Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 21 ÞAÐ var þungt hljóð í útgerðar- mönnum á Snæfellsnesi á fundi sem Útvegsmannafélag Snæfellsness boðaði til í Grundarfirði á mánudag. Þar kynntu starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar tillögur sínar um netastopp í vetur til verndunar hrygningarfiski. Frá Hafrannsóknastofnun komu Jóhann Sigurjónsson, Björn Ævarr Steinarsson og Sigfús Schopka og Kristján Þórarinsson, fiskfræðingur hjá LÍÚ. Í tillögum Hafrannsókna- stofnunar er lagt til að netastopp verði 40 dagar. Netaveiðar verði bannaðar frá 20. mars til 30. apríl. Er hér um mikla lengingu að ræða sem kemur útvegsmönnum á óvart, enda hefur verið gengið út frá sama stoppi og í fyrra. Fram kom hjá fiskifræðingum að ástand þorskstofnsins væri alvarlegt. Nú er lögð áhersla á að vernda stór- þorskinn sem er mikilvægur til að klak takist vel. Miklar umræður urðu á fundinum og var hiti í fundarmönn- um. Það var álit þeirra að það sýndi tillitsleysi við útgerð og vinnslu á Snæfellsnesi að koma fram með svo róttækar breytingar innan við mán- uði áður en þær eiga að taka gildi. Mönnum fannst sjálfsögð krafa að gefa aðlögunartíma. Nú eru útgerð- armenn búnir að panta net fyrir ver- tíðina og skipuleggja veiðar til vors. Þá á allt í einu að fara að stoppa í 40 daga. Bátaflotinn á Snæfellsnesi hef- ur ekki að öðru að hverfa á meðan. Útvegsmenn og gestir skiptust á skoðunum varðandi verndun þorsks- ins og voru það fróðlegar umræður, enda búa sjómenn yfir mikilli reynslu sem mætti taka meira tillit til. Það kom fram að stærstu netariðlar veiða stærsta þorskinn og væri fyrsta skref að banna þá og minnka hæð netanna sem hefur verið að aukast. Þá kom fram að netabátum í Breiðafirði hef- ur fækkað mikið á undanförnum ár- um og er netafjöldi í Breiðafirði brot af þeim fjölda sem var fyrir nokkrum árum. Telja tillögurnar koma of seint Útvegsmenn eru sammála um að tillögur Hafrannsóknastofnunar komi of seint til að þær komi til greina á þessari vertíð. Þeir leggja til að netastoppið nái yfir sama tímabil og í fyrra, sem var þá lengt frá fyrri árum. Til að koma til móts við sjón- armið Hafrannsóknastofnunar um verndun stórþorsks er lagt til að möskvastærðin 9½ tomma og stærri verði bönnuð og takmörkuð dýpt net- annna. Fyrir næstu vertíð eru útvegs- menn til viðræðna við Hafrannsókna- stofnun um ráð til að vernda stór- þorskinn, því þar spila margir þættir inn í sem vert er að athuga. Fund- urinn var einn sá fjölmennasti hjá Útvegsmannafélaginu og sýnir það hvað félagsmenn hafa miklar áhyggj- ur af því óöryggi sem þeim er boðið upp á að vinna við. Enn aukast erfiðleikar bátaflotans á Snæfellsnesi Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fundur útvegsmanna á Snæfellsnesi um netastopp var fjölmennur. Útgerðarmenn telja tillögur Hafró um neta- stopp of seint fram komnar Á FIMMTA hundrað gesta troð- fyllti félagsheimilið Miðgarð í Skagafirði þegar haldnir voru tónleikar síðastliðinn sunnudag, til minningar um Jón Björnsson tónskáld, bónda og kórstjóra frá Hafsteinsstöðum. Þann dag voru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu hans. Séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ stjórnaði samkomunni og kynnti þau atriði í tónum og töluðu orði sem fram fóru, en einnig fjallaði hann um æviferil Jóns og öll þau margháttuðu störf sem hann vann að tónlistar- og menningarmálum í Skagafirði. Kirkjukórar Glaumbæj- arprestakalls, og Sauðárkróks- kirkju svo og karlakórinn Heimir sungu lög eftir Jón, undir stjórn þeirra Rögnvaldar Valbergssonar og Stefáns R. Gíslasonar, en þess- um kórum öllum stjórnaði Jón um árabil auk organistastarfa við kirkjurnar. Þorbergur Jósepsson söng einsöng en dúett þau Þuríður Þorbergsdóttir og Sigfús Pét- ursson. Þá fluttu félagar Jóns úr kór- unum minningabrot um samvinn- una við hann og með honum, og voru það þeir Sigurjón Tobíasson, Kári Steinsson og Árni Bjarnason sem brugðu upp skemmtilegum svipleiftrum af hinum síunga eld- huga í tónlistinni. Benti Kári Steinsson á þrjá meginþætti í lífs- hlaupi Jóns Björnssonar. Það var að hann var bóndi og sem slíkur í fremstu röð í Skagafirði. Hann var tónskáld sem eftir liggur mik- ill fjöldi laga, fleiri en eftir nokk- urt skagfirskt tónskáld, og sum laganna perlur sem halda muni nafni hans á lofti um ókomin ár. Síðast en ekki síst var hann org- anisti og kórstjóri og sagði Kári að enginn mundi lastaður þótt Jón Björnsson væri talinn hafa lagt þar meira fram en flestir aðrir. Að dagskránni lokinni tók til máls barnabarn Jóns, Sigríður Steinbjörnsdóttir, og þakkaði fyr- ir hönd aðstandenda Jóns og sér- staklega þeim séra Gísla Gunn- arssyni og Stefáni R. Gíslasyni og færði þeim blóm, en því næst sátu tónleikagestir kaffisamsæti í boði sveitarstjórnar. Síungs eldhuga minnst á tónleikum Sauðárkrókur Morgunblaðið/Björn Björnsson Kirkjukórar Glaumbæjarsóknar og Sauðárkrókskirkju sungu ásamt Karlakórnum Heimi. MÓKOLLÓTTUR nýborinn lamb- hrútur var óvænt í einni krónni á bænum Hriflu í Þingeyjarsveit einn morguninn í byrjun febrúar þegar komið var í húsin og var þar grá- kollótt móðir hans að kara hann og gera hann fínan, en hún hafði borið honum um nóttina. Hriflubændur áttu alls ekki von á þessu enda bar ær þessi tveimur lömbum 13. júní í fyrra og varla kominn tími til að bera aftur, þá eru ærnar í Hriflu alls ekki vanar að bera á þessum árstíma og langt í sauðburðinn. En sá kollótti var kærkominn hjá ábúendum og ekki síst hjá yngri kynslóðinni því nú er líf í fjárhús- unum og Mókollur hoppar um í krónni og leikur sér. Kærkom- inn lamb- hrútur Laxamýri Heimasæturnar í Hriflu, Sigríður Diljá Vagnsdóttir og Ísey Dísa Háv- arsdóttir, með Mókoll vin sinn. Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.