Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 23 ALMENNAR BÍLA- VIÐGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 Í ARINSTOFU Listasafns ASÍ stendur yfir sýning á verkum fimm listamanna, en verkin eru öll í eigu safnsins. Listamennirnir eru Egg- ert Magnússon, Ísleifur Konráðs- son, Samúel Jónsson, Sigurlaug Jónsdóttir og Stefán Jónsson frá Möðrudal. Eggert Magnússon (f. 1915) hætti til sjós 1960 og fór þá að mála. Egg- ert málar fyrst og fremst sögur og atburði úr fortíð sinni, sem oft tengjast hafinu og lífríki þess. Ís- leifur Konráðsson (1889–1972) frá Steingrímsfirði sækir myndefni sín til náttúru og bændamenningar. M.a. eru sýnd tvö verk sem safninu bárust nýlega að gjöf frá Valtý Sig- urðssyni. Samúel Jónsson (1884– 1969) frá Brautarholti í Selárdal málaði og steypti myndir jöfnum höndum. Eftir hann er sýnd alt- aristafla sem hann málaði fyrir kirkjuna í Selárdal. Þegar altaris- taflan var afþökkuð réðst hann í að byggja kirkju fyrir töfluna. Sigur- laug Jónsdóttir (1913) er frá Öxney á Breiðafirði. Hún sækir myndefni sín í sína eigin fortíð og eiga þau sér ætíð stoð í raunveruleikanum. Stefán Jónsson frá Möðrudal (1908– 1994) er einnig þekktur sem Stór- val. Sýnd er hestamyndin Vorleikur en Stefán var í eina tíð tekinn fast- ur fyrir að sýna Vorleik á Lækj- artorgi, þar sem myndin var talin brjóta í bága við almennt velsæmi. Sýningin stendur til 9. mars. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41, er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Fimm alþýðulista- menn í Lista- safni ASÍ NÝ tónlist var í forgrunni á tón- leikunum í Norræna húsinu á sunnudag þegar Ingólfur Vil- hjálmsson (27) „debúteraði“ eftir námsdvöl í Hollandi. Með í för var ungur hollenzkur sellisti, Stephan Heber (26), auk þess sem ofantald- ir slagverksleikarar léku með í síð- asta verki. Þrjú verk kváðu frumflutt á Ís- landi við þetta tækifæri. Fyrst lék Ingólfur hið stutta Ixor II fyrir bassaklarínett eftir ítalska sérvitr- inginn Goacinto Scelsi (1905–1988) er einkenndist af afar víðum tón- bilum og var snöfurlega túlkað. Hin hugfenga 1. einleikssvíta Ben- jamins Brittens af þremur sem hann skrifaði fyrir Mstslav Rost- ropovitsj var prýðilega flutt af Staphan Heber er opinberaði hljómmikinn tón og snyrtilegt ör- yggi í tjáningu. Preludio e Danza [5’] fyrir bas- saklarínett eftir slóvakísku tón- skáldkonuna Iris Szeghy (47) lék sér við kankvíslegt andspil ítrekaðrar „secco“ bordúnnótu og snuðrandi fleðu- láta í hæðinni, skemmtilega túlkað af Ingólfi. Úr 1. sellósvítu Bachs BWV 1007 lék þar næst Heber forleik, saraböndu og gikk af fagmannlegu öryggi og með fínlegum tví- gripum í sarabönd- unni. Síðan léku þeir fé- lagar saman lítið dúó eftir kunna gríska módernistann Iannis Xenakis (1922–2001) er nefndist Charisma [4’]. Það var byggt á tilvitnun í Iliónskviðu og mætti vissulega heimfæra sem röð „epískra óhljóða“ (þ.á m. tvíhljóma, ískra o.fl.) aðgreind af alþögnum; þó ekki áhrifalaust, enda spilað af inn- lifun. Að ná sem mest „sláandi“ áhrif- um virtist megintilgangur loka- verksins, tríósins Ablauf fyrir klar- ínett/bassaklarínett og tvær sinfónískar bassatrommur eftir Finnann Magnus Lindberg (49). A.m.k. var tónsmíðin ekki fyrir hjartveika hlustendur. Né heldur létu slagarar sitt eftir liggja, og hætt við að sumum hafi brugðið illilega við fyrsta bylm- ingshöggið, sem í litla kammersalnum verkaði eins og spark í magann. Rifjuðist skyndilega upp ummæli þessa handhafa tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs úr gömlum geisladisk- sbæklingi – „Aðeins öfgar eru áhugaverðir!“ – því hér var sannar- lega ekki skafið utan af því. Merkilegast var þó að verkið skyldi halda athygli allt til enda – eftir 10 mínútur – við nokkuð sannfærandi framþróun á dómsdags- slagverkinu, inn á milli klarínett- innskota Ingólfs, að dúnmjúku nið- urlagi, einkum eftir að blásarinn (eftir að tónskáldið fyrirskrifaði aðskiljanleg gjammandi gelthljóð, líkt og í mótmælaskyni) skipti yfir á bassaklarínett, og slagarar á mýkri slegla. Þó gæti alveg eins verið að verki uggur hlustandans um endurupp- tekningu fyrri láta; það dottar eng- inn á tímasprengju. Ingólfur komst ágætlega frá þessari frumraun, enda þótt fram- sækið verkefnavalið veitti tæplega jafnglögga viðmiðun og sígildari höfuðverk tónbókmenntanna hefðu gert. Skammtur stórra höggva TÓNLIST Norræna húsið Scelsi: Ixor II (frumfl. á Ísl.). Britten: Sellósvíta Op. 72. Szeghy: Preludio e Danza. Bach: 3 þættir úr Sellósvítu nr. 1 í G. Xenakis: Charisma (fr.fl. á Í.). Magnus Lindberg: Ablauf* (fr.fl. á Í.). Ingólfur Vil- hjálmsson klarínett/bassaklarínett og Stephan Heber selló; Frank Aarnink*, Askelsson* bassatromma. Sunnudaginn 23. febrúar kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Ingólfur Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.