Morgunblaðið - 21.02.2003, Page 14

Morgunblaðið - 21.02.2003, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áskriftarsími 881 2060 BO BEDRE fylgir áskrift ask@visindi.is Í Formi komið í verslanir HEILSA • SAMLÍF • SÁLFRÆÐI • HOLLUSTA • LÍKAMSRÆKT • SNYRTIVÖRUR • LÍFSGLEÐI HÖNNUN er snar þáttur í öllum atvinnugreinum, beint eða óbeint,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra á hönnunaráðstefnunni Máttur og möguleikar sem haldin var í Norræna húsinu í gær. Fyr- irlesarar á ráðstefnunni voru frá Finnlandi, Noregi og Belgíu auk Íslands. Rætt var um gildi hönn- unar við framþróun og samkeppn- ishæfni atvinnulífsins. Á tímum síharðnandi samkeppni og styttri endingar vara skiptir hönnun meira máli við framleiðslu, segir í tilkynningu um ráðstefnuna sem á annað hundrað manns sóttu. Fram kom í máli forseta hönn- unardeildar LHÍ, Halldórs Gísla- sonar, að líklega starfi um 2.000 manns við hönnun hér á landi og á fjórða hundrað Íslendinga eru í hönnunarnámi hérlendis og er- lendis. Samstarfsnefnd um hönnun stóð að ráðstefnunni en í henni eiga sæti iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, Form Ísland, Samtök iðn- aðarins, LHÍ, Aflvaki og Epal. Menningarsjóður Finnlands auk sendiráða Noregs og Finnlands styrktu ráðstefnuna. Morgunblaðið/Jim Smart „Náin tengsl hönnunardeildar Listaháskóla Íslands við atvinnulífið eru til fyrirmyndar,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir við ráðstefnugesti. Hönnun mikilvæg í harðnandi samkeppni MIKIL viðskipti hafa verið með hlutabréf í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum í vikunni. Sigur- geir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar, segir að um sé að ræða uppgjör á viðskiptum sem ákveðin hafi ver- ið í lok síðasta árs. Eftir viðskiptin nú í vikunni er einkahlutafélagið Stilla, sem er dótturfélag Seilar ehf., orðið stærsti einstaki hluthafinn í Vinnslustöðinni með 25% hlut. Móðurfélagið Seil á þar að auki 1% hlut sem og framvirkan samning um kaup á 3,59% af Búnaðarbank- anum. Sigurgeir segir að ákveðin ástæða sé fyrir því að eignarhaldi Seilar í Vinnslustöðinni, annars vegar, og Stillu, hins vegar, sé haldið aðgreindu. Ekki sé hins vegar ástæða til að greina frá þeirri ástæðu á þessu stigi. Eigendur Seilar ehf. og Stillu ehf. eru Haraldur Gíslason, Gunn- laugur Ólafsson og Guðmundur Kristjánsson, en þeir eru allir stjórnarmenn í Vinnslustöðinni, og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Seil ehf. kaupir og selur Tilkynnt var í Kauphöll Íslands í gær að Búnaðarbankinn hefði selt alla hluti sína í Vinnslustöðinni, samtals að nafnverði 335.493.027 krónur á genginu 4,45, og var greint frá því að um væri að ræða uppgjör á framvirkum samningum. Hluturinn er 21,44% af heildar- hlutafé Vinnslustöðvarinnar. Kaupandi 21,44% hlutarins í Vinnslustöðinni af Búnaðarbank- anum var Seil ehf. og var kaup- verðið 1.493 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningunni að Seil hafi yfirtekið réttindi og skyldur sam- kvæmt framvirkum samningum, þar á meðal fyrir Harald Gíslason og Gunnlaug Ólafsson, stjórnar- menn í Vinnslustöðinni. Fyrir átti Seil enga hluti í Vinnslustöðinni. Einnig var greint frá því í til- kynningu að Seil hefði selt hluti í Vinnslustöðinni að nafnverði 319.843.027 krónur, eða 20,44%. Eftir þessi viðskipti á Seil hluti að nafnverði 15.650.000 krónur, eða 1% hlut. Til viðbótar hefur Seil gert framvirkan samning við Bún- aðarbankann um kaup á hlutum að nafnverði 56.140.527 krónur, eða 3,59%. Þá var greint frá því í tilkynn- ingu að Stilla hefði keypt hluti í Vinnslustöðinni að nafnverði 259.790.000 krónur, eða 16,6%. Fyrir átti Stilla hluti í Vinnslu- stöðinni að nafnverði 131.460.000 krónur, eða 8,4%. Eftir þessi við- skipti á Stilla hluti að nafnverði 391.250.000, eða 25%, í Vinnslu- stöðinni. Uppgjör á framvirkum samningum Sigurgeir segir að á síðasta ári hafi Búnaðarbankinn keypt tæp- lega 19% hlut Kaps ehf. í Vinnslu- stöðinni, en Kap er í eigu Magn- úsar Kristinssonar og Ísfélags Vestmannaeyja. Hann segir að um leið hafi bankinn selt þennan hlut framvirkt til Haraldar Gíslasonar og Gunnlaugs Ólafssonar. Í des- ember síðastliðnum hafi bankinn síðan keypt og tryggt sér kauprétt á 25% hlut af Keri hf. og tengdum aðilum. Í síðasta mánuði hafi Stilla, dótturfélag Seilar, svo keypt 8,4% hlut í Vinnslustöðinni, sem var hluti af þeim 25% sem Búnaðarbankinn átti kauprétt á. Sigurgeir segir að þau viðskipti sem tilkynnt hafi verið um nú í þessari vikur séu uppgjör á þeim framvirku samningum sem gerðir hafi verið. Mikil viðskipti með hlutabréf í Vinnslustöðinni hf. Stilla ehf. stærsti hluthafinn KAUPÞING banki hf. hagnaðist um 3.075 milljónir króna eftir skatta á árinu 2002, en hagnaður var 853 millj- ónir króna árið áður. Þetta er í hærra lagi miðað við spár hinna bankanna, en Búnaðarbanki hafði spáð Kaup- þingi 2.570 milljóna hagnaði, Íslands- banki 3.219 m.kr. hagnaði og Lands- banki 2.843 m.kr. hagnaði. Að meðaltali námu hagnaðarspárnar 2.877 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta var 3.477 milljónir króna, en 593 milljónir árið áður, sem er nærri fimmföldun. Í Hálffimmfréttum Búnaðarbank- ans segir að munur á hagnaði og spá bankans um afkomu Kaupþings skýr- ist að nær öllu leyti af meiri geng- ishagnaði af skuldabréfum en búist hafi verið við, en Kaupþing náði mjög góðum árangri á skuldabréfamarkaði á fjórða ársfjórðungi. Gengishagnað- ur af skuldabréfaeign á síðasta ári nam alls 3,2 milljörðum, þar af voru 1,2 milljarðar á fjórða ársfjórðungi. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings banka, segist vera mjög ánægður með afkomuna. „Ég held mér sé óhætt að segja að þetta sé besta rekstrarniðurstaða sem Kaup- þing hefur náð,“ segir hann. „Tekj- urnar vaxa mun meira en gjöldin,“ bætir hann við. Hann segir mjög ánægjulegt að eigið fé bankans skuli tvöfaldast, fjórða árið í röð. Kostnaðarhlutfall bankans, þ.e. rekstrargjöld sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum, var 60%, samanborið við 83,2% árið áður. Arðsemi eigin fjár var 32,4% og hækkaði um 11,2 prósentustig frá árinu 2001. Söluhagnaður vegna Frjálsa fjár- festingarbankans á þriðja ársfjórð- ungi nam 1.492 milljónum króna, fyr- ir skatta. Án þess söluhagnaðar var arðsemi eigin fjár 16,7%, „sem er í samræmi við markmið bankans um 15% arðsemi eigin fjár,“ segir í frétta- tilkynningu frá Kaupþingi. Hreinar vaxtatekjur á árinu voru 2.322 milljónir króna, að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar af hlutabréf- um, samanborið við 1.567 milljónir ár- ið áður. Hreinar þóknunartekjur voru 3.113 m.kr. á árinu 2002 og lækkuðu úr 3.952 milljónum frá fyrra ári. Hreinar þóknunartekjur lækkuðu vegna samdráttar í tekjum eignastýr- ingar og miðlunar. „Tekjur af fyrir- tækjaþjónustu eru auk þess jafnan sveiflukenndar og geta tekjutil- færslur vegna verkefna sem færast milli ársfjórðunga haft mikil áhrif,“ segir í tilkynningu bankans. Gengistapi snúið í gengishagnað Mikil umskipti urðu í gengislið milli ára. Gengishagnaður á árinu 2002 nam 2.807 milljónum króna að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar, en árið 2001 var gengistap 180 milljónir króna. Af gengishagnaði voru um 60% innleystur hagnaður. Fjár- magnskostnaður vegna hlutabréfa- stöðu bankans nam 1.747 m.kr., en 1.763 milljónum árið áður. Tap á rekstri JP Nordiska, sem Kaupþing yfirtók í lok árs, nam 43,1 milljónum sænskra króna eftir skatta. Miðað við að eignarhlutur Kaupþings nam 28% þegar yfirtökutilboð var gert, voru áhrif tapsins á afkomu Kaupþings neikvæð um 120 milljónir íslenskra króna, sem dragast frá arði og tekjum af eignarhlutum í félögum. Hreinar rekstrartekjur voru alls 9.910 milljónir króna, en 6.050 millj- ónir 2001. Aukningin nam því 63,8% á milli ára. Önnur rekstrargjöld voru samtals 5.951 m.kr., en voru 5.042 milljónir á fyrra ári. Framlag í af- skriftarreikning útlána nam 582 millj- ónum króna. „Hjá JP Nordiska er um óveruleg útlánatöp að ræða og því fer hlutfallslega minna framlag í afskrift- arreikning. Lækkar því hlutfall af- skriftarreiknings af lánum samstæð- unnar úr 1,6% niður í 1,4% á milli ára.“ Afskriftareikningur nam 1.157 milljónum í árslok. Heildareignir Kaupþings banka um áramótin voru 188 milljarðar króna, miðað við 118 milljarða í upp- hafi árs 2002. Efnahagur JP Nord- iska er hluti af efnahagsreikningi bankans í árslok. Útlán bankans voru 82,5 milljarðar króna á árinu. Heild- araukning útlána í samstæðunni nam 44 milljörðum milli ára, en útlán voru 44% af heildareignum í árslok og um helmingur af þeim útlán JP Nord- iska. Markaðsáhætta af 12,9 milljarða skuldabréfum Skuldabréfaeign nam alls 49,1 milljarði króna í lok ársins. Á móti þessum eignum hefur bankinn gert afleiðusamninga að fjárhæð 36,2 milljarðar króna og ber hann því markaðsáhættu af 12,9 milljörðum, sem er svipuð upphæð og í lok árs 2001. Hlutabréfaeign var 21,1 milljarður króna, sem er um 8% lækkun frá síð- asta ári. Á móti hlutabréfaeign hefur bankinn gert afleiðusamninga fyrir 3,1 milljarð króna. Óskráð hlutabréf voru 6,8 milljarðar, eða tæp 4% af heildareignum bankans. Skráð hluta- bréf voru 14,3 milljarðar, eða tæp 8% af heildareignum. Innlán bankans námu í lok árs um 71,8 milljörðum króna, sem er aukn- ing um 61,2 milljarða frá fyrri ára- mótum. Innlán voru alls 38% af fjár- mögnun bankans, en 9% um síðustu áramót. Eigið fé bankans var 18,3 milljarð- ar um áramótin og nærri tvöfaldaðist milli ára, en 31. desember 2001 nam það 9,2 milljörðum. Eiginfjárgrunnur bankans var 19,9 milljarðar í lok tíma- bilsins. Eiginfjárhlutfall samstæð- unnar samkvæmt CAD-reglum var 14,7%, samanborið við 11,6% í árslok 2001. Eiginfjárþáttur A var 11,5%, en var 9,3% ári áður. Hagnaður Kaupþings banka 3.075 milljónir eftir skatta Besta afkoma félagsins frá upphafi '     ( )   *                                          ! "!  !"   "      # $##% &  #  ' # # #(      )*+)) )!"" ++ )))+  )! *"  "* "*+*  +)     ) *) ) "+ ""  , (  $##  (  -./0 ###     # #  * 1 2 )+12 "1+2  !1"2 ))1*2 ")1"2 * ,-(./, ! -01213/, ! ))"    (-004.56/,  

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.