Morgunblaðið - 26.02.2003, Síða 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STELPUR í stuði er þriðja bókin
um unglingsstúlkuna Ellie og vin-
konur hennar, Mögdu og Nadine,
en áður hafa þær vinkonur verið í
strákaleit og í stressi. En sem fyrr
segir eru þær í stuði nú, því
draumagæinn hreinlega gengur
beint í fangið á Ellie. En það er þó
ekki draumur einn, því þá fyrst
byrja vandræðin með foreldrana og
afbrýðisamar vinkonur.
Jacqueline Wilson er mjög vin-
sæll barna- og unglingabókahöfund-
ur í heimalandi sínu, Englandi. Hún
hittir víst mikið lesendur sína, en ég
held þó að vinsældir hennar stafi af
því hversu vel hún nær hugarheimi
unglinga. Ég hef ekki lesið barna-
bók eftir hana, en unglingabækurn-
ar eru mjög vel skrifaðar. Ekki
spillir fyrir þýðing Þóreyjar Frið-
björnsdóttur sem er hin fínasta.
Málfarið er létt, hversdagslegt og
trúverðugt, án þess að verða fullt af
nýjustu unglingaslettunum sem
enginn veit hversu lengi lifa.
Bókin er sögð í fyrstu persónu
sem er algengt í unglingabókum í
dag. Það er áhrifarík aðferð þar
sem enginn kemur á milli lesanda
og sögumanns og lesandi hefur
strax eignast vinkonu sem trúir
honum fyrir öllu, sem er mjög mik-
ilvægt á þessum árum. Og lesand-
inn leggur þar með af stað í rússí-
banaferð í tilfinningalandi
aðalpersónunnar, Elliear.
Ellie er klár stelpa en ekki alltof
ánægð með útlitið. (Margir kannast
við þá tilfinningu!) Hún er engin of-
urpæja heldur frekar þybbin og
finnst krullað hárið á sér óþolandi.
Hún minnir mig svolítið á Möggu
Stínu í Peð á plánetunni jörð, það er
kannski helst að Magga Stína hafi
enn einstakari og beittari húmor en
Ellie, sem er þó býsna sterk í kald-
hæðninni. Vinkonur hennar eru líka
skemmtilegar og skýrar persónur.
Og saman lenda þær í öllu því erfiða
og átakanlega sem stelpur þurfa að
ganga í gegnum á unglingsárunum
– þegar á að æfa sig að verða full-
orðinn. Ég var mjög hrifin af bók-
inni Stelpur í stressi þar sem m.a
var fjallað um átröskun, margar or-
sakir hennar og afleiðingar með
mjög mannlegum og átakanlegum
hætti. Nú vakir fyrir Wilson að vara
stelpur við að margur er úlfur í
sauðargæru, ekki elta hvaða strák
sem er, jafnvel þótt hann virki
spennandi og mann langi að prófa
að eiga kærasta. Það er í sjálfu sér
auðvitað fínt og frásögnin öll er
vissulega lifandi eins og höfundin-
um er lagið. En mér fannst ekki
næg átök í bókinni. Hvorki fyrir El-
lie við afbrýðisaman pabba og vin-
konur né í hættuatriðinu þegar þær
stelpur álpast upp í bíl með ókunn-
ugum gaurum.
Það er ótrúlegt hvað heimurinn
er orðinn lítill og hversu líkur heim-
ur krakka hvaðanæva er en þessi
bók gæti hæglega gerst á Íslandi.
Ég efa ekki að þær stelpur sem hafa
lesið fyrri bækurnar verði glaðar
með þessa nýjustu bók og eigi eftir
að lifa sig af öllu hjarta inn í það
þegar ástardraumar Elliear rætast.
Góðir strákar og vondir
BÆKUR
Börn
Höfundur: Jacqueline Wilson. Teikningar:
Nick Sharratt. Þýðing: Þórey Friðbjörns-
dóttir. 182 bls. JPV útgáfa, 2002.
STELPUR Í STUÐI
Hildur Loftsdóttir
Listaháskóli Íslands, Laugarnesi
Breski gjörningalistamaðurinn Jul-
ian Maynard Smith fjallar um eigin
verk kl. 12.30.
Listaháskóli Íslands, Skipholti
Nemendur þriðja árs hönnunar- og
arkitektúrdeildar LHÍ segja í máli
og myndum frá ferð sinni til New
York kl. 12.30 þar sem þau heim-
sóttu meðal annars vinnustofur
hönnuða og hönnunarskóla.
Hrafnista Hafnarfirði Menning-
ardagskrá til heiðurs Sigurveigu
Guðmundsdóttur kennara í Hafn-
arfirði verður
kl. 13.30–14.30 í
samkomusal.
Sigurveig hefur
búið á heimilinu
í tæp níu ár
(fædd 1909). Ár-
ið 1991 komu út
minningar henn-
ar, Þegar sálin
fer á kreik.
Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir
skráði bókina og les úr henni,
ásamt fleirum. Ólafur Ólafsson
kennari og tónlistarmaður kemur
fram ásamt heimilisfólki og ætt-
ingjum.
Ingibjörg Har-
aldsdóttir er
gestur í Bóka-
safni Kópavogs
kl. 19.30
ásamt Soffíu
Auði Birgisdóttur
bókmenntafræð-
ingi. Tilefnið er
að um þessar
mundir stendur
yfir röð fyr-
irlestra í tilefni af fimmtíu ára af-
mælis bókasafnsins.
Íslandsdeild IBBY stendur fyrir
bókakaffi á Súfistanum við Lauga-
veg kl. 20.
Fjallað verður um fornsögurnar,
þjóðararfinn og aðgengi barna að
þessu efni.
Brynhildur Þórarinsdóttir fjallar
um útgáfu Máls og menningar á
Njálu fyrir börn og Jóhanna Karls-
dóttir heldur erindi sem hún kallar
„Fornsögur færðar í búning fyrir
börn“.
Þar greinir hún frá vinnu sinni við
gerð heildstæðs námsefnis um Leif
heppna.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Ingibjörg
Haraldsdóttir
Sigurveig
Guðmundsdóttir
EITT magnaðasta kammerverk
20. aldar var efst á blaði á að vanda vel
sóttum tónleikum Kammermúsík-
klúbbsins s.l. sunnudag. Kvintett
Sjostakovitsjar fyrir píanó og
strengjakvartett frá örlagaárinu 1940
stendur nú þegar upp úr öðrum verk-
um aldarinnar fyrir sömu áhöfn og
stenzt vel samanburð við hátinda róm-
antíska og vínarklassíska skeiðsins.
Annað til marks um langt framhaldslíf
er hvað kvintettinn virðist opinn fyrir
ólíkri túlkun, enda lagskiptur eins og
mikil listaverk eru jafnan þar sem tog-
ast á ólíkar tilfinningar og sjónarmið,
stundum allt í senn.
Upphafið lofaði að vísu ekki of góðu
í meðferð umræddra hljómlistar-
manna, því frekar loppin Prelúdían
hlaut fáeina marbletti af völdum hálf-
klesstra bogastroka, og inntónunin
var ekki alltaf lýtalaus. En lágstemmt
upphaf Fúgunnar (II.) var aftur á
móti sérlega áhrifamikið í krafti upp-
hafinnar íhugunar, á ofurveiku senza
vibrato þar sem ekkert mátti út af
bera, áður en innri örvinglun tón-
skáldsins brauzt fram af fullum
þunga í stórbrotinni andstæðu. Inn-
lifun flytjenda í Scherzóinu (III.) var
sömuleiðis sterk, og var kannski til
marks um fyrrgetna lagskiptingu í
þessum makalausa þætti að tónleika-
skrárritara finnst ríkja „fölskvalaus“
léttleiki þar sem við öðrum blasir
glottandi hauskúpa. A.m.k. í aðra
rönd. Eins var mikil örlagastemmn-
ing yfir markvisst röltandi Inter-
mezzoinu. Að meðtöldum frekar hægt
túlkuðum lokaþætti, sem lagði fyrir
vikið megináherzlu á alvöru málsins,
má segja að flutningur hópsins hafi
uppfyllt flestar væntingar. Tókst oft
að vega hárfínt salt á milli andstæðra
tjábrigða eins og vera bar.
Kvintett Césars Francks í f-moll frá
1879 eftir hlé kvað enn njóta mikillar
virðingar tónkera. Það er óhemjulangt
verk (3 kortér) en að viti undirritaðs
ekki að sama skapi innblásið. Allra sízt
í samanburði við meistaraverk Sjost-
akovitsjar. Því furðulegra er að upp-
götva, að nær sextugur Klóthildar-
kantorinn kvað hafa samið verkið
undir ástaráhrifum í garð kvensniptar
nokkurrar að nafni Augusta Holmés.
Gjörið svo vel – cherzez la femme!
Það má svo sem vel vera að finna
megi ástþrungna ástríðu í ofhlöðnum
hendingum 1. þáttar, og vissulega
skortir ekki stefjamagnið til úr-
vinnslu. Hitt finnst manni aftur á móti
vanta áberandi, nefnilega frumleika,
fjölbreytni, andstæður og kammer-
músíkalskt gegnsæi. Ekki batnaði
það í miðþættinum sem, með fullri
virðingu fyrir belgíska meistaranum,
sló mann sem ofþroskaður ávöxtur –
og langdreginn með ólíkindum.
Manni var að auki hulið hvernig org-
elsnillingur gat sýnt jafnlítinn áhuga í
verki á bæði pólýfóníu og rytma. Eða
hvernig höfundur D-dúr sinfóníunnar
gat samið jafnmörg „griplaus“ stef og
við manni blöstu. Átti það ekki síður
við í lokaþættinum, Allegro non
troppo ma con fuoco, sem þrátt fyrir
alla tilfinningasemi höfundar, hvað þá
auðsæja orku og innlifun spilenda,
leið þessum hlustanda úr minni um
leið og síðasta hendingin dó drottni
sínum.
Ofþroskaður ávöxtur
TÓNLIST
Bústaðakirkja
Sjostakovitsj: Píanókvintett í g Op. 57.
Franck: Píanókvintett í f. Tríó Reykjavík-
ur (Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar
Kvaran selló og Peter Máté píanó) ásamt
Sun Na fiðla og Unni Sveinbjarnardóttur
víóla. Sunnudaginn 23. febrúar kl. 20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Í INNGANGI þessa nýja guð-
fræðingatals segir, að það sé hið
sjötta í röð rita með
æviskrám íslenskra
guðfræðinga, sem telj-
ast „eiginleg stéttartöl
þeirra“. Hið fyrsta,
sem út kom á árunum
1907 og 1910, tók
Hannes Þorsteinsson
þjóðskjalavörður sam-
an, en frá 1947 hafa
guðfræðingatöl byggst
á og verið viðbætur við
rit sr. Björns Magnús-
sonar, Íslenzkir guð-
fræðingar 1847–1947,
sem út kom í tilefni
þess að öld var liðin
frá stofnun Prestaskól-
ans. Í riti Hannesar
voru aðeins taldir þeir
guðfræðingar íslenskir, sem braut-
skráðst höfðu frá Hafnarháskóla
um tveggja alda skeið, 1707–1907,
en í riti Björns einnig þeir er luku
námi við Prestaskólann og guð-
fræðideild Háskóla Íslands.
Þetta nýja guðfræðingatal er í
tveimur bindum. Það hefst á
ávarpi ritnefndar þar sem grein er
gerð fyrir tildrögum verksins og
saga þess rakin. Þar á eftir fylgir
rækilegur inngangur höfundar,
sem gerir grein fyrir verkinu í
heild, efni þess og innihaldi, upp-
setningu æviágripa og þeim
reglum sem fylgt var við skrán-
ingu þeirra. Því næst tekur við
Ágrip af sögu Prestafélags Ís-
lands 1918–1988, eftir sr. Heimi
Steinsson, og þá Saga Presta-
félags Íslands frá 1988 til alda-
mótanna 2000, eftir Hjalta Huga-
son prófessor. Að sögu
Prestafélagsins sagðri tekur við
rækileg saga guðfræðideildar Há-
skóla Íslands um hálfrar aldar
skeið, 1947–1997, eftir sr. Guðna
Þór Ólafsson og þá kemur kandí-
dataskrá, þar sem taldir eru allir
íslenskir kandídatar í guðfræði,
sem brautskráðir hafa verið frá
Prestaskólanum, Háskóla Íslands
og erlendum háskólum á tíma-
bilinu 1847–2002. Einnig er getið
doktora og heiðursdoktora við
guðfræðideild Háskóla Íslands og
þeirra, sem lokið hafa BA- og MA-
prófi í guðfræði við skólann.
Allar eru ritgerðirnar um sögu
Prestafélagsins og guðfræðideild-
arinnar stórfróðlegar og vel samd-
ar og góður fengur að þeim fyrir
alla þá, sem vilja kynna sér fé-
lagsstarf íslenskra presta og sögu
guðfræðimenntunar hér á landi á
síðara helmingi 20. aldar.
Hið eiginlega guð-
fræðingatal hefst á
bls. 185 og fyllir það
sem eftir er af fyrra
bindi og allt síðara
bindið. Uppsetning
þess er næsta hefð-
bundin og segir frá
fæðingar- og dánar-
dögum, foreldrum,
mökum, börnum,
menntun og störfum.
Margar eru þessar
æviskrár hinar fróð-
legustu, en þó verður
að segjast eins og er,
að mér þykir það
óþarfa semínarismi
að geta einkunna
fólks í bæði mennta-
skóla og háskóla. Þær upplýsingar
eru gjörsamlega gagnslausar og
skólaeinkunnir segja sjaldan mikið
um hæfni fólks í lífinu.
Til nýmæla í þessu guðfræð-
ingatali má telja, að hér eru tald-
ir erlendir guðfræðingar af ís-
lenskum uppruna, og er að því
góður fengur. Hinir erlendu guð-
fræðingar eru flestir Ameríku-
menn, eins og vænta mátti, en
nokkra athygli hlýtur að vekja,
að í þessum kafla er grein um
föður Jón Sveinsson (Nonna).
Ánægjulegt er að sjá, að íslenskir
guðfræðingar skuli loks telja
Nonna eiga heima í sínum hópi,
en óþarfa hótfyndni er það að
setja hann á bekk með útlend-
ingum. Í riti sem þessu á hann
vitaskuld heima með Íslendingum
og hvergi annars staðar, og vand-
séð að aðrir, sem getið er á síðum
þessa verks, geti talist meiri Ís-
lendingar. Annarra kaþólskra
presta íslenskra er ekki getið.
Það er í sjálfu sér miður, en til
þess liggja ástæður, sem grein er
gerð fyrir í ávarpi ritstjórnar.
Allur frágangur þessa verks er
einkar vandaður. Það er prentað
á fallegan pappír, í góðu bandi og
myndir allar ágætlega skýrar.
Vandað
guðfræðingatal
BÆKUR
Persónusaga/ættfræði
1847–2002. I–II. Gunnlaugur Haralds-
son. Prestafélag Íslands 2002. 1.028
bls., myndir.
GUÐFRÆÐINGATAL
Gunnlaugur
Haraldsson
Jón Þ. Þór
GOETHE-Institut í Kaupmannahöfn hefur staðið fyrir
verkefni þar sem 100 verk jafn margra rithöfunda af
yngri kynslóðinni sem skrifa á þýska tungu eru kynnt.
Verkin eru öll gefin út á árunum 1999–2001 og eru til
kynningar í þeim löndum þar sem Goethe-stofnunin
starfar. Goethe-Zentrum í Reykjavík tekur þátt í þessu
verkefni og afhenti nýlega Landsbókasafni Íslands –
Háskólabókasafni eintak af þessum bókum. Þar verða
þær skráðar og hafðar til útláns. Rithöfundar „af yngri
kynslóðinni“ teljast þeir sem fæddir eru árið 1953 eða
síðar. Þessar 100 bækur teljast vera góður þver-
skurður þýskra bókmennta síðustu ára enda hafa þær
hlotið sérstaklega lofsamlega dóma í Þýskalandi og
sumar verið verðlaunaðar.
Af þessu tilefni mun skáldkonan Felicitas Hoppe lesa
úr bók sinni Pigafetta í Landsbókasafni 27. mars nk.
Jan Gabbert og Sabine Barth frá Goethe-Zentrum, Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður, Peter Weiss frá
Tungumálamiðstöð HÍ og Þorleifur Jónsson, forstöðumaður aðfangadeildar, við afhendinguna.
100 rithöfundar – 100 bækur