Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 29 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Þráðlaus VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar BlueTooth tækni fyrir GSM Velkomin á 21. öldina w w w .d es ig n. is © 20 03 RUNNINN er upp sá tími að efla skal menningu á landsbyggð- inni með fjárframlögum til upp- byggingar menningarhúsa. Þessu er fagnað því fólk og fyrirtæki lað- ast að stöðum þar sem menningin blómstrar enda mikið samfélags- verðmæti fólgið í menningarstarf- seminni. Suðurlandi var boðað framlag í ákvörðun ríkisstjórnar 1999 með byggingu menningarhúss í Vest- mannaeyjum gegn mótframlagi Eyjamanna. Ríkisstjórnin endur- nýjaði þetta tilboð á dögunum. Víst er að Eyjamenn hika ekki við að ná saman mótframlagi og því markmiði að eignast öflugt menn- ingarhús enda tækifærið einstakt. Nýleg er sú ákvörðun að efla þessa þætti í Reykjavík með bygg- ingu tónlistar- og ráðstefnuhúss eftir metnaðarfulla samkeppni um húsform og aðstöðu. Samtals mun það verkefni hljóða upp á 6 millj- arða. Sú aðstaða mun efla menn- inguna og veltuna í menningar- og ferðaþjónustugeira höfuðborgar- innar og smita út um landið en ekki koma í stað uppbyggingar í nærbyggðum höfuðborgarsvæðis- ins, innan 100 km. Mikill áhugi fyrir verkefninu Menningarsalur Suðurlands á Selfossi bíður ríkisframlags til uppbyggingar. Salurinn er í miðju Ársala sem er stórbygging á bökk- um Ölfusár og hýsir hótel, aðstöðu fyrir kvikmyndahús og þjónustu- fyrirtæki. Salurinn var byggður upp af sveitarfélaginu á Selfossi og er fokheldur. Með nýbyggingu hótels var lokið við hönnun inn- réttinga í hann og hljóðvistar, með tilliti til þess að þar væri meg- ináhersla á tónlist, leiklist og ráð- stefnur. Salurinn er tilbúinn til út- boðs verklegra framkvæmda. Hann tekur 330 manns í sæti og er með stórt leiksvið, hið stærsta á landsbyggðinni, og býður upp á mikil tækifæri. Undirbúningsnefnd hefur unnið að því að koma á fót sjálfseign- arstofnun um innréttingu og rekst- ur Salarins með það að markmiði að fá að einu borði í því efni sveit- arfélög á Suðurlandi, Sveitarfélag- ið Árborg, einstaklinga, félög og svo ríkisvaldið. Mikill áhugi er fyr- ir verkefninu og nú liggur fyrir staðfesting um þátttöku Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, bæjar- stjórn Árborgar er með samning á sínu borði og einstaklingar hafa skráð sig fyrir stofnframlögum. Félög og fyrirtæki hafa sýnt áhuga á þátttöku en bíða eftir þeirri festu sem fylgir þátttöku ríkisins sem gert er ráð fyrir að nemi 120 milljónum króna. Áætlun um innréttingu Salarins nemur tæplega 200 milljónum. Þátttaka ríkisins í almannaþágu Málefnið hefur verið kynnt fyrir þingmönnum, tveimur mennta- málaráðherrum, viðrað við fjár- málaráðherra og óskað eftir viðtali við fjárlaganefnd, – að vísu án ár- angurs. Allir taka verkefninu samt vel og kinka kolli – þetta góða fólk sér möguleikana sem fyrir hendi eru en enginn vill taka af skarið. Þátttaka ríkisins er jafn mik- ilvæg í þessu verkefni eins og í tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík og menningarhúsi á Ak- ureyri, í Eyjum eða annarstaðar þar sem ríkið leggur hönd á plóg. Þátttakan er í almannaþágu, mun efla samfélagið í heild og auka það samfélagsverðmæti sem fólgið er í framlagi þeirra sem leggja menn- ingarstarfinu lið. Til þessa höfum við Flóamenn ekki barið bumbur eða farið með hávaða í þessu máli en við viljum að á okkur sé hlustað og hin góða ákvörðun frá 1999 um framlag til menningarhúsa verði færð til nú- tímans og horft til þess hvort ekki megi bæta aðeins um betur, ná enn meiri árangri og koma menn- ingarpeningunum í not á skemmri tíma. Boltinn er hjá ríkisstjórninni varðandi ákvörðun, akurinn hefur verið plægður. – Sunnlendingar bíða framlags. Menningarsalur bíður framlags Eftir Sigurð Jónsson „Boltinn er hjá ríkis- stjórninni varðandi ákvörðun, akurinn hefur verið plægður. – Sunnlend- ingar bíða framlags.“ Höfundur er formaður undirbún- ingshóps um Menningarsal Suður- lands á Selfossi. HALLDÓR Blöndal er í hópi þeirra stjórnmálamanna íslenskra sem fátt hafa haft til málanna að leggja á ferli sínum utan liðveislu við baráttu gegn framförum. Þrátt fyrir það leyfir þingmaðurinn sér að veit- ast að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur í Morgunblaðinu 12. febrúar sl. og saka hana um að kunna ekki skil á því hvernig Ísland var fært inní nú- tímann undir lok 20. aldarinnar. Það stendur ekki steinn yfir steini í grein Halldórs, „Það er enginn staður í þessari ræðu“, hvað sannleika og röksemdir varða enda álíka trúverð- ugt að Halldór útskýri nútímavæð- ingu og Osama Bin Ladin boði frið. Tilefni gagnrýni Halldórs er ræða Ingibjargar á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Borgarnesi. Halldór viðurkennir að hann hafi ekki lesið ræðuna í heild sinni heldur byggi á punktum úr fjölmiðlum. Ég leyfi mér að efast um að Halldór hefði skrifað af meira innsæi hefði hann í raun lesið ræðuna sem hann gagn- rýnir. Halldór leitast við að grafa undan þeirri fullyrðingu Ingibjargar að harla lítið hafi borið til tíðinda í ís- lenskum stjórnmálum frá því Alþýðu- flokkurinn beitti sér fyrir grundvall- arbreytingum á gangvirkni atvinnulífsins í lok níunda áratugar- ins og á fyrri helft þess tíunda. Og að litlu hafi verið þokað í framfaraátt frá þeirri tíð. Halldór Blöndal telur þetta alrangt því að nútímavæðingin hafi hafist einhvern tíma eftir 1994. Helsti vandi Blöndals er að skilja orsaka- samhengið. Hann færir engin rök fyrir því hvernig nútímavæðingin skall alltíeinu á einhvern tíma í ráð- herratíð hans en viðurkennir þó að skattkerfisbreytingar og endurbætt rekstrarumhverfi hafi átt einhvern hlut að máli. Þetta er svipað og að halda því fram að börnin komi einn góðan veðurdag í óspurðum fréttum í farteski storksins. Í raun og veru er þó nokkur aðdragandi að fæðingu líkt og var með allar þær grundvallar- breytingar sem áttu sér stað á ís- lensku efnahagslífi. Ingibjörg Sólrún hefur nefnilega rétt fyrir sér! Það var Alþýðuflokk- urinn gamli sem lagði grunninn að nútímavæðingu Íslands með skatt- kerfisbreytingum, frelsi í fjármagns- flutningum, afnámi á viðskiptahöft- um og aðild að EES-samningnum sem skaut okkur á braut alþjóðavæð- ingar. Þetta tókst þrátt fyrir and- stöðu Halldórs og annarra aftur- haldsmanna. Í rauninni ruddi Alþýðuflokkurinn brautina fyrir nýja tegund athafnamanna hins frjálsa markaðar sem nú eru áberandi í um- ræðunni þótt það sé svo sérstök spurning hvort ríkisvaldið hafi í seinni tíð sett nægilega skilvirkar reglur um frelsið á markaðnum. Hefðu Halldór og kollegar hans í Sjálfstæðisflokknum haldið um taum- ana væru Eimskip, Flugleiðir og Shell enn allsráðandi í íslensku við- skiptalífi. Eitthvað velkist þetta fyrir fyrir- greiðslupotaranum að norðan sem var þó ráðherra úrelts landbúnaðar- kerfis árum saman og annálaður fyrir andóf sitt gegn íslenskum neytendum með því að standa öndverður gegn tollalækkunum eða yfirleitt öllu því sem átti rætur í útlöndum eða fram- förum. Það er staðreynd að Davíð Odds- son eftirlæti Blöndals og andlegur leiðtogi, þótt yngri sé í árum talið, hefur enn ekki varpað fram heild- stæðri hugmynd um uppbyggingu á nútímasamfélagi eða um framtíð slíks samfélags. Í bandalagi við Halldór og afturhaldsöfl í Sjálfstæðisflokknum styrkti hann völd sín í flokknum með því að halda umbótum í skefjum. Arf- leið Davíðs í íslenskum stjórnmálum liggur í árum á valdastóli og steypu í Reykjavík. Ræða Ingibjargar Sólrúnar í Borg- arnesi hefur verið verulega skrum- skæld af andstæðingum hennar enda ekki við öðru að búast af óttaslegnum mönnum. Punktur hennar var rétt- mætur og hann er einfaldlega þessi: Það er áhyggjuefni þegar almenning- ur velkist í vafa um réttmæti eða raunverulegar ástæður þess að rík- isstofnanir geri aðför að fyrirtækjum. Vafinn sjálfur er kjarni málsins. Og er það tilviljun að fólk efist? Var það tilviljun að Davíð brást sjálfur við með því að segja að sér „sýndist Ingi- björg Sólrún Gísladóttir vera for- sætisráðherraefni Jóns Ólafssonar og Baugsfeðga“? Þau orð afhjúpa hug hans til umræddra kaupsýslumanna og keppinautarins um forsætið! Halldór bendir réttilega á að álver voru ekki reist í tíð Alþýðuflokksins en sá flokkur skóp það umhverfi sem síðar laðaði álversfjárfesta til lands- ins. Enn er þetta spurning um or- sakasamhengi. Grípum inní grein Blöndals: „Með breyttu skatta- og rekstrarumhverfi eru erlend fyrir- tæki farin að hasla sér völl hér á landi. Hér ríkir frjálsræði í viðskipta- og atvinnumálum og afskipti ríkis- valdsins af atvinnurekstri eru hverf- andi. Það var öðru vísi umhorfs í tíð síðustu vinstristjórnar á Íslandi 1988–1991. Þá sat Jóhann Bogesen í stjórn Hlutafjársjóðs við Axar- skaptafjörð og útdeildi peningum. Það er veröld sem var, sem ungt fólk í dag getur ekki skilið.“ Þetta er kjarni málsins. Svona var umhorfs þegar Al- þýðuflokkurinn tók við völdum á Ís- landi árið 1987 eftir að Sjálfstæðis- flokkur Halldórs hafði setið nær óslitið við völd frá 1974. Alþýðuflokk- urinn reið á vaðið og umbreytti við- skiptaumhverfinu í landinu þau ár sem í hönd fóru. Þökk sé þeim umbót- um að ungt fólk skilur ekki Bogesen tímann en vont er þegar hinir eldri, það er Bogesen, Blöndal & Co., skilja ekki hvernig sú tíð rann sitt skeið á enda. Alvarlegasta dæmið um skilnings- skort þingmannsins endurspeglast þó í orðum hans um Evrópusamband- ið: „Og enn getum við gert betur með því að halda rétt á málunum. Ísland hefur stækkað innan frá og þarf ekki á Evrópusambandinu að halda. Vill ekki vera verstöð Evrópusambands- ins.“ Þetta sýnir djúpa vanþekkingu. Í fyrsta lagi virðist maðurinn ekki skilja að einmitt vegna EES-sam- starfsins var Ísland knúið með hraði í átt til nútímans. Enn og aftur áttar Halldór sig ekki á forsendunum og orsakasamhenginu. Í öðru lagi þá vill þingmaðurinn ekki að Ísland sé ver- stöð ESB. Hér hnýtur hann um sömu þúfu því EES-samningurinn er þess eðlis að íslenskir þingmenn eins og Halldór Blöndal þurfa að innleiða reglugerðir frá ESB án þess að hafa nokkuð um þær að segja. Í þessu felst hin mikla þverstæða: Sem verstöð ESB hefur Ísland verið nauðbeygt inní nútímann. Vitaskuld væri ákjós- anlegra fyrir reisn þjóðarinnar að halda sjálf um taumana eftirleiðis með fullri aðild að ákvarðanatökuferli ESB-þjóða. Þótt afturhaldsmenn hafi með þessu fyrirkomulagi verið nauð- beygðir til að þiggja framfarir er- lendis frá þá væri heppilegra fyrir lýðræðið að þeir biðu lægri hlut á Al- þingi Íslendinga. Þannig virðist það vera að Halldór Blöndal og aðrir stjórnmálamenn ís- lenskir sömu náttúru bæru ekki kennsl á nútímann þótt hann kæmi ríðandi heim í hérað. Nútímavæðing Íslands og fortíð Blöndals! Eftir Glúm Baldvinsson „Þannig virðist það vera að Hall- dór Blöndal og aðrir stjórnmálamenn ís- lenskir sömu náttúru bæru ekki kennsl á nú- tímann þótt hann kæmi ríðandi heim í hérað.“ Höfundur er með meistaragráður í alþjóðastjórnmálum. RÆÐA Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar 9. þessa mán- aðar var svo yfirfull af rang- færslum, dylgjum og ósannindum að fjölmiðlar, stjórnmálamenn og athafnamenn hafa orðið að eyða drjúgum tíma síðustu daga í að svara þessum dæmalausa málflutn- ingi. Eitt dæmi um þetta er að Björgólfur Thor Björgólfsson hefur í viðtali leiðrétt rangfærslur Ingi- bjargar og sagði um orð hennar: „Ég var að tala um annað og engar forsendur fyrir því að útleggja orð mín þannig að verið sé að ráðast á einhver þrjú fyrirtæki sem hún nafngreinir.“ Björgólfur Thor segir einnig að hann hafi ekki fundið fyr- ir meintum afskiptum forsætisráð- herra af viðskiptalífinu og að hon- um finnist frekar að fyrirtækin séu að troða sér inn í pólitíkina og gera sig pólitísk. Hann hafi ekki haldið því fram að pólitíkin hafi verið að skipta sér af fyrirtækjunum. Þetta eru athyglisverð orð, en ekki er síð- ur athyglisvert að menn þurfi að koma fram og leiðrétta það þegar forsætisráðherraefni Samfylkingar- innar hefur rangtúlkað orð þeirra. Traustið fer vaxandi – ekki minnkandi Ein þeirra ósanninda sem Ingi- björg hélt að almenningi í ræðu sinni eru að traust fólks á stofn- unum samfélagsins hafi minnkað. Þetta var augljóslega sagt til að styðja kenningar hennar um að stjórnvöld hafi misbeitt valdi sínu og þvingað fram vilja sinn gagnvart stofnunum á borð við skattrann- sóknarstjóra og ríkislögreglustjóra. „Það hefur dregið verulega úr trausti á öllum helstu stofnunum samfélagsins – ríkisstjórn, ráðherr- um, alþingi, stjórnmálamönnum, stjórnmálaflokkum, lögreglu, kirkju, fjölmiðlum og menntastofn- unum,“ sagði Ingibjörg Sólrún á flokksstjórnarfundinum. Nú er það svo að Gallup kannar traust fólks til nokkurra þessara stofnana með reglulegum hætti. Þegar stuðst er við þessar kannanir í stað gróu- sagna má sjá að traust til stofnana samfélagsins hefur ekki minnkað heldur vaxið á síðustu árum. Síð- asta könnun var gerð í fyrra og frá könnun fimm árum áður hafði traust til Alþingis aukist um 4%, traust til lögreglu hafði aukist um 7%, traust til dómskerfisins hafði aukist um 21%, traust til Háskól- ans hafði aukist um 12% og traust til þjóðkirkjunnar hafði aukist um 27%. Annað af því sem Ingibjörg nefndi var ekki kannað sérstaklega, en fellur sennilega flest undir traust til Alþingis og hefur því auk- ist líka en ekki minnkað eins og hún hélt fram. Þótt traust á stofn- unum samfélagsins – þeirra á með- al Alþingi, þar sem stjórnmála- menn starfa – hafi almennt aukist er ekki víst að traustið til allra stjórnmálamanna hafi þróast með sama hætti og ef til vill finnur Ingi- björg Sólrún fyrir minnkandi trausti í sinn garð. Að minnsta kosti er það svo að framboð hennar til Alþingis þvert á gefin loforð var ekki til þess fallið að auka trúverð- ugleika hennar. Ósannindi hennar, dylgjur og rangfærslur nú eru ekki heldur til þess fallin að auka traust til hennar, því hún hefur gert hverjum manni ljóst að í stjórn- málabaráttu er henni ekkert heil- agt. Ósannindi Ingibjargar Eftir Bjarneyju Sonju Ólafsdóttur Höfundur er tölvunarfræðinemi við Háskólann í Reykjavík. „Kannanir í stað gróu- sagna sýna að traust til stofnana samfélagsins hefur ekki minnkað heldur vaxið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.