Morgunblaðið - 26.02.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Af ávaxtaverðinu skuluð þér þekkja þá.
Ráðstefnan UT2003
Fjölbreytt ráð-
stefna fyrir öll
skólastigin
Ráðstefnan UT2003verður haldin íVerkmenntaskól-
anum á Akureyri dagana
28. febrúar til 1. mars og
er þetta í fyrsta skipti
sem UT-ráðstefna er
haldin utan höfuðborgar-
svæðisins. Guðbjörg Sig-
urðardóttir, aðstoðarmað-
ur menntamálaráðherra,
er í forsvari fyrir ráð-
stefnuna og svaraði hún
nokkrum spurningum í
tilefni þessa.
– Hver heldur þessa
ráðstefnu og fyrir hverja
er hún?
„Menntamálaráðuneyt-
ið stendur fyrir þessari
ráðstefnu en UT-ráð-
stefnurnar hafa verið ár-
legur viðburður frá árinu
1999. Fjölmargir aðilar hafa
komið að undirbúningi hennar
og hefur þáttur skólamanna á
Akureyri verið mikill. Ráðstefn-
an er fyrst og fremst ætluð
skólafólki á öllum skólastigum,
allt frá leikskóla til háskóla og
hún á erindi til allra sem láta sig
varða notkun upplýsingatækni-
nnar í skólastarfi. Rétt er að
benda á, að ráðstefnan á erindi
til alls skólafólks og verður ekki
á tæknilegum nótum.“
– Fyrir hvað stendur UT2003?
„Það stendur fyrir Upplýs-
ingatækni í skólastarfi 2003.“
– Hverjar verða helstu
áherslur ráðstefnunnar?
„Á ráðstefnunni verður lögð
áhersla á að miðla reynslu und-
anfarinna ára með skírskotun til
framtíðarinnar. Fjallað verður
um jafnrétti til náms og framtíð-
arsýn í skólastarfi sem byggist á
þeirri dýrmætu reynslu og þekk-
ingu sem skólafólk hefur safnað
á síðustu árum. Leitað verður
svara við spurningunni: Hvernig
verður upplýsingatæknin eðli-
legur og órjúfanlegur þáttur í
skólastarfinu á öllum skólastig-
um?“
– Hver er tilgangur og tilurð
ráðstefnunnar?
„Á síðustu árum hefur upplýs-
ingatæknin verið innleidd í
skólastarf á Íslandi og hefur það
tekist vel. Þróunarstarf af þessu
tagi útheimtir mikla vinnu kenn-
ara, skólastjórnenda og mennta-
yfirvalda við skipulag, upplýs-
ingamiðlun og umræðu.
UT-ráðstefnurnar hafa verið
mikilvægur vettvangur fyrir
miðlun reynslu og sem umræðu-
vettvangur. Á þessum ráð-
stefnum hittist skólafólk og nær
að ræða, bæði með formlegum
og óformlegum hætti, þau við-
fangsefni sem efst eru á baugi
hverju sinni. Mörg árangursrík
þróunar- og tilraunaverkefni
hafa verið unnin á síðustu árum
og má sú þekking sem aflað hef-
ur verið ekki lokast af í ein-
stökum skólum eða
kennarahópum.
Henni verður að
miðla.“
– Hvernig byggið
þið ráðstefnuna upp?
„Þetta hafa verið fjölmennar
ráðstefnur og fjöldi þátttakenda
hefur farið stigvaxandi. Það
sama er uppi á teningnum núna,
mikill fjöldi og fjölmargir fyr-
irlesarar á ýmsum sviðum. Það
er því rík þörf á því að flokka og
skipuleggja ráðstefnuna eins og
best verður á kosið. Við miðum
við þrjú þemu. Fyrst má nefna
framtíðarþema, þá jafnréttis-
þema og loks reynsluþema. Við
erum með aðalfyrirlesara fyrir
hvert þema
– Hverjir verða helstir á mæl-
endaskrá, þ.e.a.s. aðalfyrirlesar-
ar fyrir hvert þema?
„Á ráðstefnunni verða 57 fyr-
irlesarar og mikil áhersla verður
lögð á skoðanaskipti og umræð-
ur. Aðalfyrirlesari framtíðar-
þemans verður Johan Strid, en
hann starfaði sem ráðgjafi fyrir
Ingvar Carlson og fleiri sænska
ráðherra á sviði upplýsingatækni
og æskulýðsmála og verður
mjög áhugavert að heyra af
reynslu Svía í hans erindi. Aðal-
fyrirlesari jafnréttisþemans
verður Jóhann Guðni Reynisson,
sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Hann er með fjölbreyttan
menntunarlegan bakgrunn, í ís-
lensku, fjölmiðlafræði, uppeldis-
og kennslufræði og opinberri
stjórnsýslu og stjórnun. Aðalfyr-
irlesari reynsluþemans verður
Guðrún Þengilsdóttir, nemandi í
Menntaskólanum á Akureyri. Í
fyrra var hún þátttakandi í til-
raun með fartölvubekk í
Menntaskólanum á Akureyri.“
– Það er talað um vel heppn-
aða 1300 manna ráð-
stefnu í fyrra, segðu
okkur aðeins frá
þessu árlega dæmi,
hver eru tengslin?
„Menntamálaráðu-
neytið hefur staðið fyrir ráð-
stefnum um upplýsingatækni í
skólastarfi árlega, allt frá árinu
1999. Þátttakan hefur aukist ár
frá ári og sýnir það glögglega að
þörfin fyrir slíkar ráðstefnur er
mikil. Nú er hún í fyrsta skipti
haldin utan höfuðborgarsvæðis-
ins og nú þegar eru um 700
manns skráðir sem eru mun
fleiri en búist var við.“
Guðbjörg Sigurðardóttir
Guðbjörg Sigurðardóttir er
fædd á Akureyri árið 1956. Hún
er stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1976 og hefur lokið
kennaraprófi frá Kennarahá-
skóla Íslands og BS-prófi í
tölvunarfræði frá Háskóla Ís-
lands. Guðbjörg starfaði við
tölvudeild Ríkisspítala 1983–
1997 og var deildarstjóri kerf-
isfræðideildar Ríkisspítala frá
1985–1997, var starfsmaður í
forsætisráðuneyti og formaður
Verkefnisstjórnar um upplýs-
ingasamfélagið 1997–2002. Hún
er núna aðstoðarmaður mennta-
málaráðherra. Eiginmaður er
Skúli O. Kristjánsson tannlæknir
og eiga þau tvö börn, Andra sem
fæddur er 1975 og Teit sem er
fæddur 1985.
Áhersla á skoð-
anaskipti og
umræður
- þessa dagana
Nú er verk að vinna! Komdu í næstu verslun Húsasmiðjunnar og sjáðu hvað þú getur gert til þess
að gera bílskúrinn að betri geymslu og snyrtilegri vinnustað. Þið eigið það inni, þú og bíllinn þinn.
Gúmmímottur
þrjár stærðir, gott verð.
Verð frá 990 kr.
Jotaproff 20, 10 lítrar,
verð áður 8.795 kr
Verð nú 5.950 kr.
Hilluvinklar
af ýmsum gerðum.
Hilluefni, 16 mm,
plastlagt,
30/40/50/60 x 250 sm
Verð frá 1.075 kr.
Vifta, 3ja spaða, hvít.
vnr. 1800196
Verð áður 3.990 kr
Verð nú 1.990 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
20
35
3
0
2/
20
03
Bílskúrsdagar í fullum gangi.
Einst
akt
tilbo
ð
Hvít veggfesting
með hraðastillingum fylgir.
í Skútuvoginum