðar. Þorsteinn Ingólfsson sagði í ræðu sinni í fyrradag að ályktun öryggisráðsins nr. 1441 og aðrar, sem um málefni Íraks fjölluðu, væru þess eðlis að Írakar ættu ekki að þurfa að velkjast í neinum vafa um til hvers væri ætlast af þeim. Írakar gætu með því að hlíta skil- málum þessara ályktana slegið á þá spennu, sem nú væri komin upp í alþjóðamálum – raunar bæri þeim skylda til þess. Enn mætti leysa mál með friðsamlegum hætti og sagði Þorsteinn það einlæga von sína að það tækist. „UNMOVIC [vopnaeftirlits- nefnd SÞ] og IAEA [Alþjóðakjarn- orkumálastofnunin] njóta fyllsta trausts okkar og við lýsum ánægju með störf dr. [Hans] Blix [yfir- manns UNMOVIC] og dr. [Mohamed] El- Baradeis [yfirmanns IAEA],“ sagði Þor- steinn síðan. „Við teljum hins vegar ekki að fjölgun vopnaeftirlitsmanna tryggi endilega þau svör af hálfu íraskra stjórnvalda sem svo lengi hefur verið beð- ið frá þeim. Það sem vantar upp á er að Írak sýni fyllstu samvinnu og leggi fram tilbeðin gögn án frekari tafa.“ Sjálfur hefur Hans Blix lýst efa- semdum um þá hugmynd franskra og þýskra stjórnvalda að fjölga vopnaeftirlitsmönnum í Írak til muna. Valdbeiting er lokaúrræði Þorsteinn vísaði til þess að Blix hefði sagt að afvopnun þyrfti ekki að taka langan tíma frá þeirri stundu er Írakar sýndu sig sann- arlega viljuga til að hlíta kröfum öryggisráðsins þar að lútandi. „Til að láta reyna á þetta eiga vopnaeft- irlitsmenn að fá meiri tíma til verksins,“ sagði Þorsteinn. Ennfremur sagði Þorsteinn mik- ilvægt að ríki heims stæðu saman í þessu máli og að beita þyrfti Íraka þrýstingi. Hótunin um „alvarlegar afleiðingar“ sem rætt væri um í ályktun nr. 1441 yrði að hafa ein- hverja þýðingu. Trúverðugleiki SÞ væri í húfi. „Valdbeiting á alltaf að vera lokaúrræði öryggisráðsins. Ef önnur ráð sem stofnsáttmáli SÞ getur um hafa hins vegar ekki reynst fullnægjandi verður örygg- isráðið að axla ábyrgð sína,“ sagði Þorsteinn. Fjölgun eftir- litsmanna ekki svarið Þorsteinn Ingólfsson Fulltrúi Íslands hjá SÞ gagnrýnir Íraka á fundi öryggisráðsins UM ÞAÐ bil 30 milljónir barna og kvenna hafa verið seldar í Asíu- og Kyrrahafsríkjum á síðustu þremur áratugum, að sögn Kul Gautum, aðstoðarframkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, UNICEF, á alþjóðlegu mál- þingi í Tókýó í gær. Embættismaðurinn lýsti þessu sem „mestu þrælasölu sögunnar“. „Um 1,2 milljónir barna eru seldar á ári hverju, en talan getur reynd- ar verið miklu hærri en það,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að fórnarlömbin, einkum stúlkur á táningsaldri, væru oft neydd til vændis og önnur væru látin starfa í verksmiðjum við ömurlegar að- stæður. Að sögn embættismannsins er ástandið verst í þessum efnum í Suðaustur-Asíu. Um 100 fulltrúar alþjóðasam- taka og stjórnarerindrekar tóku þátt í málþinginu sem var haldið á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og japanska utanríkis- ráðuneytisins. „Mesta þræla- sala sögunnar“ Tókýó. AFP. DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.